Morgunblaðið - 27.06.2014, Side 19

Morgunblaðið - 27.06.2014, Side 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 SVO ÞÆGILEGIR AÐ ÞÚ GETUR GENGIÐ ENDALAUST. HVER ÆTLI SÉ SÁTTUR VIÐ ÞAÐ. Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík | Dion, Glæsibæ | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma, Grindavík | Skóbúðin, Keflavík 4Viðhaldsfrítt yfirborð 4Dregur ekkert í sig 4Mjög slitsterkt 48, 12, 20 & 30mm þykkt Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is UTANHÚSKLÆÐNING ® BORÐPLÖTUR ® SÓLBEKKIR ® GÓLFEFNI þolir 800°C hita og er frostþolið Nýtt efni frá BORÐPLÖTUR Renndu við og skoðaðu úrvalið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir að vandi lífeyriskerfisins liggi hjá op- inbera lífeyriskerfinu. Sá vandi verði greiddur með skattfé enda séu greiðslur úr sjóð- unum til lífeyris- þega tryggðar. Aðspurð hvort til- mæli forstjóra FME um að hækka lífeyris- aldur til að draga úr halla í lífeyris- kerfinu endur- spegli hvernig umhorfs sé í kerf- inu sem heild segir hún svo ekki vera. „En það má velta því fyrir sér hvort lífeyrisgreiðslur þykja nægi- legar. Eftir því sem fólk fer síðar á lífeyri verður til meiri peningur til að greiða út,“ segir hún. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, benti á tvær leiðir til að draga úr halla í lífeyriskerfinu á blaða- mannafundi um stöðu lífeyrissjóða á þriðjudaginn. Annars vegar hækka iðgjöld og hins vegar hækka eftir- launaaldur. Hallinn í opinbera kerf- inu er um 490 milljarðar en um 68 milljarðar í almenna kerfinu. Kerfin ólík Katrín segir að lífeyriskerfin séu mjög ólík. Lífeyrisþegar hjá hinu op- inbera hafi áunnið sér mun meiri réttindi en greitt sé í sjóðinn. Þannig sé því ekki farið hjá almenna trygg- ingakerfinu. Ef peningar eru ekki fyrir hendi verður að draga úr lífeyr- isréttindum. Heildartryggingafræðileg staða lífeyrissjóða segir til um það hvort núverandi eignir standi undir því sem þegar er búið að lofa í formi líf- eyris og hvort framtíðariðgjöld muni standa undir framtíðarlífeyri. Fram kom á blaðamannafundin- um að heildartryggingafræðileg staða lífeyrissjóða sem störfuðu án ábyrgðar hins opinbera hefði í árslok 2013 verið að meðaltali góð. Hallinn hefði að vegnu meðaltali verið 2% eða 68 milljarðar og batnað verulega frá bankahruni. Þennan halla má að einhverju leyti rekja til bankahrunsins 2008, segir Katrín. Aðspurð hvort sá halli sé ásætt- anlegur segir Katrín svo vera, þótt vissulega væri betra að vera réttum megin við núllið. Fari hlutfallið langt niður fyrir núll þurfi að grípa til að- gerða. Heildartryggingafræðileg staða lífeyrissjóða sem eru með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er hins vegar neikvæð um 38% og nemur hallinn 596 milljörðum króna. Vinna þarf bug á vandanum Katrín bendir á að jafnvel þótt fjármuni vanti í opinberu lífeyris- sjóðina muni greiðslur ekki verða skertar, líkt og hjá almennu lífeyr- issjóðunum, væru þeir í sömu spor- um. „Það þarf að vinna bug á þessum vanda,“ segir hún. Ef litið er á áfallna trygginga- fræðilega stöðu sjóða með ábyrgð laungreiðenda árið 2013 sést að hall- inn er 490 milljarðar og hlutfallið -47%, samkvæmt gögnum FME. B- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins stendur þeirra verst; hallinn er 379 milljarðar eða -64%. Unnur sagði að það myndi taka sjóðinn 15-20 ár að brenna það fé sem í honum er. „Það er ekki handan við hornið,“ sagði hún. Fram kom á fundinum að svo sjóðurinn tæmdist ekki þyrfti að bæta árlega tíu millj- örðum í hann frá og með árinu í ár. Vandinn er hjá opin- berum lífeyrissjóðum  Tveggja prósenta halli á almennum sjóðum sagður viðunandi Morgunblaðið/Ernir Vinnumarkaður Staða lífeyriskerfisins sem almennir launþegar greiða í er með öðrum hætti en lífeyriskerfisins sem starfar með ábyrgð ríkisins. 490 milljarða halli » Hallinn í opinbera lífeyris- kerfinu er um 490 milljarðar eða 38%. » Það mun taka 10-15 ár að brenna það fé sem er í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins, sem stendur þeirra verst. » Hallinn í almenna lífeyris- kerfinu er um 68 milljarðar eða 2%. Katrín Ólafsdóttir Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Framtakssjóður Íslands (FSÍ) hyggst vera áfram áhrifafjárfestir í upplýsingatæknifyrirtækinu Adv- ania eftir tveggja milljarða króna hlutafjáraukningu í tengslum við kaup AdvInvest, sem er í eigu sænskra fjárfesta í upplýsingatækni, á 51% hlut í félaginu. Sjóðurinn á nú 71% í Advania. Hafliði Helgason, upplýsinga- fulltrúi FSÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að sjóðurinn horfi til þess að vera áhrifafjárfestir í fé- lögum sem hann eigi í. Viðmiðið sé að fara ekki mikið undir 20% og það markmið hafi náðst með ágætum í þessum samningi. Tilkynnt var í gær að stjórn Adv- ania hefði boðað til hluthafafundar þar sem tekin verður fyrir tillaga stjórnar um að auka hlutafé um tvo milljarða króna og að AdvInvest muni ganga í hluthafahópinn. ViðskiptaMogginn greindi frá því fyrr í mánuðinum að umtalsverð hlutafjáraukning væri í pípunum hjá Advania. Á síðustu tveimur árum hefur verið meira en tveggja millj- arða króna tap á rekstri fyrirtæk- isins en í árslok 2013 nam eiginfjár- hlutfall þess aðeins um 10%. Hlutafjáraukningin verður nýtt til þess að greiða niður skuldir félags- ins við lánastofnanir og þar með auka eiginfjárhlutfall þess í 22,5%, segir í tilkynningu. Framtakssjóðurinn hefur fram- selt forkaupsrétt sinn að nýju hlutafé til AdvInvest. Hann hefur janframt skuldbundið sig til að selja AdvInvest hluta af núverandi eign sinni til að tryggja þeim 51% eign- arhlut í félaginu. AdvInvest býður öðrum hluthöfum félagsins, sem eru liðlega 40, að ganga inn í viðskiptin á sömu kjörum og FSÍ. FSÍ áfram með áhrif í Advania  Svíar kaupa meirihluta og hlutafé aukið Morgunblaðið/Ómar Hlutafjáraukning Eiginfjárhlutfall verður aukið í 23% úr um 10%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.