Morgunblaðið - 28.08.2014, Side 10

Morgunblaðið - 28.08.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Malín Brand malin@mbl.is E itt af því erfiðasta við að koma öðrum á óvart er sennilega að segja ekki orð um það sem stendur til. Ekki einu sinni þeim sem maður treystir best. Þetta vissi Tom Dowling mætavel en fyrir mörgum mánuðum tók hann að skipuleggja fimmtugs- afmælisgjöf sinnar heittelskuðu. Maureen varð fimmtug hinn 17. ágúst og eftir tuttugu og fimm ára hjónaband þekkjast þau Tom orðið býsna vel. Eftir sem áður var hún grunlaus um hið mikla ævintýri sem var í uppsiglingu. Tom greiddi flug- farið með greiðslukorti en gætti þess vel að láta umslagið hverfa þegar reikningurinn kom í pósti. Á laugardeginum 16. ágúst var Tom kaldsveittur að undirbúa flugferðina og fékk börnin þeirra tvö til að hjálpa sér og pakka niður í tösku fyrir Maureen og fara með út á flug- völl fyrr um daginn. Klukkutíma áð- ur en leggja átti af stað út á völl ákvað Maureen að fara út að skokka. „Mér leist nú ekkert á það og var orðinn taugaveiklaður þegar hún kom rennsveitt til baka. Ég sagði henni að við þyrftum aðeins að skreppa og hún yrði bara að fara í sturtu seinna,“ segir Tom brosandi þar sem blaðamaður ræddi við hjón- in daginn eftir á Hala í Suðursveit. Rútuferð reyndist þyrluferð „Ég rauk allslaus út í bíl í íþróttafötunum, klístrug og ekki Kúnstin að koma verulega á óvart Hjónin Tom og Maureen Dowling hefur lengi langað til Íslands en hingað komu þau fyrr í þessum mánuði í heldur óhefðbundnu fríi. Tom skipulagði ferðina svo leynilega að konan hans hélt að hún væri á leið í matarboð í New York. Tíu tím- um síðar voru þau komin til Íslands og fimmtán tímum síðar skoðuðu þau landið úr þyrlu. Þessi óvænta ferð var fimmtugsafmælisgjöf Toms til Maureen. Morgunblaðið/Malín Brand List Náttúran er á köflum eins og magnþrungið listaverk séð úr lofti. Afmælisgjöf Hjónin Tom og Maureen Dowling í blíðunni á Fimmvörðuhálsi. Tindurinn Það er ánægjulegt að komast að Hvannadalshnjúki, hæsta punkti landsins, og jafnvel ofar. Hann er tignarlegur og nándin við hann einstök. Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Síðasta sýningarhelgi Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. kl. 14–16 Við leitum að liStaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð sem fer fram í september. Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 LISTMUNAUPPBOÐ Í SEPTEMBER Hallur Karl Hinriksson 21. – 31. ágúst málverkasýning Margir Íslendingar sem fariðhafa til Asíu hafa heimsóttTaíland enda sannarlega land sem vert er að leggja leið sína til. Þeir hinir sömu þekkja af eigin raun hversu menningin þar í landi er fjölbreytt og skemmtileg. Taílensk- íslenska félagið og Thai-menningar- félagið blæs nú til taílenskrar hátíð- ar sem haldin verður á laugardag 30. ágúst í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 12 og 19.30. Þar verður fjöl- margt skemmtilegt í boði, meðal annars verður danssýning frá Ka- sestart-háskólanum í Taílandi og munu dansarar sýna „Hanumal“, „Manora“ sem og hefðbundinn taí- lenskan dans. Einnig verður áhuga- vert að heyra og sjá flutning tónlist- ar með taílenskum hljóðfærum, en „Khon“ er taílenskur dans sem var eingöngu sýndur við konungshirðina á sínum tíma í flutningi grímu- klæddra karlmanna, með sögumanni og við undirspil taílenskrar tónlistar. Þetta verður því litrík og skrautleg danssýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Lærið að gera eftirrétti Matur að hætti Taílendinga verð- ur í boði á hátíðinni, sem og kaffi og kökur og næsta víst að enginn verð- ur svikin af því að fá að smakka á gómsætum taílenskum réttum og framandi ávöxtum. Fyrir þá sem vilja taka þetta lengra verður einnig kennsla í gerð taílenskra eftirrétta. Taílenskt handverk verður líka til sýnis og kennir þar margra grasa enda Taílendingar þekktir fyrir færni í fínlegu handverki. Margt fleira verður í boði, má þar nefna taí- lenskt nudd sem og kynningu á ferð- um til Taílands með www.ferdin.is Aðgangur á hátíðina er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Grímuklæddir menn sýna dans Taílenskt nudd, matur og dans Flott Búningarnir sem taílensku dansararnir klæðast eru skrautlegir eins og margt annað sem kemur frá hinu áhugaverða landi Taílandi. Mikið verður um dýrðir í Ráðhúsi Reykjavíkur nk. laugardag þegar þar verður haldin taílensk hátíð með litagleði og ilmandi taílenskri matarmenningu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.