Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 42
42 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 hlutuðum þorskígildum í aflamarks- kerfinu eða meginþorra úthlutaðra heimilda: „Við skiptum fiskiskipum 21 metra og lengri í níu stærðarflokka og bárum þau saman við sams kon- ar skip í Noregi,“ segir Hallveig. „Í flestum flokkunum eru norsku skip- in yngri og munurinn yfirleitt tölu- verður. Aðeins í flokki skipa 21-27 metrar að lengd voru íslensku skip- in yngri en þau norsku og munar þar sex árum íslensku skipunum í hag. Á Íslandi eru skip sem eru undir 30 metrum yngst en í Noregi eru það skip yfir 60 metrum. Í þeim flokki er meðalaldurinn á Íslandi 26 ár en 14 ár í Noregi, en þar hefur þó orðið talsverð endurnýjun í báð- um löndum. Meðalaldur skipa sem eru 30- 34 metrar að lengd er 46 ár á Ís- landi og í sumum flokkum er með- alaldurinn uppundir 40 ár. Það seg- ir okkur að endurnýjun skipa- stólsins hefur ekki verið nógu jöfn og mikil. Á þessu ári og næstu mun meðaltalið lækka eitthvað með end- urnýjun sem þegar hefur orðið í flotanum og verður á næstu árum.“ Í greiningunni er miðað við aldur fiskiskipa árið 2013 og miðað er við aflaheimildir á fiskveiðiárinu sem er að ljúka. Hallveig segist hafa fengið aðstoð frá skipaskrá, sem heyrir undir Samgöngustofu, og bar hún upplýsingar þaðan sam- an við gögn frá Fiskistofu. Þessar upplýsingar voru síðan bornar sam- an við upplýsingar frá samsvarandi stofnunum í Noregi. Fækkun skipa bendir til aukinnar hagkvæmni Hallveig velti líka fyrir sér hagkvæmni og framlegð í útgerð- inni. „Fækkun skipa bendir til auk- innar hagkvæmni. Í fyrra veiddu um 900 skip í aflamarkskerfinu um 167 þúsund tonn af þorski. Til sam- anburðar skoðuðum við árið 2003 og skipum hefur fækkað síðan þá að meðaltali um 30 á ári. Þetta bendir til hagræðingar í aflamarkskerfinu og meiri framlegðar, en síðan kem- ur til dæmis strandveiðiaflinn til sögunnar sem vinnur ekki í sömu átt,“ segir Hallveig. Skip sem eru yfir 40 metrar að lengd fengu í fyrra úthlutuð um 74% af þorskígildum til viðmiðunar- skipa í greiningunni og yfir 28% fóru til stærstu skipanna. Flotinn mun eldri á Íslandi en í Noregi  Íslensk fiskiskip sem eru lengri en 21 metri eru að meðal- tali 31 árs gömul  Hefur fækkað um 30 á ári síðasta áratug Eldri skip á Íslandi Samanburður á aldri skipa sem eru lengri en 21 metri á íslandi og í Noregi A ld ur sk ip a íá ru m 50 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 21-27 m 28-29 m 30-34 m 35-39 m 40-44 m 45-49 m 50-54 m 55-59 m >60 m Íslensk skip Norsk skip SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Endurnýjun íslenskra fiskiskipa hefur ekki verið næg síðustu árin og er floti íslenskra skipa, sem eru 21 metri og lengri, níu árum eldri en sá norski. Í samanburði á aldri 154 íslenskra skipa og 390 norskra kom í ljós að íslensku skipin eru að meðaltali 31 árs, en þau norsku 22 ára. Þetta er meðal niðurstaðna greiningar Hallveigar Ólafsdóttur hagfræðinema, sem hún vann í sum- ar ásamt Ingva Þór Georgssyni við- skiptafræðingi, en þau störfuðu sem sumarstarfsmenn hjá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna. Fleiri niðurstöður má finna í greiningum þeirra eins og hvað varðar aukna hagkvæmni í útgerð með færri skip- um. Þannig hefur þróunin á síðustu tíu árum verið sú að færri skip hafa komið með fleiri fiska að landi. Endurnýjun lengstu skipanna Alls var aldur 154 skipa sem eru lengri en 21 metri skoðaður. Skipin fá úthlutuð 85% af öllum út- Líflegt var í sumar á skrifstofum LÍÚ í Húsi atvinnulífsins við Borg- artún. Fjórir sumarstarfsmenn tóku þá þátt í störfum sem tengj- ast sjávarútvegi og verkefnum LÍÚ og komu með nýjan andblæ og nýja sýn á ýmis verkefni. Þau voru Ingvi Þór Georgsson við- skiptafræðingur, Hjalti Ragnars- son lögfræðinemi, Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, nemi í fjölmiðla- fræði, og Hallveig Ólafsdóttir hagfræðinemi. Fimmti sumarstarfsmaðurinn kom úr allt annarri átt, en Kristín Sylvía Ragnarsdóttir stundar meistaranám í fornleifafræði og sinnti verkefnum á því sviði á skrifstofu útvegsmanna. Ráðning hennar hjá LÍÚ í sumar var í raun styrkur til fornleifafræðideildar HÍ og ætlað til eflingar rannsókna á sjávarútvegstengdum forn- minjum. Fram kemur á heimasíðu LÍÚ að Kristín Sylvía hafi í sumar unnið að því að svæðisskrá forn- leifar í þremur hreppum á Snæ- fellsnesi svo hægt sé að kortleggja sjávartengda atvinnustarfsemi á svæðinu. Hún hefur t.d. skoðað sjávartengdar heimildir eins og nöfn bæja, báta, verbúða og lend- inga. Einnig örnefnaskrár og túnakort, landnámssögur og fleira. Stór hluti af lífinu Hún segir að margt megi læra af fortíðinni og af fiskabeinum megi t.d. draga ályktanir um at- vinnuhætti og matarvenjur. „Mitt verkefni er forvinna sem inniheld- ur svæðisskráningu á staðnum. Fornleifafræðingar munu taka þau gögn sem ég er að vinna með núna á vettvang og notast við þau til að staðsetja fornleifarnar,“ segir Kristín Sylvía á heimasíðu LÍÚ. Hún segir mikið um örnefni og staði sem sýni hversu sjávarút- vegur hafi verið og sé enn stór hluti af lífi fólks á þessum slóðum. Unnið að kortlagningu sjávar- tengdrar atvinnustarfsemi  Fjölbreyttur hópur starfaði á skrifstofu LÍÚ í sumar Ljósmynd/Kristín Elísabet Meistaranemi Kristín Sylvía Ragn- arsdóttir kannar fornar minjar á Snæfellsnesi tengdar sjávarútvegi. Hallveig Ólafsdóttir er 25 ára Reykvíkingur og á eftir eina önn í námi sínu í hagfræði við Háskóla Íslands. Hún segist hafa rambað á sumarstarf hjá LÍÚ fyrir tilviljun og sjái ekki eftir þeim tíma, meira en líklegt sé að hún leggi stund á frekara nám í fræðum tengdum sjávarútvegi. Margir tengjast greininni „Áður fylgdist ég ekkert sér- staklega með fréttum af sjávar- útvegi, en vissi þó hvað var efst á baugi, því sjávarútvegurinn er jú ein helsta undirstaðan. Ég viður- kenni alveg að ég var svolítið smeyk að mæta í vinnuna fyrsta daginn, en mér var vel tekið og síðustu vikurnar hefur þorskurinn átt hug minn og hjarta,“ segir Hallveig hlæjandi. „Ég þurfti að koma mér inn í marga hluti og hef öðlast nýja sýn á þennan atvinnuveg. Ég held að margir jafnaldrar mínir í Reykjavík fylgist vel með því sem er að gerast í sjávarútvegi og sér- staklega þeir sem starfa þar eða eru að læra fræðin og margir tengjast greininni beint eða óbeint. Þegar við vinkonurnar hittumst hef ég í sumar sagt þeim reglu- lega hvað er að gerast á makríl- vertíðinni. Þær taka því mjög vel og fylgjast orðið með fiskifrétt- um,“ segir Hallveig. Vinkonurnar fylgjast orðið með fiskifréttum RAMBAÐI Á SUMARSTARF HJÁ LÍÚ Morgunblaðið/Kristinn Áhugi Hallveig Ólafsdóttir hefur fylgst vel með veiðum á þorski og makríl í sumar. Skírnartertur að hætti Jóa Fel Pantanir í Síma: 588 8998 joifel@joifel.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.