Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 81

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 81
81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Ásgeir Invarsson ai@mbl.is F erðaskrifstofan Út vil ek sérhæfir sig í hagkvæmum ferðum fyrir unga og æv- intýragjarna til SA-Asíu. Viktor Sveinsson segir ferðaskrifstofuna bjóða upp á sérsniðnar ferðir allan ársins hring en til viðbótar eru stærri skipulagðar ferðir á dagskrá á hverju misseri. Í haust og vetur ber hæst Full Moon ferð til Taílands og brimbretta-námsferð til Balí. „Við efndum til fyrstu Fool Moon-veislunnar fyrr í ágúst og heppnaðist ákaf- lega vel. Ferðalangarnir fá að upplifa einstaka veislu- stemninguna á fögrum ströndum Taílands þegar tunglið er fullt. Þá breytist ströndin í dansstað undir berum himni og fjörið varir langt fram á nótt. Um leið notum við ferðina til að skoða paradísareyjarnar í suðurhluta Taílands, milli slakandi stunda á sólbekk á ströndinni eða við sundlaugina á hótelinu.“ Næsta Full Moon-ferð er fyrirhuguð 2. nóv- ember og varir ferðalagið í tæpar tvær vikur. Brimbretti allan daginn „Í október höfum við skipulagt tveggja vikna brimbrettaferð til Balí. Liggur leiðin í hinn virta brimbrettaskóla Rapture Camp og brimbrettanámið stundað stíft fyrstu vikuna. Tvisvar á dag er haldið af stað út á öldurnar og mikið sældarlíf á ströndinni þess á milli. Á meðan kennslan stendur yfir má fólk reikna með að vera úrvinda á kvöldin og sofa eins og steinn. Frjálsu dagana er síðan hægt að heim- sækja forn musteri og markaði, eða sletta úr klaufunum á frægum börum og skemmtistöð- um eyjarinnar.“ Viktor segir ferðir af þessu tagi tilvaldar fyrir þá sem eiga möguleika á að skreppa í stutta stund frá skóla eða vinnu, eða jafnvel taka frí alla önnina. „Í janúar hefur göngu hjá okkur sk. gap-year-ferðasería fyrir þá sem vilja hvíla sig á skólabókunum og skoða heim- inn. Er um að ræða þrjár lotur, sem hægt er að taka allar í einu eða stökkva inn og út. Fyrstu fjórar vikurnar er ferðast um Taíland og Laos, þá fjórum vikum varið í Kambódíu, Víetnam og aftur Taílandi, og loks haldið suður til Balí í tvær vikur.“ Í mestu makindum Þó svo ferðapakkar Út vil ek séu hannaðir fyrir ungt fólk með takmörkuð fjárráð segir Viktor að umgjörðin og þjónustan sé í háum gæðaflokki. „Gist er á fínum hótelum, íslenskir leiðsögumenn með í för og matur innifalinn. Þeir sem horfa í krónurnar vita líka að í þess- um heimshluta er ódýrt að lifa, og kostar ekki mikið að láta stjana við sig á nuddbekknum eða panta flösku af taílenskum bjór á barnum.“ Brimbretti á Balí og strandveisla í Taílandi  Segir krónurnar duga langt í ódýrum og sól- ríkum áfangastöðum SA-Asíu  Fyrsta skipu- lagða ferðin á svk. Full Moon-hátíð heppnaðist vel Kátína Mannlífið í Taílandi þykir engu líkt. Piltar leika sér í Bangkok Viktor Sveinsson HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 200 · GAP.IS ALLT AÐ 50%AFSLÁTTUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.