Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 4

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta“ Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha, til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni. Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha. Kv. Áslaug og Benni 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Ingunnarskóli í Grafarholti í Reykja- vík hefur ákveðið að seinka skóla- deginum hjá unglingadeild skólans, þannig að nemendurnir fái lengri tíma til svefns. „Við ákváðum að seinka skóladeg- inum hjá eldri krökkunum, þannig að þau byrji skóladaginn kl. 8.30 í stað 8.10. Yngri nemendurnir byrja 8.20. Þessi tillaga kom upp í skólaráðinu frá fulltrúa foreldra,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ing- unnarskóla, um breytinguna. Fulltrúi foreldranna var með rannsóknir sem sýndu að það hent- aði unglingum betur að sofa aðeins lengur á morgnana. „Svefnhormón þeirra kallar á að þau sofi aðeins lengur á morgnana og séu betur upp- lögð yfir skóladaginn fái þau að hvíla sig betur á morgnana. Það er þeim meira eðlislægt að sofa lengur á morgnana og sofna seinna á kvöldin. Og aftur á móti þegar fólk eldist er það þreyttara á kvöldin og upplagð- ara á morgnana. Þessar rannsóknir sem viðkomandi foreldri var með sýndu fram á að nemendur náðu auknum árangri fengju þeir að sofa lengur, þeim liði betur og slysatíðni minnkaði.“ Ekki einn óánægður nemandi Þá segir Guðlaug að hún hafi ekki heyrt í neinum óánægðum nemanda vegna breytinganna. „Margir skólar í Bandaríkjunum hafa seinkað skóla- deginum út af þessum rannsóknum. Þetta er meginástæðan fyrir því að við seinkum skóladeginum, til að mæta þörfum barnanna, að þau séu upplögð og nái góðum árangri og líði vel. Við byrjum þetta skólaár með þessu nýja kerfi en ef vel gengur og þetta leggst vel í mannskapinn, sem mér sýnist vera, er seinkun skóla- dagsins til frambúðar. Fulltrúar nemenda í skólaráði eru mjög ánægðir með tillöguna og almennt eru krakkarnir ánægðir. Ég hef ekki heyrt í neinum nemanda sem er óánægður. Þetta minnkar streitu á morgnana þegar fólk er að koma sér út úr húsi.“ „Reynsla okkar af þessu er stór- kostleg,“ segir Margrét Pála Ólafs- dóttir, höfundur Hjallastefnunnar, en hún hefur talað fyrir seinkun skóladagsins á unglingastigi hér á landi. „Hjallastefnuskólarnir eru alltaf opnaðir klukkan 7.45, þannig að börn eru velkomin þá og boðið er upp á morgunmat, en kennslan hefst síðan klukkan 8.30. Við myndum aldrei byrja fyrr en við gerum nú, heldur myndum við frekar vilja láta ung- lingastig og elsta hópinn á miðstigi byrja seinna. Þekkja ekki allir örmagna ung- linginn sem situr í úlpunni með hett- una yfir höfðinu í fyrsta tímanum klukkan átta? Enginn kennari vill kenna þannig unglingum í fyrsta tíma.“ Fá að mæta seinna í skólann  Nemendur á unglingastigi í Ingunnarskóla mæta ekki fyrr en klukkan 8.30 í skólann í vetur  Unglingar þurfa að sofa lengur inn í daginn  Fyrirkomulagið hefur reynst vel víða Morgunblaðið/Kristinn Ingunnarskóli „Ég hef ekki heyrt í neinum nemanda sem er óánægður.“ Fulltrúar þýska fyrirtækisins PCC mættu til fundar við bæjaryfirvöld í Norðurþingi í gær en tilefni fund- arins var fyrirhugaðar framkvæmd- ir við byggingu kísilverksmiðju á Bakka, skammt frá Húsavík. „Þeir komu í heimsókn til þess að taka stöðuna á verkefninu og koma á formlegum samskiptum,“ segir Kristján Þór Magnússon, nýr bæj- arstjóri Norðurþings, og bætir við að engan bilbug sé að finna á mönn- um hvað verkefnið varðar. Spurður út í fjármögnun verkefn- isins svarar hann: „Það er stefnt að því að klára erlenda fjármögnun 25. september næstkomandi. Þýsk ráðuneytisnefnd er nú að fara yfir alla fyrirvara og vonandi verður þá hægt að tryggja erlenda fjármögn- un. Svo er einnig áfram unnið að því að loka íslenska hlutanum. Endan- leg ákvörðun um málið gæti svo verið tekin í desember.“ Starfsemi hefst 2017 Gangi þetta allt saman upp segir Kristján Þór framkvæmdir geta hafist á næsta ári en upphaflega var vonast til að hefja byggingu á haustmánuðum þessa árs, jafnvel í ágústmánuði. „Það var unnið með það plan en menn eru orðnir of seinir með það,“ segir Kristján Þór. Var einnig gert ráð fyrir í fyrstu að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni fram- leiða allt að 36 þúsund tonn af kís- ilmálmi. Spurður hvort þær áætl- anir standist enn kveður Kristján Þór já við. „Ef þessir samningar nást þá er enn stefnt að því.“ Unnið að fjár- mögnun Bakka  Endanleg ákvörðun í desember Birgitta Jóns- dóttir, þingmaður Pírata, segir í við- tali við þýska vikublaðið Die Zeit að tölvu- póstur ætlaður Edward Snowden um það hvernig hann ætti að bera sig að við að leita hælis á Íslandi hafi horfið einhvers staðar á leiðinni til Hong Kong. Birgitta rifjar upp í greininni, sem fjallar um gagnavernd á Íslandi og segir að hér á landi sé „sé besti griðastaður gagna í hinum vestræna heimi, að þegar Snowden hafi verið spurður í sínu fyrsta viðtali eftir að hann tók gögn bandarísku leyni- þjónustunnar NSA traustataki hvert hann vildi halda hafi hann svarað að hann vildi fara til Íslands. Birgitta tók þetta til sín vegna þess að hann nefndi sérstaklega að ástæðan væri þingsályktunin, sem Alþingi samþykkti 2010, um að Ís- land skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviði tjáningar- og upp- lýsingafrelsis, hennar helsta bar- áttumál. Nokkrum klukkustundum síðar hafi rignt yfir hana símtölum úr hópi þeirra, sem voru á bak við hreyf- inguna um að frelsa Bobby Fischer og fá hann til Íslands árið 2005. Snowden yrði að verða Íslendingur. Birgitta segir að þeir hafi sam- stundis látið sig hafa bréfið sem Fischer notaði til að sækja um rík- isborgararétt til þess að enginn formgalli yrði á umsókn Snowdens. Hann þyrfti aðeins að setja inn nafn- ið sitt. En ekkert varð úr. „Ég sendi tölvupóstinn gegnum milli- göngumann,“ segir Birgitta við Die Zeit. „En hann barst aldrei til Snow- dens.“ Tölvupóst- urinn til Snowdens hvarf Birgitta Jónsdóttir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um að bandarískur ferðamaður væri strandaglópur við Gróttuvita á Sel- tjarnarnesi. Hafði þá flætt að eftir að maðurinn fór út að vitanum. Ferðamaðurinn var mjög illa bú- inn, í snjóþvegnum gallabuxum og strigaskóm. Björgunarsveitin Ár- sæll fékk tilkynninguna nokkuð á undan slökkviliðinu og kom því manninum til bjargar. Illa búinn stranda- glópur við Gróttu Setningarhátíð Reykjavík Dance Festival fór fram í gær, en þetta er í 12. sinn sem hátíðin er haldin og stendur hún að þessu sinni yfir til 30. ágúst. Ásrún Magnúsdóttir, dansari og íbúi á Njáls- götu, var með verk á hátíðinni í gær, en hún bauð upp í létta sveiflu hjá sér og nágrönnum sínum. „Ég og allir nágrannar mínir dönsuðum í íbúðum okkar og buðum fólki að koma og vera með. Það tóku allir vel í þetta og verkið fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Ásrún verður með annað verk á hátíðinni á föstudaginn í Mengi. Reykjavík Dance Festival hófst í gær Morgunblaðið/Golli Dansað af lífi og sál á Njálsgötunni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.