Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 anna, þar sem þú fékkst starf. Ég saknaði félagsskapar þíns, en við hittumst þegar þú komst til Kaupmannahafnar á ferðum þín- um til Íslands og annarra Evrópu- landa. Eftir tvö ár snérir þú aftur til Íslands og stofnaðir eigið fyr- irtæki sem endurskoðandi. Það gekk vel, en ekki nóg með það heldur giftir þú þig ekkjumanni með fjögur börn. Þið eignuðust tvær yndislegar dætur, Gabríellu Bryndísi og Helgu Bryndísi. Þið skilduð. Þetta var erfiður tími. Við vorum saman í fríum með börnin okkar, Gabríellu, Helgu og litla son minn, Stefán, í Danmörku eða á Íslandi. Við ferðuðumst um allt Ísland með tjaldvagn í eftirdragi. Við sátum uppi langt fram á næt- ur, nutum útsýnisins og töluðum um allt, lífið, ástina, börnin, fram- tíðarhorfur og vinnuna undir lágri nætursólinni. Þetta voru drauma- ferðir, sem ég mun aldrei gleyma. Við hlógum og nutum frelsisins með börnum okkar. Við fiskuðum og fórum á skíði í Kerlingarfjöll- um á miðju sumri og lágum svo í heitum laugum eftir erfiðið. Við fórum í reiðtúra og nutum alls frá hákarli til lakkríss í stórum stíl. Þú sýndir okkur Ísland eins og best gerist. Við vorum góð í að ferðast saman. Síðasta ferð okkar var 2013, þegar þú fórst til Uppsala í með- ferð, þú varst alvarlega veik. En þrátt fyrir það áttum við nokkra góða daga saman í Stokkhólmi. Þú varst sterk og með kringum- stæður þínar á hreinu. Ég sendi mínar innilegustu hugsanir til Gabríellu Bryndísar og Helgu Bryndísar og allrar fjölskyldunn- ar. Eins og þú sagðir síðast þegar við töluðum saman: Ég nýt hvers dags sem kemur, en það versta er að þurfa að skilja við Helga litla, honum hefði ég svo gjarnan viljað fylgja. Nú erum það við, fjölskylda þín og vinir, sem munum fylgja þér af stað í hina óendanlegu og óþekktu ferð. Kristin Urup. Það gustaði um Ernu Bryndísi hvar sem hún kom og lagði málum lið. Glæsileg, hreinskiptin, glögg og föst fyrir. Það kom okkur því ekki á óvart hvernig hún tókst á við illvígt krabbamein, ætíð við stjórnvölinn með lífið og lífsgæðin að leiðarljósi. Hugsaði um sína nánustu og vinina og þó ljóst væri á síðustu dögum að baráttan væri erfið þá var Erna Bryndís óbug- uð, beinskeytt og hrein hetja. Þegar litið er aftur og áranna minnst, Verzlunarskólaáranna þegar námskonan Erna Bryndís sýndi hvað í henni bjó sem metn- aðarfullur afburðanemandi. Námsárin og vinna í Kaupmanna- höfn þegar lífið var kannað, oft glatt á hjalla og vinaböndin treyst. Síðar sem mikilvirkur þátttakandi í íslenzku þjóðlífi og forstjóri í krefjandi rekstri, móðir og amma, vinur og ráðgjafi, þá er augljóst að lífshlaup Ernu Bryndísar og sú orka sem í henni bjó var einstök. Það var eins og hún hefði enda- lausa orku og því fannst okkur það líklegt að hún sigraðist á þess- ari þraut eins og öðrum sem lífið hafði fært henni. Það var lær- dómsríkt hvernig hún tókst á við sjúkdóminn, gerði ávallt ráð fyrir öllum möguleikum í stöðunni en þó ætíð í leit að bestu lausnum. Greindi það sem betur mátti fara í umhverfi sjúkrahúsa hérlendis sem erlendis þar sem hún leitaði sér lækninga og kom með tillögur að úrbótum. Þannig var Erna Bryndís Halldórsdóttir, hugurinn síkvikur og virkur. Hún var drengur góður. Nú þegar við kveðjum kæra vinkonu er hugur okkar hjá ást- vinum og fjölskyldu Ernu Bryn- dísar og við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hjördís og Jón Eyjólfur. Mín yndislega vinkona, Erna Bryndís, er fallin frá, en í baráttu sinni við illvígan sjúkdóm sýndi hún okkur hinum styrk sinn og þrek og það hversu mikils manns- hugurinn er megnugur. Með vilj- ann að vopni leitaði hún allra leiða til bata, ákveðin í að lengja líf sitt sem mest hún mátti, jafnvel þótt undir niðri gerði hún sér grein fyrir að einhvern tíma væri líklegt að hún yrði að lúta í lægra haldi fyrir meininu. Hún vorkenndi aldrei sjálfri sér, né heldur lét hún veikindin hindra sig í að taka full- an þátt í öllu því félagsstarfi sem hafði ætíð verið ríkur þáttur í lífi hennar. Leiðir okkar lágu saman fyrir um tíu árum, þegar við hittumst, báðar einar á ferð á Kúbu. Við tókum tal saman fyrsta dag ferðar og engu var líkara en við hefðum alltaf þekkst, jafnvel þótt við hefð- um bara rétt vitað hvor af annarri þegar við vorum í Verzló í gamla daga, reyndar hvor í sínum ár- ganginum. Og á þessari viku sem við dvöldum á Kúbu urðu til sterk vináttubönd, sem bara efldust með árunum. Við vorum samstiga í svo mörgu og áttum saman frábærar stundir á ferðalögum bæði innan- og utanlands, löng samtöl heims- horna á milli þegar við vorum sín í hvoru lagi á flakki okkar um heim- inn, fórum saman í gönguferðir um hverfi Reykjavíkur eða sátum á trúnó yfir tebolla eða mat og glasi af góðu víni. Og eftir því sem ég kynntist Ernu Bryndísi betur, sá ég hversu vinmörg hún var og skildi að það stafaði einfaldlega af því hversu trygg hún var vinum sínum. Heilindi hennar voru ein- stök. Erna Bryndís hafði ríkan áhuga á stjórnmálum og þau ræddum við auðvitað fram og aft- ur, eins og annað sem okkur fannst máli skipta. Hún lá ekki á skoðunum sínum ef svo bar undir, en kaus oft frekar að vinna á bak við tjöldin af sínum einskæra dugnaði og krafti, en vera áber- andi í framvarðasveitinni. Ég á margar dýrmætar minn- ingar frá samverustundum okkar en dýrmætust þeirra er þó sú að við náðum að kveðjast daginn sem hún lést. Ég votta móður hennar, systkinum, dætrum og stjúpbörn- um mína dýpstu samúð, svo og tengdabörnum, stjúpbörnum og barnabörnum. Erna Bryndís er okkur horfin, en eftir lifir orðstír þessarar mögnuðu konu. Guðrún Bergmann. Beri mig í eftirleit að upprunans lindum og reyni þar að lesa af lifandi vatninu lögmál þolgæðis og lögmál drengskapar: hvað niðar þá í hlustum nema nafn þess vinar, sem lögmál þau bæði borið hefur ófölskvuð dýpra flestum mönnum í dulu brjósti. Og hvenær fáum við þakkað sem þessa höfum notið? (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Nú skilur leiðir og ég kveð Ernu Bryndísi með sorg og sökn- uði fyrir allar okkar góðu og gef- andi stundir. Fyrir utan að verða tíðrætt um dætur okkar, líf þeirra og störf, voru stjórnmál ávallt of- arlega á baugi, en þar fóru skoð- anir okkar saman og að sjálfsögðu höfðum við líka lausnina á póli- tísku dægurþrasi. Erna var heil- steypt, skarpgreind, jákvæð og hafði þá heimssýn, sem jafnan prýðir þann sem víða ratar. Hún kunni líka þá list að gleðjast með vinum sínum og var óspar á hrós og hvatningu, sem og að vera vin- ur í raun. Í baráttu sinni við vágestinn mikla sýndi hún einstaka þraut- seigju og umburðarlyndi fyrir ör- lögum sínum. Það getur sá einn sem mikið er gefið. Hugur minn og dætra minna, Ingibjargar og Ragnhildar, er hjá Gabríellu og Helgu Bryndísi. Minningar um ástríka og göfuga móður eru besta veganestið sem hugsast getur. Lilja Hilmarsdóttir. Við Erna Bryndís kynntumst við nokkuð óvenjulegar aðstæður og kannski þess vegna tókst strax með okkur kunningsskapur sem varð að vináttu með tímanum. Erna Bryndís var ekki aðeins afburða gáfuð og aðlaðandi at- hafnakona heldur gat hún auð- veldlega miðlað öðrum og gefið af þekkingu sinni og reynslu, sem ég fékk að njóta ríkulega. Fyrst eftir að ég kynntist Ernu Bryndísi, lét hún mig oft heyra að ég væri að sóa dýrmætum tíma og hæfileikum í vinnu hjá hinu op- inbera. Þegar ég svo missti óvænt starf mitt hjá ríkinu, standandi á fimmtugu, þá gladdist Erna Bryndís mjög, tók mig undir sinn verndarvæng og leiddi mig fyrstu skrefin um refilstigu viðskiptalífs- ins. Því á ég Ernu Bryndísi mikið að þakka. Það er af henni sem ég lærði að gefast aldrei upp í mis- vindasömu viðskiptalífi. Dauðinn er sameiginleg arf- leifð okkar allra frá upphafinu í Paradís. Því er spurningin um sig- ur yfir dauðanum ekki hið eilífa líf heldur hvernig við lifum því og mætum honum að lokum. Erna Bryndís gafst aldrei upp í barátt- unni við sinn illkynja sjúkdóm, sem leiddi hana að lokum til dauða, heldur mætti honum með reisn og æðruleysi. Erna Bryndís var brauðryðj- andi kvenna í endurskoðunarstétt og þekkti vel til andstreymis og hvernig átti að sigrast á mótlæti. Hún var alþjóðleg í hugsun og at- höfnum og barðist fyrir opnu og frjálslyndu samfélagi þar sem fá- tækt væri ekki til og frelsi til at- hafna væri leiðarljósið. Erna Bryndís náði hæstu met- orðum í íslensku atvinnulífi fyrir eigin hæfileika, atorkusemi og að- laðandi persónuleika. Ég þakka henni vináttuna og allar gjafirnar sem hún færði okkur, samferða- fólki sínu. Dætrunum Gabríelu Bryndísi og Helgu Bryndísi færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingólfur H. Ingólfsson. Erna Bryndís Halldórsdóttir var kappsöm og viljaföst kona. Hún hafði skýrar og skarpar skoðanir á flestum hlutum. Það er skarð fyrir skildi þegar hún er nú hrifin langt um aldur fram frá fjöl- skyldu sinni og horfin úr stórum hópi vina. Krabbamein greip inn í líf Ernu Bryndísar fyrir fáum árum og hefur nú bundið á það enda- hnútinn. Það er harður veruleiki sem erfitt er að sættast við en varð að lokum ekki umflúinn. Í þeim veikindum sýndi hún glöggt hvað í henni bjó. Viljastyrkurinn og kappsemin ruddu braut hennar í námi og starfi sem endurskoðandi. Þegar hún sneri heim frá náms- og starfsdvöl erlendis færði hún með sér ýmis nýmæli. Hún vildi breyta hlutum þegar henni sýndist vera þörf á. Vel má vera að hún hafi á stundum sýnt á sér þá hlið að hún gat ekki ávallt verið allra. En hin- ar hliðarnar í skaphöfn hennar voru fleiri sem leiddu til vináttu og kunningsskapar við marga. Á sínum tíma gekk Erna Bryn- dís ásamt nokkrum konum úr röð- um endurskoðenda til samstarfs við aðrar konur úr hópi lögmanna. Þær höfðu fundið það út að sam- eiginlegur rekstur á skrifstofu gæti eflt báða. Það var á ýmsa lund brautryðjandaframtak á tím- um þegar konur í þessum grein- um voru að hasla sér völl sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Tengslin við þann hóp skilja eftir góða og kæra endurminningu. Erna Bryndís hafði ríkan áhuga á þjóðmálum og var skoð- anaföst í þeim efnum sem öðrum. Hún var jafnframt fús til að láta til sín taka og vinna að framgangi frjálslyndra viðhorfa. Síðasta símasamtal okkar snerist um þau efni. Þá var hún svo viss um að hafa betur í baráttunni við veik- indin að við ákváðum að hittast þegar ég kæmi heim úr utan- landsferð. Af því verður ekki. Eftir standa minningar sem þeir, er næst henni standa, eiga fyrir sig til að varða veginn fram á við. Þær eru haldgott byggingar- efni. Þorsteinn Pálsson. Þegar ég tók við formennsku í Sjálfstæðisfélagi Hlíða- og Holta- hverfis árið 1998 var Erna Bryn- dís Halldórsdóttir fyrir í stjórn- inni og tókst þá strax með okkur gott og farsælt samstarf. Erna Bryndís var afar skipulögð og dugleg í flokksstarfinu, enda nýtt- ist þar vel menntun hennar og fjölþætt reynsla úr atvinnulífinu, ekki síst af eigin fyrirtækja- rekstri. Samstarfið verður þó ekki síð- ur eftirminnilegt vegna þess hvað Erna Bryndís var glaðvær og skemmtileg í viðkynningu. Þá lagði hún jafnan gott til allra mála og var einkar lagið að leysa úr ágreiningsefnum á sinn kurteisa og hógværa hátt. Mig langar, fyrir hönd stjórnar Sjálfstæðisfélags Hlíða- og Holta- hverfis, að þakka Ernu Bryndísi fyrir allt hennar óeigingjarna starf í þágu félagsins okkar. Þar söknum við nú vinar í stað. Ást- vinum og ættingjum hennar sendi ég jafnframt hugheilar samúðar- kveðjur. Megi Guð vera með þeim í sorg þeirra. Fyrir hönd stjórnar Sjálfstæð- isfélags Hlíða- og Holtahverfis, Jón Kári Jónsson. Sumarið 1998 fór hópur félaga úr Rótarýklúbbnum Reykjavík Miðborg í sína fyrstu gönguferð, en genginn var Laugavegurinn. Aftakaveður var í upphafi ferðar og náðum við aldrei að ganga fyrsta legginn frá Landmanna- laugum í Hrafntinnusker. Ferðin hófst því þar og gengið var eins og leið lá í Þórsmörk. Erna Bryndís var með í för ásamt dætrum sín- um tveimur, Gabríelu og Helgu Bryndísi. Við fylgdumst að stóran hluta leiðarinnar þar sem við vor- um einnig með unglinga með í för. Þegar komið var í Þórsmörk var gleðin mikil og slegið upp veislu. Þetta kvöld ákváðum við, Erna Bryndís, Lára og Margrét, að stofna ferðanefnd innan Rótarý- klúbbsins okkar. Við vorum sjálf- skipaðar og höfum haldið hópinn æ síðan og skipulagt gönguferð á hverju ári. Okkur bættist góður liðsauki þegar Þórunn bættist í ferðanefndina fyrir nokkrum ár- um. Við höfum farið víða um landið og hefur hver ferð verið einstök. Nefndin hefur starfað vel saman og við skipt með okkur verkum og ferðafélagarnir hafa alltaf unað sáttir við allar þær ákvarðanir sem við höfum tekið. Nú stendur fyrir dyrum sautjánda ferðin okk- ar sem hefst á morgun. Erna Bryndís hringdi fyrir tíu dögum og sagði að sennilega kæmist hún ekki með núna. Við vitum að hún verður með okkur á sinn hátt. Hjörtu ferðafélaganna verða alla vega full af góðum minningum um Ernu Bryndísi. Við munum minn- ast hennar með söknuði og þökk- um henni samfylgdina. Við send- um fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Margrét Guðmundsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Ein naskasta samferðakona okkar, Erna Bryndís Halldórs- dóttir, er fallin frá. Við erum fá- tækari eftir að hafa misst hana en ríkari að þeirri visku og ráðum sem hún gaf okkur. Erna Bryndís var frumkvöðull í eðli sínu og því fljót að svara kall- inu þegar henni var boðið að koma að stofnun fjárfestingarhópsins Naskar fyrir um sex árum. Hún tók virkan þátt í stofnun og rekstri félagsins frá upphafi og var afar mikilvægur hlekkur í hópnum. Hennar skarð verður seint fyllt og við munum sakna hennar sárt. Erna Bryndís var skarpgreind kona og áralöng reynsla hennar og nef fyrir bæði fjárfestingum og viðskiptatækifærum skilaði sér vel í Naskar-hópinn. Hún hafði gildin sín á hreinu og lifði þau af einstöku hugrekki. Erna Bryndís kunni að hrósa og sparaði ekki hvetjandi skilaboð til vina sinna og hrós þegar henni þótti eitthvað vel gert. Við lærðum margt af Ernu Bryndísi. Hún kenndi okkur að hafa gildin okkar skýr, hvort sem það var persónulega eða í vinnu. Við erum afar þakklátar fyrir að hafa fengið að hana með okkur í liði og munum halda í þau gildi og áherslur sem við settum saman fyrir hópinn okkar. Yndisleg og góð manneskja sem hún var, klár, örlát, skemmti- legur bóhem og sannkallaður heimshornaflakkari hverfur Erna Bryndís á braut á besta aldri. Við sendum fjölskyldu hennar og vin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við kveðjum Ernu Bryn- dísi með ljóði Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Brautarholti. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. Fyrir hönd Naskar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Það er komið vel á þriðja ára- tuginn síðan við hófum störf sem endurskoðunarnemar hjá Ernu Bryndísi. Erna Bryndís lauk lög- gildingarprófum á 23. ári eða tveimur árum fyrir lágmarksald- ur. Hún lauk prófunum fyrst kvenna ásamt tveimur öðrum. Erna Bryndís var langt á undan sinni samtíð í faginu á Íslandi enda hafði hún starfað um árabil erlendis bæði í Danmörku og í Bandaríkjunum. Undir hennar handleiðslu lærðum við fag- mennsku og vönduð vinnubrögð sem komið hefur okkur að góðu æ síðan. Við fylgdumst svo að allt til ársins 2000 þegar Erna Bryndís sneri sér að öðrum verkefnum. Vináttan hélst þó alla tíð þótt samvistir yrðu strjálli eins og gengur. Erna Bryndís var frábær í því að velja gott samstarfsfólk. Trú- lega var skemmtilegasta tímabilið þegar hún hóf samstarf með Lög- mönnum í Skeifunni en þar var hvert sæti skipað úrvalskonum. Einn karlmaður var þó með okkur sem auðgaði líf okkar allra en það var Páll Sigurðsson, þá á 75. ald- ursári. Þar urðu til sterk vináttu- bönd sem fundu sér farveg í fé- lagsskapnum Pálínunum. Við andlát Ernu Bryndísar sjáum við á eftir annarri sómakonunni úr þeim hópi langt fyrir aldur fram. Það má segja að það hafi verið okkar gæfuspor að kynnast Ernu Bryndísi. Faglega var hún fremst meðal jafningja og hún lagði ríka áherslu á að hennar starfsmenn viðhefðu fagleg vinnubrögð. Hún hafði mikinn baráttuvilja og þrautseigju. Hún hafði óbilandi trú á starfsmönnum sínum, hvatti þá áfram og studdi. Orðið hindrun var ekki til í orðaforða Ernu Bryndísar enda fékk hún meiru áorkað en flestir. Hún var brautryðjandi kvenna í stétt endurskoðenda og lét jafn- rétti kynjanna og stöðu kvenna sig miklu varða. Þegar við hugs- um til hennar er það áminning um að láta ekki tilbúnar hindranir koma í veg fyrir að vonir manns og draumar rætist. Við sendum dætrum Ernu Bryndísar, stjúpbörnum, móður og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum með þakklæti í huga. Helga Harðardóttir og Margret G. Flóvenz. Baráttuvilji er orð sem kemur í hugann þegar minnst er Ernu Bryndísar Halldórsdóttur. Að berjast fyrir sjálfri sér, rétti sín- um, en ekki síður fyrir rétti ann- arra, einkenndi hana alla tíð. Leiðir okkar Ernu Bryndísar lágu fyrst saman á vettvangi Kvenréttindafélags Íslands. Þar starfaði saman hópur kvenna úr ýmsum áttum með ólíkan bak- grunn, reynslu og menntun, en með brennandi áhuga á mannrétt- indum. Þar var unnið að því að bæta samfélagið og tryggja jafn- an rétt karla og kvenna. Með vilj- ann að vopni og ákefð fyrir góðum málstað var gaman að vinna sam- an að úrbótum bæði varðandi hina lagalegu umgjörð og ekki síður til að hafa áhrif á viðhorf samfélags- ins. Við slíkar aðstæður verður til samkennd og samstaða sem ekki fyrnist. Erna Bryndís var ein af fyrstu konunum hér á landi til að mennta sig sem endurskoðandi og varð hún löggiltur endurskoðandi tutt- ugu og fimm ára gömul og ári síð- ar fékk hún þann starfstitil líka í Danmörku. Hún starfaði að sínu fagi ekki bara hér á landi heldur líka í Danmörku og Bandaríkjun- um og aflaði sér víðtækrar mennt- unar og reynslu. Eftir að hafa unnið fyrir innlend og alþjóðleg fyrirtæki um árabil stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og rak í tæpan áratug. Hún var mjög opin fyrir alþjóðlegu samstarfi og hafði komið sér upp miklum og góðum samböndum í gegnum störf sín. Hún lét víða til sín taka í fé- lagsmálum, bæði á sínu fagsviði og annars staðar. Hún var til dæmis ein af stofnendum fyrsta Rotary-klúbbsins hér á landi, sem ætlaður var jafnt konum og körl- um. Eins og sjá má af þessu bjó Erna Bryndís yfir mikilli fram- takssemi. Hún var óhrædd að feta nýjar slóðir og sýna frumkvæði. Hún var mjög fylgin sér og gaf lít- ið eftir þegar hún var að vinna málstað sínum stuðnings. Henni var falinn margs konar trúnaður í gegnum tíðina. Hún vann þau verk, sem hún tók að sér og leysti þau hávaðalaust. Hún starfaði í Sjálfstæðisflokknum um árabil, bæði hinu almenna flokksstarfi og málefnastarfi. Á síðasta lands- fundi var hún kjörin í stjórn efna- hags- og viðskiptanefndar og tók þar þátt í mikilvægri stefnumót- un. Erna Bryndís var vinmörg og naut þess að skemmta sér með vinum. Hún var lífsglöð og kát. Á sextugsafmælinu var haldin mikil veisla með mat og drykk, tónlist og söng og þá sást vel hversu vina- hópurinn var fjölbreyttur og kom úr ýmsum áttum. Að takast á við lífið er heilmikil áskorun og þegar berjast þarf fyr- ir lífi og heilsu koma persónueig- inleikar glöggt í ljós. Í baráttu sinni við krabbamein á síðustu ár- um sýndi Erna Bryndís mikla þrautseigju. Hún tókst á við það verkefni af mikilli reisn og bjó í haginn fyrir sig og sína. Hún elsk- aði dætur sínar takmarkalaust og ábyrgðartilfinningin gagnvart þeim og vinum hennar augljós. Að leiðarlokum þökkum við Geir henni hlýja og trausta vin- áttu, minnumst margra gleði- stunda og biðjum henni Guðs blessunar. Dætrum hennar og móður, stjúpbörnum og ástvinum öllum sendum við hugheilar sam- úðarkveðjur. Inga Jóna Þórðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Ernu Bryndísi Halldórs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Erna Bryndís Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.