Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Næstkomandi þriðjudag tekurÍtalía yfir forsætið í Evrópu-
sambandinu og
skilaboð Matteo
Renzi forsætisráð-
herra Ítalíu eru
skýr: Á þeim sex
mánuðum sem Ítalía
er í forsæti verður
þrýst á um að Evr-
ópusambandið verði
að Bandaríkjum Evrópu.
Renzi ætlar sér að reyna að sann-færa kollega sína í Evrópusam-
bandinu um að lausnin á vanda ESB-
ríkjanna sé aukinn samruni. Í flest-
um tilfellum verður það létt verk.
Og Renzi dreymir draum: „Fyrirframtíð barnanna minna
dreymir mig, hugsa ég og vinn að
Bandaríkjum Evrópu.“
Hann skilur nýlegar kosningar tilEvrópuþingsins á sinn hátt.
Einu réttu viðbrögðin við kosning-
unum eru að hans sögn að bjóða upp
á „hugmyndina um Evrópu sem að-
laðandi ævintýri frekar en að vera
aðeins fjármálaleg eða hagfræðileg
æfing.“ Nauðsynlegt sé að sýna að
ESB sé „ekki aðeins sameiginleg
fortíð heldur sameiginleg örlög“.
Renzi er fjarri því að vera einnum að dreyma slíka drauma.
Evrópuhraðlestin, sem sumir hér á
landi óttast mjög að missa af, er á
leið inn í þennan draumaheim Renzi
og flestra helstu áhrifamanna Evr-
ópusambandsins.
Fyrir Íslendinga er þetta á hinnbóginn martröð.
Íslendingar börðust ekki fyrir full-veldi og sjálfstæði til þess eins að
gerast fylki í Bandaríkjum Evrópu
og lúta tilskipunum Renzi eða ann-
arra félaga frá Brussel.
Matteo Renzi
Unnið að stofnun
Bandaríkja Evrópu
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 24.6., kl. 18.00
Reykjavík 12 rigning
Bolungarvík 12 alskýjað
Akureyri 19 skýjað
Nuuk 10 skýjað
Þórshöfn 9 alskýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 15 skýjað
Lúxemborg 22 léttskýjað
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 20 skýjað
Glasgow 16 skýjað
London 23 léttskýjað
París 25 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 skýjað
Berlín 18 léttskýjað
Vín 21 skýjað
Moskva 16 heiðskírt
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 27 heiðskírt
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 12 skúrir
Montreal 20 skúrir
New York 27 léttskýjað
Chicago 26 alskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:58 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:12 23:48
„Ég lýsi yfir sakleysi mínu,“ sagði
hjúkrunarfræðingur, sem ríkis-
saksóknari hefur ákært fyrir mann-
dráp af gáleysi, þegar málið var tek-
ið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gærmorgun. Það sama gerði lög-
maður Landspítalans fyrir hönd
hans. Því næst var málinu frestað
fram í september.
Fyrirtakan var stutt í morgun
enda aðeins til þess að fá fram af-
stöðu ákærðu til ákærunnar. Við
þingfestingu málsins fyrr í mán-
uðinum bað hjúkrunarfræðingurinn
um frest til að fara yfir ákæruna
með skipuðum verjanda sínum.
Hann var veittur og er nú ljóst að
hjúkrunarfræðingurinn telur ákæru
ríkissaksóknara ekki á rökum reista.
Láðist að tæma loft
Samkvæmt ákæru láðist hjúkr-
unarfræðingnum að tæma loft úr
kraga barkaraufarrennu þegar hún
tók karlmann úr öndunarvél og setti
talventil á barkaraufarrennuna. Af-
leiðingar þess urðu þær að maðurinn
gat einungis andað að sér lofti en
ekki frá sér, fall varð á súrefnis-
mettun og blóðþrýstingi og hann lést
skömmu síðar.
„Ég lýsi yfir
sakleysi
mínu“
Málinu frestað
fram í september
Alls var 23 bifreiðum af 184 vísað til
skoðunar í færanlegri skoðunarstöð
Frumherja þegar lögregluembættin
á suðvesturhorninu voru við eftirlit
við Geysi á mánudag, í samstarfi við
Frumherja, Samgöngustofu og Rík-
isskattstjóra. Um var að ræða sér-
stakt eftirlit með ástandi bílaleigubíla
og ökutækjum í ferðaþjónustu og
stóð það yfir milli kl. 10 og 15.
Þrettán fengu athugasemd vegna
ástands og var vísað í endurskoðun.
Starfsmenn Samgöngustofu athug-
uðu leyfismál hjá ökumönnum nítján
rúta, sex jeppa, sjö bílaleigubíla og
þriggja leigubíla en starfsmenn Rík-
isskattstjóra höfðu afskipti af 69 öku-
tækjum og munu bera þær upplýs-
ingar sem fengust saman við gögn
sem liggja fyrir hjá skattyfirvöldum,
að því er fram kemur í tilkynningu frá
lögreglunni.
Verkefnið er liður í samstarfsverk-
efni samstarfsnefndar lögregluliða á
Suðvesturlandi en það hófst í fyrra-
vor. Þeir aðilar sem að því komu voru
sammála um að þetta form eftirlits
hefði gefist vel og að tilefni væri til að
halda því áfram.
„Til gamans má geta þess að á vett-
vangi fengu lögreglumenn upplýs-
ingar um að þegar upp úr kl. 10 hefði
einhver tekið sig til og sent sms á til-
tekinn hóp í ferðaþjónustunni um eft-
irlit lögreglu, Ríkisskattstjóra og
Samgöngustofu á þessum stað,“ sagði
jafnframt í tilkynningunni.
Stöðvuðu samtals 184 ökutæki við eftirlit
Einhver tók sig til og varaði ferða-
þjónustuaðila við lögreglunni
Morgunblaðið/Kristinn
Hver Eftirlitið var við Geysi í
Haukadal á mánudaginn.
Gott útsýni af
svölum – pottinum – pallinum
SÍ A 196
9
GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is
SKJÓLVEGGIR MEÐ GLERI