Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 46

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 46
46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Bólgur eða verkir? www.annarosa.is Tinktúran túrmerik og engifer bæði bólgu- og verkjastillandi og hefur gefist afar vel við slitgigt, liðagigt og álagsmeiðslum. Túrmerik og engifer er hvort tveggja einnig þekkt fyrir að lækka blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitu. Inniheldur svartan pipar sem eykur upptöku túrmeriks. þykir Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Leikskólinn Tjarnarsel er elsti leik- skólinn í Reykjanesbæ. Hann tók til starfa árið 1967. Bæði kennurum og börnum fannst vera kominn tími á breytingar á útisvæðinu og þegar far- ið var að ræða málin og hugsa leiddi eitt af öðru. „Upphafið má rekja til heimsóknar okkar á leikskólann Holt í Innri- Njarðvík en í þeirri heimsókn hrifust börnin mjög af útisvæðinu. Bæði heillaði stóri sandkassinn sem er með trékanti þar sem hægt er að leika ýmsar kúnstir og þar eru holt og hæðir og steinar til að klifra í. Þeim fannst sandkassinn á okkar útisvæði mjög óspennandi og töluðu um að þau vildu breyta því,“ sagði Inga María í samtali við blaðamann. Náttúrulegt svæði í takt við stefnu skólans Fljótlega eftir heimsóknina á Holt sat Inga María fyrirlestur þar sem Georg Hollanders og Sarka Mrna- kova frá SAGE Gardens sf. voru að kynna hugmyndafræði sína og verk og hreifst hún mjög af. Hugmynda- fræði þeirra Georgs og Sörku er auk þess í anda stefnu Tjarnarsels sem m.a. gengur út á leik, útivist með úti- námi, s.s. í umhverfismálum, endur- nýtingu og áherslu á náttúrulegan efnivið, svo fátt eitt sé nefnt. Leik- skólinn er grænfánaskóli. Inga María hóf að kynna sér starf- semi og verk SAGE gardens betur og undirbúningsvinna hófst meðal kenn- ara og starfsfólks leikskólans. „Í fyrravor fengum við síðan Georg til þess að verða leiðsögumaður okkar í náms- og vettvangsferð til Hollands þar sem við skoðuðum náttúruleg úti- svæði. Þetta var virkilega skemmti- leg ferð og fræðandi en þarna voru 23 starfsmenn skólans sem fóru um allt á reiðhjólum. Þarna var enn styrkari stoðum rennt undir þá hugmynd að breyta útisvæði Tjarnarsels í þessa átt.“ Leikskólinn fékk styrk bæði frá Reykjanesbæ og úr þróunarsjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla og í framhaldi var hægt að hefja vinnuna. Lýðræði og sjálfbærni Inga María sagði að alveg frá upp- hafi hefði verið lögð áhersla á lýðræð- islega vinnu, að börnin, foreldrarnir og kennararnir tækju þátt í hönnun svæðisins. Þau Georg og Sarka hefðu einungis skipulagt útisvæðið en útlit- ið sjálft varð til eftir að hugur hóp- anna þriggja hafði verið kannaður. „Við settum hugmyndir þeirra Georgs og Sörku inn á sal og gáfum svo öllum færi á að koma með sínar útfærslur. Við tókum svo myndir af öllum hugmyndunum og unnum þær áfram. Það sem komið er varð því til úr þessari samvinnu, en enn á eftir að fullklára útisvæðið, m.a. klifurbraut, brunn, ramp og eldstæði.“ Sá lýðræðislegt háttur sem hafður var á við sköpun svæðisins skilaði sér í gríðarlegum áhuga foreldra og að- standenda leikskólans, að sögn Ingu Maríu, sem gerði það að verkum að margar hendur komu að fram- kvæmd. Þannig var hægt að vinna fljótt og vel, auk þess að halda kostn- aði í lágmarki. „Foreldrar, börnin og systkini og aðrir aðstandendur voru Áskorun og ævintýri á nýju leiksvæði  Útisvæði elsta leikskólans í Reykjanesbæ tekur stakkaskiptum  Foreldrar og börn unnu saman að breytingunum  Miklu meiri sköpun í gangi og leikumhverfið tekur sífelldum breytingum Sópað í blíðunni Stórir trjádrumbar þjóna mörgum hlutverkum á útisvæðinu, m.a. sem þvottasnúrur. Í brakandi blíðu viðrar einnig vel til tiltektar og hana nýtti þessi ungi maður með sópinn til að laga til í kringum sig. Áskoranir Hvarvetna á leiksvæðinu hafa verið settar nýjar áskoranir til jafnvægisæfinga og hreyfingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.