Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 8

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 7a • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla Hiti í bústaðinn Það var útgjaldasmátt fyrirVesturlönd að þrengja að að- skilnaðarsinnum í Suður-Afríku með viðskiptabanni á sínum tíma. Það er útgjaldalaust að snýta Norður-Kóreu með sama hætti. Það kostar aðeins meira að kúga klerkana í Íran með slíkum hætti.    En á daginn erkomið, að efnahagsþvinganir gegn Rússum eru í allt annarri deild.    Sérstaklega þegar illa stendurá í evrópskum efnahags- málum. Því Rússar svara fyrir sig.    Styrmir Gunnarsson hefur eftirbandaríska matsfyrirtækinu Fitch „að Evrópa verði í gíslingu Rússa, alla vega fram á þriðja tug þessarar aldar vegna gaskaupa.    Ástæðan er sú, segir Fitch, aðEvrópuríkin eigi ekki ann- arra kosta völ. Evrópuríkin kaupa nú fjórðung af sínu gasi frá Rússum. Þau ríki, sem eru háðust Rúss- um að þessu leyti, eru Finnland, Tékkland og flest önnur ríki í austurhluta Evrópu.    Fitch dregur í efa að sambæri-leg bylting verði í vinnslu ol- íu og gass úr leirsteini eins og orðið hefur í Bandaríkjunum. Fitch telur að telji Rússar að þeir standi frammi fyrir nýrri samkeppni á þessum markaði í Evrópu muni þeir einfaldlega lækka verð.    Niðurstaða Fitch, að því erfram kemur í Daily Tele- graph, er sú, að Evrópa verði um langan aldur í gíslingu Rússa að þessu leyti“. Styrmir Gunnarsson Bjúgverpill? STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 14 skýjað Akureyri 16 léttskýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 13 skúrir Lúxemborg 18 skýjað Brussel 20 skýjað Dublin 15 súld Glasgow 18 léttskýjað London 18 heiðskírt París 18 alskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 20 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 16 skýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 31 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 17 heiðskírt Montreal 22 skýjað New York 29 heiðskírt Chicago 24 skýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:59 20:59 ÍSAFJÖRÐUR 5:55 21:13 SIGLUFJÖRÐUR 5:38 20:57 DJÚPIVOGUR 5:26 20:32 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ós Markarfljóts hefur í sumar færst allt að einn kílómetra frá austri til vesturs. Í vor höfðu bændur undir Vestur-Eyjafjöllum áhyggjur af stöðu mála og töldu hættu á að fljót- ið myndi brjóta niður land til austurs á víðfeðmum svæðum. Á síðustu vik- um hefur þessi þróun snúist við og nú fellur meginþungi fljótsins fast að varnargarði við fljótið vestanvert. Varnargarðurinn að vestan er mannvirki sem reist var að tilstuðlan Siglingastofnunar árið 2012. Því var ætlað að færa útfall fljótsins fjær Landeyjahöfn, en sem kunnugt er hefur sandburður úr fljótinu ásamt öðru truflað ferjusiglingar í höfnina. Öfl og kraftar „Þarna eru náttúruöflin með öll- um sínum kröftum að verki,“ sagði Sigurjón Einarsson, verkefnisstjóri hjá Landgræðslu ríksins. Þar á bæ hafa menn fylgst vel með stöðunni skyldum sínum samkvæmt, en land- brot er stórt vandamál víða um land. Sigurjón segir Eyjafjallabændur hafa óskað eftir því í sumar að haf- inn yrði undirbúningur að því að varnargarðar við fljótið austanvert yrðu lengdir til suðurs. Í ljósi þróun- ar síðustu vikna virðist þó ekki sama þörf á því og áður. Sveiflast eftir vindátt Í sumar hefur rignt talsvert á Suðurlandi og vatnsmagn í Markar- fljóti því verið í meira lagi. Þetta tel- ur Sigurjón geta átt sinn þátt í því hve mikilli hreyfingu ósinn hefur verið á. Yfir lengra tímabil setja ýmsir þessa sveiflu í samband við vindáttir, það er þegar blási úr vestri færist fljótið og útrennsli þess til vesturs – og aftur öfugt. Fljótsósinn hefur færst til vesturs Morgunblaðið/Sigurður Bogi Markarfljót Reginöflin breyta nú landinu á þessum slóðum. Fljótið fellur nú meira til vesturs og að varnargarðinum sem er neðst til hægri á myndinni.  Mikilar breytingar við Markarfljót  Landbrot í austri hefur stöðvast „Eðli jökulvatna með sínum mikla framburði að flæmast til og frá í farvegi sín- um,“ segir Sveinn Runólfs- son land- græðslustjóri. Hann segir Land- græðsluna hafa í tímans rás komið að fjöldamörg- um verkefnum víða um land sem hafi miðað að því að stöðva land- brot, þar sem vatnsmiklar ár hafa hugsanlega fundið sér nýjan far- veg. Fylgir þá gjarnan að grónu landi skolar út sem hefur búsifjar í för með sér. Gerð fyrirhleðslna er eitt fjöl- margra verkefna sem Land- græðslan hefur með höndum. Við Markarfljót var þetta sameig- inlegt verkefni Landgræðslunnar og Siglingastofnunar, en varn- argarðar og uppgræðsla var hluti af pakkanum við gerð Land- eyjahafnar. Nú hefur hins vegar sú breyting verið gerð að Vegagerðin er tekin við verkleg- um framkvæmdum sem áður var sinnt á vegum Siglingastofnunar, sem var lögð niður sem slík við stofnun Samgöngustofu í fyrra. „Jökulsá á Fjöllum hefur oft verið að stríða okkur. Hún flakkar til og frá á söndunum í Öxarfirði. Þá hefur þetta verið viðvarandi vandamál í Hornafjarðarfljótum og fleiri ám þar eystra sem koma undan Vatnajökli. Þar er landið á hreyfingu. Þá gæti ég líka nefnt Skaftá og Kúðafljót, sem segja má að séu síbreytileg vatnsföll.“ Hin síbreytilegu vatnsföll JÖKULÁRNAR FLAKKA TIL OG FRÁ Sveinn Runólfsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.