Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 94

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 94
94 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við frumflytjum á föstudaginn fyr- irlestur með svolitlu „twisti“,“ segir dansarinn og danshöfundurinn Erna Ómarsdóttir sem er í forsvari, ásamt maka sínum Valdimari Jóhannssyni og danshópi þeirra, Shalala, fyrir tveimur nýjum verkum á danshátíð- inni Reykjavík Dance Festival sem hófst í gær. „Fyrirlesturinn ber nafnið A Lecture on Bor- derline Musicals og þar ræðum við jaðarsöngleiki, förum í gegnum sögu þeirra og út- skýrum nákvæm- lega hvað slíkt er. Sýningin verður í Kassanum í Þjóð- leikhúsinu klukkan 21.30 á föstudag- inn og 19.30 á laugardaginn. Þetta verður fyrirlestur með óhefðbundnu sniði en það verður bara að koma í ljós hvort við verðum með glærusýn- ingu eða hvernig við útfærum þetta,“ segir Erna kímin. Jaðarsöngleikjum gerð skil „Jaðarsöngleikir eru listform þar sem þú getur í raun gert hvað sem er svo lengi sem það sé tónlist og dans með í spilinu. Þetta er form sem hef- ur lent svolítið á milli og ekki fengið næga athygli. Við höfum því gefið því þetta nafn, jaðarsöngleikur er í raun nýyrði. Formið er nefnilega mjög spennandi vettvangur til að vinna áhugaverða list,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur undanfarið er þetta flokkunarkerfi sem tíðkast alltaf. Það er alltaf verið að flokka allt og ef menn fara á danssýningu og það er lítið dansað þá verður fólk móðgað og labbar jafnvel út. Fólk vill sjá það sem það býst við að sjá. Það er ekki tilbúið að fara á eitthvað og leyfa sér að verða undrandi,“ segir Erna. „Auðvitað eru ekki allir með þetta hugarfar og að sjálfsögðu er ákveðin flokkun nauðsynleg en á sama tíma getur það verið svo heftandi og þvingandi,“ bætir hún við. Fimm mínútna hljóðbylgjunudd „Nútímadansformið er orðið mjög opið í dag, þar eru svo margar list- greinar sem blandast saman. Það er í raun sá staður sem maður er hvað frjálsastur til að fá að prófa sig áfram. Nútímadansinn er til að mynda, bæði hér á landi og erlendis, staður fyrir tilraunir. Það er einmitt svo gaman að fá að taka þátt í fæð- ingum nýrra hluta og frumlegra hug- mynda,“ segir hún. Eins og áður sagði er fyrirlesturinn þó ekki eina verkið sem Erna og Valdimar standa að en þau eru líka í forsvari fyrir verkinu The Voices of Reykjavík sem stendur opið alla hátíðina í Kling & Bang á milli klukkan 14 og 18. „Það var opnað á Menningarnótt og ég held að það sé betra að panta sér pláss því aðsóknin mikil. Það er þó alltaf hægt að koma við og athuga hvort það sé til laus tími. Við erum meðvituð um að þetta sé mjög túr- istalegur titill en okkur fannst það passa við hugmyndina því hún geng- ur út á að láta Reykvíkinga öskra á sig í fimm mínútur. Í fyrra vorum við með The Black Yoga Screaming Chamber, öskurklefann, og þar söfn- uðum við saman öskrum þeirra sem tóku þátt í öskrunum. Klefinn var þá meðal annars í Ráðhúsinu þar sem pólitíkusar fengu til að mynda útrás fyrir skapsmuni sína fyrir fundi. Hugmyndin í ár var að búa til The Black Yoga Screaming-möntru úr öllum þessum öskrum, þetta verður því nokkurskonar úthverf íhugun. Gestir geta farið í einskonar bað og fengið hljóðbylgjunudd sem sam- anstendur af viðkomandi öskrum. Þetta er því einskonar framhald af fyrra verkinu,“ segir Erna, sannfærð um að gott sé að láta öskra á sig. Tekur að sér listræna stjórnun Erna gegndi hlutverki listræns stjórnanda Reykjavík Dance Festi- val á síðasta ári en hefur nú söðlað um sig og tók nýlega við stöðu list- ræns stjórnanda Íslenska dans- flokksins. Hún segir það mikinn heiður. „Ég tek starfið að mér í ár til að byrja með. Að sumu leyti er þetta ekki ósvipað því sem ég hef verið að gera áður, ég hef verið listrænn stjórnandi danshátíða og stjórnað hópi listamanna, til að mynda þegar Shalala gerir stór verkefni. Reyndar felur nýja starfið kannski meira í sér og ýmislegt nýtt sem verður mjög spennandi að takast á við. Nú verður stöðugleikinn í starfi mínu sennilega meiri og ég tel það henta mér mjög vel á þessum tímapunkti,“ segir hún. „Það breytist auðvitað alltaf eitt- hvað þegar það kemur ný manneskja inn í svona starf. Mitt tengslanet er annað en tengslanet forvera minna. Það verður þó að öllum líkindum engin risabylting á starfi Íslenska dansflokksins. Ég ætla að leyfa inn- sæinu að vera með í þessu ferðalagi og ekki breyta eingöngu breyting- arinnar vegna heldur verður að vera góð ástæða fyrir henni,“ segir Erna. Kom mikið á óvart „Fyrsta sýning flokksins verður í október, það var búið að ákveða það verk áður en ég tók við starfinu. Það á eftir að verða mjög flott sýning. Bryan Gerke, meðlimur flokksins, er þar með mjög kraftmikið dansverk. Svo kemur ungur norskur danshöf- undur, Ole Martin Meland, með nýtt verk. Ég verð síðan með sýningu í febrúar sem verður svolítið tilrauna- kennd. Maísýningin verður þá ef til vill í heldur hefðbundnari uppsetn- ingu. Prógrammið er enn í vinnslu svo að þetta verður bara að koma svolítið í ljós. Þetta verða þó örugg- lega alveg fimm eða sex ný verk sem sýnd verða í vetur. Svo mun ég líka sjá um haustsýninguna á næsta ári,“ segir Erna. Hún segist þó ekki hafa lagt Shalala kompaníið upp á bátinn og hyggst hún klára þau verkefni sem þar eru á döfinni. „Starfið er mikil áskorun. Sú hug- mynd hefur læðst að mér í gegnum tíðina að ég gæti tekið að mér list- ræna stjórnun Íslenska dansflokks- ins en ég bjóst eiginlega aldrei við því að það yrði að veruleika. Þetta kom því mikið á óvart,“ segir hún. Ábyrgðin mikil Erna er ekki ókunnug listrænni stjórnun en hún hefur gegnt slíkri stöðu í tengslum við Reykjavík Dance Festival, eins og áður segir, Les Grandes Traversees-sviðslista- hátíðina í Bordeaux og Shalala dans- hópinn. „Það er öðruvísi að stjórna dans- hópi án þess að taka sjálf þátt í sviðs- framkomunni. Maður er til dæmis ekki upptekinn af sínum eigin líkama heldur er maður að halda utan um hóp listamanna, dansara og danshöf- unda auk þess sem maður reynir að finna áhugaverða leiðir fyrir allan hópinn. Maður reynir að fylla þau af innblæstri með því til dæmis að hafa árs prógrammið fjölbreytt og hvetj- andi og fullt af nýjum áskorunum þar sem hægt er að gefa sköpunarkraft- inum lausan tauminn. Ábyrgðin er þar að auki öðruvísi þegar maður er farinn að stjórna Íslenska dans- flokkum. Áhorfendahópurinn verður til að mynda talsvert stærri. Maður þarf auk þess að reyna að vera með fjölbreytt verkefnaval og ná til margra án þess þó að missa puttann af púlsinum eða hætta að vera skap- andi og frumlegur. Verkin þurfa einnig stundum að vera áskorun fyr- ir áhorfendur, eitthvað sem fær fólk til að velta vöngum og stundum þurfa verkin að vera þannig að sumir labba út af þeim meðan aðrir verða fyrir uppljómun. Listin er svo dásamleg, hún getur reitt fólk til reiði meðan hún bjargar lífi ann- arra,“ segir Erna. Von á stóru erlendu nafni „Hugmyndin er að vinna með ís- lenskum danshöfundum sem eru að gera það gott erlendis en einnig nokkrum sem eru búsettir hér á landi, til að mynda Margréti Söru Guðjónsdóttur, Höllu Ólafsdóttur og Sögu Sigurðardóttur. Ég tel það mjög gott fyrir flokkinn að fá þær til liðs við okkur. Svo fáum við líka stór- an erlendan danshöfund til að vinna með okkur, það liggur samt ennþá leynd yfir því hver það verður,“ segir hún dularfull. „Eitt ár er að sjálfsögðu voðalega stuttur tími til að vinna að öllum þessum verkum en ég vona að aðilinn sem tekur við að ári loknu, það er að segja ef ég verð ekki áfram, muni halda áfram að vinna með þau verk sem við fæðum af okkur í vetur,“ segir hún ákveðin að lokum. Æskilegt að skora á áhorfendur  Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson eru með tvö ný verk á Reykjavík Dance Festival  Erna tók þar að auki nýlega við starfi listræns stjórnanda Íslenska dansflokksins til eins árs Ljósmynd/ Marinó Thorlacius Hljóðbylgjunudd The Voices of Reykjavík er frumsýnt á hátíðinni en þar fá gestir tækifæri á því að láta öskra á sig. Erna Ómarsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.