Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 72
2014 HAUSTferðir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is V ið höfum kynnt þrjá nýja áfangastaði í ár, þar af tvo í Kanada. Það eru Ed- monton sem er heilsársá- fangastaður og Vancouver sem flogið er til frá vori og fram í október. Svo er það Genf í Sviss sem er sumaráfangastaður hjá okk- ur,“ segir Þorvarður Guðlaugsson aðspurður um það sem helst hefur verið á döfinni hjá félaginu það sem af er ársins. „Við höfum svolítið lagt áherslu á borgarferðir og þá hafa þessir nýju áfangastaðir í Kanada komið sterkir inn og svo eru fleiri sem eru alltaf vinsælir á haustin á borð við Washington, sem er ákaf- lega skemmtileg borg, Denver sem er tiltölulega nýr staður sem er mjög gaman að heimsækja enda mikil útivistarparadís, ekki síst fyrir skíðafólkið. Með þéttu flugi þangað yfir veturinn sjáum við mikla aukn- ingu meðal skíðafólks sem sækir til Denver. Svo er það vesturströndin þar sem við bjóðum upp á flug til Seattle og svo nýju borgarinnar, Vancouver.“ Þorvarður bætir því við að land- inn hafi verið fljótur að taka við sér þegar nýju áfangastaðirnir þrír hafa verið annars vegar og borgunum hafi verið vel tekið meðal ferða- manna. „Íslendingurinn er alltaf fljótur að tileinka sér nýjungar og en hitt er annað mál að við erum líka að þjóna ferðamönnum til Ís- lands og eins ferðamönnum yfir Atl- antshafið sem eru stór hluti farþeg- anna til þessara nýju staða vestanhafs. En í það heila hefur borgunum þremur verið vel tekið meðal viðskiptavina okkar. Það er til að mynda mikil gróska á þessum svæðum í Kanada, öflugt atvinnulíf, sterkir skólar og svo eru Klettafjöll- in rétt hjá sem eru óviðjafnanleg útivistarparadís, bæði um sumar og vetur.“ Skoðað, verslað og golfað Leiðakerfi Icelandair býður sem fyrr upp á fjölmarga áfangastaði í Evrópu og Þorvarður segir borg- irnar þar sívinsælar. „London og svæðið í kring er alltaf vinsælt, ekki síst fyrir golfferðirnar en það færist sífellt í vöxt að Íslendingar fari þangað í golfferð á haustin til að fá svolitla framlengingu á sumarið. Það eru fyrirtaks golfvellir allt í kringum London og þangað er því bæði hægt að nýta Gatwick-flugið og Heathrow-flugið. Þá er Glasgow alltaf sígild í huga Íslendinga, bæði til skoðunar- og verslunarferða svo ekki sé minnst á golfið en Skotland er náttúrlega mekka golfiðkenda,“ bætir Þorvarður við. „Síðan erum við að sjálfsögðu með okkar sól- arstað sem er Orlando á Flórída, og sú borg er sívinsæl meðal lands- manna enda veðursældin óbrigðul og margs konar afþreying í boði. Þar eru margir spennandi skemmti- garðar og fallegar sólarstrendur innan seilingar.“ Þorvarður nefnir að Evrópuferð- irnar njóti ávallt vinsælda enda sé það svo að hver borg í Evrópu hafi sitt aðdráttarafl. Icelandair leggi áherslu á að þjóna sem breiðustum hópi viðskiptavina svo mæta megi óskum sem flestra. „Um leið og boltinn byrjar að rúlla í Englandi eykst ásóknin þangað til muna enda margir áhugasamir um ensku úr- valsdeildina hér á landi,“ nefnir hann sem dæmi. „Jólamarkaðirnir, sérstaklega í Þýskalandi, eru einnig alltaf mjög vinsælir.“ Aukin ásókn í nýja staði Af nýlegum áfangastöðum Ice- landair sem njóta sívaxandi vin- sælda nefnir Þorvarður fyrst To- ronto í Kanada. „Þangað bjóðum við upp á heilsársflug því við höfum séð töluverða aukningu þangað síðustu misseri. Það er ákaflega falleg borg og þaðan er stutt að fara til að skoða Niagara-fossana. Eins sjáum við aukningu til borga eins og Wash- ington DC sem er að mínu mati al- veg stórkostleg borg, með menn- ingu, mat og verslun í hæsta flokki. Boston er alltaf sígild og eftir því vinsæl og sama er að segja um New York. Hún er sívinsæl enda höfum við bætt við ferðum þangað um Newark-völl í New Jersey, til við- bótar við ferðir okkar til John F. Kennedy-vallar. Denver, Seattle og svo Washington hafa hins vegar verið að bæta mjög við sig enda stórskemmtilegar borgir að sækja heim fyrir Íslendinga þar sem hægt er að labba um og skoða menningu og mannlíf.“ Þorvarður bætir því við að Ice- landair hafi þegar tilkynnt um nýjan áfangastað sem bætist við í upphafi næsta árs. „Við hefjum flug til Birmingham í febrúar og hlökkum til að bæta þessari næststærstu borg Englands við leiðakerfi okkar.“ Oftar til útlanda en áður „Við bjóðum upp á fjölbreytt úr- val sérferða með fararstjórn í haust, bæði með tilliti til áfangastaða og tilefna,“ útskýrir Þorvarður. „Þar á meðal má nefna ferð á landsleik Ís- lands og Lettlands í Riga í október, upplifunarferðir til Parísar í sept- ember og október, haustferð til Boston í lok nóvember og svo að- ventuferð eldri borgara sem farin verður um mánaðamótin nóvember- desember í samvinnu við Lands- samband eldri borgara. Við höfum aukið áherslu á þessar sérferðir því fólk fer núorðið í auknum mæli til útlanda utan gamla háannatímans yfir sumarið. Því höfum við aukið tíðni sem og fjölda áfangastaða, til að mæta þessari eftirspurn. Ferðir Íslendinga til útlanda hafa aukist milli ára um 10% frá síðasta ári, fyrstu sjö mánuði ársins, og við leyf- um okkur að vona að sú þróun hald- ist fram á haustið.“ Þegar talið berst frekar að ferða- mynstri Íslendinga í ferðum til út- landa segir Þorvarður áberandi þró- un að einu leyti. „Við höfum klárlega séð að fólk er að fara í styttri ferðir í einhverjum ákveðnum tilgangi, á tónleika, fót- boltaleiki eða bara að hafa það huggulegt saman í erlendri borg í leit að góðum mat og áhugaverðri menningu, en fer um leið oftar. Þetta er að sýna sig í auknum mæli á kostnað þriggja og fjögurra vikna ferða í júlí sem áður voru venjan. Nú er fólk oft heima hjá sér á sumr- in en bregður sér út snemma vors og svo á haustin, í tvær til þrjár skemmri ferðir. Það er alveg klár breyting á ferðavenjum landans hvað þetta varðar.“ Fólk fer oftar til útlanda og skemur í senn Borgarferðirnar eru í öndvegi hjá Icelandair og reglulega bætast við nýir áfangastaðir Þorvarður Guðlaugsson segist merkja greinilega þróun í þá átt að Íslendingar fari oftar til útlanda og í skemmri ferðir hverju sinni Morgunblaðið/Eggert Velgengni „Ferðir Íslendinga til útlanda hafa aukist milli ára um 10% frá síðasta ári, fyrstu sjö mánuði ársins, og við leyfum okkur að vona að sú þróun haldist fram á haustið,“ segir Þorvarður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.