Morgunblaðið - 27.06.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
Náðu þér í aukin ökuréttindi
Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi
Öll kennslugöng innifalin
www.bilprof.is
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga
Næsta
námskeið
hefst
2. júlí
ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku
Meirapróf
Þekking og reynsla
í fyrrirúmi
Sigurður Már Jónsson ritaði ádögunum pistil á mbl.is og
fjallaði um viðskiptaumhverfið ís-
lenska. Þar nefnir hann að ein
helsta röksemd fyrir aðild að ESB
sé sú að með henni
verði viðskiptaum-
hverfið miklu auð-
veldara hér á landi.
Nú er það aðvísu svo að
regluverk ESB er
ekki endilega hjálp-
legt fyrirtækjarekstri, en það sem
Sigurður Már vekur athygli á eru
viðhorf frumkvöðla til uppbygg-
ingar innlendrar fyrir-
tækjastarfsemi.
Hann bendir á viðtal á mbl.is viðÞorstein Baldur Friðriksson,
stofnanda Plain Vanilla, sem sé
meðal þeirra fyrirtækja sem séu í
hvað hröðustum vexti hér á landi.
Fyrirtækið sé að stórum hluta íeigu erlendra fjárfesta en
stofnandinn segi gott að byggja
það upp hér. Það verði alls ekki
flutt úr landi.
Þá vitnar Sigurður Már til er-lenda fjárfestisins og frum-
kvöðulsins Bala Kamallakharan
sem vilji hvergi vera nema hér. Hér
séu tækifærin og Ísland sé heppi-
legur staður til fjárfestinga.
Sigurður Már nefnir ýmis fleiridæmi um frumkvöðla og ný-
sköpunarfyrirtæki sem vilji vera
með starfsemi hér og gangi vel.
Þetta er ágæt áminning því aðstundum vill gleymast í hávað-
anum af áróðri ESB-sinnanna sem
vilja tala landið niður að hér eru
mikil tækifæri og margir hafa kos-
ið að nýta sér þau með góðum ár-
angri.
Sigurður Már
Jónsson
Tölum tækifærin á
Íslandi ekki niður
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.6., kl. 18.00
Reykjavík 12 alskýjað
Bolungarvík 13 rigning
Akureyri 15 alskýjað
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 10 alskýjað
Ósló 12 þrumuveður
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 16 heiðskírt
Helsinki 12 heiðskírt
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 21 heiðskírt
Dublin 16 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 20 léttskýjað
París 23 heiðskírt
Amsterdam 20 léttskýjað
Hamborg 20 heiðskírt
Berlín 20 léttskýjað
Vín 21 léttskýjað
Moskva 15 skýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 27 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 36 skýjað
Winnipeg 18 léttskýjað
Montreal 22 léttskýjað
New York 26 skýjað
Chicago 19 alskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:00 24:03
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:15 23:46
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Ég er mikið notaður í að bera
þunga hluti eins og rúm og annað
slíkt,“ sagði Hermann Hreiðarsson
fótboltakappi og annar eigandi Hót-
el Stracta á Hellu.
Margt var um manninn við hótelið
í gær þar sem unnið var á fullu við
lokafrágang þess. Ekki seinna
vænna því hótelið er fullbókað yfir
landsmót hestamanna á Gadd-
staðaflötum á Hellu sem hefst á
sunnudaginn næsta og lýkur að viku
liðinni 6. júlí.
Fyrstu gestirnir eru þegar komnir
en flestir koma um helgina.
„Þetta verður allt klárt fyrir
landsmót,“ sagði Hreiðar Her-
mannsson, hóteleigandi og faðir
Hermanns, glaður í bragði. Feðg-
arnir undu sér vel í atganginum því
bæði var unnið inni og úti við frá-
ganginn og hvergi sást slegið slöku
við.
Á hótelinu eru 124 gistieiningar,
rými fyrir 280 næturgesti og jafnvel
fleiri. Einingarnar á hótelinu eru
nokkrar og þar getur verið um að
ræða lítil tveggja manna herbergi,
aðstöðu í litlum parhúsum eða lúx-
ussvítur sem eru sjálfstæð hús.
Sitja úti með teppi
„Við vitum að á Íslandi er ekki
alltaf hægt að sitja úti og því höfum
við rými þar sem hægt er að sitja úti
í skjóli og með teppi. Einnig ætlum
við að reisa tjald og koma fyrir skjá
þar sem hægt verður að fylgjast með
landsmótinu í beinni,“ sagði Her-
mann.
Afþreying verður í fyrirrúmi á
hótelinu. „Við viljum að fólk geti
notið þess að vera á hótelinu og sé
ekki eingöngu hér rétt til að sofa,“
sagði Hreiðar.
Hótelið verður klárt fyrir landsmót
Morgunblaðið/Eggert
Feðgar Hermann Hreiðarsson og Hreiðar Hermannsson voru á fullu við að
leggja lokahönd á frágang hótelsins og undu sér vel í atganginum.
Unnið af krafti við lokafrágang á Hótel Stracta á Hellu Landsmótið í beinni