Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 101

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 101
Íslands, til að taka upp gengi það aldrei. En þetta var Phil, San Francisco [þar sem Ulrich býr] og sex vikur í heildina. Ekki spurn- ing. Það er einn helsti kosturinn við Flóasvæðið, þar ægir öllum listgreinum saman.“ Þannig kom það til að Ulrich fór í föt hollenska kvikmynda- gerðarmannsins og kommúnistans Joris Ivens en sá ágæti maður þvældist með vini sínum Hem- ingway vítt og breitt um Spán á tímum borgarastyrjaldarinnar og lagði heiminum til ómetanlegar heimildir. Með í för var ástkona og síðar eiginkona Hemingways, rithöfundurinn og strísðfréttarit- arinn Martha Gellhorn. Um ástir þeirra fjallar myndin en Ivens er sjaldan langt undan – með myndavélina á lofti.    Ulrich fékk enga leiðsögn íleiklist en þurfti að leggja mikla vinnu í framburðinn. Sjálf- ur talar hann ensku með dönsk- um hreim, vegna uppruna síns, en þurfti nú að læra að tala ensku með hollenskum hreim. „Ég veit að fæstir heyra muninn á þessu tvennu en ég geri það. Og rétt skal vera rétt,“ segir hann. Myndin er stjörnum prýdd. Clive Owen leikur Hemingway og Nicole Kidman fer með hlutverk Gellhorn. Meðal aukaleikara eru Peter Coyote, Parker Posey, Dav- id Strathairn og Robert gamli Duvall. „Enginn sagði mér að Robert Duvall yrði í myndinni en þarna birtist hann allt í einu, gaurinn úr Guðföðurnum, og við skiptumst á orðum í einni senunni,“ segir Ul- rich. Eftir það tóku þeir tal sam- an og þá kom í ljós að Duvall þekkti hvorki haus né sporð á Ul- rich. „Við hvað starfar þú, lagsi?“ spurði Duvall. „Ég spila á trommur,“ svar- aði Ulrich. „Hefurðu einhvern tíma spil- að á tónleikum?“ „Öö, já!“ Ekki eru allir jafn málm- elskir. tónleikum, lagsi? AFP Trymbill Lars Ulrich í essinu sínu á Glastonbury-hátíðinni í sumar. » Þyrfti ég að faralangan veg, segjum til Íslands, til að taka upp gengi það aldrei. MENNING 101 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Handunnir íslenskir skartgripir úr silfri LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verð 25.500,- Verð 25.600,-Verð 14.800,- Verð 34.900,- Verð 29.900,- Verð 25.700,- Verð 25.700,- Verð 17.900,- Verð 17.900,- Verð 18.900,- Verð 17.900,- Verð 25.700,- Verð 19.900,- Verð 14.800,- EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA Bráðskemmtileg gamanmynd með OWEN WILSON og ZACH GALIFIANAKIS úr Hangover Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 ÍSL. TAL L 12 12 14 ARE YOU HERE Sýnd kl. 8 - 10:20 LET´S BE COP´S Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:15 THE EXPENDABLES 3 Sýnd kl. 10 LUCY Sýnd kl. 8 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Felix Bergsson heldur útgáfu- tónleika Borgarinnar á Kaffi Rósen- berg í Reykjavík í kvöld kl. 21. „Með Felix á tónleikunum verður einvalalið tónlistarmanna. Karl Ol- geirsson spilar á hljómborð og pí- anó, Stefán Már Magnússon á gítar, Bassi Ólafsson trommar og bassann plokkar Friðrik Sturluson. Nýja platan, Borgin, verður öll leikin og svo læðast inn lög af Þögulli nóttinni og nokkur tökulög sem Felix hefur sungið í gegnum tíðina,“ segir m.a. í tilkynningu. Platan innheldur tíu popplög eftir Jón Ólafsson, Ottó Tynes, Eberg, Karl Olgeirsson, Sigurð Örn Jóns- son og Dr. Gunna en Felix semur flesta texta utan tvo sem eru eftir Dr. Gunna og Bjartmar Guð- laugsson. Textarnir eru margir per- sónulegir og vísa í lífsreynslu og lífs- sýn höfundar. Miðar eru aðeins seldir við inn- ganginn og hefst miðasala kl. 19.00, en aðgangseyrir er 2.200 krónur. Platan verður fáanleg á staðnum. Morgunblaðið/Golli Borgarbarn Felix Bergsson fagnar útgáfu plötu sinnar Borgarinnar með tónleikum á Kaffi Rósenberg í kvöld ásamt einvalaliði tónlistarmanna. Útgáfutón- leikar Borg- arinnar úð með honum. Guardians of the Galaxy hefst nefnilega nánast í miðjum klíðum og gefur svo hressi- lega í, þannig að áhorfandinn veit varla hvað er á seyði fyrr en nokkuð er liðið á myndina. Þegar það gerist opnast hins vegar fyrir honum töfrandi söguheimur og fyrr en varir sogast áhorfandinn með Quill og fé- lögum í ævintýri þeirra. Það hjálpar myndinni yfir þessa byrjunarörðugleika að hún er mjög fyndin og augljóst að aðalleikararnir ná vel saman. Það eru kannski ekki síst Bradley Cooper og Vin Diesel sem stela senunni algjörlega sem tvíeykið Rocket og Groot, sem er þeim mun meira afrek í ljósi þess að einungis raddir þeirra heyrast, auk þess sem Groot hefur takmarkaðan orðaforða. Djimon Honshou og Kar- en Gillan standa sig einnig ágætlega sem helstu skósveinar Ronans hins illa. Þá má einnig hrósa lagavali myndarinnar, en uppáhaldslög móð- ur Quills eru flest frá áttunda og ní- unda áratug 20. aldar og láta því vel í eyrum. Þegar hinni skrykkjóttu og flóknu byrjun sleppir er Guardians of the Galaxy einfaldlega ein besta mynd sumarsins og vel hægt að mæla með henni við unnendur ævintýra og vís- indaskáldsagna. heims Góð „Þegar hinni skrykkjóttu og flóknu byrjun sleppir er Guardi- ans of the Galaxy einfaldlega ein besta mynd sum- arsins.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.