Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Þórður Veðrið hefur ekki leikið við höf- uðborgarbúa síðustu daga. Lítið hefur sést til sólar, en skýjaður himinn og votviðri hafa verið ein- kennandi fyrir seinni hluta júní- mánaðar. Blaðamaður fór því á stúfana og athugaði hvað fólk gerði sér til dægradvalar á rigning- ardögum. Ferðamenn voru áberandi í bæn- um en þeir voru misánægðir með veðrið. Ekki sást til margra hjól- reiðamanna í votviðrinu en þó létu ekki allir veðrið stoppa sig. Sumir stungu sér til sjósunds á meðan aðr- ir dorguðu svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að margir halda sig inni þegar ekki viðrar vel. Viktoría Halldórsdóttir, vaktstjóri í Laug- arásbíói, segir að mun fleiri fari í bíó þegar rignir. „Til þess að plana hversu marga vantar á vakt skoð- um við oft veðurspána. Ef það er spáð veðurblíðu látum við starfs- mennina mæta seinna um daginn, enda meira að gera þá. Sem dæmi þá erum við alltaf með opið á 17. júní. Ef veðrið er gott er nær ekk- ert að gera en ef rignir er nóg að gera.“ „Rigning er besta veðrið fyrir sjósund“ Ferðaminningar Áberandi var hversu margir ferðamenn voru í miðbænum, en fáir Íslendingar voru á stjá. „Við komum til landsins í gær þannig að þetta er fyrsti dagurinn okkar hérna, en við verðum fyrir vonbrigðum ef veðrið skánar ekki. Planið okkar er nefnilega að fara hringinn í kringum landið,“ segir austurríski ferðamaðurinn Elena, sem var ein af fjölmörgum ferðamönnum að mynda Hallgrímskirkju. Leikjanámskeið Þá voru krakkar á leikjanámskeiði að dorga við höfnina í Reykjavík. „Mér finnst mjög gaman að veiða í þessu veðri,“ segir Erna, sem er 8 ára, en hún heldur að það fiskist best í rigningunni. Inniveður Enginn snæddi hádegismat úti við Austurvöll. „Á sumrin er oft brjálað að gera en slæmt veður fækkar auðvitað viðskiptavinum,“ segir Júlía, vaktstjóri á Kaffi París, þar sem gjarnan er þétt setið úti á góðviðrisdögum. Hjólreiðar Ekki sást til margra hjólreiðamanna í votviðrinu en Friðrik Ómar, starfsmaður hjá Reykjavík Bike Tours, segir að það séu aðallega ferðamenn sem leigja hjól hjá þeim og að þeir hjóli frekar þegar veðrið er gott. Það eiga ferðamennirnir sameiginlegt með Íslendingum. Sjósund Sumir láta veðrið engin áhrif á sig hafa. „Þetta er besta veðrið fyrir sjósund. Ég syndi sjó- sund þrisvar til fjórum sinnum í viku og læt veðrið ekki hafa áhrif á mig. Sjósund er afar gott fyrir lík- amann,“ segir garpurinn Haraldur Gunnar Jónsson. Forvitni Ferðamenn skoða sig um í Reykjavík. Afar vinsælt er hjá ferða- mönnum að taka myndir af Hallgrímskirkju er hún gnæfir yfir Skólavörðu- stíginn. Þykir það falleg sjón í öllu veðri. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.