Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 17
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Verið velkomin í heimsókn!
Opið virka daga kl.10-18
Texas
Torino
Lyon
Sófar í öllum stærðum
30%
1 ÁRS AFMÆLI
Á BÍLDSHÖFÐA 18
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFUM /SÓFASETTUM
*Í VÖLDUM ÁKLÆÐUM
Verð áður 333.900 kr.
frá233.730kr.
Fossvogssund fer
fram á morgun,
fimmtudaginn
26. júní, kl. 17:30.
Þá gefst sjósynd-
urum og öðrum
kostur á að synda
yfir voginn til
Kópavogs og til
baka með báta-
fylgd. Leiðin yfir
voginn er um 600
metrar og má reikna með að sjórinn
verði um 13 gráður. Þeir sem synda
aðra leiðina verða teknir upp í bát
Kópavogsmegin og þeim skutlað til
baka. Sundið er öllum opið og það
kostar ekkert að taka þátt í því.
Skráning fer fram í Nauthólsvík kl.
17 og svo hefst sundið kl. 17:30.
Synt yfir Fossvoginn
á fimmtudaginn
Sjósund Fossvogs-
sund er á morgun.
Landsmót skáta 40+ verður haldið
um næstu helgi á Úlfljótsvatni, dag-
ana 27.-29. júní. Folf, golf, veiði og
kaffihúsastemning er meðal dag-
skráratriða. Þótt 40+ finnist í heiti
mótsins eru áherslur í dagskránni
fyrir aldurshópinn frá 22 ára og
upp úr, segja aðstandendur móts-
ins. Landsmótið er opið öllum eldri
skátum, fjölskyldum þeirra og vel-
unnurum. Landsmót af þessari gerð
var fyrst haldið í fyrra.
Markmið mótsins er að skapa
vettvang fyrir eldri skáta til að
koma saman og endurnýja vinskap-
inn. Gömlu góðu skátafélögin og
skátaklíkurnar eru hvött til að
halda hópinn og fjölmenna á móts-
stað.
Morgunblaðið/Kristinn
Skátar Eldri skátar hittast á Úlfljótsvatni
um helgina á landsmóti 40 ára og eldri.
Landsmót skáta
40+ á Úlfljótsvatni
Stjórnsýsla og stjórnarhættir í smá-
ríkjum nefnist opið málþing sem fer
fram í dag í Háskóla Íslands. Rætt
verður um smáríki innan Evrópska
efnahagssvæðisins, smáríki og Evr-
ópusambandið og Ísland eftir hrun.
Aðalfyrirlesari er Per Lægreid,
prófessor við Háskólann í Bergen,
en fyrirlestur hans nefnist: Umbæt-
ur í stjórnsýslu: Noregur í evrópsku
samhengi.
Málþingið stendur frá kl. 13 til
16:30 og fer fram í stofu 132 í Öskju
HÍ.
Málþing um stjórn-
sýslu í smáríkjum
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Við teljum gríðarlega mikil tæki-
færi geta verið til staðar í lagningu
sæstrengs. Það er alls ekki tíma-
bært að fullyrða um arðsemi sæ-
strengsins að svo stöddu. Stærsta
spurningin núna er hvernig samning
bresk stjórnvöld eru tilbúin að gera,
og hversu mikið yrði afgangs sem
skilaði sér til Íslands. Sem stendur
bjóða Bretar mjög hátt verð fyrir
raforku í slíkum samningum,“ segir
Gústaf Adolf Skúlason fram-
kvæmdastjóri Samorku, um gagn-
rýni á sölu raforku frá landinu í
gegnum sæstreng til Bretlands.
Dr. Baldur Elíasson, fyrrver-
andi yfirmaður orku- og umhverf-
ismála hjá sænsk-svissneska orku-
risanum ABB, sagði í
Morgunblaðinu í fyrradag lagningu
strengsins „glapræði“.
Baldur nefndi að ef strengurinn
yrði lagður þá yrði hann sá lengsti í
heiminum og á miklu dýpi. Ef hann
myndi bila, sem er óhjákvæmilegt,
þá yrði viðgerðarkostnaðurinn hár.
„Vissulega er bæði kostn-
aðarsamt að leggja strenginn sem
og að gera við hann. En íslenski rík-
issjóðurinn myndi ekki leggja fram
fjármagnið heldur félag sem rekur
strenginn. Ef strengurinn liggur
niðri þá er ekki seld mikil orka. En
nú er ekki tímabært að fullyrða um
arðsemina og hvað rynni hingað til
okkar, ef til stórra viðgerða kæmi.
Engir samningar liggja enn fyrir,“
segir Gústaf.
Baldur talaði einnig um að Ís-
land myndi varla eiga orku til að sjá
íbúum fyrir raforku þegar horft er
fram í tímann.
Vatnsaflsvirkjanir reistar?
Í þessu samhengi bendir Gústaf
á að Ísland sé sveigjanlegur raf-
orkugjafi í vatnsafli. „Tækifæri okk-
ar liggja í sveigjanlegri raf-
orkuafhendingu og hér er
endurnýjanleg raforka. Við gætum
þess vegna flutt raforkuna inn, t.d. á
nóttunni þegar hún er á lægra verði
og selt út á háu verði þegar eft-
irspurnin er meiri. Þetta eru kostir
vatnsaflsins,“ segir Gústaf.
Hann bendir á að það eigi eftir
að kanna hvaða áhrif þetta hefði á
Ísland og hvort nýjar vatnsaflsvirkj-
anir yrðu reistar til að anna eft-
irspurn eftir raforku.
Fagna allri umræðu
„Við fögnum allri umræðu um
verkefnið, það er áhugavert en
mörgum spurningum er enn ósvarað
um tæknilega útfærslu og áhættu,“
segir Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, um gagnrýni Bald-
urs á lagningu sæstrengsins.
Hörður segir ummæli fyrrver-
andi starfmanns ABB koma á óvart í
ljósi þess að fyrirtækið hafi unnið að
skýrslu um sæstrenginn. Í henni
kemur fram að verkefnið er tækni-
lega framkvæmanlegt. Ósamræmi
sé á milli þess sem Baldur segi og
þess sem er í skýrslunni.
„Mikil þróun hefur verið í sæ-
strengjum undanfarin ár. Bæði hafa
verið lagðir sæstrengir sem fara á
tvöfalt það dýpi sem við færum
mögulega á ef til þess kæmi. Eins er
búið að leggja strengi á landi sem
fara tvöfalda þá vegalengd,“ segir
Hörður. Hann ítrekar þó hversu
tæknilega krefjandi verkefnið sé og
því mikilvægt að gefa því góðan tíma
líkt og raunin sé.
Þá bendir Hörður á að ekki sé
rétt að raforkuverð erlendis sé lágt
líkt og Baldur segi. „Rarforkuverð í
Bretlandi er mjög hátt. Þeir semja
nú um raforkuverð frá nýju kjarn-
orkuveri fyrir yfir 150 dollara á
megawattstund.“
Eins segir Hörður þá fullyrð-
ingu ekki rétta að við þurfum meiri
orku til eigin nota. „Nú þegar eru
um 80% af orku sem við framleiðum
flutt út í formi áls, járnblendis og
þess háttar vara. Öll frekari orku-
vinnsla á Íslandi verður flutt út í
formi málma eða eins og Norðmenn
hafa gert, flutt orkuna út í formi sæ-
strengja,“ segir Hörður.
Ótal spurningum
ósvarað um sæstreng
Sæstrengur Starfsmenn sænsk-svissneska orkurisans ABB.
Ekki tímabært að fullyrða um arðsemi sæstrengsins
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/