Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Benedikt Sigurðsson vinnur í Bílanausti í sumar og er í iðn-aðarverkfræði við Háskóla Íslands. „Ég verð í Bláa Lóninu fram yfir miðnætti á tónleikum,
þannig að afmælisdagurinn byrjar í raun í þar. Fjöldi tónlistar-
manna mun koma fram, t.a.m. Dj Margeir. Annars verður þetta
bara venjulegur vinnudagur og síðan ætla ég út að borða með fjöl-
skyldunni, sem er mjög huggulegt,“ segir Benedikt, sem er 21 árs í
dag, um afmælisdaginn.
Benedikt er mikill tískuspekúlant og veit hvað hann syngur í þeim
málum. Hann telur sumarskyrtuna vera ómissandi. „Ég fékk í af-
mælisgjöf frá fjölskyldunni dökkbláan, tvíhnepptan rykfrakka frá
Jör. Síðan keypti ég bleika Oxford sumarskyrtu frá Ralph Lauren
um daginn, sem er mjög flott,“ en Benedikt heldur mikið upp á
bandaríska tískurisann Ralph Lauren. „Kakíbuxur eru ekki dottnar
úr tísku í sumar, þó þær leiki minna hlutverk en fyrri ár, en áhersl-
an hefur frekar færst yfir á litríkar chinobuxur, svo sem dökkbláar
og rauðar.“
Þá hefur Benedikt nýlega byrjað í Crossfit. „Eftir að hafa verið í
maraþoni þá er ég með vissa gerð af þoli. Núna vil ég komast í fjöl-
hæfara form og bæta á mig vöðvum þannig að ég er byrjaður í
Crossfit.“ isb@mbl.is
Benedikt Sigurðsson er 21 árs í dag
Tískuspekúlant „Kakíbuxur eru ekki dottnar úr tísku í sumar, þó
þær leiki minna hlutverk en fyrri ár,“ segir Benedikt.
Keypti bleika Ox-
ford sumarskyrtu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Konráð fæddist 12. sept-
ember kl. 19.30. Hann vó 3.718 g og
var 53,5 cm langur. Foreldrar hans eru
Lilja Konráðsdóttir og Jón Ericsson.
Nýr borgarari
Kristjana S. Leifsdóttir,
Hrafnistu, Reykjavík, fyrr-
verandi húsmóðir og
bóndi á Brúarreykjum, er
níræð í dag. Eiginmaður
hennar, sem nú er látinn,
var Þorsteinn Sigurðs-
son. Afkomendur þeirra
eru þrjár dætur, níu
barnabörn og sjö barna-
barnabörn.
Árnað heilla
90 ára
H
araldur fæddist í
Reykjavík 25.6. 1954
og ólst þar upp á Mel-
unum. Hann var í
Melaskóla og Haga-
skóla, lauk stúdentsprófum frá MR,
stundaði nám í lögfræði við HÍ og
lauk þaðan embættisprófi í lögfræði
og stundaði framhaldsnám í afbrota-
fræði við Florida State University.
Á æskuárunum var Haraldur í tón-
listarnámi, lærði á blásturshljóðfæri
og lék með Lúðrasveit drengja undir
stjórn Páls Pampichler Pálssonar.
Á háskólaárunum var Haraldur
m.a. í sumarstarfi hjá lögreglunni í
Reykjavík. Hann var aðstoðarmaður
forstjóra Íslenska álfélagsins hf.
1984-86, lögmaður við embætti Rík-
islögmanns 1986-88, forstjóri Fang-
elsismálastofnunar ríkisins 1988-97,
varalögreglustjóri við embætti Lög-
reglustjórans í Reykjavík 1997-98 og
er ríkislögreglustjóri frá 1998.
Haraldur var fulltrúi Vöku í Stúd-
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri – 60 ára
Börnin þeirra Haraldar og Brynhildar. Talið frá vinstri: Matthías, Anna, Svava og Kristján.
Valdsmannslegur og
greindur - en hnyttinn
Á slóðum útilegumanna Haraldur og Brynhildur í Ódáðahrauni.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
! "#
$
%
& !
! '#
()**
!