Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Verð 15.900 kr . Hjól fyrir börn tveggja ára og eldri Ljósmynd/Óli Haukur/Ozzo Photography. Með hafið að baki Þetta er myndin af þeim Braga og Andra sem prýðir nýja diskinn þeirra. unglingastarfi, því það er svo þrosk- andi að spila á hljóðfæri.“ Óli Hólm er gull af manni Þegar Bragi er spurður að því hvers vegna þeir völdu sér nikkuna sem hljóðfæri segir hann það hafa komið til af því að afi þeirra heitinn, Einar Baldvin Ragnarsson, hafi haft mikið dálæti á harmon- ikkutónlist. „Þegar við vorum litlir strákar fengum við oft lánaðar plöt- ur með harmonikkutónlist hjá ömmu og afa, fórum með þær heim og spiluðum þær vel og lengi. Við settum okkur mjög ungir það mark- mið að læra að spila á þetta hljóð- færi og stóðum við það.“ Þeir harm- onikkubræður gáfu út sinn fyrsta disk um jólin 2012 sem innihélt jóla- lög. Nú hafa þeir gefið út annan disk sem er eingöngu með lögum hljómsveitarinnar Nýdanskrar. „Þetta kom þannig til að við hit- uðum upp fyrri Nýdanska á tón- leikum þeirra í Hörpu síðastliðið Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið erum úti á sjó núna bræðurnir, erum á Hvanney, sem er snur- voðarbátur, yfir sumar- tímann, veiðum þá meðal annars skarkola, ýsu, stein- bít, þorsk og langlúru. En við förum á net í haust og þannig verður það fram á vorið, þá veiðum við aðallega þorsk en líka ufsa,“ segir Bragi Fannar Þorsteinsson og bætir við að pabbi þeirra tvíburabræðra, hans og Andra Snæs, sé skipstjóri á Hvanney sem gerir út frá Höfn í Hornafirði. Þeir bræður eru 22 ára en engir nýgræðingar í sjómennsk- unni, þeir byrjuðu að stunda sjóinn fimmtán ára. „Við fórum alltaf á sjó á sumrin en vorum auðvitað í skóla á veturna. Síðan fluttum við suður til Reykjavíkur fyrir fjórum árum til að mennta okkur enn frekar. Við útskrifuðumst úr Stýrimannaskól- anum núna í vor, erum orðnir lög- giltir skipherrar. Þá höfum við rétt- indi til að vera skipstjórar á varðskipum,“ segir Bragi og bætir við að þeir hafi einnig farmannsleyfi á fraktara og réttindi sem fiski- menn á öllum stærðum af fiskiskip- um. Kannski skipherra á skemmtiferðaskipi Þeir Bragi og Andri hafa snúð aftur heim, eru fluttir úr borginni til heimabyggðarinnar austur á Höfn. „En framtíðin er óráðin hjá okkur bræðrum, hvar við munum búa og starfa í framtíðinni. Það eru margir möguleikar í stöðunni, nám- ið okkar býður líka upp á starf í út- löndum, einn af draumunum er að vera skipherra á skemmtiferðaskipi. Þetta kemur allt í ljós. Mér finnst alltaf best að búa þar sem ég bý hverju sinni, ég er þannig maður, og mér leið mjög vel í Reykjavík.“ Þeir Bragi og Andri eru gjarn- an kallaðir harmonikkubræðurnir, enda eru þeir listaflinkir að þenja dragspilið. „Nikkurnar hafa alltaf fylgt okkur. Við vorum bara smá- strákar þegar við byrjuðum að læra að spila, vorum níu ára þegar við fórum í tónlistarskóla Austur- Skaftafellssýslu. En þegar við flutt- um í bæinn fórum við að spila sam- an upp á eigin spýtur og það var mjög gott fyrir okkur, til að þroska okkur og þróa, og finna sjálfstæðið í spilamennskunni,“ segir Bragi og bætir við að þeir grípi líka stundum í píanó. Áður fyrr var harmonikku- félag á Höfn sem var lagt niður, nú er lag fyrir þá bræður að endur- vekja það og kenna æskunni á harmonikku. „Það væri virkilega gaman að vera í slíku barna- og Gott er að eiga góðan vin í bróður Þeir ganga undir nafninu harmonikkubræðurnir, tví- burabræðurnir Bragi Fannar og Andri Snær Þor- steinssynir. Nýlega gáfu þeir út sinn annan disk og er hann fullur af lögum hljómsveitarinnar Nýdanskrar. Bræðurnir sækja sjóinn enda fæddust þeir og ólust upp á Höfn í Hornafirði. Þeir ætla að stíga á svið með nikkurnar á Humarhátíðinni á Höfn um helgina og gleðja sig sjálfa og aðra. Innlifun Bræðurnir spila hér ungir að árum og vanda sig greinilega. Mikið verður um dýrðir í menningar- miðstöð Fljótsdalshéraðs í Slátur- húsinu á Egilsstöðum um helgina. Í kvöld kl. 20 verður „Musical Jugg- ling“ sem er dagskrá með sirkus- listamönnunum Jay Gilligan og Kyle Driggs. Þeir eru bandarískir og heimsfrægir fyrir „juggl“, en þá kasta menn hringjum á loft og milli sín. Þeir eru einnig tónlistarmenn og semja sjálfir tónlistina fyrir sýningar sínar. Sýningin sem gleður augað. Frítt fyrir 17 ára og yngri. Á morgun laugardag hefst kl. 17 Jazzhátíð Egilsstaða (JEA). Venju samkvæmt verður blandað saman djass- og blústónlist. Fram koma hljómsveitin Kaleo, KK Band og djasshljómsveitin AT Nordic Quartet en hana skipa Íslendingarnir Andrés Þór og Einar Valur Scheving, Norð- maðurinn Anders Lonne Gronseth og Daninn Andreas Dreier. Einnig spilar hljómsveitin Dútler tríó sem leikur fjölbreytta tónlist allt frá Jeff Beck og Jaco Pastorius yfir í Stevie Won- der og Jimi Hendrix. Nýstofnuð hljómsveit að austan, Georgy&Coer, ætlar að flytja splunkunýtt frum- samið efni í bland við tökulög. Umhverfi Frystiklefans gefur áheyrendum færi á að hlusta á og sjá tónlistarmennina í miklu návígi og óhætt að lofa góðri stemningu. Nánar á: jea.is og slaturhusid.is. Forsala miða á midi.is. Margt í boði á Jazzhátíð Egilsstaða í Sláturhúsinu Kaleo, „juggl“ og fleira flott Listamenn Jay Gilligan og Kyle Driggs verða með „Musical Juggling“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.