Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 85

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 85
MINNINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 ✝ Eva Karin El-isabet Lood- berg fæddist í Hög- anäs á Skáni 26. febrúar 1961. Hún lést 25. júlí 2014. Foreldrar hennar voru Åke og Sonja Loodberg sem bæði voru kennarar. Karin giftist Högna Hanssyni 7. janúar 2000. Börn þeirra eru Fjalar Albert Uni Högna- son, f. 29. júlí 2000, Unna Ida Hlín Högnadóttir, f. 8. apríl 2002, og Örn Åke Guðni Högna- son, f. 3. janúar 2004. Karin verður jarðsungin í Lundi í dag, 28. ágúst 2014. Það dró ský fyrir sólu þegar Karin mágkona mín greindist með krabbamein í ágúst í fyrra. Hennar hlutverki var sannarlega ekki lokið. Hún átti þrjú börn sem nú eru tíu og tólf og fjórtán ára og blómstraði í starfi sínu sem yfir- maður umhverfismála í Lundi. Við tók sársaukafull og hörð bar- átta sem stóð í tæpt ár. Og nú er hún horfin þessi prúða, yndislega kona. Við stóðum álengdar ráð- þrota og harmi slegin yfir þessum hörðu örlögum. Við sáumst fyrst á heimili Högna bróður míns í Lundi í nóv- ember 1986. Karin var hlédræg, en hún hafði hlýja og notalega nærveru og hún geislaði af heið- arleika og góðum gáfum. Hún var mikill náttúruunnandi og fugla- skoðari og þau Högni komu til Ís- lands á hverju sumri. Hún naut þess að ferðast um landið ekkert síður en Högni. Minningabrotin birtast hvert af öðru. Karin við Svartárvatn: Hún sá himbrimahjón á vatninu og stóð alveg heilluð með myndavél með aðdráttarlinsu á þrífæti og grand- skoðaði fuglana og gat varla slitið sig frá þessari sjón. Karin í rigningu við Öskjuvatn með afmælisköku handa Kalla, syni Högna. Við kveiktum á ellefu kertum og sungum afmælissöng- inn og þetta var eftirminnilegur afmælisdagur fyrir drenginn. Karin í Grímsey við fuglaskoð- un. Við héldum að hún myndi missa af ferjunni en hún kom um borð einni mínútu fyrir brottför og hafði séð marga sjófugla. Karin á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Hún hafði borðað Ís- landssíld frá því að hún var barn í Svíþjóð. Nú sá hún upprunann, hvernig síldin var veidd í nót og endaði á borðum í heimahögum hennar. Henni fannst þetta merkileg saga. Mörgum sinnum nutum við hjónin gestrisni Karinar og Högna á heimili þeirra í Lundi. Þau voru svo samhent og gestir voru svo velkomnir að öllum leið vel. Heimilishald og barnauppeldi lék í höndum Karinar. Í fyrstu voru á heimilinu synir hans frá fyrri samböndum sem hún sinnti eins og hún ætti þá en svo eign- uðust þau sjálf þrjú börn á fáum árum þannig að annríki var mikið. Samband Karinar við börnin var einstakt. Hún heyrðist aldrei hasta á þau. Málin voru alltaf rædd í rólegheitum. Þótt hún væri með eitt barn á handlegg og tvö í pilsfaldinum var ekkert mál fyrir hana að töfra fram dýrindis máltíð á sinn hljóðláta hátt og þau Högni unnu saman eins og einn maður. Karin fær ekki að fylgja börn- um sínum upp á fullorðinsárin. Það er erfitt að sætta sig við það en æðri máttarvöld tóku í taum- ana og eigi má sköpum renna. Núna förum við til Lundar og fylgjum henni síðasta spölinn. Við biðjum þess að Drottinn gefi dán- um ró og hinum líkn sem lifa. Blessuð sé minning Karinar Loodberg. Ragnheiður Hansdóttir. Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfugri móður? (Matthías Jochumsson) Karin Loodberg dó 25. júlí sl. Hún barðist við krabbamein í meira en eitt ár og þurfti því mið- ur að lúta í lægra haldi. Ég kynntist Karin fyrir nokkr- um áratugum. Hún bjó lengi með bróður mínum úti í Lundi og komu þau oft til Íslands. Þau gengu í hjónaband í janúar árið 2000 og eignuðust síðan þrjú börn. Ég kynntist Karin ekki náið fyrstu árin. Hún kom með Högna bróður til Íslands margoft í sum- arfríum. Þá hitti ég þau auðvitað en talaði þá aðallega við Högna. Síðan dvaldi ég einn vetur – árin 2011-12 – inni á þeirra heimili í Lundi. Þá kynntist ég því betur en áður hve mikil mannkosta- manneskja Karin heitin var. Hún vann utan heimilis en þurfti jafn- framt að sinna því stóra heimili sem þau hjónin höfðu komið upp. Karin var dugleg, úrræðagóð, hjálpsöm, þolinmóð, æðrulaus, geðgóð, greind, skemmtileg og hafði auga fyrir spaugilegum hlið- um tilverunnar. Hún var mjög góð og ástrík móðir þriggja barna sinna. Á sunnudagskvöldum komu eldri synir Högna gjarnan í heimsókn. Þeir þekktu Karin bet- ur en ég. Ég tók eftir því að vel fór á með þeim og Karin en það var örugglega ekki síst vegna þeirra miklu mannkosta sem Karin hafði til að bera. Mér varð líka ljóst er ég dvaldi í Lundi hve vinsæl Kar- in var meðal nágranna og sam- starfsfólks. Karin ólst upp í litlum sjáv- arbæ á norðvestanverðum Skáni. Þar lauk hún menntaskólanámi og stundaði síðan nám í líffræði við háskólana í Lundi og í Umeå. Að loknu háskólanámi starfaði hún sem umhverfisfræðingur að mótun umhverfisstefnu hjá ýms- um sveitarfélögum á Skáni. Hún lagði hönd á plóg við það sem nefnt er strategiskt miljöarbete í Svíþjóð. Í því felst að sveitarfélag- ið mótar og framkvæmir stefnu varðandi innkaup á vistvænum mat til skóla og annarra stofnana á vegum sveitarfélagsins; mótar stefnu varðandi samgöngur og aðgerðir vegna hlýnandi loftslags svo eitthvað sé nefnt. Lundur hef- ur náð afar góðum árangri í þess- um málum en Karin var í mörg ár yfirmaður við framkvæmd á um- hverfisstefnu þessarar borgar. Karin var mikill náttúruunn- andi. Það var gaman að fara með henni í fuglaskoðunarferðir á Ís- landi og í Svíþjóð. Hennar er sárt saknað. Börn hennar þurfa að feta „erfiðan æskustíg“ án leið- sagnar móður sem var þeim ekki bara góð og ástrík heldur skiln- ingsrík, natin og þolinmóð. Erlingur Hansson. Eva Karin Elisabet Loodberg Þegar ég var í fyrsta bekk í Menntaskólanum á Ísafirði fékk ég það verkefni í íslensku- tíma að skrifa per- sónulýsingu um einhvern. Auð- vitað skrifaði ég um uppáhaldsmanneskjuna mína, nafna og helstu fyrirmynd, afa. Ekki fer sögum af gæðum verk- efnisins, en ég man að það eina sem kennarinn skrifaði á blaðið var „mikið áttu góðan afa“. Það var líka alveg rétt, betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Afi var tryggur, yfirvegaður, þolinmóður, hjálpsamur og um- burðarlyndur. Hann var handlag- inn og skapandi og gat gert við allt sem bilaði. En það vita kannski ekki allir að hann var líka flinkur við heimilisstörfin því hann veigraði sér ekki við að baka vöfflur, prjóna sokka eða skúra gólfin. Þau amma voru hamingjusöm saman í yfir 60 ár og óaðskiljanleg alla tíð. Þessir mannkostir afa hljóta því að vera góð fyrirmynd og mun ég reyna eftir bestu getu að halda þá í heiðri. Ekkert var vandamál í augum afa, aðeins lausnir, enda afar úr- ræðagóður. Þegar rúmið sem ég keypti mér var of stórt til að kom- ast inn í kjallaraherbergið á Mið- strætinu sagaði afi einfaldlega gat í vegginn til að koma því inn. Afi var líka ævintýramaður, þótt hann hefði sennilega ekki viðurkennt það sjálfur. Á sjötta áratugnum smíðaði hann hjólhýsi frá grunni og var þetta mikið undratæki sem enginn hafði áður séð á vegum Íslands. Hann tók líka mikið af frábærum ljósmynd- Haukur Ólafsson ✝ Haukur Ólafs-son fæddist 5. júní 1928. Hann lést 15. ágúst 2014. Út- för hans fór fram 26. ágúst 2014. um á ferðalögum fjölskyldunnar um landið og í hinu dag- lega lífi. Ég man hve spennandi mér þótti þegar ættingjar komu í heimsókn og þau amma héldu sli- des-myndasýningu á dimmum gangin- um á Miðstrætinu. Hinn 5. júní ár hvert var afi alltaf með það á hreinu hve stórt af- mæli við ættum samanlagt. Síð- ast voru það 116 ár. Ég mun halda í þennan sið og áfram fagna afmælum okkar beggja. Takk fyrir allt, kæri afi. Sjáumst. Haukur Sigurðsson. Mig langar að minnast tengda- föður míns, Hauks Ólafssonar, hann lést föstudaginn 15. ágúst sl. Ég kynntist Hauki árið 1985 þegar ég kynntist dóttur hans, Maríu Elfu, sem síðar varð eig- inkona mín. Haukur og Inga tóku mér mjög vel og varð ég strax einn af fjölskyldunni. Að vísu hafði ég kynnst Hauki áður þegar hann var húsvörður í grunnskól- anum í Bolungarvík. Þar var hann vel liðinn og báru krakkarn- ir ómælda virðingu fyrir honum. Haukur vann mörg ár í sundlaug- inni og skólanum í Bolungarvík og var hann mjög vel liðinn af fólki og þá sérstaklega krökkum sem enn í dag spyrja um Hauk og Ingu og ávallt þarf að bera til þeirra kveðju frá gömlum nem- endum. Ég minnist skemmtilegu samverustundanna okkar, hann var maður sem ég sá aldrei skipta skapi, alltaf rólegur, kátur og virtist ekkert geta komið honum úr jafnvægi. Lífið var til þess að lifa því og hafa þau hjónin sann- arlega gert það, komið öllum börnum sínum til manns og barnabörnin hafa svo sannarlega fengið að njóta samvista við ömmu og afa í allan þennan tíma, sem ekki er sjálfgefið. Fyrstu bú- skaparárin okkar var Haukur oft innan handar ef verið var að framkvæma eitthvað á heimilinu og oftar en ekki var hann með svör ef spurningar vöknuðu um framkvæmdir. Eftir að við flutt- um frá Bolungarvík 1993 var far- ið reglulega vestur í heimsókn á sumrin og um páska. Börnin fóru þegar þau gátu og elsti sonurinn, sem er fæddur sama dag og afi hans og skírður í höfuð hans, flutti til þeirra 16 ára gamall til að fara í framhaldsskóla. Það veitti þeim Hauki og Ingu mikla ánægju að hafa hann og var hann alla tíð mjög hændur að afa sín- um. Þau Haukur og Inga voru mikið fyrir ferðalög. Við fórum saman í eina ferð fyrir nokkrum árum til Spánar með fleirum úr fjölskyldunni. Þar var mjög gam- an og naut Haukur sín í faðmi fjölskyldunnar. Þá eru ótaldar ferðirnar innanlands, bæði í sum- arhús og á ættarmót, en þar var hann hrókur alls fagnaðar. Frá því að þau fluttu fyrir 16 árum fyrst í Hafnarfjörðinn og síðan í Garðabæ hittist fjölskyldan allt- af, börn og afkomendur sem gátu, heima hjá þeim í hádeginu á hverjum laugardegi og var þá mjög gaman. Ekki vantaði kræs- ingarnar sem þau hjónin báru á borð fyrir okkur og fór enginn þaðan svangur. Haukur var mjög handlaginn, ófá verkin liggja eftir hann og bý ég vel að vera með út- skorna hluti eftir hann; gestabók, skrautmuni o.fl. Þá var hann mjög góður í að yfirdekkja hús- gögn og smíða. Hann var mikið fyrir að föndra og bjó til fallegar körfur úr pappa sem vöktu mikla athygli. Barnabörnin voru farin að læra þetta hjá afa og var oft fjör í kotinu þegar hann var með kennslu. Ég hef trú á því að Haukur hafi kvatt þennan heim eins og hann vildi; hægt og rólega með bros á vör, en þannig maður var hann. Hann fann til slapp- leika við spilamennsku í félags- aðstöðu eldriborgara á Strikinu í Garðabæ þar sem þau Inga bjuggu, en að spila á spil þótti Hauki mjög gaman. Hann fór upp í íbúð og upp í rúm þar sem hann kvaddi þennan heim. Inga var með honum allan tímann og held ég að það sé lýsandi fyrir þeirra samband en þau voru mjög sam- rýnd og hamingjusöm hjón alla tíð. Góðvild og góðmennsku Hauks í minn garð og fjölskyldu mun ég aldrei gleyma og bið ég góðan Guð að geyma og taka vel á móti Hauki tengdaföður mínum. Elsku Inga mín og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og minningin um góðan mann mun lifa. Hrannar Þór Arason. Ég var að reyna að ná sveiflunni á golfvellinum við Vífilsstaði. Síminn hringdi og helfregnin kom. Ég bliknaði og varð að líta undan yfir til Bláfjallanna, yfir skóg- arlundina fagurgrænu í Heið- mörkinni sem breiddu blíðusvip- mót yfir hrjóstrugt landið. Ég hugleiddi hin mannlegu gildi. Gildi grenilundanna fyrir hrjóstruga hlíðina var auðsætt. En hvað er það í íslenskri mold sem færir fram og nærir svo mikla mannlega reisn sem Þór- hildur, Jón vinur minn og börnin þeirra hafa sýnt í langvarandi veikindum Þórhildar. Þau höfðu auðvitað vonina að vopni, vonina sem okkur var gefin við upprisu frelsarans. En þeirra von átti líka rætur í þeim gefandi kær- leiksakri sem sambúð Þórhildar og Jóns var mótuð af. Nístandi stefið úr ljóðinu Systurlát eftir Hannes Hafstein kom í hugann: „Við hlustir mér helfregnin lætur höfug og grimm. Hvert stynjandi nætur- ljóð nístir mig í gegn, hver næð- andi gjóstur og þetta kalda regn.“ Kærleikurinn er sterkasta afl- ið og ég veit að kærleikurinn var þar á ferð. Fjölskyldan var Þórhildi allt og faðmur fjöl- skyldunnar umvafði hana í stríð- inu við vágestina af þeim gef- andi kærleik sem einkennir lífsgildi Jóns Magnússonar. En hugur minn dvaldi líka við Þórhildur Vilborg Skúladóttir ✝ Þórhildur Vil-borg Skúla- dóttir fæddist 15. júlí 1937. Hún lést 16. ágúst 2014. Út- för Þórhildar fór fram 23. ágúst 2014. minningabrot frá samverustundum okkar Jóns í meira en hálfa öld, þá sér- staklega þá fyrst ég sá Þórhildi Vil- borgu í faðmi Jóns á dansgólfinu í Hjaltalundi 1957. Þá fyrst sauð upp úr öllum hirslum stoltsins af afreksmanninum Jóni, hann hafði svo sannarlega náð í fallegustu stelpuna á ball- inu. Glæsileg, fögur, myndarleg, æðrulaus, yfirveguð, já einræn, sjálfri sér næg. Aðaleinkennið var hæversk og siðavönd fram- koma. Rólynd en staðföst sem ekkert atvik, stórt eða smátt, fékk breytt, en umfram allt ann- að sannur félagi Jóns og kær í hverju sínu spori á sameigin- legri vegferð þeirra. Já síðan hef ég verið hnarreistur af monti yfir konunni hans vinar míns og það hefur ekki breyst á rúmlega sextíu ára samfylgd. Og nú held ég því fram að Þórhildur Vilborg hafi verið söm í óskum sínum og dáð og um leið hetja af sannleikans náð. Börnin hennar bera svo sann- arlega með sér að hafa notið móðurkærleika og hvatningar í ríkum mæli. Og þess hefur Jón Magnússon svo sannarlega líka notið, um það vitnar vel heppn- uð og öfgalaus vegferð og öll hans vel heppnuðu lífsverk sem og lífsleikir hans allir. Guð blessi minningu Þórhild- ar Vilborgar Skúladóttur, merkrar konu og móður, og ykkur öll. Hugheilar samúðar- kveðjur sendum við Jóhanna Jóni og börnum, niðjum og öðru venslafólki. Erling Garðar Jónasson. ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra sem studduð okkur og umvöfðuð við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS GUNNARSSONAR, Leirubakka 18, Reykjavík. Sérstakar kærleikskveðjur fær starfsfólk líknardeildarinnar í Kópavogi. Ást og friður. Áslaug J. Guðjónsdóttir, Guðlaug Helga Kristjánsdóttir, Sólon Lárus Ragnarsson, Sæunn Harpa Kristjánsdóttir, Elsa Dögg Áslaugardóttir, Jósef Gunnar Sigþórsson og barnabörnin sjö. Beggó, eins og hún var alltaf köll- uð, var eins og amma okkar, við vorum svo heppin að eiga þrjár ömmur eins og við sögðum oft. Hún kom í allar veislur og viðburði hjá okkur. Við bjuggum öll fjölskyldan hjá henni um tíma og þannig mynduðust svona sterk tengsl. Þó að við þættumst öll vera mjög þæg var nú ekki alltaf auðvelt að hafa okkur á heim- ilinu. Við munum til dæmis eft- ir því að einn morgun vökn- uðum við snemma og sáum Bergrós Jónsdóttir ✝ Bergrós Jóns-dóttir fæddist 2.2. 1921. Hún lést 5. ágúst 2014. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 13. ágúst 2014. hesta í garðinum beint á móti. Þá ákváðum við það að aumingja hest- arnir væru mjög svangir. Við vorum öll á náttfötunum og flýttum okkur í stígvélin og tókum svo allt brauðmeti sem við fundum í húsinu og gáfum aumingjans hest- unum. Þetta féll ekki í góðan jarðveg hjá foreldrum né Beggó, þar sem á þessum tíma voru búðir lokaðar um helgar. Fyrir svona þremur árum gaf hún okkur öllum fallegar perlaðar skálar fyrir jólin, þetta gat hún gert orðin níræð. Við minnumst Beggó með hlý- hug og söknuði. Þórdís, Stefanía, Bogey og Egill.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.