Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
honum sem önnur móðir sem
hann bæði elskaði og virti. Í ræðu
sem hann hélt í tilefni af hundrað
ára afmæli systur sinnar sagðist
hann hafa átt í mesta basli með að
velja sér eiginkonu því hann hefði
borið allar konur saman við Ásu
systur sína. Mamma dó fyrir
þremur mánuðum á hundraðasta
og þriðja æviári og Jónas tók
dauða hennar afar nærri sér.
Á þessum árum áttu ekki allir
sveitakrakkar kost á að stunda
nám og þótt Fremstafellssystk-
inin væru öll námfús var hann sá
eini sem lauk háskólanámi. Hann
varð síðar einn fremsti og farsæl-
asti fræðimaður þjóðarinnar og
fyrsti forstöðumaður Árnastofn-
unar á Íslandi.
Ég deildi með frænda mínum
brennandi áhuga á Íslendinga-
sögunum og þegar ég tók mér
fyrir hendur að semja brúðuleik-
sýningu úr Egilssögu fór ég vita-
skuld í smiðju til hans. Þá sagði
hann mér merkilega sögu. Þegar
hann var sex eða sjö ára, þá var
vinnumaður í Fremstafelli sem
var sögumaður af guðs náð. Jón-
as lagði það á sig að vakna
snemma á morgnana í hvaða
veðri sem var til að fara með hon-
um í fjárhúsin og fékk að launum
ofurlítinn bút í hvert skipti af Eg-
ilssögu. Þannig vaknaði áhugi
hans á sögunum og það sem á eft-
ir kom var kannski bara eðlilegt
framhald.
Jónas var skemmtilegur mað-
ur og hægt að gleyma sér stund-
unum saman í fjölskylduboðum á
tali við hann. Hann ávarpaði mig
alltaf sem elsku frænku og ég á
eftir að sakna hans hlýja faðms.
Við Ragnar sendum Sigríði og
þeirra mörgu afkomendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hallveig Thorlacius.
Að Jónasi móðurbróður mín-
um gengnum er hið síðasta af
gömlu Fremstafellssystkinum
horfið af þessum heimi. Jónas var
yngstur af þeim sem komust á
legg: Fimm systur og tveir bræð-
ur. Jónas var 13 árum yngri en
móðir mín og 9 árum eldri en ég.
Hann sagði sjálfur að hann væri
nær því að vera bróðir minn en
frændi, og víst er um það að við
ólumst nánast upp saman. Eins
lengi og ég man eftir fór mamma
með okkur „heim“ á hverju vori.
Jónas tengist því fyrstu bernsku-
minningum mínum.
Ég man hve ég dáðist að móð-
urbræðrum, Jonna og Jónasi, og
elti þá á röndum. Ég á þeim að
þakka fyrstu kynni mín af Nób-
elsskáldinu. Heimsljós var að
koma út og bræður höfðu fundið
persónum sögunnar hliðstæður í
vinum og kunningjum. Sjálfir
voru þeir Júst og Nasi, elsku vin-
ir Ljósvíkingsins. Hús skáldsins
var fyrsta bók Laxness sem ég
las.
Jónas hóf nám í 1. bekk MR 13
ára og fluttist þá til okkar í Aust-
urbæjarskólann. Hann bjó hjá
okkur þangað til hann fór til
Kaupmannahafnar og að lokinni
dvöl þar.
Síðar strjáluðust fundir. Við
stofnuðum eigin heimili hittumst
helst í fjölskylduboðum og skipt-
umst á jólakortum. Frændi var
ótrúlega afkastamikill. Hann
kenndi, vann við fornritaútgáfu,
þýddi leikrit og önnur bók-
menntaverk, vann á Handrita-
stofnun og varð forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar.
Hann heimti handrit af Dönum,
skrifaði fræðirit og skáldsögur og
flutti fyrirlestra um íslenskar
fornbókmenntir. Oft var Sigríður
með í för og studdi mann sinn
dyggilega. Ekki settist Jónas í
helgan stein er hann lét af störf-
um en hélt áfram fræðistörfum
og fornritaútgáfu og einbeitti sér
að því að rekja fótspor norrænna
manna vestur um haf. Fór marg-
ar ferðir til Nýfundnalands í því
skyni.
Síðustu áratugi jukust sam-
skipti okkar frændsystkina, hann
fékk enn eitt embætti, gerðist
málfarsráðunautur minn. Ég
vann við þýðingar og stundum
vantaði orð eða vafi lék á mál-
notkun. Þá lá beint við að hringja
í doktor í fræðunum. Ávallt
reyndist hann hollráður. Fyrir
alllöngu hafði ég þýtt bók, átti
ólesna síðustu próförk og taldi
létt verk. Próförkin kom, ég opn-
aði umslagið og leist ekki á blik-
una. Allt útkrotað, varla nokkur
setning hafði hlotið náð fyrir aug-
um yfirlesara. Sjálfstraust mitt
hrundi eins og spilaborg. Aðeins
eitt þrautaráð, leita til Jónasar.
Rakti honum raunir mínar og var
boðin velkomin á Oddagötuna.
Þar tók Sigríður á móti mér með
kaffi og svo hófst lesturinn.
Frændi lét mig strika út hverja
leiðréttinguna á fætur annarri.
„Þetta hefði Jón Helgason ekki
viljað sjá.“ Jónas Hallgrímsson
segir. „Ég hljóp létt í spori til for-
leggjara míns.“ Minn vísi frændi
hafði lagt blessun sína yfir verk
mitt og ég hafði fengið Jón
Helgason og Jónas Hallgrímsson
í lið með mér.
Aldrei hef ég efast um hug-
myndir frænda míns um búsetu
norrænna manna í Vesturheimi
og vona að fornleifafræðingar
finni haldbærar sannanir fyrir
kenningum hans.
Ég kveð minn góða frænda
með þakklæti fyrir langa sam-
fylgd, viss um að hann hefur sofn-
að glaður við lestur Laxdælu.
Sigríði og fjölskyldu sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Kristín R. Thorlacius.
Þegar ég hugsa til Jónasar
Kristjánssonar, frænda míns,
kemur afi minn, Jónas frá Hriflu,
upp í hugann. Kannski var Jónas
sonurinn sem afi eignaðist aldrei,
en hvað um það, hann lét sér
ávallt mjög annt um þennan
bróðurson sinn. Margt sameinaði
þá. Þeir voru af traustum þing-
eyskum bændastofni, fóstraðir í
menningu sem á rætur í allri Ís-
landssögunni. Báðir höfðu þeir
ást á sögu og bókmenntum og
vilja til ferðalaga um veröld víða.
Íslendingasögurnar voru runnar
Jónasi frænda í merg og bein,
hann hafði numið þær af vörum
afa síns áður en hann varð læs.
Handritin, þjóðararfurinn,
urðu starfsvettvangur Jónasar
við Árnastofnun í Kaupmanna-
höfn og Reykjavík. En hann
fékkst einnig við kennslu, fyrst
hjá föðurbróður sínum við Sam-
vinnuskólann. Að frumkvæði afa
þýddi hann bæði Rómaveldi og
Grikkland hið forna eftir Will
Durant, alls fjögur bindi, sem
komu út á vegum Menningar-
sjóðs á árunum 1963-79. Í loka-
bindinu þakkar Jónas konu sinni,
Sigríði Kristjánsdóttur, sem
hafði stutt hann að kalla mætti
við hvert fótmál. Enginn sem til
þekkir efast um sannleiksgildi
þeirra orða. Um þýðinguna sagði
Sverrir Kristjánsson í ritdómi að
málfærið væri „í senn tígulegt,
látlaust og létt á fæti og mann
grunaði aldrei að hér væri um
þýðingu að ræða“. Á áttræðis-
afmæli afa ákvað sýslunefnd Suð-
ur-Þingeyinga að gefa út afmæl-
isrit og bað Jónas Kristjánsson
að annast útgáfu ritsins og semja
æviágrip J.J., en Jónas ákvað að
skrifa persónusögu hans. Eftir
lát afa 1968 bjó Jónas til prent-
unar bókina Samferðamenn.
Minningaþætti eftir Jónas Jóns-
son. Jónas sagði mér að hann
hefði lokið við ókláraða grein eft-
ir afa, því að hann hefði þekkt rit-
hátt hans út í hörgul. Þegar ég
handfjatla bókina sem kom út
1970 og les formálann átta ég mig
á því að það er greinin um Krist-
ján Jónsson, bróður afa og föður
frænda. Hún mun vera „hinzta
verk þess manns sem verið hefur
afkastamesti rithöfundur Íslands
frá upphafi bókaldar og allt til
þessa dags“. Jónas nefndi það oft
við mig að hann ætlaði að end-
ursemja Íslandssögu afa, þá
kennslubók sem hefur orðið lang-
lífust kennslubóka hér á landi.
Fyrir tveimur árum kom út síð-
asta verk Jónasar, Söguþjóðin. Í
formála segist hann hafa viljað
„gera nýtt verk um íslenska forn-
öld, í sama stíl og verk frænda
míns, en hlutlausara og ætlað
fullorðnum ekki síður en börnum.
Ég hugsaði mér að taka til eft-
irbreytni málfar hans og stíl, eins
og ég hafði leitast við að gera í öll-
um ritverkum mínum allt frá
ungum aldri“. Jónas nefnir tvo
merka rithöfunda sem notuðu
fornsögur sem heimild með
glæsilegum árangri, Sturlu Þórð-
arson og Snorra Sturluson föður-
bróður hans. Ég hafði á orði við
Jónas að þeir afi væru eins konar
spegilmynd Snorra og Sturlu.
Hann sagðist vona að fleiri sæju
það, og brosti sínu fallega og
hlýja brosi. Þótt hann væri kom-
inn undir nírætt hafði hann alla
tíð einstaklega unglegt yfirbragð
og síkvika hugsun.
Við afkomendur Jónasar frá
Hriflu vottum Sigríði og börnum
þeirra Jónasar djúpa samúð.
Gerður Steinþórsdóttir.
Kaldakinn er ekki sérlega hlý-
legt örnefni, en samt yljar það um
hjartarætur þeim sem þar eiga
uppruna sinn. Hver í annars
hjarta hrærir er sagt að Sigurður
á Fosshóli hafi sungið undir lagi
Bellmans. Jón Jónsson í
Fremstafelli gaf út ljóðabók sem
bar hið fagra nafn „Hjartsláttur á
þorra“. Nöfn bænda í sveitinni
voru ekki tilþrifamikil fyrir og
um miðja 20 öld. Þeir hétu Krist-
ján eða Jón, nema einstaka Jónas
til tilbreytingar. Í Fram-Kinn
voru Kristján í Fellsseli, Kristján
á Finnsstöðum (afi minn), Krist-
ján á Halldórsstöðum og Kristján
í Fremstafelli í einfaldri röð,
flestir kallaðir Stjáni. Enn einn
Kristjáninn var Jóhannesson,
síðast bústjóri í Hriflu, faðir Sig-
ríðar sem lifir mann sinn. Úr
þessari sveit kom Jónas Jónsson
frá Hriflu, síðar annar Jónas
Jónsson frá Ystafelli, og Jónas
Kristjánsson frá Fremstafelli,
sem við kveðjum í dagi. Móðir
hans var Rósa Guðlaugsdóttir, og
út á hana kallaði Jónas mig alltaf
frænda. Ég kann ekki að rekja
þann skyldleika, og of seint að
spyrja hann um það. En hitt veit
ég að milli Finnsstaða, Fremsta-
fells og Ystafells lágu gagnvegir.
Skóginum í Kinnarfelli var skipt
milli Ystafells og Fremstafells,
en Finnsstaðir áttu Finnsstaða-
dal. Svo allir höfðum vér okkur til
ágætis nokkuð.
Kynni mín við Jónas byrjuðu
þegar ég hóf nám í íslensku og ég
tók að venja komur mínar í Árna-
stofnun, en með setu okkar
beggja í Íslenskri málnefnd varð
samstarfið nánara. Ég átti að
heita formaður, en fyrir sátu á
bekk Bjarni Vilhjálmsson, Þór-
hallur Vilmundarson, Baldur
Jónsson og Jónas. Jónas taldi til
frændsemi við mig eins og áður
sagði, en hann hafði líka að eigin
sögn glímt við Aðalgeir föður-
bróður minn þegar þeir gengu til
prests á Ljósavatni, og þótt hvor-
ugur væri hávaxinn hafði Aðal-
geir víst betur í glímunni. Jónasi
var afar hlýtt til Árna föður míns,
og naut ég þess í öllum samskipt-
um og Jónas sagði mér margar
sögur af honum. Vinskapur var
mikill með fjölskyldunum. Jón,
bróðir Jónasar, giftist Gerði föð-
ursystur minni og veit ég ekki
betur en ég hafi verið skírður við
það tækifæri heima á Finnsstöð-
um, þann 17. júní 1947. Sameig-
inleg kartöflurækt með Jonna og
Gerði í suðurhala Kinnarfells er
minnisstæð.
Á gangi í Vesturbænum hin
síðari ár minnti Jónas mig stöð-
ugt á gamlar myndir úr Kinn af
bónda að ganga við fé ellegar að
kanna slægjur á útengi að leita að
bletti sem kroppa mætti til að
drýgja heyjaforðann til vetrarins.
Að leiðarlokum þakka ég honum
góða samfylgd, vinsemd og ætt-
rækni og margan skemmtilegan
fundinn og spjallið. Síðast þegar
hann sagði frá því, sitjandi á bekk
á Ægisíðunni, að Ingjaldur faðir
Hauks í Garðshorni hefði haft
fyrir reglu að tyggja hvern bita af
nesti sínu í smalamennsku tólf
sinnum, enda kjarngott harð-
meti, slátur og harðfiskur.
Við Arna sendum Sigríði og
fjölskyldunni einlægar samúðar-
kveðjur.
Kristján Árnason
frá Finnsstöðum.
Heimkoma íslensku handrit-
anna frá Danmörku markaði
tímamót í sögu hins unga lýðveld-
is. Eftir stranga baráttu fyrir af-
hendingu þeirra reyndi nú á Ís-
lendinga sjálfa að hugsa um þau,
rannsaka og miðla. Það kom í
hlut Jónasar Kristjánssonar að
leiða það verkefni og til þess var
hann búinn miklum kostum.
Hann var afburðafræðimaður og
mikill verkmaður, ósérhlífinn og
fylginn sér, en jafnframt fé-
lagslyndur og örlátur, sjarmer-
andi sögumaður sem hreif fólk
með sér.
Jónas varð forstöðumaður
Árnastofnunar árið 1971, sama ár
og fyrstu handritin, Konungsbók
eddukvæða og Flateyjarbók,
komu heim síðasta vetrardag. Til
eru margar óborganlegar myndir
frá komu handritanna þar sem
rekja má ferðalag bókanna frá
því að þær eru bornar á land og
inn í lögreglubílinn, þar til Jónas
kemur þeim fyrir í galtómri
handritageymslunni í Árnagarði.
Næstu árin birtust reglulega
myndir af honum að sýna erlend-
um tignarmönnum handritin í
litlu sýningarherbergi í Árna-
garði og þannig varð hann andlit
handritanna hér heima.
Jónas var með djúpar rætur í
íslenskri menningu til sveita og
var heimanfylgjan úr Kinninni
sterk. Sagnaarfurinn var í hans
huga ekki aðeins viðfangsefni
fræðimanna heldur lifandi arfur
og snar þáttur í lífi þjóðarinnar
um aldir. Hann vildi miðla hand-
ritunum, sögum og kvæðum, til
íslensks almennings og umheims-
ins alls og lagði þar sjálfur drjúga
hönd á plóg með því að skrifa að-
gengilegar bækur um handritin
og íslenskar miðaldabókmenntir
sem þýddar voru á erlend tungu-
mál og fóru víða. Sögurnar höfðu
djúp áhrif á hann sjálfan og urðu
til tvær skáldsögur sem spruttu
af sagnaauði miðaldanna.
Jónas var hugsjónamaður.
Hann beið ekki eftir að verkin
kæmu til hans heldur tók til sinna
ráða. Hann var alinn upp í anda
aldamótakynslóðarinnar á síð-
ustu öld, innblásinn af anda Jón-
asar frá Hriflu, föðurbróður síns,
sem hann dáði mjög. Bókin Sögu-
þjóðin sem kom út fyrir tveimur
árum, þar sem Jónas segir sögu
þjóðveldisins með því að rekja ís-
lensku fornsögurnar, er rituð í
anda Íslandssögu frænda hans.
Þar birtist rík þrá Jónasar að
segja sögurnar eins og hann hafði
heyrt þær sem ungur strákur.
Hugur hans hvarflaði líka heim á
æskuslóðirnar þegar minnst var
1000 ára afmælis kristnitöku á Ís-
landi. Þá lyfti hann upp merki
sveitunga síns Þorgeirs Ljós-
vetningagoða og vann að bygg-
ingu kirkju á Ljósavatni. Þar er
altarismyndin náttúran sjálf,
gluggi sem opnar faðminn á móti
sveitinni.
Þó Jónas hætti formlegum
störfum við Árnastofnun fyrir
tveimur áratugum, var hann sí-
starfandi til síðasta dags. Vinnu-
gleði hans var smitandi, hugurinn
síleitandi að krefjandi rannsókn-
arefnum og áhuginn á nýjum
kynslóðum fræðimanna jafn mik-
ill og áður. Viðfangsefnin á seinni
árum voru stór í sniðum, rétt eins
og hann væri ungur maður í upp-
hafi starfsferils. Einbeittur leit-
aði hann að lausn Vínlandsgát-
unnar. Hann fór í níu ferðir til
Ameríku og taldi sig hafa fundið
staðinn þar sem Þorfinnur karls-
efni reisti sér bæ. Sögur hans af
þeim ferðum voru eins safaríkar
og frásögur af ferðum hetjanna í
Íslendingasögunum. Rétt fyrir
andlátið var hann með í smíðum
grein um Vínland sem birtast
mun í greinasafni hans um forn-
sögurnar. Hann var hin síðari ár
vakinn og sofinn yfir öflugu út-
gáfustarfi Fornritafélagsins og
sló aldrei slöku við, og eftir
nokkrar vikur kemur út útgáfa
hans á eddukvæðunum.
Jónas Kristjánsson átti ham-
ingjuríka, gjöfula og bjarta ævi.
Hann naut Sigríðar konu sinnar í
öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Þau voru sem einn maður.
Samstarfsmenn, stúdentar jafnt
sem fullþroska fræðimenn, hér
heima og erlendis, þakka gest-
risni þeirra og rausn að leiðarlok-
um. Öllum var tekið sem jafningj-
um.
Síðasta sögustundin á níræð-
isafmæli hans í apríl í kaffistof-
unni í Árnagarði verður lengi í
minnum höfð. Eins og jafnan áð-
ur var Jónas miðpunktur veisl-
unnar, umvafinn vinum og sam-
starfsmönnum. Hann var
sögumaður af guðs náð, brosið
fyllti andlitið og augun tindruðu.
Við skynjuðum íslenska frásagn-
arlist fornsagnanna með því einu
að hlusta á hann segja frá. Mynd-
irnar frá þessu fallega síðdegi
fanga töfrastund.
Guðrún Nordal,
forstöðumaður
Árnastofnunar.
Sjötíu og fimm ár eru liðin, síð-
an kynni okkar Jónasar Krist-
jánssonar hófust, en þá tók hann
gagnfræðapróf utan skóla og
settist í þriðja bekk Menntaskól-
ans í Reykjavík. Framan af fór
lítið fyrir þessum hægláta þing-
eyska sveitapilti, þótt skarpleiki
hans og námsgáfur leyndu sér
ekki. Það sem í honum bjó varð
svo öllum ljóst, þegar hann þýddi
leikritið sem flutt var á herranótt
síðasta vetur okkar í skóla af mik-
illi snilld. Leiðir skildi með okkur
um skeið á háskólaárunum, en
eftir að við vorum báðir aftur bú-
settir í Reykjavík tókum við upp
þráðinn að nýju í samstilltum hóp
bekkjarsystkinanna úr skólanum
gamla. Jónas varð einn af félög-
unum í lestrarklúbbnum Skalla-
grími, þar sem við hittust viku-
lega í nærri hálfa öld og lásum
saman góðar bókmenntir, gamlar
og nýjar.
Aldrei hafa þó samskipti okkar
verið nánari en síðustu tuttugu
árin, eftir að við höfðum velt af
okkur reiðingi krefjandi embætt-
isstarfa. Við höfðum þá báðir ver-
ið í stjórn Fornritafélagsins um
hríð og beittum nú kröftum okkar
að því að efla útgáfustarfsemi fé-
lagsins. Var þáttur Jónasar í því
ómetanlegur, en hann lagði mikla
vinnu í ritstjórn margra binda
sem komu út á þessum árum,
bæði Biskupa sagna og Konunga
sagna. Mest um vert er þó að
hann hóf fyrir allmörgum árum
undirbúning að útgáfu Eddu-
kvæða á vegum félagsins. Var
hann fyrir nokkru búinn að
ganga endanlega frá texta kvæð-
anna ásamt rækilegum skýring-
um, en Vésteinn Ólason ritar for-
mála að útgáfunni. Því miður
entist Jónasi ekki aldur til að sjá
þetta mikla verk komið á prent,
en væntanlega mun það birtast
snemma á haustmánuðum.
Mörgum gæti fundist störf
Jónasar fyrir Fornritafélagið ær-
in verkefni fyrir mann sem á að
vera sestur í helgan stein eftir
annasama starfsævi, en því fer
fjarri að hann hafi látið þar við
sitja. Á þessum árum sinnti hann
mörgum öðrum fræði- og rit-
störfum sem of langt yrði upp að
telja, en þó má til dæmis nefna að
fyrir aðeins tveimur árum gaf
hann út bókina Söguþjóðina,
ágætis yfirlitsrit um forna menn-
ingu Íslendinga, einkum ætlað
yngri kynslóðinni. Öll verk Jón-
asar báru vitni brennandi áhuga
hans á fræðigrein sinni. Hann var
að eðlisfari glaðlyndur og óáreit-
inn, en fylgdi fast fram skoðunum
sínum, þegar honum þótti nokk-
uð við liggja.
Jónas var gæfumaður í einka-
lífi sínu og þau hjónin, hann og
Sigríður, höfðu búið sér yndislegt
heimili þar sem vinum þeirra var
tekið með opnum örmum. Þar
átti hann líka það athvarf og
stuðning sem gerði honum kleift
að vinna að hugðarefnum sínum
fram á sína síðustu daga þrátt
fyrir þverrandi líkamlegt þrek og
ýmsar skráveifur ellinnar. Hann
gat áreiðanlega með sanni sagt,
eins og Björn Halldórsson frá
Sauðlauksdal, að „síst þeim lífið
leiðist sem lýist þar til út af
deyr.“
Jóhannes Nordal.
Í örfáum orðum langar mig að
kveðja öðlinginn Jónas Krist-
jánsson. Honum kynntist ég þeg-
ar Aðalbjörg dóttir hans varð
mágkona mín, kona Helga bróð-
ur. Ég fann mig strax velkomna á
heimili þeirra Sigríðar, fyrst á
Sunnubrautinni og síðar á Odda-
götu 6 og móttökurnar alltaf á
einn veg, innilegar. Nokkrum
sinnum var ég hjá þeim á gaml-
árskvöld og það voru skemmtileg
kvöld. Þar ríkti gleði og maturinn
gerður af meistarans höndum,
þ.e. Sigríðar. Undir miðnætti var
farið út og áramóta- og ættjarð-
arlög sungin hárri raustu meðan
flugeldar lýstu upp loftið, þessu
hafði ég ekki vanist og þótti mér
þetta alveg frábært.
Það var í senn gott og fræð-
andi að vera í návist Jónasar þar
sem hann gaf sér alltaf góðan
tíma til að spjalla og fræða en var
einnig áhugasamur um mína
hagi. Þegar ég stofnaði fjölskyldu
fann ég svo vel að við áttum öll
vináttu hans og velvilja. Hann
fylgdist vel með okkur og sýndi
einlægan áhuga á því sem við
höfðum fyrir stafni og börnunum
okkar var hann hlýr og áhuga-
samur um þeirra hagi hverju
sinni. Jónsi vann nokkrum sinn-
um hjá þeim Sigríði á Oddagöt-
unni og hann minnist þeirra
stunda með mikilli gleði. Honum
fannst gott að vinna fyrir þau þar
sem þau voru afar þakklát og létu
ánægju sína með verk hans
óspart í ljós. Það var líka dekrað
við hann í mat og ekki skemmdi
fyrir að Jónas gaf sér góðan tíma
til að ræða málin og fræða.
Það er öllum kunnugt að Jónas
var mikill fræðimaður og óþrjót-
andi viskubrunnur en í mínum
huga var hann fyrst og fremst
mikill fjölskyldumaður. Hann var
kærleiksríkur fjölskyldufaðir og
bar mikla umhyggju fyrir fólkinu
sínu og var stoltur af því enda rík
ástæða til. Sigríði og allri fjöl-
skyldunni vottum við samúð okk-
ar og minningin um góðan vin
mun varðveitast í hjörtum okkar.
Anna Árnadóttir
og fjölskylda.
„Enn er saga Íslands skráð,
enn er takmarkinu náð,
Jónas er sagnasjóður.
Enn er hugur ern sem fyrr
enn fær ritsnilld fagran byr,
Jónas er fornmálsfróður.“
(Hj.Þ)
Þessi orð voru mælt til hans
þegar vinahópurinn hittist á
heimili þeirra hjóna í tilefni 90
ára afmælis Jónasar í vor. Vina-
hópurinn hefur komið saman um
60 ára skeið, í fyrstu sem hann-
yrðahópur en síðari ár til að njóta
enn betur samverunnar. Minnis-
stæðar eru ferðir okkar norður á
Melrakkasléttu, vestur til
Breiðafjarðar, um Borgarfjörð
og síðast en ekki síst í sumarbú-
staðinn þeirra á Þingvöllum.
Á heimili Sigríðar og Jónasar
var alltaf gott að koma, þar voru
bókmenntir og listir í hávegum
hafðar. Þau áttu miklu barnaláni
að fagna, uppeldi og menntun
hafði forgang á myndarlegu
heimili þeirra hjóna. Þar ríkti
mikil rausn og einstök gestrisni.
Jónas var mikið prúðmenni og
hæverskur, væntumþykja hans
var einlæg og brosið hlýtt. Ljúf-
lyndi fræðimannsins og næmleiki
hans var alveg einstakt til að
SJÁ SÍÐU 28