Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 ✝ Jónas Krist-jánsson, fyrr- verandi for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, fæddist 10. apríl 1924 á Fremsta- felli í Kinn. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 7. júní 2014. Foreldrar Jónasar voru hjón- in Kristján Jónsson bóndi í Fremstafelli, f. 1881, d. 1964, og Rósa Guðlaugsdóttir hús- freyja, f. 1885, d. 1962. Systk- ini Jónasar voru: Anna, f. 1904, d. 1983, Rannveig, f. 1908, d. 1966, Áslaug, f. 1911, d. 2014, Friðrika, f. 1916, d. 2003, Helga, f. 1919, d. 2002, Jón, f. 1921, d. 2010, og Ásdís, f. 1929, d. 1936. Hinn 8. júní 1957 giftist Jón- as eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Kristjánsdóttur hús- mæðrakennara, f. 7. október 1925. Börn þeirra eru 1) Krist- ján, stærðfræðingur, f. 1958, giftur Elínu Helgadóttur. Börn þeirra eru Helgi, f. 1990, og Sigríður Kristín, f. 1994. Börn Elínar og fósturbörn Kristjáns eru Júlíus Stígur og Saga Stephensen, f. 1979 og 1982. 2) Aðalbjörg, íslenskufræðingur og lífeindafræðingur, f. 1959, Högni, f. 1985, og Andri, f. 1985. Dóttir Arndísar og sam- býlismanns hennar, Eiríks Stephensen, er Úlfhildur Júlía, f. 2009. Jónas fór til náms í Lauga- skóla og síðan í Menntaskólann í Reykjavík, þaðan sem hann varð stúdent 1943. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1948 og varði doktorsritgerð sína, Um fóstbræðrasögu, frá Háskóla Íslands 1972. Að loknu cand. mag.-prófinu hélt hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann vann að hand- ritarannsóknum og útgáfu í Árnasafni til 1952. Hann vann að útgáfu fyrir Háskólann og Hið íslenska fornritafélag 1952-1957, var kennari við Samvinnuskólann 1952-55 og skjalavörður á Þjóðskjala- safninu 1957-63. Árið 1963 hóf Jónas störf við Handritastofnun Íslands og varð forstöðumaður hennar 1971. Ári síðar breyttist stofn- unin í Stofnun Árna Magn- ússonar, og var Jónas for- stöðumaður til starfsloka, árið 1994. Jónas gegndi fjölmörg- um félags- og ábyrgðarstörfum um ævina. Hann var formaður sögunefndar Þingeyinga 1961- 79, í stjórn Hins íslenska þjóð- vinafélags 1979-2011, í ráð- gjafarnefnd Norðurlandaráðs um menningarmál 1972-82, forseti Vísindafélags Íslend- inga 1980-82, í stjórn Hins ís- lenska fornritafélags frá 1979, í stjórn Minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright frá 1982, í orðunefnd frá 1985-96 (formaður frá 1986) og í stjórn Stofnunar Sigurðar Nordals 1986-92. Jónas var fulltrúi Ís- lands í skilanefnd íslensku handritanna frá Danmörku og stóð sú vinna yfir samfellt frá 1972 til 1986. Gegndi hann lykilhlutverki í því hversu far- sællega það mál leystist. Jónas samdi fjölda greina, fyrirlestra og bóka um forn- ritin, meðal annarra Handritin og fornsögurnar, Eddas and Sagas og Handritaspegil. Hann skrifaði líka tvær skáldsögur sem heita Eldvígslan og Ver- öld víð. Nýjasta bók hans, Sögueyjan, kom út 2012. Jónas þýddi ennfremur rit Wills Dur- ants, Grikkland hið forna og Rómaveldi, auk margra þekktra leikrita sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu. Eftir að Jónas varð sjötugur hélt hann áfram að vinna að hugðarefnum sínum til dauða- dags: rannsóknum á íslensku fornritunum og útgáfu þeirra. Ferðir norrænna manna til Ameríku fyrir eitt þúsund ár- um voru mikið áhugamál hans, og ferðaðist hann margsinnis til Nýfundnalands til að leita að bæ Þorfinns karlsefnis. Útför Jónasar Kristjáns- sonar fer fram frá Hallgríms- kirkju í dag, 25. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 15. gift Helga Árna- syni, skólastjóra. Börn þeirra eru Jón Árni, f. 1981, Jónas Örn, f. 1985, og Sigríður Björg, f. 1992. Synir Jóns Árna og sambýlis- konu hans Ólafar Kristjánsdóttur eru Kristján Dag- ur, f. 2005, og Em- il Kári, f. 2010. 3) Gunnlaugur, arkítekt, f. 1962, sambýliskona Sólveig Jóhann- esdóttir, hjúkrunarfræðingur. Börn Gunnlaugs og fyrri konu hans, Helgu Jónsdóttur, eru Kári, f. 1992, og Lára, f. 1996. 4) Áslaug, líffræðingur, f. 1968, gift Þóri Magnússyni, tölvunarfræðingi. Börn þeirra eru Margrét Vala, f. 1998, og Jónas Ingi, f. 2002. Foreldrar Sigríðar voru Kristján Júlíus Jóhannesson og Anna Sigríður Einarsdóttir og fósturforeldrar hennar voru Egill Þórláksson og Aðalbjörg Pálsdóttir. Sonur Sigríðar og Hreins Benedikts- sonar er Egill Benedikt, verk- fræðingur, f. 1947, sambýlis- kona Áslaug Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Börn Eg- ils og fyrri konu hans, Ernu G. Árnadóttur, eru Arndís Hrönn, f. 1969, Hrafnkell Orri, f. 1974, Egill Högni, f. 1979, d. 1984, Nú þegar Jónas Kristjánsson, stjúpfaðir minn, er allur safnast minningarnar saman í eina heild og umvefja góðan, heilsteyptan dreng og mikilhæfan mann. Og kynnin fyrir tæpum 60 árum byrjuðu hreint ekki sem verst, sem var þegar samdráttur varð milli hans og móður minnar. Þá sagði hún eitt sinn við mig: Jæja Egill minn, ég er nú að hugsa um að fara að gifta mig, hvað segir þú um það? Og svarið var: Já ætli það sé ekki í lagi, ef það er hann Jónas. Og sambúð þeirra þróað- ist svo e.t.v. í Willys-jeppanum sem kom brunandi skömmu eftir brúðkaupið til Stóruvalla í Bárð- ardal til að heimsækja undirrit- aðan, sem sendur hafði verið í stutta sveitadvöl, og segja honum fréttirnar. Rykstrókurinn sem farartækið skildi eftir yfir völlum dalsins er ógleymanlegur og þetta ekki verri brúðkaupsferð fyrir það – einmitt um sveitir Þingeyjarsýslu. En þaðan koma ræturnar, þótt ferðin lægi síðan suður og víðar. Hvort tveggja fellur auðvitað innan sviðs hins norræna arfs og sagna sem varð kjarni í lífi Jónasar og Norður- landið aldrei langt undan. Því tengjast góðar minningar sem sækja á, einnig æskuheimili hans í Fremstafelli við mynni Bárðar- dals, allt norðlenskur veruleiki og tenging. En suður um heiðar lá leiðin og Reykjavík togaði og sleppti en togkrafturinn sigraði að lokum hvað sem Newton segir. Þetta er klassísk íslensk saga en þó einstök því Jónas var ein- stakur maður. Hann var í senn þjóðlegur af gamla skólanum og að vissu leyti alþjóðlegur nútíma- maður og hafði lag á að sætta og aðlaga slík ólík sjónarmið. Og ekki bara málefni heldur einnig menn og konur með hvers konar ólíka sýn. Sérstaklega gott reyndist mér ætíð að leita til hans þegar leita þurfti ráða um erfið mál. Hann naut mikils trausts og virðingar bæði í innra og ytra lífi og verður sannarlega sárt saknað víða. Fyrir allt þetta vil ég þakka innilega, góða vináttu og hlýhug, góð ráð, samræður og samskipti um svo ótal margt. Það var sér- stök gæfa að fá að kynnast Jónasi Kristjánssyni svo náið. Við Ás- laug biðjum guðs blessunar hon- um til handa svo og öðrum ætt- ingjum og vinum og að hann fái hvíld í friði. En minningin um góðan dreng og góðan vin lifir. Egill Benedikt Hreinsson og Áslaug Ásgeirsdóttir. Kær tengdafaðir minn Jónas Kristjánsson lést á björtum sum- armorgni, níræður að aldri. Þrátt fyrir háan aldur var blekið vart þornað á pappír þessa sískrifandi og vitra öldungs, sem hafði nýlok- ið að skrifa enn eina fræðigrein- ina. Þegar ég kynntist Jónasi, tengdaföður mínum, fyrir 35 ár- um var hann landskunnur og virt- ur fræðimaður, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Á fyrsta áratug sjónvarpsins urðu margir af okkar bestu fræði- mönnum góðkunningjar okkar sjónvarpsáhorfenda og góð vin- kona mín flokkaði Jónas í hóp poppstjarna. Jónas var einstakur frásagnar- og fræðimaður sem talaði af hlýju og þakklæti um Dani og breytti þar viðhorfi ung- lingsins sem hafði fengið nokkra andúð á danskinum eftir lestur á Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Allt frá því að ég kynntist mín- um kæru tengdaforeldrum Jón- asi og Sigríði hefur aðeins tryggð og hlýja mætt mér frá fyrstu stundu sem ég fæ seint þakkað og hefði mátt halda að hér færi „draumatengdasonurinn“ eftir þeim kærleika sem ég fann fyrir á Sunnubrautinni. Þrátt fyrir að Jónas væri skyldum og störfum hlaðinn þá virtist það ekki bitna á fjölskyldunni sem ávallt var í fyr- irrúmi. Aldrei hafði ég fyrr séð til heimilisföður sem tók eins til hendinni við ryksugun og önnur heimilisstörf enda voru hjónin sammála um að heimili þeirra stæði alltaf öllum opið, fjöl- skylduvinum, frændfólki og ekki síst erlendum fræðimönnum eða stúdentum. Erfitt var að hugsa sér betri afa en Jónas sem unni barnabörnum sínum ótakmarkað og þurfti ekki að biðja um tvisvar að afi segði sögur af íslenskum fornköppum og þekktum þjóð- sagnapersónum. Það er margs að minnast af samferð minni með Jónasi og hugur minn er fullur þakklætis fyrir þau forréttindi að eiga að- gang að þessum mikla fræði- manni sem hægt var að fletta upp í þegar bókmenntirnar, menning- in og landsmálin voru til umræðu. Ógleymanlegt er mér t.d. þegar Jónas þuldi Gunnarshólma blaða- laust við bæjarhlaðið á Hlíðar- enda í Fljótshlíð og atburðir Njálu kviknuðu ljóslifandi. Jónas, tengdafaðir minn, var hamingjumaður alla ævi. Hann sat við fótskör Guðlaugs afa síns í æsku í Fremstafelli, hlýddi á fyr- irlestra Sigurðar Nordal á há- skólaárum og vann sem nemandi Jóns Helgasonar í Árnasafni í Kaupmannahöfn. Þetta veganesti nýttist Jónasi vel en mestu skiptu þó einstakir eiginleikar hans sjálfs, og fróðari, betur lesinn og greindari maður er vandfundinn. Gæfan mesta í lífi Jónasar var svo að sjálfsögðu Sigríður kona hans, samstiga voru þau svo eftir var tekið og á langri ævi öðluðust þau vináttu allra sem þau kynnt- ust bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir mikinn missi er fjöl- skyldunni efst í huga hin bjarta minning sem hún á um elskuleg- an eiginmann, föður, tengdaföður og afa sem lifir og geymist. Hans góða ævi og hið mikla ævistarf sem hann vann fram á síðasta dag, er okkur huggun á skilnað- arstundu. Helgi Árnason. Ég man þegar ég var lítil stúlka hvað ég var stolt yfir að eiga þrjá afa; afa Árna, afa Hrein og afa Jónas. Það fannst mér mjög töff. Þeir voru líka allir að vinna á svipuðu svæði í háskól- anum þannig að ég gat dálítið rölt á milli þeirra og það þótti mér gott. Enn þann dag í dag fyllist ég afskaplega notalegri öryggis- tilfinningu þegar ég nálgast Árnagarð. Seinna meir, í upphafi gelgjunnar, fór ég að vandræðast með að Jónas væri ekki alvöruafi minn og varð óörugg með hvað ég ætti að kalla hann og fannst öruggast að kalla hann bara „Heyrðu“. Sem betur fer náði ég að vaxa upp úr þessu beyglu- skeiði og kallaði hann bara á víxl afa eða Jónas. Margar góðar minningar tengjast afa Jónasi. Mér er til að mynda minnisstætt þegar ég heimsótti hann og ömmu og Ásu til Cambridge. Þá var ég tíu ára. Þetta var ævintýraferð, ég fékk að fara ein í flugvél, og í Cam- bridge veiddi ég síli og elti leð- urblökur, fór í geggjaðar tísku- búðir, keypti mína fyrstu Blondie-plötu og við Ása fengum líka að fara aleinar í lest til Lond- on. Við vorum auðvitað sóttar af ömmu og afa á brautarpallinn og þar drógu þau okkur glaðbeitt á Oliver Twist og síðan á fullt af söfnum og á leiðinni á þau sagði afi Jónas okkur sögur af riddur- um og alls kyns fornaldarhetjum. Ég man að við fengum líka að fara með þeim í ýmsar fyrir- mennaveislur. Mér er minnis- stæðast þar sem ég sat með stjörnur í augum í partíi og spjallaði við aðalleikkonuna í Caligula-þáttunum og uppgötv- aði að hún var hin notalegasta manneskja þó að hún væri algjört illfygli í þáttunum. Það þótti mér merkilegt. Mörgum árum síðar var ég aftur í Bretlandi með afa Jónasi. Það var á áttræðisafmæl- inu hans en þá bauð hann börnum og barnabörnum í aðra ævintýra- ferð, þar sem við fórum m.a. á víkingaslóðir í York og drukkum hvítvín í Covent Garden. Það var gaman. Afi Jónas var afskaplega hlýr maður og hann var glaðlyndur. Það var gott að leita til hans og fá sér kaffi með honum á Oddagöt- unni því hann var afar góður hlustandi, ráðagóður og mjög áhugasamur um allt það sem maður tók sér fyrir hendur. Fyrir utan hvað hann var fróður. Hann fylgdist líka afar vel með því hvað við systkinin vorum að gera og mætti með opinn hug á bæði framúrstefnuleiksýningar og popptónleika. Ömmu minni, sem nú kveður lífsförunaut sinn, sendi ég hjartans kveðju svo og öllum í fjölskyldunni. Löng verður nóttin nöturleg og dimm. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Arndís Hrönn Egilsdóttir. Á fyrstu árum ævi minnar var Jónas móðurbróðir minn þoku- kennd mynd af stórum bróður í framandi landi. Eina áþreifan- lega sönnunargagnið um tilvist hans var gamall slitinn leðurstóll sem gekk undir nafninu Makráð- ur sem hann skildi eftir hjá okkur þegar hann fór til náms og síðar til starfa í Kaupmannahöfn. Á vorin birtist hann svo allt í einu og upp úr töskunni hans barst dásamlegur ilmur af dönskum jarðarberjum og þá var slegið upp jarðarberjaveislu í Bólstað- arhlíðinni. Mamma þeytti rjóma og við systkinin borðuðum stein- þegjandi, aldrei þessu vant. Jónas var yngsti bróðir mömmu og bjó hjá okkur öll sín námsár í Reykjavík. Hún var Jónas Kristjánsson✝ Eiginmaður minn, JÓN E. KRISTJÁNSSON, fyrrverandi bóndi í Köldukinn, Brekkubyggð 22, Blönduósi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss föstudaginn 20. júní. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 27. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Á. Björnsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BALDVINA ÞORVALDSDÓTTIR, Birkihlíð 5, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sunnudaginn 15. júní. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 27. júní kl. 14.00. Sigurlaug Steingrímsdóttir, Guðmundur Gíslason, Garðar Haukur Steingrímsson, Halla Rögnvaldsdóttir, Kári Gunnarsson, Sigríður Steingrímsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Þorvaldur Steingrímsson, Svanhvít G. Guðnadóttir, Sævar Steingrímsson, Ingileif Oddsdóttir, Friðrik Steingrímsson, Steinvör Baldursdóttir, Bylgja Steingrímsdóttir, Auðunn Víglundsson, Steingrímur Steingrímsson, Sæunn Eðvarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.30. Gunnar Helgi Guðmundsson, Jóna Baldvinsdóttir, Guðni Marís Guðmundsson, Helga Jóhanna Jósefsdóttir, Samúel Jóhann Guðmundsson, Kolbrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, MARÍA STEFÁNSDÓTTIR, Akurgerði 5d, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 19. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.30. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar og lyflækninga- deildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir góða og hlýja umönnun. Þorgeir Smári Jónsson, Stefán Bragi Bragason, Sandra Rut Þorgeirsdóttir, Gestur B. Mikkelsen, Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, Georg Fannar Haraldsson, Stefán Bragi Þorgeirsson, Sandra Marý Arnardóttir, Jón Kristinn Þorgeirsson, Katrín Elva, Ívar Örn, Anton Smári og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIRLAUGUR JÓNSSON bókbindari, lést mánudaginn 16. júní. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. júní kl. 13.00 Hrönn Geirlaugsdóttir, Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir, Paulo Weglinski, Freyr Ómarsson, Sigrún Ásta Einarsdóttir, Þór Weglinski, Jóhanna Weglinski. ✝ Okkar ástkæri SAMÚEL RICHTER bifvélavirki, Gnoðarvogi 80, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 20. júní. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda S. Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.