Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Vernda gang minn, góði Jesús, gegnum lífsins stríð. Aðeins þér ég einum treysti ár og síð. (St. S.) Elsku pabbi minn. Nú ert þú farinn. Ég minnist þín sem já- kvæðs og góðs manns sem vildi allt fyrir mig og aðra gera. Sér- stakur fyrir orðin þín og ábend- ingar um orðaval voru alltaf þín sterka hlið. Hlátur þinn og grín fékk fólk til að hlæja með á góð- um stundum. Samviskan og ósérhlífnin bar vott um mikla festu og framkvæmdir. Bækur sem höfðuðu til þín og settu mark sitt á þig sýndu hversu víðlesinn þú varst. Léttur í skapi sama hversu miklir erf- iðleikar steðjuðu að. Ég vil að lokum segja: Pabbi minn, þú varst mér alltaf góður. Blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Helga. Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustundinni sem allir vita að verður einhvern tímann á lífsleiðinni en enginn er tilbúinn þegar að stundinni kemur. Í fyrstu trúði ég því varla að þú værir að fara á þessum degi, 18. ágúst (brúðkaupsdeginum okk- ar Hafsteins), en þinn tími var kominn, þú varst tilbúinn að fara á þessum fallega degi. Þú varst alveg einstakur á svo margan hátt að það yrði alltof langt að telja það allt upp hér en ég verð að segja að það er leitun að manni eins og þér sem var svona víðsýnn, vel lesinn og opinn fyrir öllum nýjungum og breytingum. Þér þótti t.d. alltaf gaman að koma heim til mín og sjá hvort ég væri að breyta einhverju á heimilinu sem ég er þekkt fyrir að gera. Þú varst mikill mat- maður og hafðir gaman af því að smakka nýja rétti. Undir það síðasta vorum við orðin hálf- hrædd við að bjóða þér í mat því þú áttir það til að borða yfir þig og lenda á spítala. Þú hafðir svo gaman af að fylgjast með barnabörnunum, hvað þau voru að gera, hvort þau væru ekki að læra eitthvað spennandi eða væru að sinna því sem þau hefðu áhuga á og liði vel. Þú varst alveg einstakur við son minn (nafna þinn), það sem þið gátuð spjallað lengi saman um allt milli himins og jarðar, þú kenndir honum margt. Þú varst Guðmundur Jóhannsson ✝ Guðmundur Jó-hannsson fæddist 6. nóv- ember 1929. Hann lést 18. ágúst 2014. Útför hans fór fram 26. ágúst 2014. alveg einstaklega ættrækinn, áhuga- samur um þitt fólk og margir leituðu til þín. Þegar þú fórst inn á spítalann síð- ast varstu alltaf að pæla í því hvort mamma og allir hefðu það ekki gott, þú saknaðir mömmu og Vallar- brautarinnar svo mikið og tal- aðir mikið um að fara aftur heim. Núna ert þú kominn á góðan stað með þínu fólki og Jóa bróð- ur sem þú saknaðir svo mikið. Við munum hugsa vel hvert um annað og sjást síðar þegar okk- ar tími kemur. Takk fyrir allt elsku pabbi minn. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Ég vil senda þakklætiskveðj- ur til starfsfólks D-deildar Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaklega góða aðhlynn- ingu. Þín dóttir, Ásthildur. Mig langar að minnast tengdaföður míns og vinar, Guðmundar Jóhannssonar, sem lést hinn 18. ágúst. Þessi dagur er einnig brúðkaupsdagur okk- ar Ásthildar. Held að hann hefði viljað að ég myndi eftir deginum. Tengdapabbi var elskulegur, glaðlyndur og afar skemmtilegur maður með smit- andi hlátur. Leiðir okkar lágu fyrst saman í kringum 1990, þá unnum við á sama vinnustað. Hann kominn á seinni hluta starfsævinnar og ég nýbúinn að klára nám og til í allt. Ég var í uppbyggingu við að tölvuvæða og hann ennþá ánægður með blýantinn. Hann var ekki sá viljugasti á þeim tíma að taka þátt í tölvuvæðing- unni. Það gekk samt á endanum en hann leit mig alltaf smáhor- nauga eftir það. Fljótlega eftir að hann hætti að vinna vegna aldurs þá ákvað hann að fara í tölvunám. Nokkrum árum síðar kynntist ég dóttur hans og tók þá eftir því að hann var orðinn duglegri við að nota tölvuna bæði í leik og starfi. Hann fylgdist náið með nýjungum og var alltaf að sýna mér greinar um hitt og þetta sem var að koma á markað sem honum fannst spennandi. Hann hafði yndi af því að lesa, hvort sem það voru dagblöðin, bækur eða hvað annað sem hann komst yf- ir. Eftir að hann varð áttræður fannst honum bækurnar þungar og átti orðið erfitt með að halda á þeim. Hann vissi að ég notaði lesbretti (Kindle) við að lesa bækur. Hann varð mjög forvit- inn um þessa nýjung og vildi ólmur kynna sér hana. Ég dró aðeins úr honum með því að segja að hann ætti öruggleg eft- ir að eiga erfitt með að læra á tækið en hann gaf sig ekki svo að ég lánaði honum lesbrettið einn daginn til reynslu. Ekki var að spyrja að því á innan við viku var eins og hann hefði aldrei gert annað. Eftir það las hann flestar bækurnar í les- brettinu. Stundum gekk ég í lið með tengdamömmu til að freista þess að draga úr tækjakaupum þar sem áhuginn fyrir nýjung- um og forvitnilegri nýrri tækni gat leitt til kaupa á hlutum sem voru kannski ekki notaðir sem skyldi. Þegar tengdapabbi lagð- ist inn á spítalann núna síðast þá talaði hann um það að hann langaði að læra á iPad svo hann gæti ennþá fylgst með. Eitt atvik er mér minnisstætt þar sem ég hef verið reglulega minntur á það af tengdapabba. Það var þannig að við hjónin vorum í bústaðnum í hita og blíðskaparveðri og notuðum heita pottinn óspart til þess að kæla okkur. Einn daginn komu tengdaforeldrar mínir í heim- sókn. Tengdapabbi var mikill pottakarl og fór beinustu leið í pottinn. Potturinn var hinsvegar ekki nema 32°C þar sem að við vor- um að kæla okkur niður en tengdapabbi kvartaði ekki. Daginn eftir var sá gamli kom- inn með kvef. Allar götur síðan var það svo ef minnst var á það að fara í heitan pott spurði tengdapabbi mig alltaf hvað potturinn væri heitur og hvort ég hefði sett í pottinn. Ég hef átt þann heiður að hafa kynnst Guðmundi og ég mun sakna hans sárt. Ég vil sérstaklega þakka frábæru starfsfólki D-deildar á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja fyrir frábæra umönnun. Þinn tengdasonur, Hafsteinn Benediktsson. Allt hefur sitt upphaf og endi, Guðmundur Jóhannsson fyrrverandi tengdafaðir minn og vinur, er látinn. Ég kynntist Guðmundi og Elísabetu, eftirlif- andi eiginkonu hans, fyrir rúm- um 20 árum, kynni sem alla tíð hafa einkennst af gagnkvæmri virðingu, væntumþykju og vin- áttu. Guðmundur var merkileg- ur maður, hafsjór af þekkingu, mikill grúskari og áhugasviðið breitt. Hann kom að mörgu og fór víða á langri ævi. Hann var einstaklega opinn fyrir nýrri þekkingu og nýjum hlutum. Alltaf tilbúinn að læra eitthvað nýtt og alltaf til í að eignast eitthvað nýtt. Ef hann sá eða heyrði af einhverju sniðugu þá var rokið af stað og hluturinn keyptur. Skipti þá ekki máli hvort hann hafði einhver not fyrir hann eða ekki. Kom líka fyrir að hann keypti tvisvar sama hlutinn en það gerði ekk- ert til því þá naut bara einhver annar í fjölskyldunni góðs af. Það versnaði hins vegar aðeins í því ef hluturinn var í dýrari kantinum því þá þurfti að sann- færa yfirvaldið, eins og hann kallaði konu sínu á slíkum stundum, um nauðsyn þess að eignast hlutinn. Ef hann sá færi á að fá einhvern í lið með sér á svona stundum þá nýtti hann sér það, allt gert til að koma málinu í höfn. Guðmundur var stoltur af fjölskyldu sinni og hafði mikinn metnað fyrir henn- ar hönd. Hann hafði mikinn áhuga á barnabörnunum og fylgdist grannt með því sem þau tóku sér fyrir hendur. Gladdist einlæglega yfir öllum sigrum, stórum sem smáum. Lagði áherslu á að þau mennt- uðu sig, vildi að þau stunduðu íþróttir og ef einhver tók upp á því að fara í tónlistarnám þá gladdi það hann sérstaklega enda mikill áhugamaður um tónlist. Þau hjónin voru sam- rýnd og báru mikla virðingu fyrir hvort öðru. En ólík voru þau sem gaf oft tilefni til smá- skota sem flugu á milli. Skotin voru órjúfanlegur partur af þeirra samskiptum en alltaf sett fram af virðingu, væntumþykju og síðast en ekki síst af ein- stökum húmor. Ég og Guð- mundur vorum góðir vinir alla tíð og okkur skorti aldrei um- ræðuefni. Hann hafði mikinn áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og hafði mikla trú á mér. Hann hafði mikinn áhuga á vinnunni minni þar sem það tengdist að nokkru leyti hans fyrri störfum. Fylgdist vel með hvað var að gerast hverju sinni og var fullviss um að ég stjórn- aði ýmsu á flugvellinum. Þegar ég þvertók fyrir það þá glotti hann bara og sagði: Þú segir mér það. Guðmundur dvaldi síð- ustu mánuði á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja. Hann var alltaf á leiðinni heim, fullur lífsvilja fram á síðasta dag en líkaminn átti ekkert eftir. Ég þakka Guð- mundi vini mínum einstaklega ljúfa samfylgd. Elsku Elísabetu og kærri fjölskyldu hennar votta ég innilega samúð. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Ók. höf.) Sólveig Þorsteinsdóttir. Elskulegur föðurbróðir okk- ar, Guðmundur Jóhannsson, er látinn. Hlýjar og góðar minn- ingar um Mumma frænda streyma fram í hugann. Meðal þeirra kærustu eru minningar frá því við vorum litl- ar um frændann sem vildi gleðja litlu frænkurnar sínar með leik og hlýju og lagði það meira að segja á sig fyrir þær eldri að leika jólasvein á að- fangadag. Guðmundur var bráðvel gef- inn og vel lesinn. Hann var einkar góður penni og hafði góða og notalega frásögn. Hann var mikill áhugamaður um kvik- myndir og það var alltaf gaman að hitta frænda í bíó og spjalla. Hann var alla tíð vel að sér á vettvangi lífsins og hiklaus í að tileinka sér tækninýjungar. Það fallegasta við frænda var hversu kærleiksríkur hann var að eðlisfari, hafði sitt góða skopskyn og það var alltaf stutt í hláturinn hjá okkur í hans ná- vist. Á stríðsárunum þegar afi Jóhann var í siglingum kom afi oft heim með enskar bækur og myndablöð. Þeir bræður Guð- mundur og Ingvar lögðust yfir efnið og það skemmtilega við þetta var að út sína lífssamferð voru þeir bræður að skiptast á enskum vestrum og vasabókum okkur hinum til mikillar skemmtunar. Frændi var stálheiðarlegur og traustur og reyndist systk- inum sínum sá bróðir sem allir vilja eiga. Einstaka gjöf gáfu þau hjónin Elísabet og Guð- mundur foreldrum hans og systkinum þegar þau nefndu fjögur af börnum sínum eftir þeim Jóhanni, Þuríði, Helgu, Ingvari og Ásthildi. Með síðustu samverustund- unum með frænda var dásam- legt að heyra hann tala um hversu djúpar tilfinningar hann hafði til konu sinnar og barna og fá að upplifa hversu kær- leiksríkt samband þeirra var. Að leiðarlokum þökkum við fyrir fallega samferð og vottum elsku Elísabetu, Vigni, Ásthildi, Ingvari, Helgu og fjölskyldum innilega samúð. Hildur, Björg og Rósa. Legsteinar sem standast íslenska veðráttu. Granítsteinar, gegnheil gæði. 30% afsláttur Helluhrauni 2, Hafnarfirði ✝ Ingólfur Krist-jánsson fæddist á Djúpavogi 15. desember 1927. Hann lést á LSH Fossvogi 7. ágúst 2014. Foreldrar Ing- ólfs voru Antonía Árnadóttir, f. 19. september 1900, d. 17. maí 1988, og Kristján Jónsson, f. 27. september 1901, d. 27. mars 1984. Systkini Ingólfs voru: Ragnar Sigurður, f. 1923, d. 1984, Laufey, f. 1931, d. 2012, Dagbjört, f. 1933, og Arnór, f. 1942. Fyrri kona Ingólfs var Guð- björg Birna Ólafsdóttir, f. 1934, og eignuðust þau Ólaf, f. 1955, og Hafstein, f. 1956. Árið 1964 giftist Ingólfur eftirlifandi eig- inkonu sinni, Gerði Sigurbjörns- dóttur frá Seyðisfirði, f. 1937. Börn þeirra: Jón Þór, f. 1962, El- ín, f. 1964, Sigurbjörn, f. 1967, Ingólfur, f. 1970, og Hlífar Arn- ar, f. 1976. Ingólfur ólst upp á Djúpavogi. Fimm- tán ára gamall fór hann til Reykjavík- ur til að vinna hjá Hitaveitu Reykja- víkur. Eftir veru sína í Reykjavík fór hann á mótorista- námskeið á Reyð- arfirði með Ragn- ari bróður sínum. Ingólfur var vélstjóri á bátum frá Djúpavogi og meðal annars meðeigandi í mótorbátnum Björgu. Leið Ingólfs lá til Vest- mannaeyja þar sem hann lærði vélvirkjun og vann við þá grein stóran hluta ævi sinnar í Vest- mannaeyjum, á Djúpavogi, Hellu, Hornafirði og í Reykjavík þar sem hann bjó ásamt fjöl- skyldu sinni til dauðadags. Þá var Ingólfur mörg ár vélstjóri á skipum Nesskipa. Útför Ingólfs fór fram í kyrr- þey 21. ágúst frá Grafarvogs- kirkju að ósk hins látna. Það fylgdi Ingólfi föðurbróður mínum alltaf léttleiki. Léttleiki sem gerði það að verkum að það var gott að vera í návist hans. Það mun hafa verið um 1963-64 sem hann flutti með fjölskyldu sinni til Djúpavogs frá Vestmannaeyj- um. Ingólfur var fljótt okkur börnunum frá Hátúni mjög kær. Hann leit á okkur meira sem jafningja en börn. Það kom fram í því að okkur leyfðist að gera ým- islegt sem var á bannlista for- eldra okkar. Svo sem að drekka kaffi, klippa hárið á strákunum hans, skjóta úr byssu og keyra bílinn hans þrátt fyrir ungan ald- ur. Þessi hagræðing á reglum foreldra okkar gerði það meðal annars að verkum að við sóttum mikið í að vera hjá honum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum vel, ekki bara sem frænda heldur góðum vini sem reyndist mér sérstaklega vel. Ungur fór ég að vinna hjá honum á vélaverkstæði KBF á Djúpavogi, þar sem hann var yf- irmaður. Þar kenndi frændi mér margt í meðferð véla, í bílavið- gerðum og almennri smiðju- vinnu, sem hefur komið sér vel hjá mér á mínu lífshlaupi. Ing- ólfur og Gerða byggðu sér hús við hliðina á æskuheimili mínu á Djúpavogi. Á byggingartímanum eyddi ég mörgum stundum í hús- inu þar sem ég taldi mig geta hjálpað til við ýmislegt. Mér er minnisstæð þolinmæði Ingólfs gagnvart mér þar og á verkstæð- inu þar sem ég vann hjá honum. Hann átti það þó stundum til að slá á lærið og reka upp skellihlát- ur þegar honum leist ekkert á það sem ég var að gera og segja, „þetta verðum við að laga“. Þeg- ar ég minnist frænda míns er efst í huga léttleiki og greiðvikni. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa, leysa mál og leggja sig fram um að verkefni sem hann var ábyrgur fyrir gengju áfram. Það var einkenni Ingólfs þegar staðið var frammi fyrir vanda- málum að segja: „Þetta er ekkert mál, við leysum þetta.“ Enda gerði hann það og var bæði fljót- ur að vinna og kunni vel til verka í sinni grein, vélstjórn og vélvirkj- un. Fyrir um tveimur mánuðum heimsótti ég frænda og við tókum okkur bíltúr upp í Borgarfjörð til Dagbjartar systur hans. Þar átt- um við ógleymanlega stund sam- an og mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt tíma með þessum ljúfa frænda mínum svona skömmu fyrir andlát hans. Elsku Gerða og fjölskylda, guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Ólafur Áki Ragnarsson. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér samfylgdina og þær mörgu ánægjustundir sem við áttum saman. Upp í hugann koma margar góðar minningar. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Þú hafðir nógan tíma og varst alltaf reiðubúinn að taka á móti mér, svo eldaðir þú besta hafragraut í heimi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð varðveiti þig, elsku afi minn. Birgitta Ingólfsdóttir. Ingólfur Kristjánsson Þegar ég læt hugann reika aftur í tímann og hugsa um samverustundirnar með Mæju systur kemur margt upp í hugann, af nógu er af taka. Hún var trygg sínum og vildi öll- um gera gott og ekki var hún síð- ust af bæ ef eitthvað bjátaði á. Á góðum stundum var sungið og dansað af hjartans lyst, líka María Elísabet Jónsdóttir ✝ María ElísabetJónsdóttir fæddist 16. janúar 1938. Hún lést 13. ágúst 2014. Útför Maríu Elísabetar fór fram 20. ágúst 2014. skyggnst inn í fram- tíðina ef svo bar und- ir. Jarðarlitir voru henni kærir og ófáar peysurnar prjónaði hún á drengina sína litla og húfur í stíl, saumaði púða í hundraðatali, hafði endalaust gaman af að breyta og bæta. Oft var skipt um gardínur á smekk- legan og fallegan hátt, heimili hennar var ætíð hlýlegt og nota- legt. Svo vil ég þakka henni geng- in spor og votta ég Jonna, Svenna og Badda og fjölskyldum þeirra samúð mína. Ég kveð þig, systir mín, með þessu ljóði: Vegir liggja til allra átta enginn ræður för hugur leitar hjóðra nátta er hlógu orð á vör og laufsins græna á garðsins trjám og gleðiþyts í blænum. Þá voru hjörtun heit og ör og hamingja í okkar bænum. Vegir liggja til allra átta á þeim verða skil margra’ er þrautin þungra nátta að þjást og finna til og bíða þess að birti’ á ný og bleikur morgunn rísi. Nú strýkur blærinn stafn og þil stynjandi í garðsins hrísi. (IG) Þóra B. Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.