Morgunblaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
Spakur Vökull hundur bíður þolinmóður eftir eiganda sínum sem skrapp í banka í miðborg Reykjavíkur.
Eggert
Nú eru að verða sex
ár liðin frá því Íslend-
ingar upplifðu þau
skelfilegu boðaföll,
sem síðan hafa verið
kennd við „hrun“. Alla
tíð síðan hefur það
verið viðfangsefni
þjóðarinnar að fást við
alls kyns afleiðingar af
þessum óförum. Við
tölum þá stundum um
„uppgjör við hrunið“.
Með því orðalagi er meðal annars
vísað til þess að þeir sem kunni að
hafa brotið af sér í aðdragandanum
eigi að verða dregnir til ábyrgðar.
Það liggur í hlutarins eðli að
dómstólar landsins gegna lykil-
hlutverki í þessum uppgjörs-
aðgerðum. Á þeirra fjörur ber
sakamál gegn þeim sem taldir eru
hafa brotið af sér með refsiverðum
hætti. Dómstólar verða líka að
leysa úr umfangsmiklum ágrein-
ingsmálum um uppgjör fjár-
viðskipta sem til var stofnað á
„hruntímanum“.
Öll gerum við þá afdráttarlausu
kröfu að dómstólar vinni ötullega
og markvisst að þessum verk-
efnum. Við viljum líka, að minnsta
kosti þegar við gefum okkur tíma
til að hugsa, að við meðferð mál-
anna fyrir dómi sé vandlega gætt
að því, að þeir sem fyrir sökum eru
hafðir, fái að njóta þess réttarör-
yggis sem tíðkast í réttarríkjum.
Einnig verður að tryggja að dóm-
stólarnir fái tilstyrk til að geta
dæmt um flókin og tæknileg fjár-
málaviðskipti með markvissum
hætti.
Ég leyfi mér að fullyrða að ís-
lenskir dómstólar hafi undanfarin
misseri starfað að þessum þýðing-
armiklu verkefnum án
þess að hafa notið þess
fjárhagslega tilstyrks
sem er í reynd for-
senda þess að vel tak-
ist til. Hér verður
þjóðin að taka sig
verulega á. Það verður
að stórauka fjárveit-
ingar til dómstóla til
þess að gera þeim
kleift að vinna þessi
verk á þann hátt sem
við hljótum öll að vilja.
Í þessu skyni þarf að
tryggja nægilega mikinn mannafla
og svo líka að gera störfin eftir-
sóknarverð fyrir hina hæfustu lög-
fræðinga, sem hafi yfir kostum að
búa sem þarf til að fjalla um málin
af hlutlægni og yfirvegun.
Mér er ljóst að núverandi innan-
ríkisráðherra, Hanna Birna Krist-
jánsdóttir, hefur ríkan vilja til að
hér verði úr bætt. Ég skora á aðra
alþingismenn að leggjast nú á ár-
arnar með henni og tryggja dóm-
stólum þann fjárhagslega tilstyrk
sem þarf til að fást við þessi
þýðingarmiklu verkefni.
Þennan málaflokk ber að taka út
úr og tryggja fjárveitingar til hans
þó að aðrar þarfir þurfi ef til vill að
sitja á hakanum þar til betur árar.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
» Það verður að
stórauka fjárveit-
ingar til dómstóla til
þess að gera þeim
kleift að vinna þessi
verk á þann hátt sem
við hljótum öll að vilja.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi
hæstaréttardómari.
Leggjumst á árar
Í blaðagrein sem
Heiðar Guðjónsson rit-
ar í Morgunblaðið í gær
gerir hann athuga-
semdir við drátt sem
orðið hafi á því að um-
boðsmaður Alþingis af-
greiði kvörtun sem fé-
lag hans Ursus ehf.
sendi embættinu í nóv-
ember 2010. Vissulega
er ástæða til að biðja
Heiðar afsökunar á því
að athugun umboðsmanns á málinu
hefur ekki verið lokið. Ég tel rétt að
skýra ástæður þess á þessum vett-
vangi.
Í upphafi vil ég nefna að frá árinu
2011 hefur embætti umboðsmanns
þurft að takast á við mikla fjölgun
nýrra kvartana án þess að unnt hafi
verið að auka að ráði við fjölda starfs-
manna. Þannig fjölgaði kvörtunum
milli áranna 2010 og 2011 um 40% og
þessi fjölgun hefur ekki gengið til
baka. Lögð hefur verið áhersla á að
afgreiða þær kvartanir sem hafa bor-
ist sem fyrst en það er ljóst að ekki
hefur verið unnt að ljúka þeim mál-
um sem þarfnast ítarlegri athugunar
og úrvinnslu innan þess tíma sem ég
hef talið þörf á miðað við hlutverk
umboðsmanns. Þá hefur þessi fjölg-
un kvartana leitt til þess að embætti
umboðsmanns hefur nánast ekkert
getað sinnt frumkvæðisathugunum
og dráttur hefur orðið á athugunum
og afgreiðslum mála þar sem t.d.
starfshættir og málsmeðferð á ein-
stökum sviðum innan stjórnsýsl-
unnar hafa verið til athugunar.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að
slíkar athuganir eru oft margþættar
og tímafrekar. Stundum kann að
vera rétt að bíða og sjá hver viðbrögð
stjórnvalda verða. Fjárveit-
ingavaldið hefur ekki talið unnt að
verða við óskum um
aukna fjármuni til að
fjölga starfsfólki svo
hægt sé að sinna þess-
um þætti að einhverju
marki.
Efni þess máls sem
kvörtun Ursusar ehf.
fjallar um hefur í meg-
inatriðum verið lýst í
grein Heiðars og frétt-
um af málinu. Það skal
ítrekað að efnislega
snýst málið um tvö at-
riði sem þó eru tengd.
Félag Heiðars var
aðili að samkomulagi um kaup á hlut-
um í Sjóvá-Almennum tryggingum
hf. en Eignasafn Seðlabanka Íslands
ehf. var meðal seljenda. Áður en til
endanlegrar undirritunar á kaup-
samningi kom hafði seðlabankastjóri
lýst því yfir við fyrirsvarsmann Ur-
susar ehf. að vegna athugunar sem
gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands
hefði hafið á tiltekinni skuldabréfaút-
gáfu Ursusar ehf. og viðskiptum með
þau bréf væri ekki unnt að að ganga
frá söluferlinu nema að ljóst væri að
gjaldeyriseftirlitið teldi ekki tilefni til
að kæra ætluð brot. Ég mun ekki á
þessum vettvangi fjalla frekar um
þessi samskipti aðila eða einstök at-
riði þessa þáttar í kvörtuninni en nið-
urstaða kaupendahópsins varð síðan
að falla frá kaupunum 21. nóvember
2010 eða áður en félagið sendi kvört-
un sína til umboðsmanns.
Hitt atriðið í kvörtuninni beindist
að grundvelli þess að gjaldeyriseft-
irlitið hóf áðurnefnda rannsókn á við-
skiptum með skuldabréf Ursusar
ehf. og þá meðal annars skýrleika
þeirra reglna sem Seðlabanki Ís-
lands taldi eiga við í málinu sem
refsiheimild og þar með grundvelli
rannsóknar um meinta refsiverða
háttsemi. Einnig var kvartað yfir
meðferð Seðlabankans á málinu og
samskiptum við Ursus ehf. Það hefur
áður komið fram í fréttum að rann-
sókn þessa máls af hálfu lögreglu var
endanlega hætt með ákvörðun rík-
issaksóknara 23. apríl 2012.
Á þeim tíma sem mér barst kvört-
un Ursusar ehf. í lok nóvember 2010
bárust einnig fleiri ábendingar og
kvartanir vegna þeirra reglna sem
settar höfðu verið um hin svonefndu
gjaldeyrishöft og eftirlit af hálfu
Seðlabanka Íslands með þeim. Þessi
mál urðu til þess að ég staðnæmdist
við tiltekin atriði sem lutu að útgáfu
og birtingu þeirra reglna sem Seðla-
banki Íslands hafði fengið heimild til
að gefa út um þessi mál, að fengnu
samþykki ráðherra. Ég hafði þá sér-
staklega í huga hvort sú umgjörð
sem þessum málum væri búin í lög-
um og reglum væri nægjanlegur
grundvöllur til rannsóknarathafna
stjórnvalda sem byggðar væru á því
að um meinta refsiverða háttsemi
hefði verið að ræða. Ég átti af þessu
tilefni í samskiptum við ráðuneyti og
Seðlabanka Íslands og fékk síðan
upplýsingar um að fyrirhugað væri
að leggja fram frumvarp til breyt-
inga á lögum um gjaldeyrismál. Ég
taldi því rétt á þeim tíma að bíða um
stund með frekari athugun mína á
þessum málum, þ.m.t. kvörtun Urs-
usar ehf. Umrætt frumvarp var síðan
lagt fram á Alþingi og afgreitt þar í
maí 2011 sem lög nr. 127/2011. Þrátt
fyrir þær breytingar sem gerðar
voru á lögunum stóðu enn eftir álita-
mál um samþykki og birtingu á áð-
urgildandi reglum og hvort þær
hefðu að efni til verið fullnægjandi
grundvöllur rannsóknar á refsiverðri
háttsemi. Þau mál hafa frá þessum
tíma m.a. verið til umfjöllunar hjá
ákæruvaldi og dómstólum. Með hlið-
sjón af því hvernig starfssvið um-
boðsmanns er afmarkað hef ég talið
rétt að sjá hver yrði framvinda
þeirra á þeim vettvangi. Fram hefur
komið að ákæruvaldið hefur í nokkr-
um tilvikum, svo sem í máli Ursusar
ehf., ekki talið að fyrir hendi væri
fullnægjandi refsiheimild vegna
hinna meintu brota og þar hefur
einnig haft áhrif að skort hefur á að
samþykki ráðherra lægi fyrir við út-
gáfu á tilteknum reglum. Mál af
þessum toga var meðal annars til
umfjöllunar á vettvangi dómstóla sl.
vor. Mér er hins vegar ekki kunnugt
um að ákæruvald og dómstólar hafi
tekið afstöðu til þess hvaða þýðingu
það kunni að hafa um gildi þeirra
reglna sem seðlabankinn hefur gefið
út og birt ef samþykki ráðherra hef-
ur ekki verið birt samhliða í Stjórn-
artíðindum.
Í samskiptum mínum við fulltrúa
Ursusar ehf. hef ég gert þeim grein
fyrir að með tilliti til atvika í málinu
og lagaumhverfis þess muni endan-
leg afgreiðsla mín á málinu öðru
fremur snúast um almenn atriði við
framkvæmd Seðlabanka Íslands á
rannsóknum vegna meintra brota á
reglum um gjaldeyrisviðskipti, þótt
þar verði m.a. höfð hliðsjón af atvik-
um í máli félagsins. Kvörtun þess
hefur einnig orðið mér tilefni til þess
að beina sjónum mínum að því hvern-
ig Seðlabanki Íslands hefur staðið að
stofnun einkahlutafélaga til þess að
fara með þær eignir sem hann eða
ríkið hefur fengið til fullnustu á kröf-
um sem það hefur átt á hendur fjár-
málafyrirtækjum í kjölfar þeirra um-
skipta sem urðu á starfsemi á þeim
markaði haustið 2008. Þar reynir
m.a. á lagaheimildir til slíks og með-
ferð trúnaðarupplýsinga innan seðla-
bankans.
Ég ítreka að því miður hefur af-
greiðsla umboðsmanns Alþingis á
kvörtun Ursusar ehf. tekið lengri
tíma en ég hefði kosið og hef miðað
við í starfi mínu. Ég hef hér að fram-
an bæði lýst þeim almennu vand-
kvæðum sem verið hafa á því að emb-
ætti umboðsmanns Alþingis hafi
getað afgreitt þau mál sem embættið
fjallar um innan ásættanlegs tíma og
einnig hvaða sérstöku ástæður hafa
komið til í því máli sem Heiðar Guð-
jónsson gerir að umtalsefni í grein
sinni. Ástæðan er fyrst og fremst sú
að athugun mín á því máli hefur
beinst að almennum atriðum í stjórn-
sýslu þeirra mála sem um er fjallað í
kvörtun félagsins. Ég hef talið rétt,
með hliðsjón af því hvernig starfssvið
umboðsmanns er afmarkað, að fylgj-
ast með úrvinnslu tiltekinna atriða
hjá stjórnvöldum og dómstólum áður
en ég sendi frá mér afgreiðslu mína á
málinu. Þar sem ég hafði hafið athug-
un á þessum almennu atriðum og
ekki var ljóst hver yrði framvinda
hluta þeirra á vettvangi dómstóla
þegar ég fór í leyfi frá daglegum
störfum kjörins umboðsmanns Al-
þingis 15. febrúar sl. tókst ekki að
ljúka málinu fyrir þann tíma. Hins
vegar var talið rétt að ég ynni áfram
að málinu og hafði ég gert ráð fyrir
að birta niðurstöðu mína þegar ég
kem aftur til starfa 1. júlí nk. að
loknu leyfi. Ég tek að síðustu fram að
sá tími sem kvörtun Ursusar ehf.
hefur verið til meðferðar hjá um-
boðsmanni Alþingis heyrir til und-
antekninga og skýrist annars vegar
af því að í upphafi var talið rétt að
bíða eftir endanlegri niðurstöðu
stjórnvalda og hins vegar af þeirri al-
mennu athugun sem unnið hefur ver-
ið að eftir að kvörtunin barst.
Eftir Tryggva
Gunnarsson » Fjárveitingavaldið
hefur ekki talið
unnt að verða við
óskum um aukna
fjármuni til að fjölga
starfsfólki svo hægt sé
að sinna þessum þætti
að einhverju marki.
Tryggvi
Gunnarsson
Höfundur er umboðsmaður Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis svarar