Morgunblaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Örtröð 6-12 ára stúlkur flykktust í Smáralind í gær í von um að verða valdar til að sitja fyrir á myndum í hárgreiðslubókina Frozen, sem Disney og Edda USA gefa út í Bandaríkjunum.
Golli
Ég hef sagt félögum
mínum í Sjálfstæð-
isflokknum það oftar en
einu sinni og oftar en
tvisvar að ég sé óþol-
inmóður að eðlisfari.
Þolinmæði fékk ég ekki
í vöggugjöf og því á ég
erfitt með að sætta mig
við að mál gangi ekki
hratt fyrir sig. Þetta á
ekki síst við þegar kem-
ur að því að hrinda í framkvæmd
hugsjónum sem ég hef barist fyrir
alla tíð.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks fagnaði árs afmæli
fyrir réttum mánuði. Á þessu eina ári
hefur ýmislegt áunnist og þar skiptir
miklu að andrúmsloftið í þjóðfélaginu
er allt annað – óvild í garð einstakra
atvinnugreina eða stétta hefur vikið
fyrir skilningi á sameiginlegum hags-
munum fyrirtækja og launafólks.
Mesti árangurinn er í eilífðarglím-
unni um jöfnuð í ríkisfjármálum.
Bjarna Benediktssyni fjár-
málaráðherra tókst að tryggja að
fjárlög yfirstandandi árs voru af-
greidd án halla og raunar eru vís-
bendingar um að töluverður afgang-
ur verði. Þá hafa fyrstu skref í
lækkun skatta verið tekin.
En óþolinmóður maður vill meira.
Það á eftir að ráðast í uppskurðinn á
ríkiskerfinu – slíkur uppskurður
verður ekki gerður á síðasta ári kjör-
tímabils heldur í upphafi. Í þessum
efnum er því langlundargeð löstur en
ekki kostur.
Einföld stefnuyfirlýsing –
verkefnalisti
Eftir alþingiskosningarnar 27. apr-
íl á liðnu ári var öllum ljóst að Fram-
sóknarflokkurinn og Sjálfstæð-
isflokkurinn myndu ganga til
samstarfs í ríkisstjórn. Það var því
ekki tilviljun að ég skrifaði grein hér í
Morgunblaðið aðeins fjórum dögum
eftir kosningar þar sem bent var á að
ekki væri nauðsynlegt að hafa stjórn-
arsáttmála flokkanna
langan eða ítarlegan.
Ég taldi rétt að sátt-
málinn væri einföld
stefnuyfirlýsing – verk-
efnalisti yfir þau brýnu
mál sem biðu nýrrar
ríkisstjórnar á fyrstu
mánuðunum. Í óþreyju
minni setti ég saman
drög að verkefnalist-
anum. Ég gróf listann,
sem var langt í frá tæm-
andi, upp fyrir skömmu
og gerði við hann
nokkrar athugasemdir.
Verkefni: Innleiddur skattaaf-
sláttur vegna íbúalána frá og með 1.
júlí 2013 og um leið verði heimilt að
nýta mánaðarlegan séreign-
arsparnað til að greiða niður höf-
uðstól íbúðalána.
Árangur: Hugmynd sjálfstæð-
ismanna um skattaafslátt náði ekki
fram að ganga en framsóknarmenn
höfðu betur og samþykkt var nið-
urfærsla (leiðrétting) höfuðstóls.
Hins vegar var samþykkt að ein-
staklingar geti nýtt séreignarsparn-
aðinn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn
barðist fyrir.
Verkefni: Gengið frá samningum
við kröfuhafa föllnu bankanna. Hugs-
anlegur hagnaður ríkisins af samn-
ingunum nýttur annars vegar til að
rétta enn frekar við fjárhagsstöðu
heimilanna og hins vegar til að greiða
niður skuldir ríkissjóðs.
Árangur: Samningar hafa ekki
verið gerðir en Bjarni Benediktsson
hefur af skynsemi komið í veg fyrir
að ríkið blandist inn í samningana líkt
og kröfuhafar hafa ítrekað reynt.
Verkefni: Tímasett áætlun um af-
nám gjaldeyrishafta í áföngum kynnt
innan 60 daga.
Árangur: Engin tímaáætlun liggur
fyrir en ég hef sannfærst um að ekki
verði hægt að afnema höftin með
þeirri stjórnsýslu sem Seðlabankinn
hefur stundað undanfarin ár. Ein for-
senda afnáms gjaldeyrishafta, sem er
eitt stærsta hagsmunamál lands-
manna, er breytt stjórnkerfi pen-
ingamála og ný yfirstjórn.
Verkefni: Úttekt á stöðu ríkissjóðs
af óháðum aðilum. Henni lokið eigi
síðar en í september 2013 og nið-
urstaða hennar kynnt almenningi.
Árangur: Því miður var þessi út-
tekt ekki gerð. Það hefði verið mik-
ilvægt fyrir almenning að fá ná-
kvæmar upplýsingar um stöðu
ríkissjóðs, skuldir, skuldbindingar og
eignir.
Eftirlitið lifir góðu lífi
Verkefni: Áætlun um uppskurð á
eftirlitskerfi hins opinbera, það ein-
faldað með endurskoðun regluverks
og laga, kostnaður lækkaður.
Árangur: Hagræðingarnefnd rík-
isstjórnarinnar lagði fram tillögur
um sparnað í ríkisrekstri og nokkra
uppstokkun í eftirlitskerfinu, en þær
hafa ekki náð fram að ganga nema að
litlu leyti.
Verkefni: Jafnræði í lífeyrismálum
landsmanna tryggt á kjörtímabilinu.
Lögð fram tímasett áætlun um leið-
réttingu á kjörum aldraðra og ör-
yrkja.
Árangur: Hugmyndir um að jafna
rétt landsmanna í lífeyrismálum eiga
langt í land. Einn hópur landsmanna
býr við ríkistryggð lífeyrisréttindi á
sama tíma og aðrir þurfa að sæta því
að lífeyrir er skertur ef illa tekst til
við ávöxtun og þurfa auk þess að
greiða fyrir ríkisábyrgð hinna í formi
hærri skatta.
Tímasett áætlun um leiðréttingu á
kjörum aldraðra og öryrkja liggur
ekki fyrir, en á liðnu ári tók rík-
isstjórnin ákvörðun um að afturkalla
að hluta skerðingar Jóhönnu-
stjórnarinnar. Nú er unnið að endur-
skoðun laga um almannatryggingar
og stefnt að því að leggja fram frum-
varp á komandi vetri.
Verkefni: Gripið til neyðarráðstaf-
ana til að tryggja heilbrigðisþjónustu
um land allt. Áætlunum um byggingu
nýs Landspítala frestað ótímabundið.
Heildarendurskoðun gerð á skipulagi
heilbrigðiskerfisins í samráði við heil-
brigðisstéttir og sveitarstjórnir. Á
grundvelli endurskoðunar verður
gerð sérstök fjárfestingaráætlun er
nái til landsins alls.
Árangur: Þrátt fyrir þröngan hag
ríkissjóðs voru útgjöld til heilbrigð-
ismála aukin töluvert á þessu ári.
Heilbrigðisráðherra vinnur að end-
urskipulagningu þar sem grunnurinn
er uppbygging heilsugæslu. Áætlun
um nýjar byggingar Landspítala er
háð því að fjármögnun sé til staðar og
þar kemur lánsfé ekki til greina sam-
kvæmt yfirlýsingu ráðherra.
Verkefni: Auðlegðarskatturinn af-
numinn.
Árangur: Yfirstandandi ár er síð-
asta ár auðlegðarskattsins.
Mislagðar hendur og óvissa
Verkefni: Gerðir langtímanýting-
arsamningar um fiskveiðiauðlindir og
sátt mynduð um stjórnkerfi fiskveiða.
Árangur: Enn er deilt og enn er
óvissa um framtíðina sem er óþolandi
fyrir útgerðarfyrirtæki. Ráðherra
voru mjög mislagðar hendur sumarið
2013 við breytingar á lögum um veiði-
gjöld og aftur á vorþingi 2014.
Verkefni: Fjögurra ára áætlun um
lækkun tekjuskatts fyrirtækja og
einstaklinga lögð fram samhliða fjár-
lagafrumvarpi 2014.
Árangur: Engin slík áætlun hefur
verið gerð.
Verkefni: Tryggingagjald lækkað
fyrir lok júní næstkomandi. Gjaldið
ekki hærra en 5,34% í árslok 2014.
Árangur: Á þessu ári lækkaði
tryggingagjaldið um 0,1 prósentustig
og verður 7,59%. Gjaldið lækkar um
0,1% prósentustig til viðbótar á árinu
2015 og 0,14 prósentustig á árinu
2016. Með þessum breytingum er allt
að 4 milljörðum króna létt af íslensku
atvinnulífi.
Verkefni: Áætlun um sölu ríkis-
eigna lögð fram með fjárlaga-
frumvarpi 2014 og jafnframt gefin út
yfirlýsing um að allar tekjur af sölu
þeirra renni til að greiða skuldir rík-
isins.
Árangur: Engin áætlun hefur litið
dagsins ljós og ekki liggur fyrir hvort
unnið sé að henni.
Verkefni: Fjármálaregla um út-
gjöld ríkisins innleidd fyrir lok ársins
þannig að útgjöldin verði ekki hærri
en sem nemur ákveðnu hlutfalli af
landsframleiðslu.
Árangur: Fjármálaráðherra hefur
lagt fram frumvarp til laga um op-
inber fjármál. Verði frumvarpið að
lögum komast á strangar fjármála-
reglur um afkomu- og skuldaviðmið
sem lögbinda að ríkissjóður verði að
jafnaði rekinn með afgangi og að
skuldir ríkisins fari ekki yfir 45% af
landsframleiðslu hverju sinni. Það
vantar hins vegar að setja þak á út-
gjöld ríkisins.
Verkefni: Stjórnkerfi peningamála
breytt. Seðlabankinn og Fjármálaeft-
irlitið sameinuð í eina nýja stofnun.
Árangur: Enginn en verið er að
endurskoða lög um Seðlabanka Ís-
lands. Þá hefur staða seðla-
bankastjóra verið auglýst.
Verkefni: Aðildarviðræðum við
Evrópusambandið hætt og þjóð-
aratkvæðagreiðsla boðuð fyrir lok
kjörtímabilsins.
Árangur: Í stað þess að afgreiða
málið strax í upphafi kjörtímabilsins
lét utanríkisráðherra reka á reið-
anum. Ríkisstjórnin lenti í miklum
vandræðum og Sjálfstæðisflokkurinn
hefur borið kostnaðinn. Enn er ESB-
málið óafgreitt svo furðulegt sem það
er.
Líklega var ekki raunhæft að ætl-
ast til að ríkisstjórn næði að hrinda í
framkvæmd öllu því sem ég setti
fram 1. maí á síðasta ári en þá var
ekki enn búið að mynda stjórnina
formlega. En það er eðli hins óþol-
inmóða að láta raunsæi ekki þvælast
fyrir sér þegar gerðar eru kröfur sem
sumum finnast ósanngjarnar en
byggjast þó ekki á öðru en sjálfstæð-
isstefnunni.
Eftir Óla Björn
Kárason » Það er eðli hins óþol-
inmóða að láta
raunsæi ekki þvælast
fyrir sér þegar gerðar
eru kröfur sem sumum
finnast ósanngjarnar.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Athugasemdir frá óþolinmóðum manni