Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 32
aðir selir sem eru í Skjálfanda- fljótsósnum. Fálki dregur vagninn Tora og Kolbeinn eru með níu hesta á járnum en það er hesturinn Fálki sem fékk það hlutverk að draga vagninn, því hann er bæði fallegur og skapgóður. Hann kann ágætlega við sig með aktygin og hefur sýnt að hann á létt með sitt verk, en svo vill til að vagninn er léttbyggður og á góðum fjöðrum. Tora Katinka er ánægð í Aðaldal og Lava Horses er fyrirtæki sem hún er að þróa með fjölskyldu sinni á Hraunkoti en hestvagninn var langþráður draumur sem rætt- ist. MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Stúlka vaknaði í læstum strætó 2. Töfrar í fertugsafmæli … 3. Ebóluviðvörun í Alicante 4. Heiða þarf að komast í … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þátttakendur í Viðeyjargöngunni á morgun ganga í gegnum jarðsöguna frá því að jörðin myndaðist sem líf- vana hnöttur og fram í nútíma. Þeir munu fræðast um aldur jarðar og þroskasögu lífsins. Leiðsögumaður er Gunnar Magnússon landfræðingur, sem leggur nú lokahönd á meistara- verkefni sitt í holistic science í Bret- landi. Gangan hefst kl. 19.30. Aldur jarðar og þroskasaga í Viðey  Í tilefni af ferð Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á Proms verða haldnir opnir tónleikar í Eldborg í Hörpu og hefjast þeir kl. 19.30 í kvöld. Flutt verður sama dagskrá og hljómsveitin flytur í Royal Albert Hall í London síðar í mánuðinum. Á efnisskránni verða Geysir eftir Jón Leifs, Storka eftir Hauk Tómas- son, píanókonsert eftir Schumann og 5. sinfónía Beethovens. Einleikari á tónleikunum er bandaríski píanóleikarinn Jonathan Biss. Hann hefur helgað sig píanó- list Schumanns og leikið verk hans á yfir fimmtíu tónleikum um allan heim. Stjórnandi á tónleikunum er Ilan Volkov. Á Proms-tónleikum sveitar- innar kveður hann sem aðal- hljómsveitarstóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Ókeypis er á tónleikana en gestir þurfa að tryggja sér miða í miðasölu Hörpu þar sem sæti eru núm- eruð. Sinfóníuhljómsveitin hitar upp fyrir Proms Á þriðjudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri en sums staðar skýjað við sjávarsíðuna. Hiti víða 8 til 18 stig, hlýjast V- lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlægari vindur en í gær og yfirleitt bjart- viðri en skýjað með köflum NA-til. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast fyrir suð- vestan. VEÐUR „Þetta var ekki flottasta markið sem ég hef skorað en það er örugglega það eftir- minnilegasta hingað til,“ sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson við Morgunblaðið í gær, en hann lét heldur betur mikið að sér kveða þegar Swansea lagði Manchester United á Old Trafford. Gylfi skoraði sigurmark leiksins eftir að hafa lagt upp fyrra markið. »1 Gylfi stal senunni á Old Trafford Íslenska körfuknattleikslandsliðið sýndi mikla baráttu í leiknum gegn Bosníumönnum í undankeppni EM í körfuknattleik í gærkvöld. Bosníu- menn höfðu betur, 72:62, en íslensku strákarnir mæta Bretum í London á mið- vikudags- kvöldið. »4 Tíu stiga ósigur gegn Bosníumönnum KR-ingar lönduðu sínum 14. bikar- meistaratitli í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Keflvíkinga í úrslita- leik Borgunarbikarsins á Laugardals- velli. Rúnar Kristinsson hefur heldur betur gert það gott frá því hann tók við þjálfun liðsins, en þetta var fimmti titillinn sem hann vinnur með vesturbæjarliðinu. »2 14. bikarmeistaratitill- inn hjá KR-ingum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Atli Vigfússon Laxamýri „Mig hafði lengi dreymt um að eignast hestvagn, en vinkona mín var með svona vagn þegar ég var stelpa heima í Noregi.“ Þetta segir Tora Katinka Berg- eng, sem keypti hestvagn frá Hol- landi á síðasta ári og rekur hesta- leigu á Hraunkoti í Aðaldal ásamt manni sínum Kolbeini Kjartans- syni. „Ég byrjaði í hestamennsku þeg- ar ég var 12 ára gömul og hef alltaf haft áhuga á hestum. Löngu seinna fór ég á námskeið heima í Noregi í notkun hestvagna og komst svo í samband við hollenska konu sem býr í Danmörku, en hún hjálpaði mér að finna þennan frábæra hest- vagn. Hann kom hingað með Nor- rænu síðastliðið vor eftir að við keyptum hann,“ segir Tora og er mjög ánægð með þetta farartæki, sem er krydd í hestamennskunni í Hraunkoti. Hestaleigan aukabúgrein Tora Katinka hefur búið á Ís- landi í 11 ár og er frá Nordland í Noregi, þar sem hún ólst upp við kúabúskap o.fl. Hún og Kolbeinn eru með mjólkurframleiðslu og sauðfé en hestaáhuginn er fyrir hendi og aukabúgreinin yfir sumar- ið er hestaleiga sem þau hafa nefnt Lava Horses. Tora sér aðallega um hestana og boðið er upp á nokkrar mismun- andi ferðir, þ.e. tveggja tíma túra og upp í 4-5 tíma túra. Landslagið er fjölbreytt og er m.a. farið meðfram Skjálfanda- fljóti, síðan upp í hraunið og gamlar götur þræddar í birki- skóginum sem einkennir landið á þessu svæði. Hefur þessi fjöl- breytileiki heillað marga. Þá er einnig boðið upp á ferðir út að sjó og þar skoð- Á hestvagni í selaskoðun  Hafði lengi dreymt um að eignast hestvagn Morgunblaðið/Atli Vigfússon Óvenjulegt farartæki Tora Katinka á hestvagninum í Aðaldal. Hún segir vagninn krydd í hestamennskunni. Lava Horses er auglýst á öllum helstu gististöðum ferðamanna í ná- grannasveitunum. Fólk getur valið á milli venjulegra hestaferða og ferðar með vagninum, sem tekur fimm farþega í sæti og er stjórnandi hestsins sá sjötti. Á Mærudögum á Húsavík í sumar vakti vagninn verðskuldaða athygli gesta. Þá segir Tora að ef til vill geti hann orð- ið brúðarvagn þegar vel viðrar. Yngri kynslóðin á Hraunkoti hefur þegar fengið mikinn áhuga á hestunum og hefur Hildur Helga Kolbeinsdóttir, sem er sjö ára, þegar farið á nokkur reiðnámskeið. Hún var einungis þriggja og hálfs árs þegar hún stjórnaði fyrst hesti og sagðist þá vera að verða fullorðin kona. Frá fimm ára aldri hefur ekki þurft að teyma undir henni. Stjórnaði fyrst hesti þriggja ára UNGA KYNSLÓÐIN ERFÐI HESTAÁHUGANN Hildur Helga Kolbeinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.