Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
þátt í stórviðburðum í lífi hvor
annarrar og hafa börnin mín, eins
og ég, alist upp við að hafa Ernu
Bryndísi í lífi sínu. Það var ávallt
einstaklega hlýtt á milli okkar og
talaði hún alltaf um mig sem
fyrstu fósturdóttur sína, sem mér
þykir afar vænt um. Sumarið eftir
að móðir mín lést, þá var Erna að-
eins 22 ára gömul, fórum við tvær
saman í hringferð um landið, á
Austin Mini sem Erna átti, alveg
ógleymanleg ferð. Hún gleymdi
aldrei litlu vinkonu sinni á ferða-
lögum sínum um heiminn, en hún
sendi bæði póstkort og þjóðbún-
ingadúkkur frá hinum ýmsu
heimshornum og átti ég orðið á
fjórða tug þjóðbúningadúkka frá
framandi löndum.
Auk þess að vera hlý og gefandi
var Erna Bryndís jafnframt harð-
dugleg og skarpgreind, með
skýra og gagnrýna hugsun. Hún
var með ríka réttlætiskennd og lét
ekkert stoppa sig í að ná mark-
miðum sínum. Hún hafði mikinn
metnað fyrir sína hönd og sinna
nánustu. Það sýndi sig vel í veik-
indum hennar hversu öflug Erna
Bryndís var, hún leyfði sér aldrei
að missa vonina, var jákvæð og
bjartsýn fram á hinstu stund.
Með tíð og tíma þróaðist sam-
band okkar Ernu Bryndísar yfir í
góðan og hlýjan vinskap á jafn-
ingjagrunni. Gott var að leita til
hennar og hægt að treysta því að
hún segði hug sinn og áttum við
löng og gefandi samtöl um lífið og
tilveruna, ástina og tilgang lífsins.
Ég var einnig þakklát fyrir minn-
ingarnar um móður mína sem hún
hélt á lofti.
Hún var óendanlega þakklát
fyrir börnin sín öll og var vinskap-
ur hennar og dætra hennar alveg
einstakur. Nú þegar komið er að
kveðjustund er mér þakklæti efst
í huga, þakklæti fyrir einstaka
vináttu og hlýhug til margra ára.
Það er með trega og söknuði sem
ég kveð góða vinkonu. Fjölskyldu
hennar sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur en missir
fjölskyldu, vina og samferða-
manna Ernu er mikill. Það er þó
huggun harmi gegn að minningin
um stórbrotna, gefandi og hæfi-
leikaríka konu lifir áfram.
Gyða Hjartardóttir.
Í Ernu Bryndísi bjó einstakur
mannvinur sem alltaf var gott að
leita til. Hún var skarpgreind og
með afbrigðum ráðagóð, sterk,
dugleg og ákveðin, samhliða því
sem hún var svo óendanlega skiln-
ingsrík og hlý.
Ég kynntist Ernu Bryndísi fyr-
ir átta árum, þegar hún kom í
fyrsta sinn til Suður-Afríku,
ásamt viðskiptasendinefnd frá Ís-
landi. Hún hreifst strax af landi og
þjóð og var síðan tíður gestur þar.
Hún lét sig strax varða velferð
þeirra sem minna mega sín.
Heimsóknir Ernu Bryndísar til
Suður-Afríku voru ávallt mikið til-
hlökkunarefni og það var aðdáun-
arvert að fylgjast með dugnaði
hennar og þrautseigju, þrátt fyrir
veikindi sín. Erna Bryndís var
mikil félagsvera sem þótti gott að
hafa fólk í kringum sig og í Suður-
Afríku var hún fljót að kynnast
fólki af ýmsu þjóðerni. Hún spil-
aði golf og bridge reglulega þegar
hún dvaldi þar.
Erna Bryndís naut þess að rök-
ræða málefni líðandi stundar og
kryfja þau til mergjar. Hún hafði
sterkar skoðanir og voru málefni
sem vörðuðu réttindi kvenna
henni einkar hugleikin. Erna
Bryndís var ófeimin að ræða um
baráttuna við sjúkdóminn illvíga
og varð tíðrætt um hversu mikið
henni fyndist veikindin hafa
breytt viðhorfum sínum til lífsins.
Hún sagðist ákveðin í að hafa fyr-
irgefningu, gleði og kærleika að
leiðarljósi sínu til síðasta dags.
Sem hún gerði svo sannarlega.
Erna Bryndís var í stjórn Enza
frá stofnun og vann ötullega að
málefninu frá upphafi. Það er ekki
síst fyrir hennar tilstuðlan sem
mörg þrekvirkin hafa áunnist í
þágu kvenna sem minna mega sín
í fátækrahverfum Suður-Afríku.
Tíðum heimsóknum hennar í
fræðslumiðstöð Enza í Suður-Afr-
íku var ákaft fagnað og naut hún
sérstakrar hylli Enza-kvenna,
sem syrgja nú sína konu. Hún var
frábær ráðgjafi sem lét sér ekkert
óviðkomandi þar sem Enza var
annars vegar. Þegar kom að fjár-
öflun lét hún sitt ekki eftir liggja,
auk þess sem hún gaf af miklu ör-
læti úr eigin vasa til samtakanna.
Sjálf var Erna Bryndís sannköll-
uð Enza-kona og mikil driffjöður
sem aldrei gafst upp, en „ég skal
aldrei gefast upp“ er einmitt eitt
af kjarnagildum Enza.
Sjálf var hún einstök móðir og
ekkert var henni kærara en dæt-
urnar tvær, sem hún var svo
óendanlega stolt af og bera móður
sinni svo glöggt vitni. Stjúpbörnin
voru henni líka einkar kær og tal-
aði hún oft um hversu stolt hún
væri af öllum sínum börnum.
Börnum hennar og barnabörnum,
systkinum og móður vottum við
alla okkar samúð. Þeirra er sorgin
sárust og missirinn mestur.
Við biðjum elsku vinkonu okk-
ar blessunar í nýjum heimkynn-
um og þökkum henni fyrir kær-
leiksríka samfylgd, traust, vináttu
og gleði. Erna Bryndís Halldórs-
dóttir mun svo sannarlega lifa
áfram í hjörtum okkar Enza-
kvenna og verður afar sárt sakn-
að.
Fyrir hönd Enza-kvenna,
Ruth Gylfadóttir.
Baráttukona er fyrsta orðið
sem kemur upp í huga mér þegar
ég minnist Ernu Bryndísar. Hún
var ástríðufull þegar kom að
kvenréttindum, mannréttindum,
stjórnmálum, fólki í neyð, og svo
mætti lengi telja.
Vinátta okkar spannar tæplega
hálfa öld, allt frá því að við feimn-
ar unglingsstúlkur settumst á
skólabekk í Verzlunarskóla Ís-
lands. Eða kannski vorum við
ekki svo feimnar, eftir á að
hyggja. Erna Bryndís skaraði
fram úr í þeim greinum sem áttu
eftir að varða lífsstarf hennar;
fjármálum og viðskiptum.
Hópur skólasystranna tvístr-
aðist eftir stúdentspróf og margar
fóru til útlanda til náms og starfa.
Allar skiluðum við okkur þó heim
aftur og þráðurinn var tekinn upp
að nýju.
Samband okkar tveggja varð
náið í byrjun níunda áratugarins
þegar hugmynd vaknaði um að við
nokkur ættum að stofna saman
fyrirtæki. Það fyrirtæki varð að
veruleika og starfaði í hálfan ann-
an áratug. Saman urðum við
stofnfélagar í Rótarýklúbbnum
Reykjavík Miðborg, en fyrst og
fremst nutum við okkar í hópi
„Göngugarpanna“, sem eru tíu
skólasystur sem ganga saman
aðra hverja viku allt árið um
kring. Auk þess að rölta um
Reykjavík höfum við þrætt götur
stórborga s.s. Edinborgar, París-
ar og Berlínar í tvígang. Í þessum
gönguferðum var Erna Bryndís,
eins og alltaf, hrókur alls fagnaðar
og minningarnar munu ylja okkur
vinkonunum um ókomin ár.
Erna Bryndís var frumkvöðull.
Henni óx ekkert í augum, hún sá
ekki hindranir, aðeins tækifæri,
og var aldrei hrædd við að fara
ótroðnar slóðir. Hún hefur stofn-
að og stýrt fyrirtækjum af mikl-
um krafti og verið eftirsótt í trún-
aðarstöður í viðskiptalífinu auk
þess að hafa verið í fararbroddi
margra félagasamtaka. En fyrst
og fremst var Erna Bryndís alltaf
mikil fjölskyldukona og vakin og
sofin yfir velferð fjölskyldunnar
alla tíð.
Veikindi höfðu að sjálfsögðu
sett mark sitt á líf Ernu Bryndís-
ar undanfarin ár, en stórkostleg
lífsgleðin og lífsviljinn var svo
mikill að einhvern veginn hélt
maður að hún myndi hafa betur í
þessari baráttu eins og svo mörg-
um áskorunum í hennar lífi. Það
er aðeins vika síðan ég sat með
henni í sólskini og blíðu úti á svöl-
um á Landspítalanum, þar sem
við ræddum um heima og geima,
og hún var að velta fyrir sér að
koma á framfæri ábendingum til
heilbrigðisyfirvalda um hluti sem
betur mættu fara á spítalanum.
Nokkrum dögum síðar var hún
öll.
Við Leifur þökkum samfylgd-
ina og sendum fjölskyldunni allri
innilegustu samúðarkveðjur.
Oddrún Kristjánsdóttir.
Í dag verður kær vinkona borin
til grafar. Erna Bryndís var ein-
stök kona. Kynni okkar hófust í
Versló. Erna Bryndís var alltaf
mjög kraftmikil og einstaklega
dugleg. Alveg fram í andlátið var
hún mjög virk. Þrátt fyrir erfið
veikindi bugaðist hún aldrei. Hún
var heil og fylgin sér í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur og má
segja að hún hafi lifað lífinu alveg
eins og hún vildi, sem er auðvitað
gott, þótt oft hafi mér ekkert litist
á endalaus ferðalög hennar þegar
hún var sem veikust.
Eftir að hafa sópað að sér verð-
launum á 4. bekkjar prófunum í
Versló hætti hún við að fara í lær-
dómsdeild og hellti sér strax út í
endurskoðunarnám. En í því varð
hún mjög farsæl eins og við var að
búast. Erna Bryndís var vel gefin
og vel gerð kona. Hún gat verið
mjög kröfuhörð á umhverfi sitt en
það var hún einnig á sjálfa sig.
Hún var greiðvikin og hjálpsöm.
Hún vildi deila sínu með vinum og
ættingjum. Ég varð oft aðnjótandi
þess. Heimsótti hana í Suður-Afr-
íku og íbúð hennar í Berlín stóð
okkur ætíð opin. Við Erna Bryn-
dís ræddum mikið þjóðmálin, þótt
við værum ekki alltaf sammála
ræddi hún alltaf málin af víðsýni
og yfirvegun. Hún hlustaði á skoð-
anir annarra og afgreiddi þær
aldrei sem bull, en það hefði verið
eftir hinni alíslensku rökræðu-
hefð. Erna Bryndís var greind,
réttsýn og víðsýn. Henni vegnaði
geysilega vel í starfi sínu. Hún
eignaðist fjögur fósturbörn sem
hún tók af alúð undir sinn vernd-
arvæng. Sjálf eignaðist hún tvær
yndislegar dætur sem hún var og
mátti vera mjög stolt af. Hún náði
einnig að verða amma og naut
þess vel.
Á síðustu árum hittumst við
reglulega með göngugörpunum,
sem eru vinkonur úr Versló: Ella
Stefánsdóttir, Gíslína Guðmunds-
dóttir, Hjördís Claessen, Ingi-
björg Sigurðardóttir, Ingibjörg
Elsa Guðmundsdóttir, Lára V.
Júlíusdóttir, Oddrún Kristjáns-
dóttir og Þórunn Þórisdóttir auk
mín.
Elsku Gabríela, Helga og fjöl-
skylda. Ernu Bryndísar verður
sárt saknað af öllum þeim fjöl-
mörgu vinum og samferðafólki
sem nutu samveru hennar á lífsins
leið. Minningin um hana mun lifa
með okkur alla tíð.
Sjöfn Kristjánsdóttir.
Kær vinkona er fallin frá langt
fyrir aldur fram. Náði hún meiru
en aðrir á þeim tíma, sem hún
fékk. Erna Bryndís var öflug,
ósérhlífin og bóngóð. Okkar leiðir
lágu fyrst saman við sex ára aldur,
þegar við byrjuðum í Skóla Ísaks
Jónssonar. Fimmtán ára hittumst
við aftur sem bekkjarsystur í
Verzló. Þá bundumst við vináttu,
sem hefur verið órjúfanleg síðan.
Á Verzlóárunum kom í ljós
hversu talnaglögg hún var. Hún
ætlaði í stúdentsdeild og var búin
að kaupa allar bækur þegar henni
bauðst að vinna á endurskoðenda-
stofu Eyjólfs K. Sigurjónssonar
og réð það val framtíð hennar.
Hún varð brautryðjandi kvenna á
sviði endurskoðunar og ein fyrst
kvenna til að hljóta löggildingu
hér á landi svo og í Danmörku.
Á Danmerkurárum Ernu
Bryndísar vorum við nokkrar
skólasystur hennar þar einnig,
ýmist við nám eða störf. Þéttist
vináttan þá enn frekar og hópur-
inn varð eins og fjölskylda, sem
hélt vel saman. Erna Bryndís
vann sem endurskoðandi, ók um á
góðum bíl og bjó í góðri íbúð. Allt-
af aðeins á undan.
Áttum við skemmtilegan tíma
saman. Allar fluttum við heim.
Erna Bryndís eignaðist dæturnar
tvær, Gabríelu Bryndísi og Helgu
Bryndísi, ásamt fjórum börnum
sem hún gekk í móðurstað.
Saumaklúbbur, sem stofnaður
var á Verzlóárunum, breyttist nú í
spilaklúbb, þar sem hannyrðir
voru ekki lengur í hávegum hafð-
ar. Í dag er þetta gönguhópur og
hafa fleiri vinkonur frá skólaárun-
um bæst í hópinn.
Erna var mjög fjölhæf.
Skemmtilegt dæmi um það var
eitt skipti, þegar hún var að kaupa
föt hjá mér í m.k.m. Hún kom inn
talandi í símann, valdi nokkrar
flíkur, en um leið og hún var að
máta bauð hún fleiri manns til
veislu og pantaði matinn. Það eru
ekki margir, sem gætu leikið
þetta eftir henni.
Fyrir fimm árum greindist hún
með krabbamein. Kom þá vel í
ljós hversu viljasterk hún var. Fór
hún meðal annars í heimsreisu,
ásamt ótal öðrum ferðalögum. Við
vinkonurnar í gönguhópnum fór-
um í tvær góðar og eftirminnileg-
ar ferðir til Berlínar með henni
eftir að hún veiktist. Þrátt fyrir
veikindin var hún alltaf glæsileg-
ust, vel til fara og leit vel út.
Ég kveð þig með tárvotum aug-
um kæra vinkona. Gabríelu Bryn-
dísi, Helgu Bryndísi og fjölskyld-
unni allri færi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Bangkok í janúar 1983. Heitt
og rakt loftið tekur á móti okkur
Ernu þar sem við erum að hefja
ævintýralega ferð um Austurlönd.
Nú sit ég og skoða myndir og rifja
upp þessa minnisstæðu ferð með
minni gömlu vinkonu sem hefur
kvatt svo alltof fljótt. Erna var
frábær ferðafélagi, skemmtileg,
hress og kraftmikil og við áttum
saman yndislegan tíma, mikið
hlegið og notið lífsins. Ég horfi á
myndir af henni svo geislandi af
fjöri og lífsgleði og við sólbrúnar
og sætar, slakar eftir taílenskt
nudd eða glerfínar eftir meðferð á
beauty salon.
En Erna var líka skipulögð og
öguð og lagði til að við iðkuðum
leikfimi og hlypum (þegar hitinn
leyfði) til að halda okkur í góðu
formi í ferðinni. Nokkru síðar vor-
um við báðar komnar með fjöl-
skyldu. Við áttum börn um svipað
leyti, og dætur okkar, Gabríela og
Ása, urðu bestu vinkonur, í sama
bekk í Austurbæjarskóla og í
sumarbúðum á sumrin.
Samverustundirnar voru
margar og góðar, í Ingólfsstræt-
inu, Skorradal, Laxakvísl og
Leifsgötu. Hvort sem það voru
barnaafmæli eða spontant kvöld-
verður sem Erna var meistari í að
slá upp með engum fyrirvara.
Minningarnar eru margar og það
yljar að hugsa til baka til þessara
góðu tíma, takk fyrir, kæra Erna.
Við Gunnar, Ása Bryndís og
bræður sendum Gabríelu, Helgu,
fósturbörnum, Helgu systur
hennar og fjölskyldunni allri okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ernu Bryn-
dísar.
Dagný Helgadóttir.
Það er langt liðið að kveldi, það
er 17. júní, það er hálftími í mið-
nætti, Erna Bryndís, friðsæl,
sofnar svefninum langa, eða er
það svo? Hún var sannfærð um að
dauðinn væri bara flutningur á
annað tilverustig. Lykla-Pétur
tekur henni fagnandi því hann
veit að hún mun taka til höndun-
um, skipuleggja, framkvæma og
koma öllu í röð og reglu, það þarf
ekkert að endurskoða því hann
hefur ekkert bókhald. Hann veit
ef til vill ekki að hann verður líka
að bretta upp ermarnar og taka
þátt í öllu, getur ekki frestað
neinu, framkvæma núna. Lykla-
Pétur veit einnig að hún mun bera
með sér mikla gleði og kærleika.
Það verður mikið hlegið!
Erna Bryndís hafði það lífsvið-
horf að vandamál væru einungis
tækifæri til að leysa og það strax.
Að fresta var nokkuð sem hún
þoldi ekki hjá sér né öðrum! Þeg-
ar hún varð vör við einkenni er
bentu til að heilsa hennar væri
ekki sem skyldi tók hún á því sem
vandamáli sem þurfti að leysa.
Var búinn að „googla“ sig áfram
og greina sjúkdóminn um leið og
læknarnir, sannfærð um að hún
mundi vinna á þessum sjúkdómi.
Fregnin að hún ætti ef til vill bara
nokkra klukkutíma ólifaða var því
mikið áfall.
Jafnrétti kynjanna var henni
mjög hugleikið en hún nálgaðist
það fremur með að konur ættu að
hafa það sjálfstraust og áræði að
taka að sér störf frekar en að þær
ættu heimtingu á starfinu vegna
kyns. Mér er alltaf minnisstætt
hvernig henni ofbauð þegar hún
frétti að fjórum systrum sem áttu
hlut í fyrirtæki og þær létu karl-
ana sitja í stjórn fyrirtækisins fyr-
ir sína hönd. Hún átti ekki orð,
hér var vandamál sem varð að
leysa. Hennar skilaboð voru skýr:
þið getið þetta ekki síður en karl-
arnir. Það leið ekki á löngu þar til
því hafði verið breytt.
Heiðarleiki og traust var henn-
ar lífsviðhorf. Það voru henni því
mikil vonbrigði þegar fólk stóðst
ekki væntingar hennar og var
bankahrunið, meðal annars, henni
mikið áfall. Þegar Landsdóms-
málið kom upp var réttlætiskennd
Ernu Bryndísar illa misboðið. Þá
kom baráttukonan upp í henni og
var hún einarður stuðningsmaður
fyrrverandi forsætisráðherra í því
máli.
Ernu Bryndísi þótti furðulegt
þegar Íslendingar komu saman á
Þjóðfundi í Laugardalshöll árið
2010 og vildu kryfja siðgæðisvið-
horf og voru þar upp talin grunn-
gildi sem landsmenn áttu að hafa í
forgang, en þar komst hófsemin
ekki á blað. Þetta þótti henni
verulega spaugilegt í ljósi þess
sem á undan var gengið.
Hún var sá vinur sem maður
hugsar til, ætlar að ræða við, fá
álit hjá en mun nú uppgötva í
sömu andrá að hún er ekki lengur
hér. Við erum mörg sem eigum
eftir að sakna hennar. Ég er
þakklátur fyrir að hafa átt hana að
vini. Ég sendi móður hennar,
dætrum og fósturbörnum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sveinbjörn Egill Björnsson.
Það rigndi mikið 17. júní sl. Það
var eins og allar flóðgáttir himins
hefðu opnast. Það var eitthvað
skrýtið við alla þessa rigningu.
Um kvöldið þennan þjóðhátíðar-
dag kvaddi mín kæra vinkona
Erna Bryndís. Það var skýringin.
Regndroparnir voru tár sorgar-
innar. Erna Bryndís skilur eftir
sig djúp spor í minningunni, ein-
faldlega vegna þess að persónu-
leiki hennar, manngæska og nær-
vera var dýpri en almennt gerist.
Hún var sannur vinur í raun.
Við kynntumst fyrst fyrir
meira en 20 árum, þegar hún var
einn af mínum góðu viðskiptavin-
um. Alltaf að flýta sér, en þegar
kom að því að velja föt á börnin sín
var aðeins það besta nógu gott.
Hún var fljót að ákveða sig,
smekkleg og vissi nákvæmlega
hvað hún vildi. Það var svo fyrir
tilviljun að leiðir okkar lágu aftur
saman fyrir nokkrum árum. Við
hittumst í boði, fórum að ræða
golf og komumst að því að við vor-
um báðar í GR en ekki nógu dug-
legar að mæta á völlinn. Við
ákváðum að ráða bót á því og
nokkrum dögum seinna fékk ég
hringingu frá henni með boð um
að mæta kl. 13.10 í Grafarholtið.
Við áttum yndislegan dag og höf-
um spilað marga góða golfhringi
saman síðan, á Íslandi, Spáni og
S-Afríku.
Erna Bryndís dreif í að klára
hlutina. Með sinni ljúfu ákveðni
tókst henni ekki aðeins að fram-
kvæma og ná árangri sjálf, heldur
miðlaði hún örlátlega til annarra
af reynslu sinni. Hún var alltaf
boðin og búin að hjálpa öðrum,
beinskeytt og gagnrýnin á já-
kvæðan hátt, eða eins og hún
sagði sjálf: „Þetta er ekki gagn-
rýni, heldur rýni til gagns.“
Vinátta Ernu Bryndísar var
einstök, alltaf vakandi yfir sínu
fólki, fjölskyldu og vinum. Við átt-
um mörg skemmtileg og inni-
haldsrík samtöl um menn og mál-
efni, pólitík og prjónaskap og allt
þar á milli. Við vorum ekki alltaf
sammála, en umræðurnar urðu þá
bara ennþá skemmtilegri, hún bar
virðingu fyrir mínum skoðunum
og ég hennar.
Þegar Naskar – fjárfestinga-
hópur kvenna var stofnaður kom
styrkur hennar vel í ljós, þar var
hún á heimavelli, miðlaði af
reynslu sinni og kom með góðar
lausnir á hinum flóknustu vanda-
málum. Hún var samkvæm sjálfri
sér, fáguð og með grunngildin sín
á hreinu.
Erna Bryndís var mikil heims-
kona, víðförul og góður ferða-
félagi. Heimsókn mín til hennar til
S-Afríku er mér eftirminnileg.
Með börnunum í SOS-þorpinu og
konunum í ENZA var hún hrein-
lega í essinu sínu, umvafði þau ást
og hlýju og greinilegt að þar var
hún elskuð og virt. Sjaldan hef ég
hlegið jafnmikið og þegar við hjól-
uðum saman um alla Berlínar-
borg og fórum í smávínsmökkun í
leiðinni. Endalaust margar góðar
minningar um skemmtilegar sam-
verustundir streyma fram og á ég
erfitt með að sætta mig við að þær
verða ekki fleiri. Sjúkdómurinn
tók völdin og ekki verður aftur
snúið.
Á sorgarstundu vil ég þakka
fyrir samveruna í gegnum árin.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að kynnast Ernu Bryndísi og
minningin um hana mun vera
minn styrkur um ókomin ár.
Ég kveð nú Ernu Bryndísi,
yndislega vinkonu, með þakklæti
og virðingu og votta fjölskyldu
hennar mína innilegustu samúð.
Aðalheiður Karlsdóttir.
Elskuleg vinkona mín, kæra
Erna. Nú ert þú horfin og við
munum ekki sjást meira, ég mun
ekki framar heyra fallega rödd
þína og frásagnir af því hvað þú
hyggst fyrir. Það verður erfitt að
vera án þín, en ég er glöð yfir
þeim tíma sem við höfum átt sam-
an gegnum þykkt og þunnt. Það
hefur skipt mig miklu, þú varst út
í gegn heilsteypt persóna, sterk,
heiðarleg, jákvæð og virkur þátt-
takandi í samskiptum. Þú komst
inn í fjölskyldu mína eins og eðli-
legur hluti hennar. Þú varst þátt-
takandi í jólahátíðum okkar og af-
mælisdögum. Því fylgir mikill
söknuður að þú ert ekki á meðal
okkar lengur. Þú komst inn í líf
mitt eins og fallegur íslenskur sól-
argeisli árið 1975 þegar við hitt-
umst á kosningakvöldi. Þá skipt-
umst við á símanúmerum.
Þú gekkst eigin leiðir og varst
ekki hrædd við að tengjast Dön-
unum. Þú varst hvatvís og full lífs-
löngunar. Á þessum tíma hafði ég
laust herbergi í stóru íbúðinni
minni í Ny Vestergade, mitt í
Kaupmannahöfn og þú þáðir til-
boð mitt um að flytja inn. Við átt-
um góðar samverustundir, tókum
þátt í bæjarlífinu og og nutum lífs-
ins. Ég naut þess að tala íslensku
við þig og þótt við værum ólíkar
áttum við margt sameiginlegt. Þú
fékkst löggildingu sem endur-
skoðandi og ég hélt áfram námi
mínu á Kunstakademíinu. Við
vorum ungar og lífið framundan.
Þú ákvaðst að fara til Bandaríkj-
HINSTA KVEÐJA
Ferjan hefur festar losað
farþegi er einn um borð
mér er ljúft af mætti veikum
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakka fyrir hlýjan huga
handartak þétt og gleðibrag
þakkir fyrir þúsund hlátra
þakkir fyrir liðinn dag.
(J.Har.)
Þín vinkona,
Ella Stefánsdóttir.
SJÁ SÍÐU 32