Morgunblaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 ✝ Aðalsteinn Eyj-ólfur Aðal- steinsson fæddist í Hvallátrum á Breiðafirði 5. ágúst 1923. Hann and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Eir 8. júní 2014. Foreldrar hans voru Jóhanna Sess- elja Friðriksdóttir, f. 19.10. 1899, d. 30.6. 1989 og Aðalsteinn Ólafs- son, f. 22.7. 1894, d. 27.4. 1923, stjúpfaðir Jón Daníelsson, f. 25.3. 1904, d. 20.8. 1988. Systkini: Sveinbarn, fætt andvana vorið 1921, Björg Ólafía Aðalsteinsd., f. 27.6. 1922, d. 12.12. 2008, Ólína Jóhanna Jónsd., f. 6.4. 1933, Daníel Jónss., f. 2.12. 1934, d. 20.7. 2013, María Theódóra Jónsd., f. 28.4. 1938, Elín Ágústa Jónsd., f. 7.7. 1941, d. 3.2. 1943, Valdimar Jónss., f. 24.11. 1943. Hinn 21.11. 1948 kvæntist Aðalsteinn Önnu Margréti Páls- dóttur, f. 17.5. 1929. Börn þeirra eru: 1) Hafliði Már, f. 1949, maki Jófríður Benediktsd., f. 1952, börn: a) Hugrún Björk, f. 1972, maki Hermann Þóriss., f. 1972, þeirra börn Signý Rut og Hafliði Hermann; b) Benedikta Stein- unn, f. 1973. 2) Elín Ágústa, f. 1950, maki Ásbjörn Jóhanness., f. 1949, barn: Jóhannes, f. 1979, maki Ólína Jóhanna Gíslad., f. 1981, þeirra börn Sóley og Elín Þóra. 3) Jón Valdimar, f. 1953, maki Sigrún Davíðsd., f. 1958, börn: a) Júlíus, f. 1979 (sonur hennar), maki Sandra Björk Ingad., f. 1988, hans barn Signý Lind. b) Ágústa Sigríður, f. 1988, maki Mattías Arnar Þorgrímss., f. 1987; c) Jóhanna Sesselja, f. 1990. Fyrri maki Svanhildur Benediktsd., f. 1954, börn: a) Anna Margrét, f. 1971, maki Magnús Orri Einarss., f. 1979, fyrri maki Friðrik Jónss., f. 1970, Gísli Jón Bjarnas., f. 1961, börn: a) Elín Anna, f. 1988, maki Sig- urberg Guðbrandss., f. 1988, barn: Guðbrandur Gísli; b) Íris Eva, f. 1992, barn Eva Elírós. Aðalsteinn ólst upp í Hval- látrum og bjó þar til 1975 en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Hann lærði ungur skipasmíði af afa sínum og föðurbróður sem lærðu það af sínum forfeðrum. Skólaganga var ekki löng, far- skóli og einn vetur í Iðnskólanum í Reykjavík, útskrifaðist þaðan 1963 með meistararéttindi í skipasmíðum. Hann vann við ný- smíðar og viðgerðir báta, en að- stoðaði við bústörfin eftir þörf- um. Hann var 18 ára þegar hann smíðaði fyrsta bátinn árið 1941 og þann síðasta 1975. Draupnir er stærsti báturinn sjósettur 1960. Hann byrjaði í hafnargerð í Króksfjarðarnesi 1959, svo frá 1967 samfellt hjá Vita- og hafna- málastofnun og vann við það fram á áttræðisaldur. Það eru ekki margar hafnir á landinu sem hann hefur ekki unnið við. Hann flutti ferðafólk um Breiða- fjarðareyjar og einnig fólk í emb- ættiserindum svo sem sýslumenn og presta. Hann var mörg ár í hreppsnefnd Flateyjarhrepps, m.a. sem oddviti. Hann var vita- vörður í tveimur vitum, Skarfa- kletti og Miðleiðaskeri. Að- alsteinn var hagleiksmaður á tré og járn, hjálpsamur og bóngóð- ur. Lagði miðstöðvarkerfi í hús, vatnslagnir úr brunnum til íbúð- arhúsa og gripahúsa, var hár- skeri í eyjunum (a.m.k. fyrir karlmenn). Hann lagði sig fram um að draga úr fólksfækkun í Flatey og flutti einn vetur til Flateyjar með fjölskylduna til að vinna við rækjuvinnslu. Frá árinu 2007 dvaldi hann á hjúkr- unarheimilinu Eir. Útför Aðalsteins fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 27. júní 2014, kl. 13. þeirra börn Alex- ander, Jón Stefán og Friðrik; b) Agnes, f. 1976, maki Árni Sig- urðss., f. 1973, þeirra börn Sig- urður Axel, Arndís Hrund og Arnaldur Sölvi; c) Silvía, f. 1979, maki Björgvin K. Haraldss., f. 1977, þeirra börn Freydís Sonja, Natan Orri og Gabríel Veigar. 4) Páll Finnbogi, f. 1954, maki Anna Reynisd., f. 1972, börn: Halldóra Margrét, f. 2003 og Bjarni Þormar, f. 2005. Fyrri maki Sigrún Kristinsd., f. 1954 börn: a) Kristinn Már, f. 1976, barnsmóðir Hafrún Bylgja Guð- mundsd., f. 1978, barn þeirra: Haukur Páll. b) Birkir, f. 1979. c) Anna Margrét, f. 1988, barnsfaðir Oddur Jóhann Brynjólfss., f. 1986, barn þeirra Brynjólfur Hólmar. 5) Skúli, f. 1956, maki Guðrún Brynjarsd., f. 1963, börn: a) Svala, f. 1981, maki Christoph Merschbrock, f. 1978, börn Nökkvi Þór og Lilja Dís; b) Skúli, f. 1984, maki Elsa Sólrún Hauksd., f. 1991; c) Sæunn, f. 1989; d) Snorri, f. 1995, maki Lisa María Lognberg, f. 1995. 6) Drengur, f. 1959, d. 1959. 7) Jó- hanna Björg, f. 1961, maki Eirík- ur Kr. Jóhannss., f. 1956, börn: a) Sverrir Vídalín, f. 1989, maki Vil- borg Guðjónsd., f. 1990; b) Arn- fríður Björg, Aðalsteinn Eyjólfur og Jóhann, f. 1993, d. 1993; c) Jó- hann Aðalsteinn, fæddur and- vana, 1997. 8) Aðalsteinn, f. 1964, fyrrv. maki Sigríður Sturlud., f. 1965, börn: a) Harpa Dögg, f. 1983 (dóttir hans), maki Ama- deou Barry, börn Viktoría Erla og Óðinn; b) Tinna, f. 1988 (dóttir hennar); c) Aðalsteinn Emil, f. 1994, maki Eva Björg Guð- laugsd., f. 1994; d) Adam Freyr, f. 2001. 9) Guðbjörg, f. 1966, maki Í dag kveðjum við þig, elsku pabbi. Margt flýgur í gegnum hugann á þessari stundu. Þú varst okkur systkinunum góður faðir, fyrir- mynd okkar og úrræðagóður maður, sem við ung töldum að gæti nánast allt. Stór, ótrúlega hraustur; fórst með boginn járnkarl niður í fjöru, stakkst honum í glufu og réttir hann með berum höndunum, sem væri hann grannur teinn. Syntir á eftir Björgu, sem var að reka á haf út, með afa sem kom vélinni ekki í gang. Þú varst með stærstu hendur sem ég hef séð en samt gerðirðu við klukkur, útvörp og að manni fannst hvað sem var. Þú varst strangur í uppeldinu, nei þýddi nei og ekki þýddi að suða. Við bárum mikla virðingu fyrir þér, en þú varst líka traust- ur, það fann ég þegar ég eftir slys þurfti að liggja þrjár vikur á spít- ala, þú komst á hverjum degi í heimsókn. Erfitt hefur verið að sætta sig við hvernig veikindin tóku þig smátt og smátt frá okkur fjöl- skyldunni. Nú ertu væntanlega á betri stað sem við söfnumst til þín á síð- ar. Sjáumst þá, elsku pabbi. Þinn Jón (Jónsi). Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig inn í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Kæri tengdafaðir, Guð gefi þér góðan byr inn í friðarlöndin. Sigrún. Í dag kveðjum við tengdaföður okkar, Aðalstein Eyjólf Aðal- steinsson. Steini var stór maður á svo margan hátt og það voru for- réttindi okkar þéttbýlisstrákanna að fá að kynnast honum. Hann var mörgum kostum gæddur, barngóður, gamansamur, stríð- inn, gestrisinn og ráðagóður en hörkutól og strangur þegar það átti við. Hann smíðaði margan bátinn í skemmunni í Hvallátrum, m.a. Draupni, bátinn sem hann sigldi á um Breiðafjörðinn, oftar en ekki með ókunnugt fólk, án þess að þiggja greiðslu fyrir. Þá stjórnaði hann bryggjusmíði vítt og breitt um landið þar sem hann eignaðist marga góða samstarfs- menn og vini. Steini var mjög tæknisinnaður og átti alltaf góðar græjur, Saab ásamt Bang & Oluf- sen voru merkin hans. Þá var hann heimsfrægur í fjölskyldunni fyrir vídeómyndatökur með vél- inni Hófí sem hann skellti á öxl sér við flest tækifæri. Kæri tengdapabbi, nú er far- sælu lífshlaupi lokið, hvíl í friði vinur og takk fyrir allt. Ásbjörn, Eiríkur og Gísli Jón. Elsku afi, í dag kveðjum við þig með sorg í hjarta en einnig þakk- læti og hamingju yfir þeim tíma sem við áttum saman. Við kveðjum þig öll með klökknaða lund. Kveðjum þig í hinsta sinn. En allir þó vonast að öðlast þá stund þig aftur að líta og ná þínum fund í friðarins fögru heimkynnum. (Gunnlaugur Valdimarsson) Þangað til næst, Jóhanna og Júlíus. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í æginn falla. Ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð.Vald. V. Snævarr) Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuði í hjarta og hugsa til allra góðu stundanna sem við átt- um saman. Þín verður ævinlega minnst. Ágústa og Mattías. Ég var ekki hár í lofti vorið 1940, er heimsstyrjöldin síðari náði til Íslands, aðeins sjö ára gamall. Þetta sumar fór ég til sumardvalar hjá Jóhönnu og Jóni Daníelssyni frænda mínum í Hvallátrum. Þá kynntist ég Að- alsteini Eyjólfi. Hann var rúm- lega níu árum eldri en ég, hávax- inn og herðabreiður. Fyrir mér varð hann strax Steini stóri, fyr- irmynd, sem mig langaði til að líkjast, en náði aldrei. Steina var margt til lista lagt. Hann var sterkur, laginn og út- sjónarsamur þannig að honum nýttust kraftarnir vel. Hann nam bátasmíði af Valdemar Ólafssyni föðurbróður sínum, er numið hafði af föður sínum Ólafi Berg- sveinssyni, en hann af Ólafi afa sínum Teitssyni í Sviðnum. Bát- urinn var þarfasti þjónn eyja- bænda, án hans varð ekki búið í Breiðafjarðareyjum. Steini var listasmiður bæði á tré og járn, svo sem verið höfðu forfeður hans. Auk þess laginn að fást við vélar og tilbúinn að takast á við hinn vélvædda nútíma. Ljót- ur bátur, lélegt fley. Steini hafði gott formskyn og báru bátar hans þess glöggt vitni, bæði fagrir og fóru vel á sjó. Steini var barngóður. Þess naut ég ríkulega þau 11 sumur, er ég dvaldi í Látrum. Hann átti það til að tálga fallegan bát handa mér, sem gaman var að fleyta í Vörinni, eða á fjörupollum. Eins var gaman að snudda kringum hann í smíðaskemmunni. Fylgjast með smíðunum og hlusta á hann segja sögur. Hann var prýðilega greindur, minnugur og hafði gott skopskyn. Afbragðs sögumaður, sagði svo skemmtilega frá, að ég veltist um af hlátri í spónahrúg- unni meðan hann sagði mér sögur af mönnum og atburðum í Vest- ureyjum og víðar. Allt græsku- laust gaman og meiddi engan. Þeir fósturfeðgar, Aðalsteinn og Jón Dan., bjuggu saman í Hvallátrum og voru mjög sam- hentir, þótt annar væri í raun bóndinn en hinn bátasmiðurinn. Studdu hvor annan með ráðum og dáð. Margar sjóferðir fór ég með þeim á Björgu og Ólafi. Jón sat við stjórnvölinn, en Steini gætti vélarinnar. Aldrei fann ég til sjó- hræðslu hversu vont sem var í sjóinn, svo öruggt og farsælt var allt þeirra samstarf. Jón Daníelsson tók að reskjast, slitinn af löngu bústriti brá hann búi 1967. Tími hins hefðbundna eyjabúskapar að líða að lokum. Íbúum Vestureyja fór ört fækk- andi og svo fór, árið 1975, að einn- ig Steini flutti suður til Reykja- víkur. Tveir synir hans áttu þó eftir að búa enn um hríð í Hval- látrum. Aðalsteinn fór að vinna hjá Vita- og hafnamálastofnun- inni og vann þar út starfsævina við bryggjusmíðar, verkstjórn og fleiri störf. Árið 1948 kvæntist Aðalsteinn Önnu Margréti Pálsdóttur, ágætri konu úr Reykhólasveit. Hjónaband þeirra var farsælt. Varð þeim níu barna auðið, sem öll lifa föður sinn, utan eitt, er dó fárra daga gamalt. Auk þess ólu þau upp fósturdóttur. Að ferðalokum vil ég þakka frænda mínum samfylgdina, óska honum farsællar farar yfir móð- una miklu og heillar heimkomu á ströndinni handan hennar. Von- andi reynist ferja Kharons eins traust og bátarnir þínir, Steini minn! Önnu sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur, svo og börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum. Jóhannes Bergsveinsson. Bátasmíðin í Látrum stóð föst- um fótum í æsku Aðalsteins en smiðirnir féllu frá hver af öðrum og hann hlaut ekki mikla þjálfun í uppvextinum af þeim sökum. En hann tók við merkinu og var alla sína bátasmiðstíð að þróa og leita uppi heppilegasta sköpulagið. Tíminn frá árabátum til hraðbáta. Áherslur hans lágu í ganghæfni, burði, sjóhæfni, sem hann vildi allt sameina í sama bátnum. Mestir báta hans urðu Draupnir í Hvallátrum og Farsæll í Svefn- eyjum. Í Farsæl náði hann fram ýmsu því sem honum þótti á vanta eða betur mætti fara í Draupni. Tala báta hans í nýsmíði var á fjórða tug, auk fjölda viðgerða og endurnýjana. Það bar upp á sama tíma og eftirspurn eftir bátum hans tók að dala, að verkstjóra vantaði við umbætur í höfnum landsins. Að- alsteinn bryggjusmiður varð þekktur í sjávarplássum víða um land. Trébryggjur, stálþil og sjó- varnargarðar bera verkhyggni hans vitni. Afbragðsgott að vinna hjá þessum kalli, sögðu starfs- menn hans. Þetta dettur engum í hug nema Aðalsteini, sögðu þeir, svona gerir enginn annar og þetta getur enginn annar. Þrautseigju hans og ráðum við erfiðar aðstæð- ur var viðbrugðið. Fyrsta staurabryggja hans frá 1959 stendur í Króksfjarðarnesi. Síðasta eða með síðustu hafnar- gerðum hans var einnig á heima- slóðum: Skjólgarður og pollur á Stað á Reykjanesi ætlaður til samgöngubóta fyrir svæðið 1992. Má ætla, að þetta hafi verið hon- um draumaverkefni og að oft hafi hann fundið að þessarar aðstöðu var þörf. Þegar byggð í Flateyjarhreppi var hrunin að fólki var fátt eftir hagleiksmanna að leita til ef þurfti. Það mæddi margt á Steina. Stefnufastur íhaldskarl, trúði á einkaframtakið. Ekki hygg ég samt að hann hefði stutt alla þá fjárglæframennsku sem nútíminn þekkir. Landsbyggðarmaður. Það er ekki heiglum hent að reisa við atvinnuvegi í héraði eftir að fólkið er flutt burt á vit ann- arra tækifæra. En það reyndu hann og fleiri. Sjávarútvegur frá Flatey í nokkrum mæli, hver til- raunin af annarri varð skammlíf. Hreppsnefndar- og oddvitatíð hans yfirstandandi og hann átti frumkvæðið að flestu sem reynt var. Gamla oddvitanum til margra áratuga, Steini Á. Jóns- syni, varð að orði með sínu vest- firska orðfæri: Dad er gott ad hafa Adalstein til hvers kyns er- indreksturs, hann er svo vel sédur af valdhöfunum. Flatey var í eigu fjölda manns, en hreppurinn tók hana eignar- námi í þeim tilgangi að bæta um til búrekstrar. Sagt hefur verið síðar, að það ráð hafi reynst hald- best þess sem reynt var á þessum árum. Afkomendafjöld Steina óska ég velfarnaðar í minningu hans. Hann var hagur, útsjónarsamur, fær um flest. Þurfti aldrei að spreyta sig á matseld eða hús- verkum. Harður í horn að taka, óvæginn, ekki alltaf sanngjarn eða smámunasamur um sálræna umhirðu. Góður fjölskyldufaðir samt. Anna mín Pálsdóttir, guð blessi ykkur öll. Meira: mbl.is/minningar Jóhannes Geir Gíslason. Mig langar að minnast góðs ná- granna úr Breiðafjarðareyjum, Steina úr Látrum. Hann var einn virtasti maður í eyjunum á sinni tíð. Ekki síst fyrir hvað hann var handlaginn og úrræðagóður. Bátasmiður, járnsmiður og vélamaður, allt þetta lék í hönd- unum á honum. Þegar ég var lítill strákur var það mest spennandi að fá að fara með inn í Látur, bæði vegna félagsskapar við krakkana og ekki síst að heyra sögurnar og ævintýrin sem hann sagði okkur krökkunum og þótti mér alltaf mikið til koma. Steini var lengst af oddviti Flateyjarhrepps og vann ötullega við að reyna að halda við byggð í þessum fá- menna hreppi. Til marks um áræði Steina þá heyrði ég þá sögu að hann pantaði sér logsuðutæki að sunnan og þegar hann sótti þau í Flatey kom hann við í Svefneyj- um því þar var gestkomandi vél- stjóri sem hann vissi að kynni á svona tæki og lærði á þau þarna í vörinni og notaði þau með góðum árangri eftir það. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst Aðalsteini og lærði ég margt af honum. Votta ég Önnu og afkom- endum þeirra mína dýpstu sam- úð. Kristinn Nikulásson, Svefneyjum. Aðalsteinn Eyjólfur Aðalsteinsson ✝ Samúel Richterfæddist í Reykjavík 28. febr- úar 1926. Hann lést á taugalækninga- deild Landspítalans í Fossvogi 20. júní 2014. Hann var sonur hjónanna Haraldar Þ. Richter, 19.10. 1893, d. 23.11. 1984, og Kristbjargar J. Richter, f. 17.7. 1892, d. 1.7. 1958. Hann átti þrjú systkini, Magnús Harald, f. 1925, d. 1984, Sigurjón, f. 1928, og Soffíu Emelíu, f. 1934. Samúel kvæntist aldrei en bjó síðast- liðin 34 ár með Guð- mundu S. Halldórs- dóttur. Hann var lærður bifvélavirki og starfaði sem slík- ur fram á níræð- isaldur. Lengst af starfaði hann hjá K. Kristjánssyni og Sambandinu auk þess sem hann starf- aði á eigin vegum. Útför Samúels fer fram frá Langholtskirkju í dag, 27. júní 2014, kl. 13. Elsku Samúel, ég get seint þakkað fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og börnin mín. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að þakka þér fyrir alla þá vinsemd og hlýju sem þú gafst okkur. Alltaf varstu til staðar ef við leituðum til þín eða þurftum á hjálp að halda. Yndislegri tengdapabba og afa hefðum við ekki getað fengið. Með söknuð í hjarta, þakklæti og virðingu kveð ég þig, Samúel minn. Ég bið góðan Guð að geyma þig og vefja þig örmum sínum. Elsku Munda mín og fjöl- skylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um elsku Samúel. Emilía Sighvatsdóttir. Elsku besti afi minn, nú er komið að leiðarlokum og á ég margar æðislegar minningar um þig. Þú ert einn yndislegasti og besti maður sem ég hef kynnst og vildir allt fyrir alla gera. Þú vast algjör bílakarl og áttir ótrúlega flottar Lödur sem þú gerðir við í bílskúrnum. Ég man alltaf eftir því þegar ég var krakki og ég fékk að keyra aðra Löduna með þér norður á Hellu. Þeir eru nú ófáir bíltúrarnir á Lödunum og alltaf voru þeir skemmtilegir. Það var alltaf svo spennandi að koma í bílskúrinn þinn og skoða öll verkfærin og alltaf svo góð verkstæðalykt inni í honum. Allt- af þegar við Sammi komum og gistum hjá ykkur ömmu Mundu var þvílíkt dekrað við okkur, þið fóruð alltaf með okkur í búðina sem var beint á móti ykkur í Gnoðarvoginum og við fengum að velja okkur dót og nammi, það var alltaf jafn spennandi. Ég er ótrúlega heppin að hafa átt þig sem afa og mun ég alltaf muna eftir þér og minnast þín með bros á vör, enda gerðir þú mikið af því að brosa og hlæja og þú vast al- gjör stríðnispúki. Aron Leví var svo ótrúlega hrifinn af langafa sínum og var alltaf að klappa þér og kyssa, þú dáðist að honum og hrósaðir honum í hvert einasta skipti sem við komum í heim- sókn. Nú ertu kominn á góða staðinn sem þú varst búinn að tala um svo lengi að þú vildir fara á. Ég veit að það verður passað vel uppá þig þar sem þú ert núna. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskylduna, hvíldu í friði. Þín Anna Kristín. Samúel Richter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.