Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 4ra rétta seðill og nýr A la Carte í P erlunni Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is • ww w.perlan.is Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri Sumar Klukkan á þinghúsi Bólivíu, í höfuð- borginni La Paz, snýr nú öfugt. Vís- arnir snúast rangsælis og tölurnar eru einnig rangsælis. Utanríkis- ráðherra Bólivíu, David Choquehu- anca, kallar nýju klukkuna „klukku suðursins.“ Segir hann að breyt- ingin sé til þess gerð að fá Bólivíu- menn til að fagna uppruna sínum. Þá vill hann sýna landsmönnum sínum að það sé í lagi að draga al- menn viðmið í efa og hugsa á skap- andi vegu. „Hver segir að klukkan þurfi sífellt að ganga í sömu áttina? Afhverju þurfum við alltaf að hlýða? Getum við ekki verið skapandi?“ spurði Choquehuanca á blaðamannafundi. „Við þurfum ekki að flækja málin, en við þurfum að vera meðvituð um að við búum í suðrinu, ekki norðrinu,“ bætti hann við. Þá sagði hann að er- lendir erindrekar á G77 fundinum, sem nýlega var haldinn í landinu, hefðu allir fengið að gjöf klukku sem gengi rangsælis. Á valdatíma núverandi forseta, Evo Morales, hefur Bólivía lagst í viðamiklar aðgerðir til að menning innfæddra verði höfð í hávegum. Til að mynda hafa yfirvöld tekið í gagnið nýjan fána innfæddra sem er nú flaggað við hlið þjóðfána landsins. Klukka suð- ursins geng- ur rangsælis  Bólivía breytir gangi klukkunnar Þinghúsklukkan í La Paz, Bólivíu Nærri 400 manns hafa látist í Ebólu- faraldri í Vestur-Afríku. Útbreiðsla sjúkdómsins hófst í Gíneu fyrir fjór- um mánuðum en hann hefur síðan breiðst út til nágrannaríkjanna Síerra Leóne og Líberíu. Heimildir herma að fjölgun tilfella eigi sér ein- hverja skýringu í því að sumir af þeim sem sýkjast neiti að fara til læknis og vilji heldur notast við and- legar lækningar. Níutíu prósent af þeim sem sýkj- ast af sjúkdómnum deyja af völdum hans. Engin lækning er til við hon- um. Þá hefur enn ekki tekist að framleiða bóluefni sem komið getur í veg fyrir smit. Ebóla er því einn af skæðustu sjúkdómum veraldar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði í tilkynningu í gær að ástandið væri alvarlegt og hætta væri á al- þjóðlegri útbreiðslu. Veirunnar hef- ur aldrei orðið vart utan Afríku síð- an hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Ebóla gýs upp í Afríku Skúli Halldórsson sh@mbl.is Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, staðfesti í viðtali við BBC í gær að sýrlenskar orrustuþotur hefðu sprengt stöðvar uppreisnar- manna nálægt landamærabænum Qaim á þriðjudaginn. Hann sagði að ríkisstjórn sín hefði ekki beðið um árásina en bætti við að allar árásir á uppreisnarmenn væru kærkomnar. Þá sagði Maliki að hægt hefði ver- ið að koma í veg fyrir aukin yfirráð uppreisnarmanna ef bandarískar herþotur hefðu komið fyrr til lands- ins. Eftir árásir undanfarin misseri keypti Írak tugi herþotna af Banda- ríkjunum en Maliki sagði kaupin hafa gengið hægt fyrir sig. „Satt að segja hefðum við átt að kaupa þotur frá öðrum löndum, svo sem frá Bretlandi, Frakklandi eða Rússlandi. Ef við hefðum haft stuðn- ing úr lofti þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir það sem hefur nú gerst,“ sagði Maliki. Þá sagði hann að stjórnvöld væru nú í viðræðum við Rússa um kaup á herþotum og að þær myndu koma til landsins innan þriggja daga. „Með hjálp Guðs þá munu þoturnar verða til að hrekja hryðjuverkamennina úr fylgsnum sínum,“ sagði Maliki. Sameiginlegur óvinur Árásir sýrlenska flughersins sýna hvernig átökin í Írak og Sýrlandi eru að sameinast, þar sem ISIS- samtökin eru sameiginlegur óvinur. Hópar manna sem eitt sinn stríddu, hafa nú sameinast undir merkjum ISIS-samtakanna og því þurfa ríkis- stjórnir landanna að starfa saman til að vinna bug á uppreisninni. Brátt gætu fjarstýrð árásarflygildi frá Bandaríkjunum látið að sér kveða í baráttunni gegn ISIS. Undirstrikar það enn frekar þá miklu ógn sem þykir stafa af samtökunum. Stjórnvöld í Íran eru einnig áhyggjufull um ástandið sem ríkir í nágrannaríkinu og hafa nú eflt gæslu við landamæri ríkjanna. Bandarísk yfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að uppreisnin verði aðeins sigruð af herliði Íraks, en ekki ann- arra þjóða. Ekki er mikill stuðn- ingur á meðal almennings í Banda- ríkjunum við enn annað stríði. Maliki óhæfur Maliki forsætisráðherra stefnir nú að nýjum stjórnarmeirihluta fyrir lok júní til að vera betur í stakk bú- inn fyrir komandi átök. Stjórnvöld Bandaríkjanna vilja þó að meirihlut- inn verði myndaður sem fyrst, til að koma í veg fyrir frekari óstöðug- leika. Fjölmargir óttast að Írak muni liðast í þrennt í kjölfar átakanna sem nú standa yfir. Maliki hefur mætt mikilli gagnrýni í heimalandinu frá andstæðingum sínum, sem segja hann óhæfan til að sameina fólkið í landinu og tryggja jafnvægi. Bandarísk yfirvöld eru líklega sammála þessum fullyrðingum að einhverju leyti, og talsmenn þeirra hafa sagt að Írak þurfi róttækar breytingar á sinni pólitísku stefnu. Þau hafa þó ekki enn kallað eftir nýjum leiðtoga og halda áfram opin- berum stuðningi við Maliki. Sýrland kemur til aðstoðar  Sýrlenski flugherinn gerði árás á uppreisnarmenn við landamæri Íraks  Stjórnvöld í Írak kaupa tugi orrustuþotna frá Bandaríkjunum og Rússlandi AFP Undir þrýstingi Maliki glímir við mikla uppreisn í landi sínu. Stuðningsmenn fylgjast með leik Portúgals og Gana á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Þegar litið var af leiknum mátti næstum sjá alla heimsins liti prýða áhorfendastúkur vall- arins. Leikurinn fór fram í höfuðborg Brasilíu, sem er samnefnd landinu. Borgin er á heims- minjaskrá UNESCO vegna einstaks arkitektúrs sökum þess að hún var byggð á 41 mánuði á ár- unum 1956 til 1960. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í algleymingi AFP Litríkir stuðningsmenn liða á HM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.