Morgunblaðið - 27.06.2014, Page 14

Morgunblaðið - 27.06.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 „Hérna geta börnin komið og leikið sér á afgirtu svæði en þetta er enginn formlegur gæsluvöllur, hérna eru allir á eigin ábyrgð,“ segir Róbert Ótt- arsson, bakari og eigandi Sauðárkróksbakarís, sem hefur sett upp leiktæki á útisvæði við bakaríið. Frekari endurbætur standa fyrir dyrum á svæð- inu, sem hlotið hefur nafnið Bakarastéttin, en þar hafa viðskiptavinir bakarísins getað sest niður og fengið sér kaffisopa og með því. Hyggst Róbert m.a. setja upp veglegt upplýsingaskilti þar sem sögu bakarísins verða gerð skil í máli og myndum en það er með elstu bakaríum landsins. Brauðgerð á Sauðárkróki hófst árið 1880 en á undanförnum 100 árum hafa eigendur bakarísins verið fjórir – alltaf á sömu kennitölu. Hugmyndin að leiksvæðinu er komin frá eigin- konu Róberts, Selmu Barðdal Reynisdóttur kenn- ara, en bakarinn tók sér síðan hamar og pensil í hönd með aðstoð Ólafs Þorbergssonar smiðs. Selma segir svona aðstöðu hafa vantað fyrir fjölskyldufólk sem hefur viljað setjast úti í góða veðrinu og fá sér kaffi. „Núna geta börnin farið í leiktækin og verið í sjón- og kallfæri við þá sem sitja utan við bakaríið,“ segir Selma en skjólsælt er sunnan við konditorí bakarísins þar sem borð og stólar eru til staðar. Þau Róbert lögðu allt kapp á að klára leiksvæðið fyrir Lummudaga, bæjarhátíðina sem hófst á Sauð- árkróki í gærkvöldi og stendur um helgina. Þar verður margt á dagskrá, m.a. götumarkaður í Aðal- götu á morgun, götugrill bæði í kvöld og annað kvöld, knattspyrnumót, loftboltamót, sundpartí og dansleikir. Líkt og á mörgum öðrum bæjarhátíðum hefur hvert hverfi sinn einkennislit og keppast íbú- ar við að skreyta húsakynni sín með margvíslegum hætti. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Björn Jóhann Leiksvæði Róbert Óttarsson bakari og Selma Barðdal Reynisdóttir, eiginkona hans, á leiksvæðinu sem hefur verið tekið í notkun við Bakarastéttina, útisvæði Sauðárkróksbakarís. Þar verða gerðar fleiri endurbætur. Leikið við bakaríið  Afgirt leiksvæði við Sauðárkróksbakarí  Tekið í notkun á Lummudögum  Með elstu bakaríum landsins Kærunefnd húsamála úrskurðaði nýlega að ekki væri hægt að rifta húsaleigusamningi á þeirri forsendu að leigjandi héldi kött í íbúðinni. Málsvextir eru að leigusali rifti leigusamningi á þeim grundvelli að leigjandinn hefði hvorki látið sig vita af kettinum né aflað samþykkis íbúa í fjöleigninni. Kvartað yfir kettinum Í greinargerð leigusalans kom fram að íbúar á jarðhæð hússins hefðu kvartað yfir kettinum. Var því haldið fram að kötturinn færi inn um opna glugga og gerði þarfir sínar í sandkassa á palli íbúðar á jarðhæð. Leigjandinn hélt því fram að hann hefði aldrei verið upplýstur um bann við gæludýrahaldi í fjöleigninni og ekkert kæmi fram um bannið í leigu- samningnum. Niðurstaða kærunefndarinnar var sú að leigusalanum var ekki heimilt að rifta leigusamningnum vegna kattarhaldsins. Leiguíbúðin var með sérinngang og taldi kærunefndin því ekki þörf á samþykki annarra eig- enda hússins fyrir kattahaldinu. Þá hefði leigjandinn ekki vanrækt skyldur sínar að öðru leyti og því væru skilyrði til riftunar leigusamn- ingi ekki uppfyllt. isb@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fjölbýli Stundum rekast mismun- andi hagsmunir á í fjölbýlishúsum. Vildi rifta vegna kattarins  Mátti ekki rifta leigusamningnum Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Svein Valgeirsson í embætti prests í Dómkirkju- prestakalli í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. Frestur til að sækja um emb- ættið rann út 30. maí sl. og voru tíu umsækjendur um embættið, sjö prestar og þrír guðfræðingar. Embættið veitist frá 1. september. Sveinn hefur verið prestur í Eyr- arbakkaprestakalli. Það saman- stendur af Eyrarbakka-, Stokks- eyrar- og Gaulverjabæjarsóknum. Sveinn tók tímabundið við starfi prests við Dómkirkjuna haustið 2012 og þjónaði þar í eitt ár. gudni@mbl.is Séra Sveinn skip- aður í Dómkirkju- prestakalli Séra Sveinn Valgeirsson Pokasjóður lagði 25 milljónir króna til kaupa á DaVinci að- gerðarþjarka fyrir Landspít- ala. Hafa þar með safnast alls 110 milljónir og eru kaupin því komin í höfn en samkomulag var á milli Söfnunarsjóðs um aðgerð- arþjarka og Landspítala að sjóð- urinn fjármagnaði allt að helmingi kaupverðs þjarkans. Landspítali sér svo um að fjármagna hinn helminginn. Áætlað er að bún- aðurinn verði tekinn í notkun í vetur. Í gær staðfesti Kristján Þór Júl- íusson heilbrigðisráðherra, ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Land- spítala og Brynjólfi Bjarnasyni, formanni stjórnar Söfnunarsjóðs- ins, samkomulag um fjármögnun þjarkans. Búnaðurinn nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sér- staklega við þvagfæraskurðlækn- ingar sem og aðgerðir á grind- arholslíffærum kvenna. Kaup á aðgerðar- þjarka tryggð Samkomulag ríkir um fjármögnun. Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudag- inn 29. júní og hefjast þeir kl. 13:00. Leikarnir fara fram á Sæ- vangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíð- inni Hamingjudögum á Hólmavík. „Keppt verður í íþróttagreinum sem eiga það sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun og hafa ekki hlotið viðurkenningu al- þjóðaólympíunefndarinnar,“ segir m.a. í tilkynningu. Meðal þess sem fólk getur prófað á Furðuleikum er t.d. öskurkeppni, kvennahlaup, þar sem karlarnir hlaupa með konur sínar á bakinu, ruslatínsla, girðingastaurakast, farsímakast og fleira. Þá má einnig nefna sýn- ingargreinina trjónufótbolta sem hefur notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár, segir í tilkynning- unni. Furðuleikar Trjónufótboltinn hefur notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár. Keppt í furðugrein- um á Ströndum Veiðidagur fjöl- skyldunnar verð- ur haldinn næst- komandi sunnu- dag, 29. júní. Þá gefst lands- mönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband stangveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjöl- skyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjöl- skylduíþrótt. Í ár verður 31 vatn í boði á veiðideginum. Vötnin má finna á www.landssambandid.is. Veiða má frítt í 31 vatni um land allt Í dag, 27. júní, er alþjóðlegur bar- áttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Fjóla, sem áður hét Daufblindrafélag Ís- lands, stendur fyrir dagskrá í til- efni dagsins í húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Klukkan 13 hefst sýning á helstu hjálpartækjum sem nýtast fólki sem bæði sér og heyrir illa. Kl. 15 verða stuttir fyrirlestrar um hvað fólki með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu stendur til boða hjá ríki og sveitarfélögum. Allir eru velkomnir á dagskrána. Fjóla með dagskrá STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.