Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í Heydal í Mjóafirði, mitt á milli Hólmavíkur og Ísafjarðar, er rekin ferðaþjónusta sem blómstrar allt árið þrátt fyrir að teljast úr alfara- leið. Í Heydal er rekið hótel og veit- ingastaður og boðið upp á fjöl- breytta afþreyingu. Stella Guð- mundsdóttir er gestgjafinn ásamt syni sínum Gísla Pálmasyni og tengdadótturinni Elise Plessis. „Þetta er ellefta árið okkar núna, við byrjuðum smátt sumarið 2003 en höfum stækkað mjög mikið síð- an. Í vor bættum við fimm her- bergjum við og þremur í fyrra. Núna erum við með sautján her- bergi, tvo sumarbústaði og tjald- svæði,“ segir Stella. Sumarið hefur gengið mjög vel og verður líklega það besta frá upphafi að sögn Stellu. „Gistingin er búin að vera meira og minna full í sumar og mikil aukning í veit- ingasalnum. Það hefur verið meira að gera hjá okkur núna en í fyrra enda eru náttúrlega fleiri her- bergi.“ Það eru fyrst og fremst útlend- ingar sem sækja Heydal heim. „Ég held að þeir séu að leita eftir kyrrðinni, friðsældinni, við erum svolítið út úr alfaraleið. Svo bjóðum við upp á fjölbreytta afþreyingu, erum með hestaferðir, kajaka og hjólabáta, gönguferðir, veiði, míní- golf, heita potta og litla sundlaug. Við erum eins og vin í eyðimörk- inni.“ Mikið heimaræktað Frá Heydal tekur innan við klukkustund að aka til Súðavíkur og hálftíma lengur til Ísafjarðar. Stella segir vegsamgöngur ágætar þó að malarvegurinn inn dalinn sé bara alls ekki nógu góður. „Hann var heflaður einu sinni í vor en svo voru miklar rigningar í sumar og þá fór hann svolítið illa. Vegurinn mætti vera betri en hann er samt áreiðanlega miklu betri en margir aðrir vegir,“ segir Stella. Ferðaþjónustan í Heydal er opin allt árið og segir Stella engin vand- ræði vera með snjómokstur; mokað sé þegar þau biðji um það. „Yfir veturinn erum við með norður- ljósaferðir, þá sækjum við fólk suð- ur og förum aftur með það suður. Það dvelur í fjórar nætur hjá okk- ur en ferðaskrifstofur selja þessar ferðir fyrir okkur.“ Í gömlu hlöðunni í Heydal er nú rekinn veitingastaður og er mat- seðillinn þar settur saman úr hrá- efni úr heimabyggð. „Við erum með eigið bleikjueldi og veiðum alltaf nýjan fisk fyrir veitingastaðinn og gröfum hann líka og höfum á morgunverðarborð- inu. Svo kaupum við kjöt af bónda hér í nágrenninu, eins mikið og hann getur látið okkur hafa. Við erum líka með heimaræktað græn- meti en verðum samt að kaupa heilmikið í viðbót og verslum þá m.a. beint við þá á Reykhólum með tómata og gúrkur,“ segir Stella. Áður en Stella flutti í Heydal starf- aði hún sem skólastjóri í Kópavogi. „Við keyptum jörðina Galtahrygg í Heydal, sem var eyðijörð, og byggðum þar upp sumarbústað sem við ætluðum að hafa fyrir okk- ur. Þá bjó bóndi hér, hann ákvað að bregða búi árið 2000 og þá æxl- aðist það þannig að við keyptum af honum án þess að vita í raun og veru hvað við ættum að gera við þetta. En svo fæddist þessi brjál- æðislega hugmynd. Við vissum ekkert hvað við vorum að leggja út í en þetta gekk allt upp og er búið að vera mjög spennandi og ögrandi og gaman að sjá hvernig hefur til tekist. Við höfum fikrað okkur hægt áfram og passað að lenda ekki í of miklum skuldum. Við vinnum þetta allt sjálf hér. Það er mikið eftir ennþá en líka mikið bú- ið,“ segir Stella. Yfir vetrartímann vinna þau þrjú við ferðaþjónustuna en yfir sumarið eru þrettán til fjórtáns manns þar í vinnu, mestmegnis erlendir starfs- kraftar, mikið til skólafólk sem kemur sumt ár eftir ár. Spurð hvort hún sjái fyrir sér að ferðaþjónustan á Íslandi eigi eftir að þróast meira út í svona perlur úr alfaraleið eins og í Heydal svar- ar Stella játandi. „Mér finnst að það hljóti að vera það sem margir ferðamenn eru að sækjast eftir. Ég trúi ekki að þessi massatúrismi sé það sem fólk vill. Við verðum að reyna að koma upp meiru þar sem náttúran og fólkið fær að njóta sín.“ Ferðamenn leita í friðsældina  Mikið hefur verið að gera hjá ferðaþjónustunni í Heydal í Mjóafirði í sumar  Ellefta árið og fer sí- fellt stækkandi  Aðallega útlendingar í leit að ró  Bjóða upp á norðurljósaferðir yfir vetrartímann Ljósmynd/heydalur.is Náttúrufegurð Séð heim að ferðaþjónustunni í Heydal. Þar er boðið upp á gistingu í 17 herbergjum og tveimur sumarhúsum allt árið um kring. Kajaksiglingar Mjóifjörður þykir kjörinn fyrir kajaksiglingar. Gestgjafarnir Stella Guðmundsdóttir, Gísli Pálmason og Elise Plessis. Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.