Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 65

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 65
UMRÆÐAN 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Við hvetjum þá viðskiptavini Íslandsbanka sem eru með húsnæðislán hjá okkur eða öðrum lánastofnunum til að sækja um höfuðstólsleiðréttingu vegna verðtryggðra húsnæðislána. Þú getur sótt um leiðréttinguna með einföldum hætti á vef ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Fresturinn rennur út 1. september. Til að vera viss um að þú fullnýtir séreignarsparnaðinn þinn til að greiða inn á lán þarf einnig að sækja um það sérstaklega fyrir 1. september á vef ríkisskattstjóra, www.leidretting.is Íslandsbanki bendir viðskiptavinum sínum á að kynna sér leiðréttinguna vel á islandsbanki.is/leidretting islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Munið að sækja um fyrir 1. september Leiðréttingin Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi í sum- ar að fá tækifæri til að ferðast talsvert um okkar fagra land og þó að ég hafi rekist á ým- islegt sem betur má fara hef ég ákveðið að sleppa að ræða um það í þetta sinn. Það má líka minnast á það sem vel er gert. Nóg er nú af neikvæðri umræðu í okkar sam- félagi. Við skulum byrja í byggð, í Reykjanesi innst í Ísafjarðardjúpi. Þar til fyrir fáum árum var stað- urinn ekki í alfaraleið. En eftir að Reykjarfjörður og Mjóifjörður voru brúaðir hefur orðið þar grundvall- arbreyting. Nú liggur aðalvegurinn svo að segja gegnum hlaðið á staðn- um. Fyrir um það bil 10 árum var ég á leiðinni til Ísafjarðar og gisti í Reykjanesi þar sem er aflagður skóli. Þarna er mikið af heitu vatni og þess vegna er þar stór laug sem var og er svo heit að vart er hægt að synda í henni. Sennilega er þetta stærsti heiti pottur á landinu. Held- ur fannst mér aðkoman að staðnum óaðlaðandi en við létum okkur hafa það að tjalda og fara í laugina. Síðan átti ég því láni að fagna að koma þarna aftur í byrjun þessa mánaðar. Mér til mikillar ánægju hafði þarna orðið grundvallarbreyting. Öll að- staða á tjaldstæðinu var til fyr- irmyndar og búið að laga laugina og búa til búningsaðstöðu sem var óað- finnanleg. Ekki spillti það fyrir að ég á góða vinkonu sem á rætur á þessum slóðum og svo heppilega vildi til að hún var ein- mitt stödd á sínu æskuheimili (Lauga- ból). Hjá henni fékk ég upplýsingar um hvað þarna væri markverð- ast að sjá. Það sem mér fannst einna merkilegast var hversu gróður er þarna víða gróskumikill sem kannski markast, alla vega að hluta, af því að þarna hefur sauðfé stórlega fækkað á síð- ustu árum. En hverfum nú til fjalla. Við skul- um byrja á Hveravöllum á Kili. Þar reisti Ferðafélag Íslands (FÍ) sælu- hús 1937. Í kringum 1980 reisti fé- lagið þar annað hús. Þessi hús átti og rak Ferðafélagið til ársins 2002 en þá keypti Svínavatnshreppur í Austur-Húnavatnssýslu allar eign- irnar á svæðinu. Var þar með lokið veru FÍ á Hveravöllum eins og segir í fundargerð frá aðalfundi það ár. Vissulega hafa orðið breytingar á svæðinu þó að það sé ef til minna en ætla mætti. Eitt af því sem hefur verið bætt er búningsaðstaða fólks sem vill fara í heitu laugina sem alla tíð hefur verið austan við gamla húsið. Þarna var ég fyrr í þessum mánuði og þó að vissulega megi gera þarna enn betur ber að virða það sem gert hefur verið. Næsti áningarstaður var Kerling- arfjöll. Ég ók beint upp Ásgarðsfjall og upp á bílastæðið ofan við Hvera- dalina. Það sem yljaði mér strax var að sjá upplýsingaskiltin. Þarna stóðu líka nokkrar brýr (sjá með- fylgjandi mynd) sem virtust bíða eftir að vera settar á sinn stað. Síð- an gekk ég niður á hverasvæðið sem er sá blettur sem hefur hvað mest aðdráttarafl á svæðinu. Þar mætti mér enn ein nýjungin sem gladdi mitt litla hjarta. Þarna var búið að leggja göngustíga og ekki nóg með það heldur var búið að steypa und- irstöður fyrir brýrnar sem mættu mér uppi á bílastæðinu. Ég hugsaði með mér, þetta er bara eins og ég sé hugmyndfræðingurinn að þessu öllu. Nú lá leiðin niður í skálann í Ásgarði. Þar hitti ég Fríðu ráðs- konu á staðnum. Hún sagði mér að til stæði að fá þyrlu seinna í mán- uðinum til að koma brúnum á sinn stað. Og viti menn 21. ágúst var öll opnan í Morgunblaðinu lögð undir myndir af því þegar verið var að flytja áðurnefndar brýr í sín stæði. Nákvæmlega svona á að standa að málum. Ef við ætlum að fara með fólk inn á landið okkar verðum við að búa í haginn bæði fyrir fólkið og ekki síður fyrir náttúruna sjálfa. Ef við gerum það ekki, er hætta á að illa fari. Annað sem Fríða tjáði mér var að búið væri að gera bragarbót á heitu lauginni í gilinu innan skál- ans. Ég var þarna sumarið 2012 og gekk þarna inn eftir. Þá var þessi pollur hvorki fugl né fiskur. Auðvit- að þurfti ég að sannprófa þetta. Enn einu sinni mætti mér ánægjuleg sjón. Búið að gera þetta nákvæm- lega eins og ég vildi sjá það. Það sem þó vantar er búningsaðstaða en hún kemur væntanlega innan tíðar. Þannig þarf að standa að málum á miklu fleiri stöðum á landinu. Það síðasta sem mig langar að nefna er að rafmagnsleiðslan frá virkjuninni í Ásgarðsá, sem um ára- bil hefur séð staðnum fyrir raf- magni, hefur verið lögð í jörð. Ein- ungis eftir að fjarlægja einn staur með hangandi línudræsum sem stendur fast við virkjunina sjálfa. Vonandi verður hann farinn þegar ég kem næst á svæðið. Á jákvæðum nótum Eftir Leif Þorsteinsson »Ef við ætlum að fara með fólk inn á landið okkar verðum við að búa í haginn bæði fyrir fólk og náttúru. Verði það ekki gert er hætta á að illa fari. Leifur Þorsteinsson Höfundur er náttúrufræðingur og hefur verið fararstjóri í ferðum Ferðafélags Íslands um árbil bæði í byggð og óbyggð. Ljósmynd/Leifur Þorsteinsson Brýrnar bíða flutnings á bílastæðinu eftir að komast á áfangastað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.