Morgunblaðið - 28.08.2014, Side 104

Morgunblaðið - 28.08.2014, Side 104
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Virknin að aukast á skjálfta… 2. Krummi neitar sök 3. Þurfti að loka sökum veikinda 4. Tappi undir kvikuþrónni? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Samaris og tónlistar- mennirnir Berndsen og Lay Low koma fram á tónlistarhátíðinni Reep- erbahn í Hamborg 19. september nk. Tónleikar þeirra eru haldnir til kynn- ingar á Iceland Airwaves-tónlistar- hátíðinni sem fram fer 5.-9. nóvem- ber og eru Samaris, Berndsen og Lay Low meðal flytjenda á henni. Leika fyrir Airwaves á Reeperbahn  Danshátíðin Reykjavík Dance Festival hófst í höfuðborginni í gær og meðal fjölda forvitnilegra sýn- inga á henni er Fronteoke. Sýningin dregur nafn sitt af „danceoke“, danssamkomum þar sem gestir líkja eftir dansi poppstjarna og/eða dansara í tónlistarmyndböndum. Fronteoke fer fram annað kvöld í menningarhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2, og munu dansararnir Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts bjóða gestum að dansa með þeim við tónlistarmyndbönd á YouTube og líkja eftir hreyfingum söngvara á borð við Mick Jagger, Tinu Turner, Kate Bush og Gunnar Ragnarsson úr hljómsveitinni Grísalappalísu. Söngvarar eru jafnan nefndir ,,frontmen“ á ensku, þ.e. for- sprakkar eða forsvarsmenn hjóm- sveita sinna, og er nafn viðburð- arins þaðan komið sem og vísun í karaoke- söng sem einkum er stundaður á knæpum og skemmtistöð- um. Dansað að hætti Jaggers og Gunnars Á föstudag Austan 3-8 m/s en 8-13 með suðurströndinni. Lítils- háttar væta af og til á Suður- og Austurlandi en bjartviðri fyrir norðan og austan. Hiti 10 til 19 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 3-8 m/s en 8-13 syðst. Víða bjart um landið fyrir norðan og vestan en skýjað og súld af og til á Suð- austurlandi og Austfjörðum. Hiti 10 til 20 stig. VEÐUR „Þeir segja mér Ítalirnir að það sé búist við 40-50 þús- und manns á leikinn,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, en lið hans mætir Inter á San Siro-leikvanginum í Mílanó í kvöld í síðari viðureign lið- anna í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knatt- spyrnu. Stjarnan tapaði fyrri leiknum, 3:0. Rúnar segir sína menn ætla að njóta stundarinnar. »4 Reiknað með 40- 50 þúsund manns „Stjórnin tók þá ákvörðun að breyta til og þar af leiðandi verður mitt starf minna í sniðum. Starfssviðið minnkar töluvert og ég tók þá ákvörðun í sam- ráði við stjórnina að þetta myndi ekki ganga upp fyrir mitt leyti,“ segir Arnar Grétars- son, sem lætur af starfi yfir- manns knatt- spyrnumála hjá belgíska knatt- spyrnuliðinu Club Brugge um mánaðamótin eftir tæplega tveggja ára starf. Óvíst er hvað tekur við hjá Arnari. »4 Arnar hættir hjá Club Brugge á næstu dögum Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, hefur samið við pólska fé- lagið CCC Polkowice og mun spila með því í vetur. Hún hefur verið samningslaus síðan í vor eftir að hafa spilað áður í Ungverjalandi. „Það hef- ur verið mikill rússíbani fram og til baka en þegar þetta kom upp vorum við snögg að ganga frá því,“ sagði Helena við Morgunblaðið. »1 Helena spilar í Póllandi á komandi tímabili ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Snæbjörn bróðir minn stóð fyrir því að 150 manns gáfu mér þennan gítar í sameiningu í þrítugsgjöf. Ég hef aldrei orðið jafn hissa á ævinni,“ segir Baldur Ragnarsson Skálmeld- ingur, en aðdáendur Skálmaldar tóku eftir því að Baldur frumsýndi nýjan gítar á Menningarnótt í Reykjavík. Gítarinn er af tegundinni Gibson Dethklok „Thunderhorse“ Explorer. Aðeins 400 eintök voru gerð af gít- arnum og hafði Baldur lengi haft augastað á þessum grip, sem kom á markað 2011. „Hljóðfæri hefur aldr- ei áður höfðað svona til mín eins og þessi gítar. Þegar ég sá hann fyrst vissi ég að ég yrði að fá hann – að minnsta kosti gera tilraun til að ná í eintak. Ég reyndi að grípa til ýmissa ráða til að komast yfir þetta hljóðfæri en ekkert gekk,“ segir Baldur og viður- kennir að hafa nánast verið búinn að henda inn hvíta handklæðinu. Þessi gítar yrði aldrei hans. Aldrei að segja aldrei Baldur varð þrítugur 15. ágúst og hélt að sjálfsögðu upp á það með pompi og prakt. Skyndilega, í miðri veislu, blasti við honum stór pakki. „Í honum var eintak af þessum gítar. Einhvern veginn hafði Snæ- björn fengið 150 manns til að leggja í púkk og þegja yfir því – ég vissi nákvæmlega ekki neitt og hef aldrei orðið jafn hissa.“ Og gripurinn sveik ekki sinn nýja eiganda þegar Baldur steig á svið á tónleikum Rásar 2 á Menningarnótt. „Þetta er yndislegt hljóðfæri og allt við þennan gítar er á heims- mælikvarða.“ Baldur spilar yfirleitt með Skálmöld ber að ofan en á Menningarnótt var hann í bol – samt berfættur. „Það verður að halda fókus. Ekki dreifa athyglinni frá þessum grip,“ segir hann og hlær. Hann neitar því að Skálmeldingar hafi verið þreyttir þegar þeir stigu á svið, en fyrr um morguninn hlupu þeir Baldur og Björgvin söngvari hálft maraþon en aðrir hljómsveitar- meðlimir fóru 10 kílómetra. Ein- hverjir höfðu áhyggjur af því að Skálmöld myndi hægja á sér á tón- leikunum en því fór fjarri. „Það er erfitt að hlaupa og erfitt að spila á tónleikum en þegar maður er kominn upp á svið er þetta ekkert mál. Þegar maður stendur uppi á sviði og það er talið í skiptir allt annað engu máli.“ Draumagítar frá 150 manns  Baldur Ragnars- son Skálmeldingur fékk stóran pakka í þrítugsafmælisgjöf Morgunblaðið/Ómar Töff teymi Baldur og gítarinn hans, Gibson Dethklok „Thunderhorse“ Explorer sem gerður var í tilefni af Meta- localypse-teiknimyndunum. 150 manns lögðu í púkk fyrir afmælisgjöf sem gleymist seint – ef nokkurn tímann. Nóg er fram undan hjá Baldri og Skálmöld, en þriðja plata hljómsveitar- innar kemur út fyrir jólin. Þá fer hún á flakk um Evrópu og spilar víða um álfuna auk þess að spila á Rokkjötnum í Valsheimilinu hinn 27. septem- ber. „Við erum búnir að hlusta á nýju plötuna, gerðum það á þriðjudaginn, og ég get staðfest það að þessi plata er bara alveg ógeðslega góð. Ég myndi segja að hún væri okkar besta verk.“ Það eru stór orð því bæði Baldur og Börn Loka þykja afburða- verk í íslenskri þungarokkssögu. „Næst eru það Rokkjötnar og það verður gaman því það verð- ur hátíð fyrir þungarokkara sem og alla aðra. Trúlega verður það okkar síðasta gigg hér á landi í ár og því betra að telja all- hraustlega í.“ Þriðja og sú besta hingað til NÝ SKÁLMALDARPLATA VÆNTANLEG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.