Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR ekkert að pússa og lakka Ingvar S. Birgisson isb@mbl.is Í haust munu nemendur í sjötta og sjöunda bekk í Vættaskóla – Engj- um í Reykjavík þurfa að sækja nám við Vættaskóla – Borgir. Vættaskóli varð til við sameiningu Engja- og Borgaskóla árið 2012 en þá voru fjöl- margar unglingadeildir grunnskóla sameinaðar í Reykjavík. Við samein- ingu grunnskólanna var sagt við for- eldra að börn, sem ekki væru í ung- lingadeild, færu í skóla í sínu heimahverfi. „Fólk er frekar óánægt“ „Fólk er frekar óánægt með þetta miðað við þá sem ég hef talað við. Upphaflega þegar skólarnir voru sameinaðir var talað um að ekki ætti að hreyfa við yngri bekkjunum held- ur eingöngu unglingadeildinni,“ seg- ir Anna Sóley Karlsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Vættaskóla. Aðspurð hvort þessi ákvörðun hafi verið tekin í samráði við foreldra svarar Anna Sóley neitandi. „Þetta var bara ákveðið og við höfðum ekk- ert um það að segja. Við vorum boð- uð á fund þar sem farið var yfir skipulag næsta veturs. Á fundinum mátti koma með athugasemdir en við heyrðum að það var búið að ákveða þetta þá þegar. Ég veit að foreldrar yngri barna í skólanum eru mjög ósáttir því þetta var ekki kynnt fyrir þeim. Þótt þessar breyt- ingar muni ekki hafa áhrif á þá næsta vetur þá kemur að því.“ Fleiri og fjölbreyttari hópar Vilborg S. Vilbergsdóttir, skóla- stjóri Vættaskóla, segir að aðal- ástæðan fyrir breytingunum sé sú að með þeim sé hægt að skipta nem- endum í fleiri og fjölbreyttari náms- hópa, sem eigi að skila nemendum betra tækifæri til náms. Félagslegi þátturinn skiptir einnig máli í þessu samhengi og mun þessi sameining auka möguleika nemenda á því sviði. Ákveðið var að nemendur um- ræddra árganga sameinuðust í Vættaskóla – Borgum þar sem þar er nýtt sérhæft stuðningsúrræði fyrir miðstig og félagsmiðstöðin er þar og auk þess býður húsnæðið í Borgum upp á meira rými fyrir mið- stigið. Svo hafa göngustígarnir milli skólanna verið bættir. Gönguferð Göngustígarnir milli tveggja starfsstöðva Vættaskóla hafa ver- ið bættir og lýsing aukin til að auðvelda ferðir milli staðanna. 10-15 mínútna gönguleið Grunnkort/Loftmyndir ehf. Borgarvegur Móavegur Borgarholts- skóli Kelduskóli - Vík Mo sav egu r Hamravegur Breiðavík Væ tta bo rg ir St ran dv eg ur Vættaskóli - Engi Vættaskóli - Borgir Nemendur sendir út fyrir heimahverfið  Formaður foreldrafélagsins óánægður með breytingarnar Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tilskipun Evrópusambandsins um að hækka beri innistæðutryggingar úr rúmlega 20.000 evrum í 100.000 evr- ur, sem samþykkt var nýlega, var rædd á fundi utanríkismála- nefndar Alþingis í gær, en Guðlaug- ur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, ósk- aði þess að málið yrði rætt þar, í ljósi þess að til stendur að þessi tilskipun verði tekin upp í EES-samn- inginn. Var samþykkt að málið yrði tekið upp á ný í byrjun ágúst þegar sérfræðingar fjármálaráðuneytis gætu farið yfir þessi mál með nefnd- inni, en þeir eru nú í sumarleyfi. Guðlaugur Þór segir að væri þessi tilskipun Evrópusambandsins leidd í lög hér á landi myndi það þýða að engin leið væri fyrir íslenska ríkið að standa við skuldbindingar trygging- arsjóðs, færi svo að einn bankinn kæmist í þrot. Hann nefnir sem dæmi að fyrir tveimur árum hafi innistæður á Íslandi numið rúmlega landsfram- leiðslu. Var þá áætlað að það myndi taka tryggingarsjóðinn tæpa öld að safna fyrir innistæðum færi svo að einn bankinn færi í þrot. „Ég fæ ekki séð hvernig við gætum lifað með þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Þar kæmi til að erfiðara yrði að fara hina svonefndu „íslensku leið“, og láta tryggingarsjóð fá forgangskröfur, þar sem þeir sem fjármagna banka væru nú varari um sig og hefðu sérvarin skuldabréf með veðum, svo að þeir myndu ekki lenda í svipuðum sporum og kröfuhafar gerðu eftir hrunið 2008. Hitt atriðið sem stæði í veginum væri það að í tilskipuninni væri nú tryggt að ríkisábyrgð yrði á innistæðunum, þannig að ríkið yrði að tryggja fjár- mögnun tryggingarsjóðsins. „Hér yrði því komið á ríkisábyrgð á innistæðum upp að 100.000 evrum. Það eru því gríðarlegir hagsmunir í húfi, eins og við þekkjum. Við verðum að koma í veg fyrir að þetta fari inn í íslenska löggjöf,“ segir Guðlaugur Þór. Ný tilskipun rædd í byrjun ágúst  Gengur ekki upp hér, segir þingmaður Guðlaugur Þór Þórðarson Íbúar við Grettisgötu sem látið hafa sig varða afdrif silfurreynis sem stendur við lóð á Grettisgötu 17 hafa kært Reykjavíkurborg til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála vegna deiliskipulags- breytinga á lóðinni. Jafnframt var gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda þann 19. júní sl. Reykjavíkurborg hafði frest til gærdagsins til þess að skila gögn- um til umhverfis- og auðlinda- nefndar vegna bráðabirgðaúrskurð- arins. Fjarlægja á rúmlega aldar- gamlan silfurreyni, sem stendur við húsið að Grettisgötu 17, til að byggja hótel samkvæmt deiliskipu- lagi. Nágrannar kvarta undan því að grenndarkynning hafi vart farið fram á fyrirhuguðum fram- kvæmdum en ein auglýsing birtist í Fréttablaðinu á Þorláksmessu. Að auki stendur til að flytja húsið sem nú er Grettisgata 17. Forgangskrafa Um er að ræða stöðvunarkröfu á framkvæmdum. Samkvæmt upplýs- ingum frá úrskurðarnefndinni fara slíkar kröfur í forgang. Ekki feng- ust upplýsingar um hvenær úr- skurðar væri að vænta. Nokkrar stöðvunarkröfur eru til meðferðar hjá nefndinni en til stendur að úr- skurða í málinu. „eins fljótt og hægt er“. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Silfurreynir Krafist er bráðabirgða- úrskurðar um framkvæmdastopp. Krefjast stöðvunar á framkvæmdum Unglingadeildir í mörgum skólum í Reykjavík hafa á síðustu ár- um verið sameinaðar til að hagræða í rekstri borgarinnar. Þess- ar sameiningar grunnskólanna mættu víða harðri andstöðu for- eldra sem telja börnin sín eiga að geta sótt skóla í heimahverfinu sínu. Einna víðtækust var sameining skóla í Graf- arvogi þar sem Korpuskóli og Víkurskóli sameinuðust í Keldu- skóla og unglingadeildir Húsaskóla og Hamraskóla voru fluttar í Foldaskóla. Þá voru Engjaskóli og Borgaskóli sameinaðir í Vættaskóla. SAMEINING UNGLINGADEILDA Sæbjörg, skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna, er á leið í slipp á Akureyri, en á leiðinni norður verða haldin námskeið fyrir sjómenn á ákveðnum stöðum. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjó- manna, segir að vegna kreppunnar hafi skipið ekki far- ið á ströndina síðan 2008. „Segja má að við séum að blása lífi í sumarsiglingarnar,“ segir hann. Tveggja daga endurmenntunarnámskeið hófst í Vestmannaeyjum í gær og þar var auk þess námskeið fyrir smábátasjómenn í gær. Eftir helgi verður endurmenntunarnámskeið í Neskaupstað og síðan á Akureyri áður en skipið fer í slipp. Að loknu sumar- leyfi verður síðan haldið uppteknum hætti með nám- skeiðum, sem byrja í Reykjavík 1. september. Blása lífi í sumarsiglingar Sæbjargar  Námskeið fyrir sjómenn og skólaskipið í slipp á Akureyri Ljósmynd/Hilmar Snorrason Skólaskip Sæbjörg var í Vestmannaeyjum í gær og fer síðan til Neskaupstaðar. Þaðan liggur leiðin til Akureyrar. Hagræðing í skólastarfi Morgunblaðið/Golli Vættaskóli Árið 2012 voru Engjaskóli og Borgaskóli sameinaðir í Vætta- skóla. Núna mun allt miðstig Vættaskóla starfa í Vættaskóla – Borgum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.