Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýjar sviðsmyndir hafa verið dregn- ar upp eftir því sem kvikugangurinn lengist meira frá Dyngjujökli í áttina að megineldstöðinni Dyngjufjöllum/ Öskju. Ein þeirra sýnir hugsanlegt þeytigos í Öskju, eins og varð í miklu öskugosi fyrir 140 árum, með alvar- legum afleiðingum fyrir íbúa á Norð- austurlandi og Austfjörðum. Vísindaráð almannavarna sem skipað er sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Há- skólans hefur ekki útilokað neinar sviðsmyndir en hefur síðustu daga talið þrjá möguleika líklegasta í op- inberum tilkynningum. Fyrst er nefnt að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Í öðru lagi að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist. Líklegast er að það verði við norðurenda kvikusprungunnar sem nú er í Holuhrauni á milli Dyngjujök- uls og Öskju og þá hraungos með nokkurri sprengivirkni. Í þriðja lagi er möguleiki að verulegur hluti eða öll gossprungan verði undir Dyngju- jökli. Það myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Vísinda- mennirnir telja minni líkur á gosi í Bárðarbunguöskjunni, eins og staðan er nú, þótt megineldstöðin hafi látið vísindamenn hafa verulega fyrir hlut- unum í upphafi hrinunnar. Askja byrjuð að svara Eftir því sem gangurinn með kvik- unni lengist norður frá Dyngjujökli og í áttina að Öskju hefur sú eldstöð meira komið inn í umræðuna. Har- aldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vakti máls á þeim möguleika að ef kvikan fer inn í rætur eldfjallsins geti hún komið af stað eldgosi þar. Það er enn ein sviðsmyndin og afleiðing- arnar gætu orðið aðrar og meiri en af gosi eins og vísindamenn hafa hingað til talið líklegast. Jarðskjálfti sem varð við Öskju í fyrrinótt ýtir enn frekar undir hug- myndina um að kvikugangurinn sé farinn að hafa áhrif þangað eða Askja að svara ástleitni hans. Sprakk vegna kvikublöndunar Þeytigosið mikla sem varð í lok mars 1875 og myndaði öskjuna sem flestir þekkja átti sér nokkurn að- draganda í jarðhræringum og gos- um. Í bókinni Náttúruvá á Íslandi – eldgos og jarðskjálftar, kemur fram að færð hafi verið rök fyrir því að kvikublöndun hafi leitt til þeytigoss- ins. Ari Trausti Guðmundsson, jarð- fræðingur og rithöfundur, getur þess í bók sinni Íslenskar eldstöðvar að innstreymi basaltkviku í eða við kvikuhólf Öskju virðist hafa komið af stað atburðarás sem leiddi til gossins. Hann rifjar nú upp frásagnir frá Austfjörðum af gosi sem líklega hafi verið sunnan við Dyngjufjöll í byrjun árs 1875. Hann ræður af því að eld- gos í nánd við núverandi óróasvæði hafi verið skömmu fyrir mestu virkn- ina í Öskju. Það leiðir hugann að kvikugang- inum sem nú stefnir á Öskju, hvað sem síðar verður. Ari Trausti segir í samtali við Morgunblaðið að gang- urinn stýri öllu ferli í hrinunni sem nú gengur yfir þetta eldvirka svæði. Hann sé margfalt stærri en þeir gangar sem skutust upp á yfirborðið í Kröflueldum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ari Trausti veltir því fyrir sér hvort gangurinn sem kom úr kviku- hólfi Bárðarbungu hafi dáið út undir Dyngjujökli og hvort kvikan sem nú þrýstist eftir ganginum norður úr hinum fyrri sé lengra aðkomin og þá úr kvikuþró sem tilheyrir Öskju. Hún sé allavega það mikil að hún komi varla úr kvikuhólfi eldstöðvar. Einnig geti verið að eldstöðvakerfi Bárð- arbungu og Dyngjufjalla fléttist sam- an þarna á milli. Kvikuþrær eru djúpt í iðrum jarðar en kvikuhólf undir eldstöðvunum sjálfum. Gæti staðið lengi Hver sem þróunin verður fylgjast vísindamenn og áhugamenn grannt með þróuninni. Páll Einarsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði, og fleiri sér- fræðingar hafa vakið athygli á því að atburðarásin minni um margt á upp- haf Kröflueldanna á árunum 1975 til 1984. Þeir gáfu vísindamönnum mikla þekkingu um myndun kviku- ganga. Kvikan rann eftir þeim með tilheyrandi jarðskjálftum og sigi í eldstöðinni. „Svona hrina getur byrj- að með kvikuhlaupum og verður síð- an meira og meira að gosum, eftir því sem á líður. Það var það sem gerðist í Kröflu,“ sagði Páll við mbl.is á dög- unum. Í Kröflueldum komu níu eldgos á níu árum og til viðbótar 10-12 kviku- innskot sem ekki náðu til yfirborðs. Þótt kvikugangurinn undir Dyngju- jökli sé margfalt stærri en gangarnir við Kröflu og atburðarásin verði ef til allt öðruvísi eru menn farnir að búa sig undir langvarandi atburð. „Ef það er komin hrina í gang í þessu kerfi, í líkingu við Kröfluelda, má reikna með gosum á næstu árum. Hrinan getur staðið í nokkur ár,“ sagði Ár- mann Höskuldsson, eldfjallafræð- ingur við Morgunblaðið á dögunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bárðarbunga Jarðskjálftavirknin byrjaði í Bárðarbungu en hefur svo færst með kvikuinnskotinu norður fyrir Dyngjujökul. Enn eru þó öflugir skjálftar í megineldstöðinni. Kvikugangurinn ræður ferlinu  Kvikan stefnir beint á Öskju og það minnir á alvarlegar afleiðingar þeyti- goss sem þar varð fyrir 140 árum Eldgos í Öskju Tími Staður Gosefni Athugasemdir 1875 janúar Askja og sunnan hennar e.t.v. mest gufugos í Öskju, en gjóskugos sunnar 1875 febrúar vestan við Sveinsgjá hraunstraumur um 2 km fyrsta þekkta Sveinagjárgosið 1875 mars 1,5 km norðan við fyrri gosstöðvar hraun,margir km2 sprungur opnuðust bæði sunnan og norðan við þá fyrstu 1875 mars suðausturhluti Öskju súr gjóska 2-2,5 km3 tvær stuttar goshrinur 1875 apríl m.a. austur af Skógamannafjöllum hraun, tugir km2 Í raun tvö gos 1875 júlí eldar sáust úr byggð 1875 ágúst nálægt Sveinsgjá hraun 1875 október norðan við síðustu eldstöðvar lok goshrinunnar úr Sveinsgjársprungum 1921 mars rétt hjá Víti í Öskju hraun, um 0,3 km2 nefnt Bátshraun 1922 nóvember vestan við Öskjuvatn hraun, um 2,2 km2 suðaustlæg-norðvestlæg sprunga, Mývetningahraun 1922-1923 suðaustan við Öskjuvatn hraun, innan við 1 km2 Kvíslahraun og Suðurbotnahraun 1926 sumar eyja í Öskjuvatni 50 millj. m3 af gjósku 1924, 1927, 1929 við Vatnsskarð og Þorvaldstind aðallega hraun nokkrar misgamlar gossprungur, goshrina 1961 okt.-des. innanvert Öskjuop 100 millj. m3 hraun, 3-4 millj. m3 gjóska þrír megingígar Heimild: Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson Morgunblaðið/RAX Víti og Öskjuvatn Friðsælt er í Öskju en þó víkur hugsunin um mikla at- burði ekki frá þeim fjölmörgu gestum sem þangað leggja leið sína. Öskjugosið 29. mars 1875 er talið þriðja mesta sprengigos á sögu- legum tíma. Aðeins Öræfajök- ulsgosið 1362 og Heklugos 1104 eru meiri. Þeytigosið var með háum og efnismiklum gosmekki, að því er kemur fram í bókinni Náttúruvá á Íslandi. Gjóskufall varði í um sex klukkustundir austan Öskju. Ljós aska og vikur þakti stórt land- svæði. Ari Trausti Guðmundsson segir frá því í bókinni Íslenskar eldstöðvar að Öskjugosið hafi valdið miklum búsifjum á Norð- austurlandi og Austfjörðum og ýtt undir Ameríkuferðir. Í Öskjugosinu sjálfu eyddust sautján jarðir en þó aðeins fimm til frambúðar. Sigketillinn sem nefndur er Askja þótt fleiri öskjur séu í raun á svæðinu, með Öskjuvatni, mynd- aðist í sprengigosinu og með land- sigi áratugina á eftir. Myndun þessarar stórkostlegu nátt- úrusmíði sem ferðamenn sækja mjög í var þó ekki afleiðing sprengigossins eins. Talið er að sigið hafi einnig orsakast og jafn- vel að stærstum hluta af kvikunni sem streymdi undan Öskju í kviku- hlaupum. Olli miklum búsifjum á Norðausturlandi SPRENGIGOSIÐ Í ÖSKJU Rétt fyrir klukkan tvö í fyrrinótt mældist skjálfti upp á 4,5 rétt austan við Öskju. Dálítil smá- skjálftavirkni fylgdi í kjölfarið. Líkindareikningar sem vísinda- mannaráð almannavarna vitnar til benda til að kvikugangurinn sem skreiðist áfram út frá Dyngjujökli hafi valdið veruleg- um spennubreytingum á stóru svæði, meðal annars til norðurs, og það geti skýrt skjálftavirkni í Öskju. Jarðvísindamaður hjá Veð- urstofunni sagði þegar hann vakti athygli á skjálftanum í Öskju að fáeinir smáskjálftar hefðu mælst þar fyrr í þessari viku en það væri raunar ekki óalgengt. Kvika veldur spennu SKJÁLFTI Í ÖSKJU Skjálftamælir Fylgst er stöðugt með jarðskjálftum við Bárðarbungu. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.