Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 60
MOSKVA KÆNU- GARÐUR ÚKRAÍNA Donetsk Novoazovsk AZOV-HAF Maríupol Dzerkalne Vígi uppreisnar- manna Yfirráða- svæði uppreisnar- manna Átök milli stjórnarhersins og uppreisnar- manna 50 km Lúhansk Átök í Úkraínu Stjórnarher Úkraínu tók rússneska hermenn til fanga Stjórnvöld í Úkraínu sögðu í gær að rússnesk hersveit hefði komið sér upp bækistöð í suðaustanverðu land- inu, um 50 km sunnan við borgina Donetsk. Fimm rússneskir bryn- vagnar hefðu einnig farið inn í bæinn Amvrosíjívka. Enn fremur var skýrt frá því að uppreisnarmenn hefðu ráðist inn í hafnarborgina Novoazovsk, við Azov-haf. Bæjarstjóri Novoazovsk staðfesti þetta, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Áður höfðu stjórnvöld í Úkraínu skýrt frá því að herinn hefði tekið tíu rússneska hermenn til fanga um 20 km frá landamærunum að Rúss- landi. Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, sagði að hermennirnir hefðu verið í eftirlitsferð um landamærin og varnarmálaráðuneytið í Moskvu hélt því fram að hermennirnir hefðu villst inn í Úkraínu. Rússland í stríði við Úkraínu? Ráðamennirnir í Kreml hafa neit- að því að þeir hafi sent hermenn til Úkraínu en handtaka hermannanna hefur komið þeim í vanda. Nokkrir rússneskir fjölmiðlar kröfðust þess í gær að stjórnin í Moskvu gerði hreint fyrir sínum dyrum. Viðskiptablaðið Vedomosti krafð- ist svara við því hvort Rússland væri í stríði við Úkraínu. „Þögn eða mis- vísandi yfirlýsingar frá opinberum stofnunum ýta aðeins undir tor- tryggni og minna okkur á óþægilega atburði í sögu Rússlands og Sovét- ríkjanna,“ sagði blaðið í forystugrein á forsíðu. Vedomosti minnti á að stjórnvöld í Kreml hefðu í fyrstu þrætt fyrir innrás sovéska hersins í Afganistan árið 1979 og neitað því að rússneskir hermenn hefðu verið sendir til Krím fyrr á árinu, áður en skaginn var innlimaður í Rússland. bogi@mbl.is Rússnesk bækistöð?  Fjölmiðlar í Rússlandi krefja stjórnina í Moskvu svara við því hvort rússneskir hermenn hafi verið sendir til Úkraínu 60 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Yfir 130 frammámenn í atvinnulífinu í Skotlandi skoruðu í gær á Skota að greiða atkvæði gegn því að landið lýsti yfir sjálfstæði og sögðu að of mikil óvissa ríkti um efnahagsleg áhrif sjálf- stæðis. Dagblaðið The Scotsman birti opið bréf frá frammámönnum stórfyrirtækja og banka þar sem þeir sögðu að aðrir hlutar Bretlands væru mikilvægasti markaður Skotlands og stæðu und- ir milljón starfa í landinu. „Óvissa ríkir um marga mikilvæga þætti, meðal annars gjaldmið- ilinn, lög og reglugerðir, skatta, lífeyrismál, aðild að Evrópusambandinu og stuðning við útflutn- ing okkar; óvissa er slæm fyrir fyrirtækin.“ Frammámenn margra skoskra fyrirtækja ótt- ast meðal annars að sjálfstæði Skotlands leiði til hærri vaxta og aukins rekstrarkostnaðar fyrir- tækja. Samtökin Business for Scotland telja hins vegar að sjálfstæði hafi góð áhrif á atvinnulíf og efnahag landsins, m.a. vegna þess að skosk stjórnvöld fái aukin völd á mikilvægum sviðum á borð við skatta, fjárfestingar og atvinnusköpun. Um 2.500 fyrirtæki eiga aðild að samtökunum, flest þeirra eru lítil eða meðalstór. bogi@mbl.is Deilt um efnahagsleg áhrif sjálfstæðis  Frammámenn stórfyrirtækja vara Skota við því að samþykkja sjálfstæði og telja að það myndi valda of mikilli óvissu  Samtök lítilla og meðalstórra fyrirtækja telja sjálfstæði efla efnahaginn AFP Salmond vann Alistair Darling (t.v.) og Alex Salmond takast í hendur eftir kappræður þeirra. Jámenn vonast eftir byr » Skoskir sjálfstæðissinnar segjast vona að góð frammi- staða Alex Salmonds, for- sætisráðherra skosku heima- stjórnarinnar, í sjónvarps- kappræðum í fyrrakvöld gefi þeim byr í seglin fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna 18. sept- ember. » Skoðanakannanir benda til þess að 71% Skota telji að Sal- mond hafi staðið sig betur í kappræðunum en Alistair Dar- ling, fyrrverandi fjármálaráð- herra Bretlands, sem fer fyrir andstæðingum sjálfstæðis. » Samkvæmt síðustu könnun eru 57% Skota andvíg sjálf- stæði, 43% hlynnt. Þátttakandi í árlegum tómataslag, „Tomatina“, í spænska bænum Bunol, nálægt borginni Valencia. Um það bil 22.000 manns söfnuðust saman í bænum í gær til að kasta um 130 tonnum af tómötum hver í annan, að sögn fréttaveitunnar AFP. Fyrsti tómataslagurinn fór fram í bænum fyrir rúmum sex áratugum. AFP Tókust á með 130 tonnum af tómötum Árlegur tómataslagur í spænska bænum Bunol Forstjóri Al- þjóðagjaldeyris- sjóðsins, Christine La- garde, greindi frá því í gær að form- leg rannsókn væri hafin á því hvort hún hefði gerst sek um van- rækslu í tengslum við spillingarmál í heimalandinu, Frakklandi, þegar hún var fjármálaráðherra. Um er að ræða rannsókn á hlut hennar í máli tengdu franska kaup- sýslumanninum Bernard Tapie, en franska ríkið greiddi honum 400 milljónir evra í bætur á árinu 2008. Áður hafði Tapie greitt háar fjár- hæðir í kosningasjóð Nicolas Sar- kozy, sem var kjörinn forseti Frakk- lands árið 2007. Greiðsla ríkisins til Tapie tengist deilu milli kaupsýslumannsins og franska bankans Credit Lyonnais, sem er að hluta í eigu franska ríkis- ins, vegna sölu Tapie á íþróttavöru- fyrirtækinu Adidas árið 1993. Tapie sakaði Credit Lyonnais um að hafa svikið út úr honum fé með því að verðmeta Adidas of lágt þegar fyrirtækið var selt. Því ætti ríkið, sem væri helsti hluthafi bankans, að greiða honum skaðabætur. Lagarde vísaði deilunni til gerðar- dóms, sem úrskurðaði Tapie í hag, en talið er að þar hafi skipt máli að kaupsýslumaðurinn var afar rausn- arlegur þegar kom að greiðslu í kosningasjóð Sarkozy fyrir forseta- kosningarnar. Lagarde sagði í gær að hún hygð- ist ekki segja af sér sem forstjóri AGS vegna málsins. „Ég sný aftur til Washington, þar sem ég mun fara yfir stöðu mála með stjórninni.“ Neitar sök Hún er nú stödd í Frakklandi og mætti í yfirheyrslur hjá sérstökum dómstól í París þar sem mál Tapie eru til rannsóknar. Þetta er í fjórða skiptið sem henni er gert að mæta fyrir dómstólinn í tengslum við rannsókn málsins. Lagarde hefur alltaf neitað því að hafa brotið af sér og hún áréttaði það í gær. „Ég hef óskað eftir því við lögfræðing minn að hann áfrýi þess- ari ákvörðun, sem ég tel að eigi sér enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði Lagarde. Í Frakklandi er það næsta stig við ákæru að vera formlega til rann- sóknar og er þetta gert þegar rann- sóknardómarar hafa ákveðið að svör þurfi að fást í málinu. Opinber rann- sókn leiðir þó ekki alltaf til rétt- arhalda. guna@mbl.is Forstjóri AGS sætir rannsókn  Lagarde hyggst ekki segja af sér Christine Lagarde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.