Morgunblaðið - 27.06.2014, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
✝ RagnheiðurJónsdóttir
fæddist 5. maí 1943
á Akureyri. Hún
lést á krabbameins-
lækningadeild
Landspítalans 21.
júní 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Péturs-
son, f. 3.8. 1915 í
Miklagarði í Eyja-
firði, d. 28.10. 2000,
og kona hans Auður
Pálmadóttir, f. 16.1. 1917 í Gull-
brekku í Eyjafirði, d. 25.3. 1978.
Systkini hennar eru Gunnar, f.
30.5. 1942, Pétur, f. 13.8. 1944,
Pálmi Geir, f. 28.3. 1946, Kristinn
Örn, f. 14.4. 1950 og Anna Mar-
grét, f. 8.2. 1956, d. 18.3. 2004.
Eftirlifandi eiginmaður Ragn-
heiðar er Erling Aðalsteinsson, f.
27.6. 1938 í Seljateigshjáleigu í
Reyðarfirði, klæðskerameistari
og kaupmaður. Þau gengu í
hjónaband 31.12. 1969. Foreldrar
hans voru Sæbjörg Jónasdóttir, f.
29.8. 1915 í Seljateigshjáleigu í
Reyðarfirði, d. 30.9. 2007 og
Aðalsteinn Bragi Agnarson, f.
13.11. 1915 á Fremstagili í Langa-
dal, d. 17.3. 1999. Uppeldisfaðir
Erlings var Ingólfur Pétursson, f.
21.12. 1906, í Undirtúni í Eyr-
arsveit, d. 9.6. 1985. Börn Ragn-
Þórkatla Ragna, f. 30.1. 2002.
Barnabörn Adolfs eru Þorgrím-
ur, Sigurlaug og Þorbjörg.
Ragnheiður lauk Gagnfræða-
skólaprófi frá Gagnfræðaskóla
Akureyrar og fór eftir það einn
vetur í húsmæðraskólann á
Laugalandi. Ragnheiður vann við
verslunarstörf á Akureyri en hélt
svo til Englands og Svíþjóðar og
vann þar ýmis störf áður en hún
hóf störf sem flugfreyja hjá flug-
félaginu Loftleiðum 1967. Árið
1973 fluttu þau Erling til Akur-
eyrar og hóf Ragnheiður þá nám
í tækniteiknun og útskrifaðist frá
Iðnskólanum á Akureyri 1976.
Hún vann sem tækniteiknari hjá
Slippstöðinni á Akureyri í fjölda
ára og síðar sem bankaritari í
Landsbankanum á Akureyri og í
Reykjavík eftir að þau Erling
fluttu aftur til Reykjavíkur árið
2001.
Ragnheiður var þátttakandi í
ýmiskonar félagsstarfi og sinnti
formennsku og öðrum emb-
ættum innan þeirra. Hún var fé-
lagi í Zontaklúbbi Akureyrar, fé-
lagi í Sinawik á Akureyri, félagi í
Svölunum og tók virkan þátt í
starfi Oddfellow-hreyfingarinnar
bæði á Akureyri og í Reykjavík.
Útför Ragnheiðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 27. júní
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
heiðar og Erlings
eru: 1) Björg, f.
15.7. 1970 í Reykja-
vík, þjóðfræðingur.
2) Ingimar Örn, f.
17.4. 1974 á Ak-
ureyri, flugstjóri,
sambýliskona Krist-
ín Katrín Guð-
mundsdóttir, f. 24.8.
1978, og sonur
þeirra Arnar Freyr,
f. 18.10. 2010, dóttir
Kristínar er Sigur-
rós, f. 10.6. 2002. 3) Auður Jóna,
f. 29.12. 1978 á Akureyri, flug-
freyja og viðskiptafræðingur,
sambýlismaður Sigurður Hauk-
ur Gestsson, f. 30.8. 1968. Börn
Sigurðar eru Tanja Dögg, Sig-
urjón Daði, Gestur Breiðfjörð og
Styrmir Haukur. Fyrir átti Er-
ling börnin: 1) Guðbjörg, f. 10.7.
1958 í Reykjavík, doktor í við-
skiptafræði, maki Carl-Henric
Nilsson, f. 10.5. 1961. Börn
þeirra eru Katla f. 2.5. 1982,
Carl, f. 29.4. 1986 og Edda, f.
12.6. 1996. Barnabörn Guð-
bjargar eru Folke og Elise. 5)
Adolf Ingi, f. 8.9. 1962 í Reykja-
vík, íþróttafréttamaður, maki
Þórunn Sigurlaug Sigurð-
ardóttir, f. 31.1. 1964. Börn
þeirra eru: Elva Dröfn, f. 28.8.
1980, Marinó Ingi, f. 6.9. 1996 og
Sagt er að enginn viti hvað átt
hefur fyrr en misst hefur. Ég held
að áður hafi ég talið mig vita nokk-
urn veginn hvað við áttum í henni
mömmu. Ástkæra og góða
mömmu sem studdi okkur í öllu
því sem við tókum okkur fyrir
hendur og einstaka ömmu sem var
alltaf til í að leira, lita og föndra og
keypti sér ekki ást og virðingu
heldur ávann sér hana með ást
sinni og alúð. Við öll sem vorum
svo heppin að fá að kalla hana
mömmu og ömmu fengum mikið í
okkar hlut, en það gerir missinn
líka mikinn.
Það sem ég vissi kannski ekki
fyrir, en hef síðan orðið vitni að, er
hversu miklum styrk og æðruleysi
hún bjó yfir og hvað þau pabbi
sýndu marga af þessum kostum í
veikindum hennar. Þau virtust
frekar eflast við hverja raun, en
því miður var nóg af þeim. Ég hef
aldrei verið jafn stoltur af foreldr-
um mínum og ég er í dag.
Mamma skilur eftir sig góða og
nána fjölskyldu og stóran hóp
vina, en ræktarsemi þessara góðu
hópa við foreldra mína verður
aldrei fullþökkuð. Hún hafði oft á
orði hversu þakklát hún væri fyrir
hvað þau ættu góða að og hvað
fólk væri duglegt að sinna þeim og
kíkja í heimsókn.
Mamma kom úr hópi góðra
systkina, en varð stundum að láta í
minni pokann fyrir kaldhæðni og
gríni bræðra sinna. Undir lokin
var þó eins og hún væri staðráðin í
að veita þeim verðuga keppni, eins
og einhver púki væri að brjótast
út í henni undir lokin með tilsvör-
um og kveðjum til sinna nánustu.
Þegar við vættum vangana síð-
ast saman sagði hún: „Þú ert alveg
eins og Peddi bróðir“ og það var
ekkert nema hrós frá henni því
hún hélt mikið upp á systkini sín
og fjölskyldur þeirra og var stolt
af „Oddeyrargötusvipnum“.
Við munum syrgja og gráta
saman, því mömmu verður sárt
saknað. En við skulum líka gleðj-
ast og hlæja saman, því við feng-
um að njóta hennar og þess sem
hún hafði upp á að bjóða, og vera
þakklát fyrir það.
Ingimar Örn.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Elsku mamma mín. Nú skilur
leiðir og á kveðjustund er erfitt að
hugsa til þess að svo sé og verði.
Þú hefur nálgast veikindi þín af yf-
irvegun og reisn og þó svo að þú
hafir lotið í lægra haldi ertu í mín-
um augum sigurvegari.
Takk fyrir að vera þú, ljúf og
góð, traust og trú og þolinmóð.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæði mitt.
Er Íslands mestu mæður verða taldar,
þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Hafðu hjartans þakkir, blessun barna
þinna, –
og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Minningin um mikla mann-
eskju, góða móður og vin lifir og
lýsir okkur.
Sofðu rótt mamma mín.
Björg.
Góða stjúpan. Ég hef aldrei
skilið þetta með vondu stjúpuna í
ævintýrunum. Ragna kenndi mér
að stjúpur eru ekki vondar. Hún
var góða stjúpan.
Adolf.
Elsku mamma mín, ég kveð þig
með söknuð í hjarta og þakklæti
fyrir lífið sem þú gafst mér og allt
það sem þú hefur kennt mér.
Sestu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt. –
Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
(Davíð Stefánsson)
Þetta ljóð fékk ég að láni úr
Svörtum fjöðrum sem þú gafst
mér og var þér sérstaklega kær.
Ég geymi hana fyrir þig þar til við
hittumst næst.
Þín
Auður Jóna.
Ég man svo vel eftir því þegar
ég hitti Rögnu fyrst fyrir ná-
kvæmlega sex árum, í sjötugsaf-
mæli Erlings. Ég var að hitta
tengdafjölskylduna í fyrsta skipti
og var því stressuð eftir því.
Ragna kom og faðmaði mig að sér,
svo glaðleg og geislandi – sólbrún í
ljósum blómakjól. Allt kvöldið var
hún að koma til mín og athuga
hvernig ég hefði það, hafði svo
miklar áhyggjur af því að ég
þekkti engan. Mér finnst þetta
lýsa Rögnu vel, hún var svo ein-
staklega umhyggjusöm. Allt frá
þessum fyrstu kynnum okkar
fékk ég einstakar móttökur í hvert
skipti sem við hittumst. Sama á
við um Sigurrós, dóttur mína,
henni var tekið opnum örmum
eins og hún væri þeirra eigið
barnabarn og fyrir það þakka ég
með hlýhug.
Árið sem Ragna og Erling
leyfðu Arnari Frey að vera hjá sér
á daginn var okkur og honum
ómetanlegt. Arnar Freyr fékk að
eyða deginum í endalausri ást og
umhyggju hjá ömmu sinni og afa
sem alltaf höfðu nóg fyrir stafni
fyrir hann. Hann lærði svo margt
gott sem hann mun alltaf búa að.
Þó samveran með tengdamóð-
ur minni hafi ekki verið löng, í ár-
um talið, á ég svo margar dásam-
legar minningar um þessa góðu
konu. Þessar stundir mun ég varð-
veita í hjarta mínu og deila þeim
til barnabarns hennar um ókomin
ár.
Hvíl í friði, elsku Ragna mín, og
ég skal passa vel upp á strákana
þína.
Þín
Kristín (Stína).
Rögnu tengdastjúpu hitti ég
fyrst fyrir 36 árum, þegar hún var
aðeins 35 ára og ólétt að yngstu
mágkonu minni, Auði. Ég dáðist
að því hvað hún var glæsileg kona
auk þess sem hún var hlý og vin-
gjarnleg. Hún átti fallegt heimili í
húsinu sem hún ólst upp í og þang-
að var gott að koma.
Ragna var einstaklega greið-
vikin og var alltaf boðin og búin að
hjálpa til með hvað sem var. Þegar
við Adolf vorum búin að eignast
Elvu Dröfn taldi hún ekki eftir sér
að sækja hana í hádeginu í vinn-
una til mín þegar hún var búin að
vinna og vera með hana þar til
Adolf var búinn í skólanum.
Eftir að við fluttum suður til
Reykjavíkur lagði Ragna sig alltaf
fram um að vera í góðu sambandi
og eftir að þau Erling fluttu síðan
varð það samband enn nánara.
Börnunum mínum var hún af-
skaplega góð amma. Hún gaf sér
alltaf tíma til að leika við þau,
sinna þeim og fræða og fyrir það
er ég afskaplega þakklát.
Ragna var því miður ekki
heilsuhraust, því auk krabba-
meinsins barðist hún árum saman
við gigt. En þrátt fyrir það lék allt
í höndunum á henni og ég á marga
hluti sem hún bjó til og mér þykir
vænt um. Hún prjónaði á mig
uppáhaldspeysuna mína og síðan
aðra eins þegar ég var búin að
gatslíta henni, glæsilegan kjól og
ekki síst saumaði hún fallegar
diskamottur sem eru notaðar nán-
ast daglega á okkar heimili. Börn-
in fengu skreytta og merkta jóla-
sokka og ófá eru handunnu kortin
sem við fengum frá henni.
Allt þetta á ég til að minna mig
á Rögnu, en ég á eftir að sakna
hlýjunnar og gæskunnar sem
fylgdi henni alltaf. Ég er þakklát
fyrir að hafa átt hana sem tengda-
stjúpu í öll þessi ár.
Þórunn (Systa).
Aðfaranótt 21. júní kvaddi kær
systir og mágkona, Ragnheiður
Jónsdóttir, eftir löng og erfið veik-
indi. Ragna var fædd og uppalin á
Akureyri, næstelst sex systkina.
Hún fór fljótt að vinna og var víð-
sýnni en við hin systkinin. Vann
bæði hér heima og erlendis, var
flugfreyja hjá Loftleiðum auk
annarra starfa. Hún var vinsæl
bæði í leik og starfi og eignaðist
marga vini strax í æsku sem hafa
haldið vinskapnum sem kom vel í
ljós nú í veikindum hennar. Skáta-
gilið var aðalleikvangur hverfisins
og hefur hópurinn sem ólst upp á
þessum tíma hist nokkrum sinn-
um og átti Ragna sinn hlut í að af
því hefur orðið. Hún var óskorað-
ur leiðtogi okkar systkinanna og
þegar þurfti að taka ákvarðanir
vegna afmæla eða annarra tilefna
var oft viðkvæðið hjá okkur
bræðrum hennar þegar við vorum
komnir í vandræði: „Hvað segir
Ragna systir um þetta?“ Þá var
hringt og hún leysti málin. Þannig
var hún, lét verkin tala. Hún var
listræn og smekkleg og málaði fal-
legar myndir og verður að segjast
eins og er að margar þær myndir
sem hún málaði nú undanfarið eru
hrein listaverk og ótrúlegt hvern-
ig hún gat gert þetta í sínum veik-
indum. Okkur þykir afar vænt um
mynd sem hún gaf okkur nú í vor
af sumarbústaðnum okkar „Gull-
brekku“ sem er einstaklega falleg
og vel gerð. Heimili þeirra Rögnu
og Erlings ber vott um smekkvísi
og listfengi þeirra, falleg verk
prýða veggi og kappkostað að
fólki líði vel þar innandyra. Þau
hjónin gistu oft hjá okkur þegar
þau komu til Akureyrar og eigum
við margar góðar minningar frá
þeim heimsóknum, enda ávallt au-
fúsugestir. Síðustu ár hafa verið
erfið en mikil viljafesta Rögnu réð
ríkjum og var ótrúlegt að fylgjast
með henni hvernig hún komst yfir
hvert áfallið á fætur öðru sem yfir
hana gekk. En þrekið var ekki
endalaust og leiðarlokin ekki
umflúin. Að lokum viljum við,
börnin okkar og fjölskyldur þeirra
þakka Rögnu fyrir trygga vináttu
og góðvild í okkar garð og biðjum
góðan Guð að vaka yfir Erling og
fjölskyldunni allri.
Kristinn Örn Jónsson,
Gísley Þorláksdóttir.
Nú er Ragna okkar dáin eftir
langa baráttu við illvígan sjúk-
dóm, sem hún tókst á við með ein-
stöku æðruleysi. Það var mikið
happ fyrir Erling bróður minn
þegar hann kvæntist Rögnu. Hún
reyndist honum góður lífsföru-
nautur. Saman sköpuðu þau sam-
henta, farsæla fjölskyldu og í lok
starfsævinnar gátu þau glöð litið
yfir farinn veg.
Ragna var fædd og uppalin á
Akureyri og þar bjuggu þau Er-
ling meðan þau ólu upp sinn
barnahóp. Þau bjuggu lengst af á
Oddeyrargötunni þar sem Ragna
hafði alist upp. Þótt Erling og
Ragna væru ólík voru þau ákaf-
lega samrýnd. Þannig bjuggu þau
sér myndarheimili hvar sem þau
settu sig niður og sköpuðu sér
saman lífsviðurværi. Þau ferðuð-
ust mikið og fóru víða því alls stað-
ar áttu þau vini og kunningja sem
tóku vel á móti þeim og launuðu
þannig fyrir höfðingsskap og
greiðvikni sem þau sýndu öllum.
Við sem þekktum Rögnu minn-
umst afar merkilegrar konu. Ró-
semi hennar og yfirvegun var ein-
stök og hún var ákaflega hlýleg,
glaðlynd og umhyggjusöm. Alltaf
var hún tilbúin að hjálpa og veita
stuðning. Þess nutum við og börn
okkar ríkulega. Þetta er ef til vill
dálítið hástemmd lýsing en svona
var Ragna og svona munum við
minnast hennar.
Við sendum Erling og börnun-
um samúðarkveðjur.
Pétur og Nanna Huld.
Dásamleg kona, mágkona mín,
Ragnheiður Jónsdóttir, hefur
safnast til feðra okkar, langt um
aldur fram, eftir hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm. Ég þekkti
Rögnu, mágkonu mína, eiginkonu
elsta bróður míns, Erlings, alltaf
undir nafninu Ragna, en ég vissi
samt að hún hét Ragnheiður.
Við kynntumst, þegar ég var
kornung stúlka, og hún og Erling
að hefja búskap saman á Rauða-
læk, hér í Reykjavík. Ég kom með
þáverandi kærasta mínum, síðar
eiginmanni og nú um langa hríð
fyrrverandi eiginmanni, Viðari, í
heimsókn til þeirra á heimili
þeirra við Rauðalæk.
Þá, eins og allar götur síðan,
tóku þau Ragna og Erling á móti
okkur eins og við værum fullorðið
fólk og jafningjar. Þessi fyrstu
kynni við Rögnu gerðu það að
verkum, að aldrei var farið um Ak-
ureyri án þess að heilsa upp á þau
og alltaf sami höfðingsskapurinn
og gestrisnin, sem þar ríkti á bær.
Mér er minnisstætt, þegar við
Viðar sóttum þau heim á Akureyri
í janúar, 1973, í fyrsta sinn og vor-
um þá í skíðaferð og þá var þeirra
fyrsta barn, Björg, aðeins tveggja
ára. Þvílíkar móttökur. Við feng-
um að gista, njóta þeirra fé-
lagsskapar og Björg var þvílíkur
gleðigjafi, að mér er enn minnis-
stætt. Síðar komu aðrir gleðigjaf-
ar, þau Ingimar og Auður og alltaf
voru móttökurnar þær sömu, í
ótrúlega höfðinglegum heimsókn-
um, aðallega á Oddeyrargötu, áð-
ur en þau elskulegu hjón fluttu
aftur á mölina hér.
Við fórum með Hilmari bróður
og Óliver, syni hans, í ógleyman-
lega útilegu í Vaglaskóg, í svona
Mallorkaveðri og svömluðum öll í
Fnjóská og grilluðum þess á milli.
Og allar götur síðan vorum við þau
sem þáðu, en veittum svo lítið,
þegar Ragna og Erling áttu í hlut.
Á því bið ég einlæglega forláts, en
er það ekki svo að maður heldur
alltaf að það sé nægur tími til
stefnu?
Aldrei nokkurn tíma varð ég
nokkurs áskynja, nema einlægs
áhuga Rögnu á því sem ég og
börnin mín vorum að taka okkur
fyrir hendur. Hún sýndi þessa
óumræðilegu hlýju og umhyggju,
sem fæstum okkar er gefið að
sýna. Mér sýndi hún einstaka
hlýju og vináttu, jafnvel þótt ég
trassaði að hafa samband við hana
svo misserum skipti. Hún var ein-
stök fjöskyldumanneskja, sem
sést af arfleifð þeirri sem hún skil-
ur eftir sig: frábæran eiginmann,
dásamleg börn, tengdabörn,
stjúpbörn og barnabörn. Fingra-
för Rögnu, hvað varðar ást og um-
hyggju, munu umlykja þessa fjöl-
skyldu og ég bið góðan guð að
varðveita ykkur öll og styrkja í
þessum mikla harmi ykkar.
Agnes Bragadóttir.
Virðuleiki og reisn er það fyrsta
sem kemur upp í hugann þegar
maður minnist Rögnu frænku. Ég
var þess alltaf fullviss að blóðið
sem rann um æðar þessarar fögru
frænku minnar væri ögn blárra en
gerist og gengur á Fróni. Fas
hennar og framkoma voru óað-
finnanleg, eins og aðalskonu sem
hlotið hefur stranga þjálfun meðal
hefðarmeyja. Fatasmekkur henn-
ar og ytra útlit voru í sama anda,
hún var glæsileikinn uppmálaður.
Á bak við þessa glansmynd bjó
hins vegar kona með járnharðan
vilja og baráttuþrek sem hvaða
heljarmenni hefði mátti prísa sig
sælt að vera hálfdrættingur við.
Armóður og sjálfsvorkunn voru
eitur í beinum Rögnu frænku, auk
þess sem slíkt rímaði hvorki við
hennar ytri né innri mann.
Mér þótti ákaflega vænt um
Rögnu frænku. Hún var einstak-
lega viðræðugóð, hugulsöm og
nærgætin. Hin asalausa glettni
hennar yljaði líka og veitti vellíð-
un, það var alltaf ljúft að hitta
hana.
Ragna frænka var gæfumann-
eskja, allt sem hún kom nálægt
bar þess merki. Hún bjó í farsælu
hjónabandi og við barnalán.
Meðan ég samdi þessi fátæk-
legu minningarorð slokknaði
þrisvar á tölvunni. Ég er sannfærð
um að hún frænka mín átti þar
hlut að máli, hún var ekki mikið
gefin fyrir að láta hæla sér. Okkur
þótti öllum mikið til Rögnu koma
og ég er óendanlega þakklát fyrir
samfylgdina við þessa mögnuðu
frænku mína.
Kæru Erling, Björg, Ingimar
og fjölskylda og Auður, mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðrún Ingólfsdóttir.
Það er komið að leiðarlokum
hjá Rögnu frænku okkar eftir erf-
ið veikindi. Okkur setur hljóðar og
spyrjum okkur hver stjórni því að
kona á besta aldri sé kölluð frá
fjölskyldu sinni og ástvinum, og
litla ömmustráknum sem nú fer á
mis við að kynnast sinni yndislegu
ömmu, en við vitum að foreldrar
hans, afi og föðursystur verða
dugleg að halda minningu hennar
á lofti.
Við systurnar eigum svo marg-
ar minningar um hana Rögnu
okkar, Rögnu sem var okkur svo
miklu meira en frænka. Hún var
okkur líka sem stóra systir og vin-
kona og einnig var hún besta vin-
kona foreldra okkar og mömmu
okkar var hún líka eins og systir.
Því finnst okkur táknrænt að hún
skuli vera borin til grafar á
tveggja ára dánardegi hennar, 27.
júní.
Hún bjó inni á okkar heimili í
nokkur ár á meðan við vorum að
alast upp og það eru margar minn-
ingar sem við eigum um þá sam-
búð, sem var mjög skemmtileg og
gefandi fyrir okkur öll.
Ragna var flugfreyja og það var
heilt ævintýri að fá að fara í fata-
skápinn hennar sem stóð okkur
alltaf opinn og okkur systrum gef-
ið ótakmarkað leyfi til að kíkja í
skápinn og fá að láni öll hennar föt
og fylgihluti. Og okkur er alltaf
Ragnheiður Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist
nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum
væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt
og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og
sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Blessuð sé minning þín.
Edda Snorradóttir.