Morgunblaðið - 27.06.2014, Side 6

Morgunblaðið - 27.06.2014, Side 6
BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Von er á tveimur risavöxnum skemmtiferðaskipum til landsins í dag með um fimm þúsund farþega um borð. Búist er við því að á annað hundrað farartæki muni flytja þá til ólíkra áfangastaða á landinu meðan á dvöl þeirra stendur. Skipin sem um ræðir eru hið bandaríska Celebrity Infinity, sem vegur 90 þúsund tonn og ber 2.000 farþega, og hið ítalska Costa Pac- ifica, sem vegur 115 þúsund tonn og ber 3.000 farþega. „Við gætum ekki tekið við fleiri svona stórum skipum í einu. Við erum nýbúin að stækka hafnarbakkann í 650 metra. Þar get- um við komið fyrir tveimur svona 300 metra skipum,“ segir Ágúst Ágústsson hjá Faxaflóahöfnum. Að sögn hans lauk svo í gær gerð bíla- stæða þar sem rútur og leigubílar geta tekið á móti farþegum. 60-70% fólks sem kemur með skipunum fara í skipulagðar ferðir sem seldar eru um borð. Ferðaþjónustufyrirtækið Atlantik er eitt þeirra sem sérhæfa sig í mót- töku skemmtiferðaskipa og er Costa Pacifica á þeirra vegum. „Það koma skip til okkar á nánast hverjum degi,“ segir Gunnar Rafn Birgisson, eigandi Atlantik. Meginþorrinn venjulegt fólk Hann segir að flestir gestir fari gullna hringinn, þótt sumir fari í jeppaferðir, hellaskoðun, hvalaskoð- un og í Bláa lónið. Fyrirtækið hafi verið starfandi í 36 ár og skipum fjölgi ár frá ári. „Það er kannski ekki sami vöxtur í komum skemmtiferða- skipa og í annarri ferðaþjónustu, en skipin eru alltaf að stækka og þ.a.l. koma fleiri farþegar í land,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé endi- lega ríkt fólk um borð. „Meginþorr- inn er bara venjulegt fólk.“ Fimm þúsund manns frá borði Risastórt Hið ítalska Costa Pacifica vegur 115 þúsund tonn.  Tvö risavaxin skemmtiferðaskip verða samtímis í Reykjavíkurhöfn  Gætu ekki tekið við þriðja skipinu  Framkvæmdum við stækkun hafnarbakkans nýlokið  Skip nánast á hverjum degi 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Sumarútsölur fóru af stað með krafti í gær í Kringlunni og Smáralind en undanfarin ár hafa útsölur hafist um svipað leyti í verslunarkjörnunum tveimur. „Þetta er með svipuðu móti og undanfarin ár en út- salan byrjaði á sama vikudegi í fyrra. Lokadagur útsölunnar verður fyrr á ferð- inni en áður en hann verður laugardaginn 3. ágúst og þá verðum við með svokallaða gangasölu. Hún hefst fimmtudaginn 31. júlí en við höfum gjarnan verið með útsöl- una fram í aðra viku í ágúst. Við erum því að stytta hana um eina viku í ár,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson, framkvæmda- stjóri Kringlunnar. Um 115 verslanir eru í Kringlunni og mun meirihluti þeirra taka þátt í útsölunni. „Verslanirnar taka ekki allar þátt í útsöl- unni en stærsti hlutinn gerir það. Útsölu- tímabilið er skilgreint með ákveðnum hætti en verslanirnar hafa svo frjálsar hendur með það hvort þær byrja og hætta samkvæmt því eða ekki,“ segir Sigurjón. Byrja fyrr en áður Sumarútsölurnar hófust klukkan átta í gærmorgun í Smáralind en að sögn Sturlu Gunnars Eðvarðssonar, framkvæmda- stjóra Smáralindar, fer útsalan fram með svipuðum hætti og áður. „Útsalan hefst á svipuðum tíma og í fyrra og stendur fram yfir verslunarmannahelgi. Meirihluti versl- ana tekur þátt í henni en þetta eru mis- jafnar vörur og þær fara ekki allar á út- sölu. Útsalan fer vel af stað og það var góð traffík þegar við opnuðum,“ segir Sturla og bætir við að sumarútsölur byrji fyrr en á árum áður. „Maður finnur fyrir því að það er beðið eftir þessu og útsölurnar eru farnar að færa sig framar. Þegar ég byrj- aði fyrst í þessum bransa hófust útsöl- urnar alltaf eftir verslunarmannahelgi en það eru breyttir tímar,“ segir Sturla. Sumarútsölur hefjast með krafti  Hefjast um svipað leyti og í fyrra  Standa fram yfir ágúst  Meirihluti verslana með Morgunblaðið/Styrmir Kári Útsala Meirihluti verslana tekur þátt í sumarútsölunum sem hófust í gær. Liðið Workforce A var fyrst í mark í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni. Tók það hópinn einungis 39 klukkustundir, 12 mínútur og 45 sekúndur að hjóla hringinn í kringum landið. Setti liðið nýtt met en gamla metið, frá árinu 2012, var 40 klukkustundir og 57 mínútur. Fast á eftir var liðið Örninn Trek og í þriðja sæti yfir marklínuna komu hjólreiðakappar í Hleðslulið- inu. Emil Þór Guðmundsson, Ingvar Ómarsson, Óskar Ómarsson og Tigran Korkotyan hjóluðu fyrir sigurliðið en bílstjórar liðsins voru Sölvi Sig. og Ingi Már Helgason. Morgunblaðið/Eggert Sigurliðið í WOW Cyclothon setti nýtt met Lokametrarnir við Rauðavatn voru spennuþrungnir Hesthúsaeigend- ur í Almannadal bíða nú nið- urstöðu úrskurð- arnefndar um- hverfis- og auðlindamála um hvort þeim verði heimilt að skrá lögheimili á efri hæð hesthúsa sinna, að sögn Bjarna Jónssonar, formanns Félags hesthúsaeigenda í Almannadal. Bjarni kærði málsmeðferð og synj- un Reykjavíkurborgar í maí s.l. Reykjavíkurborg hefur skilað greinargerð vegna kæru hesthúsa- eigendanna. Borgin bendir m.a. á að svæðið í Almannadal sé skil- greint sem opið svæði til sérstakra nota. Ekki sé gert ráð fyrir fastri búsetu á slíku svæði. Borgin krefst þess að hin kærða synjun skipulagsfulltrúa borg- arinnar verði staðfest. Hún segir að málsmeðferð skipulagsbreytingar sem kærð er hafi að öllu leyti verið í samræmi við ákvæði skipulagslaga og stjórnsýslulaga. gudni@mbl.is Reykjavík vill fá synjun staðfesta  Vilja fá lögheimili á efri hæð hesthúsa Bjarni Jónsson Í heild koma til landsins 89 skemmtiferðaskip í sumar sam- kvæmt vef Faxaflóahafna. Þar af eru um 60 þeirra á vegum Atlantik. Hafa skipin gjarnan viðkomu á fleiri en einum stað við landið. Meðal annars munu 12 skip hafa viðkomu í Grímsey. Nokkur fyrirtæki hafa verið að hasla sér völl í móttöku skemmtiferðaskipa. Þar á með- al eru Iceland travel, Farvegur, Guðmundur Jónasson, Snæ- land-Grímsson og Allra handa. 89 skip 12 KOMA VIÐ Í GRÍMSEY

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.