Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Brussel | Atlantshafsbandalagið (NATO) er í sviðsljósinu að nýju vegna þeirrar óvæntu og graf- alvarlegu stöðu sem skapast hefur í kjölfar aðgerða Rússa í Úkraínu á undanförnum mánuðum. Á síðustu árum hefur meginathyglin að bandalaginu beinst að verkefnum þess í Afganistan, verkefni sem eru ansi fjarlæg upprunalegu hlutverki þess, en nú er það NATO á heima- velli sem umræðan snýst um. Ráðherrafundur NATO Utanríkisráðherrar NATO- ríkjanna komu í gærkvöldi saman til tveggja daga fundar í Brussel þar sem ástand mála í Úkraínu og samskiptin við Rússa eru efst á baugi. Frá Íslandi kom Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og er Anna Jóhannsdóttir, fasta- fulltrúi Íslands hjá NATO, honum til halds og trausts. Pavel Klimken, utanríkisráðherra Úkraínu, mun funda með NATO- ráðherrunum fyrir hádegi í dag og gera þeim grein fyrir stöðu mála í heimalandinu. Innan NATO gera menn sér grein fyrir því að varnir Úkraínu eru veikar og þeir eiga óhægt um vik að bregðast við ögr- unum Rússa og uppreisnarmanna sem njóta fjárhagslegs og hern- aðarlegs stuðnings stjórnar Pútíns. NATO leggur mikla áherslu á rétt Úkraínu til að ráða eigin málum. Virða beri sjálfstæði landsins og sjálfsákvörðunarrétt. Bein hern- aðaraðstoð er ekki á dagskrá. Aftur á móti munu NATO-ráðherrarnir taka afstöðu til tillagna sem emb- ættismenn hafa undirbúið um stofn- un sérstaks varnarmálasjóðs sem styrkt gæti varnarviðbúnað Úkra- ínumanna. Engar tölur hafa enn verið nefndar um fjárhæðir sem slíkur sjóður þyrfti að hafa yfir að ráða eða hvert framlag einstakra aðildarríkja yrði til hans. Öryggismál í uppnámi Frá sjónarhóli NATO hefur fram- ganga Rússa í Úkraínu sett stöðu öryggismála í Evrópu í algjört upp- nám og mörg ár aftur í tímann. Frá lokum kalda stríðsins hafa Rússar átt í nánu og farsælu samstarfi við NATO um margvísleg málefni og haft sendiherra og sendinefnd í höf- uðstöðvum bandalagsins í Brussel. Í apríl ákváðu utanríkisráðherrar NATO að stöðva allt tæknilegt og hernaðarlegt samstarf við Rússa á vettvangi bandalagsins. Þeirri af- stöðu verður ekki breytt á fund- inum í Brussel í dag og á morgun. Sendiherra Rússa er enn í stöðvum NATO, en nánast allt annað starfs- fólk er horfið á braut. Þetta var tal- ið óhjákvæmilegt, en enginn fagnar því hér í Brussel að samstarfið sé komið á ís, því það sneri að mörgum úrlausnarefnum sem eru þýðing- armikil fyrir aðildarríki NATO og heimsfriðinn. Uggur í Evrópu Uggur er í ríkjum sem áður voru á áhrifasvæði Sovétríkjanna sálugu um að Rússar séu að seilast til auk- inna áhrifa og afskipta víðar en í Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um stöðu hlutlausra ríkja eins og Svíþjóðar og Finnlands sem átt hafa í samstarfi við NATO. Þannig vekur Úkraínumálið upp vangavelt- ur um ýmislegt er snýr að sam- skiptum Íslands við önnur norræn ríki. Einnig hlýtur hún að skapa umræður um öryggismálastöðu Ís- lands. Aukinn viðbúnaður NATO Þótt bein hernaðaraðstoð við Úkraínu sé ekki á dagskrá NATO hefur bandalagið séð ástæðu til að auka varnarviðbúnað sinn í Austur- Evrópu og Eystrasalti að und- anförnu. Tólf herþotur gæta nú loft- helgi Eystrasaltsríkjanna. Ratsjár- vélar, AWACS, sveima yfir Póllandi og Rúmeníu. Herþotum hefur verið fjölgað í Póllandi og herskip sigla um Eystrasaltið og Svartahaf. Víða við landamæri Rússlands stendur NATO fyrir heræfingum til að minna á mátt sinn og styrkja við- búnaðarstöðu sína. Einnig Afganistan Úkraína er ekki eina málið á dag- skrá utanríkisráðherrafundarins. Einnig verða málefni Afganistans rædd með áherslu á lýðræð- isþróunina í landinu. Þá verða mál- efni nokkurra ríkja sem sýnt hafa áhuga á inngöngu í NATO til um- ræðu. Ráðherrafundinum er einnig ætlað að undirbúa dagskrá leiðtoga- fundar NATO í Wales í haust. Vilja stofna sjóð til að efla varnir Úkraínu  Utanríkisráðherrar NATO ræða viðbúnað í A-Evrópu AFP Blikur á lofti í Úkraínu Hermaður stendur vörð á landamærum Úkraínu og Rússlands þar sem aðskilnaðarsinnar tóku landamærastöð á sitt vald undir merkjum „Alþýðulýðveldisins Lugansk“. Úkraína verður rædd á fundi NATO. Samskiptin við Rússa » Vladimír Pútín Rússlands- forseti fór í gær fram á að efri deild rússneska þingsins aft- urkallaði heimild til að senda herinn inn í Úkraínu. » Nato hefur stöðvað allt hernaðarlegt og tæknilegt samstarf við Rússa. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Framkæmdir á malarvegi milli Húsavíkur og Skúlagarðs ollu því að ljósleiðarahringur Mílu slitnaði um kl. 14 á mánudag. Allt net datt út í kjölfarið á Þórshöfn og einnig lá símasamband niðri að einhverju marki. „Það voru einhverjir verktakar við vegavinnu á þessu svæði sem tóku strenginn í sundur. Það eru náttúr- lega ákveðnar reglur sem á að fylgja varðandi slíkar framkvæmdir og menn eiga að vita hvar strengurinn er lagður. Þetta getur samt alltaf gerst öðru hvoru ef menn eru ekki klárir á slíkum atriðum. Svo virðist sem þeir sem tóku strenginn í sund- ur hafi ekki gert sér grein fyrir því og þess vegna fengum við ekki frétt- ir af því um leið og það gerðist,“ seg- ir Sigurrós Jónsdóttir, deildarstjóri samskipta hjá Mílu, en viðgerðum á ljósleiðarahringnum lauk um mið- nætti sama dag. pfe@mbl.is Verktakar við vinnu á malar- vegi tóku streng í sundur Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Vegavinna Ljósleiðarahringur fór í sundur síðastliðinn mánudag þegar verktakar voru við vegavinnu á malarvegi milli Húsavíkur og Skúlagarðs.  Ákveðnum reglum á að fylgja  Fengu ekki fréttir strax VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 30% brotaþola segja aldrei frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innréttingar Hillu- og skúffukerfi Fyrir allar gerðir bíla • Þrautreynt kerfi • Öryggisprófað • Tryggir þig gegn tjóni F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook 20% afsláttur af öllum yfirhöfnum Verðdæmi: Vattjakkar nú 15.980 kr. St. 36-52

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.