Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Starfsstyrkjum Hagþenkis, félags
höfunda fræðirita og kennslugagna,
til ritstarfa var úthlutað í gær.
Auglýst var eftir umsóknum um
starfsstyrki Hagþenkis í apríl og
barst 71 umsókn til félagsins. Til
ráðstöfunar voru 13 milljónir.
Í úthlutunarráði Hagþenkis 2014
sátu Guðný Hallgrímsdóttir sagn-
fræðingur, Þorgerður H. Þorvalds-
dóttir kynjafræðingur og Kolbrún
S. Hjaltadóttir, kennari og formað-
ur nefndarinnar. Niðurstaða úthlut-
unarráðs var að 31 verkefni hlýtur
starfsstyrk.
Tíu verkefni fengu hæsta styrk
sem er 600 þúsund krónur, en höf-
undar þeirra eru Arndís S. Árna-
dóttir, Arnþrúður Ingólfsdóttir,
Björg Sveinbjörnsdóttir, Sigurlaug
Hreinsdóttir og Þóra Björg Sigurð-
ardóttir, Árni Heimir Ingólfsson,
Birgir Hermannsson, Guðrún
Sveinbjarnardóttir, Harpa Björns-
dóttir, Jakob Þór Kristjánsson, Jón
Yngvi Jóhannsson, Unnur Guðrún
Óttarsdóttir og Vigfús Geirdal. Eitt
verkefni hlaut 500 þúsund króna
styrk og eru höfundar þess Guðrún
Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurð-
ardóttir.
Sex verkefni hlutu 400 þúsund
króna styrk og eru höfundar þeirra
Auður Ingvarsdóttir, Árni Daníel
Júlíusson og Axel Kristinsson,
Halldóra Arnardóttir, Hjörleifur
Stefánsson, Sigrún Pálsdóttir og
Trausti Ólafsson.
Þrettán verkefni fengu 300 þús-
und króna styrk, en höfundar
þeirra eru Anna Dóra Antonsdótt-
ir, Ágúst H. Bjarnason, Bjarki
Bjarnason, Eiríkur K. Björnsson,
Hrafnkell Lárusson, Margrét El-
ísabet Ólafsdóttir, Marta Guðrún
Jóhannesdóttir, Sigrún Helgadóttir,
Sólfríður Guðmundsdóttir, Sólveig
Einarsdóttir og Elínborg Ragn-
arsdóttir, Sóley Dröfn Davíðsdóttir,
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir og Vil-
mundur Hansen.
Eitt verkefni hlaut 200 þúsund
krónur og er höfundur þess Salvör
Gissurardóttir.
Þá hlaut Anna María Björns-
dóttir handritsstyrk að upphæð 200
þúsund krónur, en alls bárust sex
umsóknir um handritsstyrk.
Starfsstyrkir Hagþenkis 2014
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Styrkþegar Allir voru að vonum glaðir að taka við styrkjum en alls var úthlutað 31 starfsstyrk að þessu sinni.
Alls barst 71 umsókn 13 milljónir
til ráðstöfunar 31 verkefni styrkt
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við spilum norrænan djass, enda erum við all-
ir Norðurlandabúar, en erum þó undir smá
áhrifum frá amerískri þjóðlagatónlist. Við
leggjum mikla áherslu á laglínuna, þ.e. að lögin
séu falleg og áheyrileg,“ segir gítarleikarinn
Andrés Þór Gunnlaugsson um tónlistina á ný-
útkominni plötu sinni sem nefnist Nordic quar-
tet. Á plötunni er að finna níu frumsamin lög
Andrésar Þórs í útsetningum kvartetts hans
sem tekin voru upp í Ósló sumarið 2013. Platan
er gefin út af útgáfufyrirtækinu Dimmu hér á
Íslandi en kemur á sama tíma út í Þýskalandi,
Austurríki og Sviss á vegum þýsku útgáfunnar
Nordic Notes
Með Andrési Þór leika á plötunni þeir And-
ers Lønne Grønseth á tenórsaxófón og bassa-
klarinett, Andreas Dreier á kontrabassa og Er-
ik Nylander á
trommur. Að sögn
Andrésar Þórs
kynntust þeir Dreier
á námsárum sínum í
Hollandi. „Ég kynnt-
ist Anders í gegnum
samstarf mitt við
Andreas, en við spil-
uðum á fyrstu plötu Andreasar, Stew, sem gef-
in var út 2009. Við spiluðum svolítið saman í
framhaldi af útgáfu þeirrar plötu og mig lang-
aði til að spila meira með þeim. Ég fékk þá því
til Íslands árið 2012 þar sem við lékum frum-
samið efni eftir mig á Jazzhátíð í Reykjavík, en
síðar sama ár og vorið 2013 héldum við nokkra
tónleika í Noregi með sömu efnisskrá,“ segir
Andrés Þór og rifjar upp að sig hafi langað til
að búa til norrænt band, en Grønseth er Norð-
maður og Dreier er Dani. „Báðir búa þeir og
starfa í Noregi eins og Svíinn Nylander,“ segir
Andrés Þór og tekur fram að kvartettinn hafi
strax smollið vel saman.
„Hópurinn nær að framkalla einmitt þann
hljóm sem ég var að leita að, þ.e. þennan nor-
ræna hljóm þar sem mikil áhersla er á hið lag-
ræna.“ Spurður hvort til standi að bæta í hóp-
inn fulltrúum fleiri Norðurlanda svarar Andrés
Þór kíminn: „Hver veit. Kannski væri næsta
skref að bæta finnskum trompettleikara og
færeyskum píanóleikara við hópinn og gera
þetta að sextett.“
Getur skoppað í allar áttir
Spurður um lagasmíðar sínar segist Andrés
Þór hafa samið slatta af lögum plötunnar með
meðleikara sína í huga. „Ég mæti með útskrif-
aðar nótur sem við vinnum síðan út frá. Í djass-
músík eru oft ákveðnir hlutir sem eru nið-
urnjörvaðir á sama tíma og opið er fyrir spuna
þar sem allir hljóðfæraleikararnir þurfa að
hlusta hver á annan innan fyrirfram ákveðins
ramma. Samstarfsmenn mínir hafa því mikið að
segja um lokaútkomu laganna,“ segir Andrés
Þór og tekur fram að meira fari fyrir spunanum
á tónleikum, því dagsformið, tónleikarýmið og
stemningin meðal áhorfenda hafi allt mikil áhrif
á lokaútgáfuna. „Það má segja að við göngum
alltaf út frá sama stökkpallinum, en síðan getur
þetta skoppað í hvaða átt sem er. Það er það
sem gerir þetta svo skemmtilegt.“
Nordic quartet er fjórða plata Andrésar Þórs
og því liggur beint við að spyrja hvort hún sé
beint framhald af fyrri verkum hans eða hvort
það kveði við nýjan tón. „Ég held að nýja platan
kallist á við síðustu plötu mína, Mónókróm. Þar
var ég að byrja að nota önnur hljóðfæri en bara
gítarinn, t.d. pedal steel gítar, dóbró og lap
steel sem og wurlitzer, celeste, harmóníum, og
mellotron, til að framkalla hljóðheim sem er
ekki dæmigerður fyrir djassband. Ég er í sömu
hugleiðingum á nýju plötunni.“
Gjafmildur bæjarlistamaður
Að sögn Andrésar Þórs hyggst hann fylgja
plötunni eftir með útgáfutónleikum og tónleika-
ferðalagi um landið, en Dreier og Grønseth eru
væntanlegir til landsins í dag. Þar sem Nyland-
er átti ekki heimangengt sest Einar Scheving
við trommurnar. Fyrstu tónleikarnir verða á
Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 21. Síð-
an leikur kvartettinn á Bryggjunni kaffihúsi í
Grindavík annað kvöld kl. 21, í Stykkishólms-
kirkju föstudaginn 27. júní kl. 21 og í Sláturhús-
inu á Egilsstöðum laugardaginn 28. júní kl. 20,
en tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð Egils-
staða á Austurlandi (JEA).
„Tónleikaferðinni lýkur með stórum útgáfu-
tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði sunnudag-
inn 29. júní kl. 21. Ég ætla að hafa frítt inn á þá
tónleika í tilefni þess að ég var útnefndur bæj-
arlistamaður Hafnarfjarðar í apríl sl.,“ segir
Andrés Þór og tekur fram að það hafi komið sér
ánægjulega á óvart þegar honum var tilkynnt
um útnefninguna. „Þetta er góð viðurkenning á
því sem maður hefur verið að fást við síðustu
ár. Þetta er eins og stórt klapp á bakið, sem efl-
ir mann enn frekar í því að leggja sitt af mörk-
um til að efla menninguna í bænum.“ Þess má
geta að tónleikarnir í Bæjarbíói eru jafnframt
opnunartónleikar Jazzklúbbs Hafnarfjarðar
sem Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar
stendur fyrir.
Morgunblaðið/RAX
Viðurkenning „Þetta er eins og stórt klapp á bakið,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson um útnefningu sína sem bæjarlistamaður Hafnarfjarðar.
Áherslan er á hið lagræna
Andrés Þór fagnar fjórðu plötu sinni með útgáfutónleikum í Bæjarbíói og tónleikaferð um landið
Djassplatan Nordic quartet kemur samtímis út á Íslandi, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss