Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 entaráði HÍ, varaformaður Barna- verndarráðs Íslands 1987-91, formað- ur Barnaverndarráðs 1991-92, ritari Læknaráðs 1991-2000, ritari Fulln- ustumatsnefndar 1989-91, formaður Fangelsismálanefndar 1991-92, for- maður bygginga- og framkvæmda- nefnda í fangelsismálum 1992-98, hef- ur setið í fjölmörgum opinberum nefndum, m.a. um fyrirkomulag rétt- argeðlækninga á Íslandi, um sam- félagsþjónustu, um skipulag heil- brigðisþjónustu við fanga, um skipulag embættis ríkis- lögreglustjóra og lögreglustjórans í Reykjavík, sat í undirbúningsnefnd um stofnun Útlendingastofnunar, sat í stjórn réttargeðdeildarinnar á Sogni 1992-93, situr í skólanefnd Lögreglu- skóla ríkisins frá 1997 og er formaður hennar frá 2002, sat í Almannavarn- arráði 1998-2008 og varaformaður þess 2003, var skipaður í stjórn sam- hæfingar- og stjórnstöðvar almanna- varna 2008, var stjórnarformaður Skráningarstofunnar hf. 1997-2002, sat í stjórn Neyðarlínunnar hf. 1998- 2002 og var stjórnarformaður hennar 1998-2001, var skipaður í Umferð- aröryggisráð 2005, var skipaður for- maður nefndar dómsmálaráðherra um öryggismál og hryðjuverk 2006 og skipaður í almannavarna- og ör- yggismálaráð 2009. Haraldur var formaður fasta- nefndar Íslands hjá NATO og Special Committee NATO 2005 og 2009, for- maður fastanefndar Íslands í NATO, Civilian Intelligence Committee NATO, situr í stýrihópi um end- urskipulagningu lögreglunnar frá 2012 og í nefnd um löggæsluáætlun fyrir Ísland frá 2013. Haraldur er formaður sendinefnda og fastanefnda Íslands í alþjóðlegu samstarfi á sviði fangelsismála, lög- reglumála og öryggismála við Evr- ópusambandið, Europol, Interpol og NATO. Hann var skipaður formaður fastanefndar Íslands í sérnefnd Atlantshafsbandalagsins um innri ör- yggismál, NATO Special Committee 2005, sem er bandalaginu til ráð- gjafar um efni er tengjast njósnum, hryðjuverkum og öðrum tengdum ógnum, nú Civilian Intelligence Com- mittee NATO. Áhugamál Haraldar snúast um fjölskylduna, tónlist og langar göngu- ferðir um fjöll og firnindi. Fjölskylda Eiginkona Haraldar er Brynhildur Ingimundardóttir, f. 15.2. 1956, BS í hjúkrunarfræði með viðbótardiplóm- anám í bráðahjúkrun. Börn Haraldar og Brynhildar eru Matthías, f. 6.12. 1973, fram- kvæmdastjóri, BSc í viðskiptafræð- um og MSc í hagfræði og fjármálum en kona hans er Saga Ómarsdóttir, viðburða- og kynningastjóri hjá Ice- landair og eru börn þeirra Haraldur, Daníel, Tómas og Eva; Kristján, f. 11.1. 1985, BA í sjórnmálafræði og blaðamaður við Morgunblaðið en kona hans er Lísa Margrét Sigurð- ardóttir lögfræðingur; Anna, f. 7.6. 1990, sálfræðinemi við HÍ og flug- freyja, og Svava, f. 28.8. 1995, nemi við VÍ. Bróðir Haraldar er Ingólfur Jo- hannessen, f. 17.2. 1964, læknir, sér- fræðingur í veirusjúkdómum og dós- ent við háskólasjúkrahús Edin- borgarháskóla. Foreldrar Haraldar: Jóhanna Kristveig Ingólfsdóttir, f. á Gríms- stöðum á Hólsfjöllum 28.11. 1929, d. 25.4. 2009, hárgreiðslumeistari, og Matthías Johannessen, f. í Reykjavík 3.1. 1930, cand. mag. í íslenskum fræðum, skáld, rithöfundur og fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins. Úr frændgarði Haraldar Johannessen Haraldur Johannessen Ingólfur Johannessen sérfræðingur í veirusjúkdómum Magnús Hannesson b. í Böðvarsdal í Vopnafirði Katrín María Magnúsdóttir húsfr. og saumak. á Víðirhóli Ingólfur Kristjánsson b. á Víðirhóli á Hólsfjöllum Jóhanna Kristveig Ingólfsdóttir (Hanna) húsfr. og hárgreiðslum. í Rvík Baldur Ingólfsson menntaskólakennari Magnús Diðrik Baldursson gæðastjóri HÍ Kristján Hörður Ingólfsson tannlæknir í Reykjavík Aldís Anna Einarsdóttir húsfr. á Grímsstöðum Kristján Sigurðsson b. á Grímsstöðum á Fjöllum Jóhannes Jóhannesson sýslum., bæjarfógeti í Rvík og alþm. af Thorarensenætt Anna Jóhannesdóttir Johannessen húsfr. í Rvík Lárus Jóhannesson alþm. og hæstaréttardómari Matthías Johannessen skáld og fyrrv. ritstj. Morgunblaðsins Jóhannes Johannessen fyrrv. lögfr. Landsbankans Haraldur Johannessen ritstjóri Morgun- blaðsins Haraldur Johannessen aðalféhirðir Landsbanka Íslands Ellen L. M. Einarsson húsfr. í Rvík Louisa Matthíasd. listmálari Helga Magnea Jónsdóttir Norðfjörð húsfr. í Rvík Matthías Johannessen kaupm. í Rvík, frá Bergen í Noregi Jósefína A. Lárusdóttir Blöndal húsfr. í Rvík Haraldur L. Blöndal ljósmyndari og verslunarm. í Rvík Lárus H. Blöndal bókavörður í Rvík Halldór Blöndal fyrrv. alþm. og ráðherra Benedikt Blöndal hæstaréttardómari Einar Helgason garð-yrkjufrömuður fæddist áKristnesi í Garðsárdal í Eyjafirði 25.6. 1867. Foreldrar hans voru Helgi Pálsson, bóndi þar, og Kristbjörg Einarsdóttir húsfreyja. Einar lauk prófum frá Eiðaskóla og var svo kallaður umferðarbú- fræðingur í Eyjafirði í tvö ár. Hann kom til Reykjavíkur 1890 og fór þá í garðyrkjunám til Schierbecks land- læknis sem var merkur læknir og brautryðjandi í trjárækt og garð- yrkju hér á landi. Schierbeck kom upp garðinum í gamla kirkjugarð- inum við Aðalstræti og var stofnandi Hins íslenska garðyrkjufélags 1885. Segja má að nám Einars hjá Schierbeck hafi mótað lífsstarf hans. Hann fór til náms á Vilvorde í Dan- mörku, einn bezta garðyrkjuskóla Dana, kom aftur heim 1898 og réðst í þjónustu Búnaðarfélags Suðuramts- ins, sem ári síðar var breytt í Bún- aðarfélag Íslands. Einar veitti forstöðu Gróðrarstöð Búnaðarfélags Íslands við Hallskot sem stóð skammt frá núverandi suð- urenda Laufásvegar í Reykjavík. Þar starfaði hann fyrir Búnaðar- félagið til 1920, en starfaði eftir það fyrir Hið íslenzka garðyrkjufélag og starfrækti sjálfur gróðrarstöð á sama stað til dauðadags. Þar er nú Einarsgarður. Einar var kennari og leiðbeinandi um garðyrkju fyrir fjölda ungs fólks. Eftir hann liggur mikið magn kennsluefnis og fjöldi greina í ársriti Garðyrkjufélagsins. Í Gróðrarstöðinni reyndi Einar ræktun fjölda garðjurta, gerði margs konar tilraunir og sinnti þar kennslu í garðrækt. Þá ferðaðist hann víða um land með námskeið og ráðgjöf um garðyrkju, trjárækt og matjurtir. Einar var alúðlegur og glaðsinna kennari af guðs náð og hafði óþrjót- andi áhuga á að leiðbeina öllum þeim sem til hans leituðu. Hann var kenn- ari margra af fyrstu kynslóð ís- lenskra skógræktar- og garðyrkju- manna og hafði feikilega mikil áhrif á sviði skóg- og garðræktar í Reykjavík og reyndar víða um land. Einar lést 11.10. 1935. Merkir Íslendingar Einar Helgason 103 ára Guðrún Bjarnadóttir 90 ára Hólmfríður Guðmundsdóttir Kristjana S. Leifsdóttir Sigurbjartur Sigurðsson Snæbjörn Kristjánsson Stefanía Marinósdóttir 85 ára Friðgeir Gunnarsson Guðrún Finnbogadóttir 80 ára Ástgerður Guðnadóttir Fanney Sigurjónsdóttir Þóra Kristín Helga Magnúsdóttir 75 ára Ásta Hallvarðsdóttir Fríður Jónsdóttir Guðmundur Þorgrímsson Harald Snæhólm Ingibjörg H. Valgarðsdóttir Jóna Ingvarsdóttir Jón Rafnar Jónsson 70 ára Gissur Júní Kristjánsson Guðbjörg Sólveig Ólafsdóttir Halldóra E. Kristjánsdóttir Júlíus Sveinsson Loftur Altice Þorsteinsson Þóra Kristjánsdóttir 60 ára Ari Reynir Halldórsson Ásgeir Sveinsson Björg Sigurðardóttir Elsa Baldvinsdóttir Ingibjörg Magnúsdóttir Jakobína Guðmundsdóttir Jóhann Bjarni Skúlason Magnús Ingólfsson Óliver John Kentish Sigurbjörg Árnadóttir Sturlaugur L. Gíslason Þórarinn S. Thorlacius Þórarinn V. Þórarinsson 50 ára Guðrún Antonsdóttir Herdís Ellen Gunnarsdóttir Lilja Matthíasdóttir Sigurbjörg Vignisdóttir Sigþór Magnússon Valgerður Sveinsdóttir 40 ára Arna Gunnarsdóttir Bjargey Una Hinriksdóttir Guðbjörg Kristmundsdóttir Guðbjörg R. Sigurðardóttir Heiðdís Björk Gunnarsdóttir Herborg Eydís Eyþórsdóttir Ingólfur Ólafsson Kári Jóhann Halldórsson Kristín Ósk Óskars Lára Aðalsteinsdóttir Logi Þór Laxdal Magnús Arason Norbert Mariusz Zardzin Ragnar Páll Steinsson Sonja Helena Gunnarsdóttir Sólrún Rúnarsdóttir Særún Ægisdóttir Þorvarður Jón Löve 30 ára Anna Jónsdóttir Emil Budzinski Fjóna Fransiska Ford Hrafnkell Már Stefánsson Konstantin Stroginov Lára Guðmundsdóttir Sunna Gunnars Marteinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Páll ólst upp á Hauganesi, lauk prófum í sjúkraþjálfun og er knatt- spyrnu- og sjúkraþjálfari á Patreksfirði. Maki: Sigurbjörg Krist- jánsdóttir, f. 1984, við- skiptafræðingur. Börn: Arnór Atli, f. 2011, og Fanndís Fía, f. 2013. Foreldrar: Vilhjálmur Grétar Pálsson, f. 1959, sparisjóðsstjóri, og Soffía Sigríður Sigbjörnsdóttir, f. 1958, sjúkraliði við HSA. Páll Vilhjálmsson 30 ára Hjördís býr í Reykjavík, er íþróttafræð- ingur, framkvæmdastjóri og yfirþjálfari Crossfit- stöðvarinnar. Maki: Aron Stefán Ólafs- son, f. 1989, BS í um- hverfisskipulagi og húsa- smiður. Foreldrar: Dalrós Gott- schalk, f. 1952, starfs- maður við gistiheimili á Hvammstanga, og Óskar Geir Pétursson, f. 1952, sjómaður. Hjördís Ósk Óskarsdóttir 30 ára Lilja Rut býr í Kópavogi, stundaði nám við KHÍ, er í danskenn- aranámi og starfar á leik- skóla og við danskennslu. Maki: Andri Freyr Ósk- arsson, f. 1987, starfs- maður hjá Vodafone. Dóttir: Rakel Birta, f. 2004. Sjúpsonur: Jens Valur, f. 2011. Foreldrar: Þórarinn Már Þorbjörnsson, f. 1956, og Guðrún Bára Ágústs- dóttir, f. 1959. Lilja Rut Þórarinsdóttir Villidýr á verði · tiger.is Útilegutími Pakkaðu niður nesti og nýjum skóm og leggðu í hann! 40 lítra bakpoki með mittisól, festingu yfir brjóstið og ótal vösum á 3600 kr. Hann fæst líka í grænu. Farðu á flakk! Sendum í póstkröfu · s. 5288200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.