Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 83

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 83
gert það sem hann hefði viljað: brosað, horft í kringum þig, elsk- að og haldið áfram að njóta lífs- ins. Blessuð sé minning þín elsku Jói. Þinn Jón (mágur). Látinn er um aldur fram elskulegur bróðursonur minn, Jóhannes Helgason, Jói eins og hann var kallaður. Er Jói fæddist bjó stórfjölskyldan saman í Grundargerði 15. Á hæðinni bjó föðurafi og amma Jóa, þau Jó- hannes og Metta móðir mín. Í kjallaranum bjuggu Helgi og Lára með börnin sín þrjú, Jóa, Mettu og Hildi Kristínu. Í risinu bjó ég ásamt manni mínum Guðna og fjórum sonum okkar þeim Rósa, Villa, Oddi og Gunn- ari Gísla. Jói var lífsglatt barn og öllum til gleði. Hann var frum- burður Helga og Láru, síðan fæddist Metta og ári áður en fjöl- skyldan flytur í Huldulandið ásamt mömmu og Jóhannesi fæðist Hildur Kristín. Systkinin þrjú hafa ætið verið gullmolar í mínum augum. Þegar ég lít til baka er svo ótal margt sem kemur upp í hugann tengt Jóa, honum sem okkur þótti öllum mjög vænt um. Þegar hann var lítill í Grundargerðinu sagði hann stundum: „lubba Nínu,“ sem þýddi að hann vildi skríða upp allar tröppurnar til mín, blessaður kúturinn. Eins sótti Jói mikið til ömmu sinnar og afa á hæðinni, þar var oft glatt á hjalla þegar barnabörnin voru samankomin til að leika eða að horfa á sjónvarpið. Eitt sinn er ég leit við hjá mömmu og Jó- hannesi sat Jói í stofunni, þá lítill drengur sennilega um fjögurra ára aldurinn og horfði á sjón- varpið. Í kjöltunni hélt hann á buxunum sínum, ákaflega falleg- um en gallinn við þær var að þær stungu. Þarna sat hann berleggj- aður með buxurnar yfir hnén, snyrtilega brotnar saman í brot- unum. Mér er þetta mjög minni- stætt hjá þessum fallega og góða dreng. Fjölskylduafmælin í Grundar- gerðinu eru mér einnig minnis- stæð, þá var ætíð bakað mikið eins og tíðkaðist. Þegar afmælin voru hjá mér, þýddi ekkert ann- að en að baka Jóaköku sem fékk það heiti vegna þess að það var uppáhaldið hans, súkkulaðikaka með piparmintukremi. Það má með sanni segja að Jói er öllum ógleymanlegur og alla tíð var hann yndislegur og vildi öllum vel. Kveðjuorð mín til elsku Jóa er fyrsta vers úr sálmi eftir Matthías Jochumsson. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þó hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Elsku Unnur mín, Helgi, Atli og fjölskyldur. Helgi Scheving bróðir minn og Lára mágkona, Metta, Hildur Kristín og fjöl- skyldur, fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég hjartanlegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Nína Oddsdóttir. Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, (E. Ben.) Jóhannes Helgason, Jói frændi, þessi stóri og hrausti maður, hefur nú fallið fyrir óvægum sjúkdómi og er horfinn á vit veiðilenda eilífðarinnar. Hans verk – þá hann féll og fór – voru ekki eitt fræ heldur mörg og söngvabrotin hans voru hvorki fá né lítilfjörleg. Manngildið verður ekki mælt í veraldlegum gæðum heldur hvernig menn mæta mótlæti og ekki síður í orðstír sem menn hafa getið sér með verkum sín- um. Þannig mælt, var Jói frændi okkar stór maður og mikill. Hann mætti sjúkdómi sínum með æðruleysi og hvar sem hann fór skildi hann eftir ljúfar minn- ingar um góðan og ábyrgan dreng sem ræktaði garðinn sinn og lagði engum illt til. Við frændurnir úr Hafnarfirði viljum leggja dulítið nesti í mal- poka Jóa þar sem hann hverfur til eilífðarinnar og þar sem hann getur ekki tekið veraldleg gæði með sér verðum við að láta nægja að senda hlýjar kveðjur og minningar. Að sönnu var samgangur okk- ar minni á síðari árum heldur en í æsku – en frá barnæsku þar sem við ólumst upp í hrauninu í Hafnarfirði og hann með systr- um sínum í Fossvogshverfi eig- um við svo margar og hlýjar og góðar minningar. Störf og starfsframa og tón- listarferil verða aðrir að fjalla um – en það sem lifir sterkast í minningu okkar um frænda er persónan sjálf. Ég man aldrei eftir Jóa frænda mínum og jafnaldra öðruvísi en brosandi – örlítið kankvíst bros út í annað – stund- um eins og smáglott en alltaf góðlegt. Ég man aldrei eftir hon- um öðruvísi en í góðu skapi og aldrei öðruvísi en sem sönnum vini sem hægt var að leggja allt sitt traust á. Við vorum saman í Vatnaskógi og brölluðum ýmis- legt – og þá voru við saman í liði og ekki þurfti að ræða traust eða trúnað – Jóa gat maður treyst fyrir öllu. Þegar ég frétti af andláti hans sat ég um skeið og lét hugann reika til stundanna í Vatnaskógi og leikja í hrauninu og annara góðra stunda með frænda mínum og þá rann allt í einu upp fyrir mér hvernig mín sýn af honum Jóa er og hefur sennilega alltaf verið þó ég hafi ekki hugsað sér- staklega um það fyrr. Hún var mjög einföld. Manni leið einfald- lega alltaf mjög vel í nærveru hans. Það sem hann skilur eftir ver- aldarmegin landamæranna eru konan hans í 40 ár, hún Unnur, og synirnir glæsilegu Helgi og Atli svo og afastelpurnar og tengdadæturnar. Þannig eru fræin hans Jóa og það vaxa falleg blóm af þeim. Minningarnar eru hlýjar og orðstírinn góður. Þann- ig skilja mannkostamenn við. Við bræður vottum Unni og Helga og Atla samúð okkar á þessum erfiða tíma og vonum að þið mætið sorginni með æðru- leysi og rifjið upp brosið góðlega og látið það hjálpa ykkur í gegn- um öldurnar. Helga og Láru – foreldrum hans – biðjum við góð- ar vættir að veita stuðning. Mettu og Hildi sendum við sam- úðarkveðjur og við vitum að þið verðið öðrum eftirlifandi stoð og stytta nú sem hingað til. Frænda okkar óskum við góðrar ferðar og heimkomu. Sverrir, Magnús og Kristinn Albertssynir Kom nótt með náð og frið kom nær, minn faðir hár, og leggðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl hvert brot og sár. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. (Sigurbjörn Einarsson) Elsku Jói frændi kemur alltaf til með að eiga sérstakan sess í hjarta okkar. Hann var einstakur frændi, svo ljúfur og góður en hrikalega stríðinn. Við gleymum aldrei veðmálinu sem hann tap- aði og greiddi sinn hlut af örlæti og kærleika. Fljúðu með englun- um, elsku frændi. Við söknum þín. Þín Arna Ýr og Andri Freyr. Jóhannes Helgason, kær vinur okkar, er fallinn frá eftir erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Það eru hátt í 20 ár síðan við kynntust honum og fjölskyldunni í tengslum við badmintoníþrótt- ina, en Jóhannes var formaður TBR í 13 ár. Jóhannes, Jói Helga eins og hann var alltaf kallaður í okkar hópi, var einstakur gleði- gjafi. Brosmildur og kátur, kunni allt í sambandi við tónlist, spilaði á gítar og hljómborð og gat sung- ið og spilað klukkustundum sam- an við fjölmörg tækifæri. Hann var ekki einungis bad- mintonspilari því hann var líka liðtækur í golfi og tókst m.a. að kenna okkur hjónum þann göf- uga leik. Og nú minnumst við golf- og badmintonferða bæði innan lands og utan. Einnig margra sumarbústaðaferða með fjölskyldum okkar og með vina- hópnum „Trukkum“, sem tengj- ast báðum þessum íþróttum. Alltaf var Jói hrókur alls fagn- aðar, sá um tónlistina og sönginn og kætti yngstu kynslóðina með því að syngja eins og Andrés Önd, en það gerði hann snilld- arlega. „Sigfús – ég er búinn að æfa mig á ákveðnu lagi, nú vantar mig einhvern texta“ var við- kvæðið, og svo var búinn til text- inn og lagið leikið og sungið við næsta tækifæri. Og á hinn veg- inn var sagt – „Heyrðu Jói – ég er búinn að semja texta fyrir næstu hátíð – ég reikna með því að þú kunnir lagið.“ – Auðvitað klikkaði það ekki og hann gat ætíð leikið þetta af fingrum fram. En Jói var ekki bara gleðigjaf- inn og skemmtanastjórinn. Hann var einn af þessum pottþéttu náungum sem alltaf var hægt að reiða sig á. Hann var einn af virt- ustu flugstjórum Icelandair, sem og traustur fjölskyldufaðir, eig- inmaður og afi. Hann var einnig farsæll for- maður Tennis- og badminton- félags Reykjavíkur og tók þátt í margs konar viðburðum á þess vegum, innan lands sem utan. Og reyndar er fjölskyldan öll á kafi í starfi félagsins. Synirnir Helgi og Atli eru afreksmenn í íþrótt- inni og eiginkonan Unnur er ein helsta driffjöðrin í mótahaldi TBR og badmintonráðs Reykja- víkur. Elsku Unnur, Helgi, Atli og fjölskyldur. Við sitjum eftir með yndislegar minningar um góðan dreng, sem gaf okkur svo mikið en því miður var hann kallaður allt of fljótt frá okkur. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við missinn. Guð blessi minningu Jóa Helga okkar. Stefanía (Ebba) og Sigfús Ægir. Í dag kveðjum góðan vin og fé- laga úr badmintonhópnum okkar sem við köllum Trukkar. Jóhann- es var aldrei kallaður annað en Jói í okkar hóp og í mörg ár átt- um við ánægjulega og skemmti- lega tíma, en svo dró ský fyrir sólu. Okkur félögunum fannst Jói orðinn daufur og einhvern veg- inn ekki eins og hann átti að sér. Eða við hringdum kannski í Jóa og spurðum hvort hann kæmi ekki örugglega á æfingu. Hann hélt það nú, en svo kom hann ekki. Sá sem alltaf var uppi með gamanmál, alltaf tilbúinn að redda öllum, virkaði eins og heil björgunarsveit ef eitthvað kom upp á, vissi alltaf hvernig stóð í leikjum á badmintonæfingum, hann var eitthvað breyttur. Við botnuðum ekki neitt í neinu. En svo kom dómurinn og það var Jói sjálfur sem sagði okkur frá því. Alltaf hreinn og beinn. Hann hafði greinst með alzheimer- sjúkdóminn. Við hugsuðum: hví- líkt áfall fyrir hann og fjölskyldu hans, þennan frábæra flugstjóra sem brann af áhuga fyrir vinnunni sinni, sem var svo virk- ur, bæði í starfi sem tómstund- um. Sjálfsagt hafa margir svip- aðar sögur að segja sem verða fyrir því að missa ástvini sína inn í þennan heim. Við tók barátta Jóa við sjúkdóminn og smátt og smátt hrakaði honum. En fram undir það síðasta skein einhvers staðar undir niðri hann Jói eins og hann var. Þakklátur fyrir minnsta viðvik sem við gerðum fyrir hann. Í öllum bardögum verða til hetjur. Í þessum bar- daga var hún Unnur hetjan okk- ar Trukkanna. Við töluðum oft um það í okkar hópi, en gleymd- um kannski að segja henni það. Við gerum það nú um leið og við vottum Unni og fjölskyldu virð- ingu okkar og samúð. En við minnumst Jóa eins og hann var áður en hann veiktist. Við rifjum upp og hlæjum, þegar hann hermdi eftir Andrési önd og spil- aði sjálfur undir á gítar eða pí- anó. Af þeim sökum var hann stundum kallaður badminton- öndin í okkar hóp. Jói var tónlist- armaður af Guðs náð. Við mun- um eftir dillandi hlátrinum, skemmtilegum athugasemdum, frá því við spiluðum saman golf og badminton bæði hér heima og erlendis, skutum saman gæsir eða spiluðum pool á pöbbinum eftir æfingar. Hjálpsemin, heið- arleikinn, sanngirnin og glað- værðin einkenndu Jóa alltaf. Og þó svo við höfum gert margt saman gegnum árin, áttum við samt eftir að gera svo margt. Og þó að við vissum að hverju stefndi, er áfallið samt mikið þegar við stöndum allt í einu frammi fyrir því sem orðið er, að Jói er endanlega farinn. Hans verður ávallt minnst í okkar hópi. Með kveðju og þakklæti frá Trukkum og tengivögnum. Hrólfur Jónsson. Á lífsleiðinni kynnist maður mörgum og maður er manns gaman. En sjaldan hef ég kynnst jafnvel gerðum manni og Jó- hannesi Helgasyni sem iðulega var kallaður Jói Helga. Jói var keppnismaður, skemmtilegur, vel greindur og fagmaður fram í fingurgóma. Það sem Jói fékk áhuga á var ekki tekið neinum vettlingatök- um heldur sest yfir verkefnið og það fullkomnað. Áhugaefnin voru endalaus hjá honum en ég vil nefna flug, smíði, íþróttir og músík þar sem hann naut sín hvað allra best. Í fluginu þar sem við störf- uðum saman komu hæfileikar Jóa greinilega fram. Hann var valinn til að þjálfa og kenna nýj- um flugmönnum hjá Icelandair þar sem hann starfaði og flaug meginhluta sinnar starfsævi. Hann naut virðingar innan sinn- ar starfsstéttar og meðal sam- starfsaðila. Honum þótti vænt um fyrirtækið sitt og vildi hag þess sem best mátti vera. Smíðina lærði hann af föður sínum og var unun að hlusta á þá feðga ræða um smíði og aðra hluti þar sem oft var spaugað og hlegið endalaust. Jói var byrjað- ur að smíða flugvél en náði ekki að ljúka því verkefni sökum veik- inda. Í íþróttum var ekkert dregið af og var Jói góður alhliða SJÁ SÍÐU 84 MINNINGAR 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 ✝ Elskuleg eiginkonan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, (Dúa frá Flögu), Rauðholti 13, Selfossi, lést á Sólvöllum, Eyrarbakka, mánudaginn 18. ágúst. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju laugar- daginn 30. ágúst kl. 13.30. Jón Á. Hjartarson, Jóhanna Jónsdóttir Lysgård, Stein Age Lysgård, Grímur Jónsson, Stefanía Geirsdóttir, Guðjón Þórisson, Hanna Rut Samúelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, amma og tengdamóðir, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR BUCH, Einarsstöðum, Reykjahreppi, lést miðvikudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 13.00. Jón Þór Ólason, Elín Björg Harðardóttir, Tryggvi Garðar Jónsson, Arna Sif Jónsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA SIGURÐARDÓTTIR, Laufási, Þingeyri við Dýrafjörð, Breiðvangi 4, Hafnarfirði, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 16. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Hrönn Steingrímsdóttir, Sigurður Kristinsson, Þórir Einar Steingrímsson, Áslaug Bjarnadóttir, Steinunn Fjóla, Matthías Sævar, Rannveig Björk, Sigurður Gunnar og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, tengdadóttir og amma, ELÍN EYJÓLFSDÓTTIR, Kríunesi 4, Garðabæ, er látin. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Magnús Stefánsson, Arndís Magnúsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Soffía Hreinsdóttir, Björn Þór Guðmundsson, Elvar Magnússon, Matthildur Ósk Matthíasdóttir, Birkir Magnússon, Ásdís Guðrún Smáradóttir, Teitur Eyjólfsson, Lovísa Viðarsdóttir, Arndís Magnúsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri GUÐJÓN HELGI SIGURÐSSON, fyrrum bóndi og oddviti í Gaulverjabæ, síðar starfsmaður Landsbanka Íslands, lést á Fossheimum, Selfossi, sunnudaginn 24. ágúst. Útför hans fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 30. ágúst og hefst athöfnin kl. 11.00. Starfsfólki Fossheima eru færðar miklar þakkir fyrir einstaka umönnun. Haukur Guðjónsson, Ólafur Árnason, Erla Sigríður Guðjónsdóttir, Oddur Ólason P. Valdimar Guðjónsson, Kristín Ólafsdóttir. barnabörn og aðrir aðstandendur hins látna. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LOFTUR J. GUÐBJARTSSON, fv. bankaútibússtjóri, Asparfelli 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 13. ágúst. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 1. september kl. 15.00. Vigdís Guðfinnsdóttir, Marta Loftsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Svava Loftsdóttir, Ásmundur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.