Morgunblaðið - 27.06.2014, Page 31

Morgunblaðið - 27.06.2014, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 ævi. Líklega hefur engin kynslóð á undan honum upplifað aðrar eins þjóðfélagsbreytingar og erf- itt að ímynda sér að komandi kyn- slóðir eigi eftir upplifa annað eins. Þessar þjóðfélagsbreytingar lifði Jón allar í sinni kæru sveit og heimabyggð í Austur-Húnavatns- sýslu. Það mátti alltaf heyra á afa að hann var stoltur af sinni heima- byggð og vildi hag hennar sem mestan. Þessi væntumþykja var tær og fölskvalaus og byggðist aldrei á nokkrum samanburði við aðra landshluta eða önnur lönd. Á seinni árum þótti honum fátt betra en að keyra um og fylgjast með lífinu í sveitinni og þorpinu. Hann var nægjusamur og ánægð- ur með sitt, jákvæður og talaði alltaf vel um alla menn. Hans mesta gæfa í lífinu var fjölskyldan og hjónaband þeirra Möggu ömmu. Saman byggðu þau upp stóra fjölskyldu og yndislegt heimili sem hýsti margar gleði- stundir okkar afkomendanna. Í dag kveðjum við þennan góða mann sem við erum svo heppin að hafa átt fyrir afa. Við minnumst hans með þakklæti og ást. Sólveig Halldórsdóttir, Flóki Halldórsson og Halldór Halldórsson. Í dag verður til moldar borinn heiðursmaðurinn Jón E. Krist- jánsson, fyrrverandi bóndi í Köldukinn í Austur-Húnavatns- sýslu. Ég kynntist Jóni fyrst að ráði eftir að ég kom á þing og fór að starfa með heimamönnum að ýmsum málum sem þeir bentu mér á til framfara fyrir héraðið. Ég vissi að bæði konan mín, Ingi- björg Sólveig Kolka, og ekki síður tengdamóðir, Ingibjörg Pálsdótt- ir Kolka, höfðu miklar mætur á fólkinu í Köldukinn. Bros færðist um andlit tengdamömmu þegar hún minntist harmonikkuleiks Jóns á böllum og samkomum á Blönduósi og víðar. Jón kunni að gleðja fólk með leik sínum og léttu yfirbragði. Jón rak flutningafyrirtækið Tvistinn á Blönduósi um árabil. Honum var mjög umhugað um at- vinnulíf og hagi byggðar sinnar og samferðafólks. Við hittumst oft á þessum árum, hann kallaði á mig eða ég leit inn hjá honum í fyrirtækinu. Alltaf var hann með hugmyndir, ábendingar eða hvatningu um hvað mætti gera og ég er þakklátur honum fyrir mörg þau hollráð sem hann gaf. Seinna þegar hann hafði selt fyrirtækið og dregið sig út úr dag- legum atvinnurekstri og vinnu heimsóttum við þau hjón, Jón og Margréti, á heimili þeirra. Var það nokkuð fastur liður að kíkja í kaffi og njóta nýbakaðra pönnu- kaka og annars góðgætis með bæði léttu spjalli og alvarlegum samræðum. Heimilið einkenndist af gestrisni og hlýju. Og fallegur, gróskumikill garðurinn kringum húsið endurspeglaði nostursemi og smekkvísi þeirra hjóna. Félagshyggja og samhjálp var Jóni í blóð borin. Hann var af þeirri kynslóð sem fagnaði Lýð- veldisstofnuninni 1944. Að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar var honum ávallt ofarlega í huga. Örugglega hefur Jón E. Krist- jánsson í Köldukinn fyllt flokk þann sem Páll V.G. Kolka læknir var með í huga þegar hann segir í kvæði sínu Húnabyggð: Húnabyggð þinn hróður gjalli heill í skaut þér jafnan falli búi sæld um bændalönd. Blanda meðan sjávar leitar Eygló sendi öldur heitar, yfir dali fjörð og strönd. Yrki máttug húnvetnsk hönd haga fríðrar ættar sveitar. Nú að leiðarlokum þökkum við Ingibjörg Jóni samfylgdina og sendum einlægar samúðarkveðj- ur til Margrétar og fjölskyldunn- ar allrar. Blessuð sé minning Jóns E. Kristjánssonar frá Köldukinn. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. ✝ Guðrún Guðna-dóttir fæddist í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 14. maí 1922. Hún lést á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 14. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Guðni Markússon frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 1893, d. 1973, og Ingigerður Guðjóns- dóttir frá Brekkum í Hvol- hreppi, f. 1897, d. 1984. Guðrún átti átta alsystkin, þau eru: Guðni, Magnús, Markús Grétar, Guðbjörg, Oddný, Margrét, Þur- íður og Guðný. Þrjár systur hennar, þær Guðbjörg, Oddný og Guðný, lifa Guðrúnu. Guðrún giftist árið 1942 Guð- mundi Sigurðssyni frá Stekkjar- koti í Njarðvík, f. 11.2. 1921, d. 26.11. 1984. Þau skildu. Sam- býlismaður Guðrúnar eftir það var Siggeir Magnús Eiríksson, f. 23.2. 1920, d. 28.12. 1985, þau skildu. Þriðji maður Guðrúnar var Ásgeir Þorleifsson, f. 2.2. 1921, d. 30.10. 2007. Synir Guð- rúnar og Guðmundar eru: 1) Gunnar Helgi Guðmundsson, f. 1943, k.h. Jóna Baldvinsdóttir og eiga þau þrjú börn: a) Guð- mundur Rúnar, f. 1963, k.h. Hugrún Reynisdóttir, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. b) María, f. 1964, á hún fjögur börn og fimm barnabörn. c ) Baldvin Óli, f. 1969, k.h. Arna Hreinsdóttir. Hann á tvö börn frá fyrra hjónabandi og hún líka. 2) Guðni Marís Guðmundsson, f. 1947, k.h. Helga Jó- hanna Jósefsdóttir, saman eiga þau þrjú börn og Guðni á þrjú börn frá fyrra hjónabandi: a) Heiðar Már, f. 1969, í sambúð með Randi Hólm. Hann á þrjú börn úr fyrra hjónabandi og Randi á tvö börn úr fyrra hjóna- bandi. b) Elfa Björk, f. 1971, m.h. Einar Farestveit og eiga þau þrjú börn. c) Þórður Ingi, f. 1975, hann á eitt barn. d) Berg- lind Björk, f. 1982, m.h. Davíð Ingi Baldursson og eiga þau þrjú börn. e) Guðrún Magnea, f. 1987, sambýlismaður Snorri Þór Árnason og eiga þau eitt barn. f) Sóley Rut, f. 1992, sambýlis- maður Bjarki Þór Guðmunds- son. 3) Samúel Jóhann Guð- mundsson, f. 1949, k.h. Kristín Kolbrún Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn. a) Rúnar Geir, f. 1970, sambýliskona Am- anda Berry og eiga þau saman eitt barn. Hann á tvö börn frá fyrra hjónabandi. b) Íris Björk, f. 1975, m.h. Jón Páll Gestsson og eiga þau tvö börn saman og áttu bæði eitt barn frá fyrri sam- böndum. c) Fjóla Björk, f. 1975, sambýliskona Dorte E. Holm Hansen. Fjóla á eitt barn frá fyrra sambandi. Afkomendur Guðrúnar eru því nú 49 talsins. Útför Guðrúnar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 27. júní 2014, kl. 13.30. Elsku systir mín. Nú eru allar þrautir á enda. Þú varst búin að vera mjög veik síðustu mánuði, en nú ertu komin í faðm Drottins sem þú elskaðir. Mér fannst svo gaman að sjá þegar ég kom til þín hvað þú varst dugleg að punta þig þótt veik værir. Alltaf varst þú að sýna mér hvað þú varst að mála eða teikna því þú þurftir alltaf að hafa eitthvað á milli handanna. Ég man hvað þú varst dugleg að sauma á þig og drengina þína þeg- ar þeir voru litlir. Oft saumaðir þú á þá upp úr gömlum fötum og tókst þér það alltaf vel. Það var ekki alltaf hægt að fara út og kaupa ný efni. Allt prjónaðir þú líka á ykkur svo það var alltaf nóg að gera. Elsku Gunna mín, þú vildir öll- um gott gera. Ég gleymi aldrei hvað þú varst yndisleg við mig þegar ég þurfti að fara í stóra að- gerð og var send alltof fljótt heim. Þú komst á hverjum degi til mín með mat og góðgæti. Ég var ákveðin í að ef þú yrðir veik ætlaði ég að launa þér greiðann. En svo fluttir þú úr bænum og ég gat ekki staðið við allt sem ég ætlaði að gera fyrir þig. Ég á eftir að sakna þín mikið, Gunna mín, en ég á líka að gleðjast því þú ert komin heim til Drottins og nú líður þér vel. Það eina sem ég get gert fyrir þig núna er að biðja fyrir börnum þínum og barnabörnum. Ég votta þeim öllum dýpstu samúð mína. Hafðu þökk, elsku systir mín, fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég kveð þig með Davíðssálmi 23. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast. Leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns þíns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mina og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Oddný Guðnadóttir. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Gunna mín. Með þessu ljóði vil ég þakka þér samfylgdina og einstaka gæsku þína við mig og mína frá því ég var barn í föðurgarði og öll mín fullorðinsár. Guð blessi og styrki fjölskyld- una þína. Hvíl í friði, kæra frænka og vin- kona. Ingigerður Magnúsdóttir. Góð kona er nú fallin frá. Í dag kveðjum við Guðrúnu Guðnadótt- ur sem lést 14. júní sl að dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði. Við vorum svo lánsamar að Gunna var partur af bernsku okkar á meðan hún var gift Gumma frænda, og mikill samgangur var á milli fjöl- skyldnanna. Í fjölskyldunni var hún alltaf kölluð Gunna mákka og þeim heiðurstitli hélt hún þrátt fyrir skilnað þeirra hjóna. Gunna var sérstaklega glæsileg kona og hafði mikið yndi af því að klæðast fallega. Hún var mikil hannyrða- og saumakona og saumaði fallegar flíkur á fjölskylduna. Hún hafði góða kímnigáfu og í minn- ingunni var mikill hlátur í kring- um Gunnu. Hún skilur eftir fagrar minningar og ástúðlegar hugsanir hjá öllum sem hana þekktu. Hvíl í guðs friði. Jo Ann, Linda og Hanna. Guðrún Guðnadóttir ✝ María Stef-ánsdóttir fæddist á Akureyri 18. október 1963. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 19. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Stefán Bragi Bragason, f. 12.9. 1938, og Sig- urlína Rut Ólafs- dóttir, f. 19.2. 1941, d. 16.7. 2004. Systkini Maríu eru Soffía, f. 9.8. 1959, Bragi, f. 15.1. 1965, d. 6.1. 2014, Guðný, f. 25.7. 1968, drengur, f. 29.9. 1972, hann lést skömmu síðar, og Sigurlaug, f. 9.12. 1975. Hinn 3.7. 1988 gekk María að eiga Þorgeir Smára Jónsson, f. 8.5. 1960. Hann er sonur Jóns Kristins Stefánssonar, f. 29.10. 1919, d. 21.2. 2006, og Önnu Að- alheiðar Guðmundsdóttur, f. 10.5. 1929. María og Þorgeir eignuðust þrjú börn, fyrir átti María dótt- urina 1) Söndru Rut, f. 3. 7. 1982. Þorgeir ættleiddi hana árið 2000. Börn hennar eru: a) Katrín Elva Elmarsdóttir, b) Ívar Örn Elmarsson. Sam- býlismaður Söndru er Gestur B. Mikkels- en, f. 22.12. 1980. Börn hans eru: a) Iðunn Klara Gestsdóttir, b) Gestur Natan Gestsson. 2) Heiður Ósk, f. 25.3. 1989. Sambýlismaður hennar er Georg Fannar Haraldsson, f. 15.6. 1986, og saman eiga þau einn son, Anton Smára. 3) Stef- án Bragi, f. 27.8. 1992. Sam- býliskona hans er Sandra Marý Arnardóttir, f. 5.8. 1986. 4) Jón Kristinn, f. 9.9. 1999. Útför Maríu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 27. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku mamma. Þannig týnist tíminn er fyrirsögn á lagi sem þú hélst mikið upp á og á vel við á þessum tíma. Tíminn svo sann- arlega flaug frá okkur en minn- ingarnar sitja fast eftir. Þegar við sitjum öll saman og rifjum upp góða tíma kemur fyrst upp þessi fræga setning þín: „Það er allt eftir.“ Við áttum svo sann- arlega mikið eftir með þér en það var rifið frá okkur allt of fljótt. Lífið getur verið svo ósanngjarnt stundum en þú kenndir okkur að taka hvern dag fyrir sig og meta það sem við höfum. Mömmumatur var alltaf best- ur og við vorum aldrei svikin um það þegar við komum í mat. Þú varst úrvalskokkur og bakari og voru kornflexkökurnar og draumterturnar það besta sem við fengum. Það var ekki tekið af þér að þú vildir alltaf eiga nóg til og má þar nefna sósugerðina. Ef tveimur var boðið í mat þá var ávallt gerð sósa fyrir tuttugu manns. Það eru líka ekki allir sem rjúka út í búð korter í jól og kaupa auka-kjötstykki bara til þess að eiga nóg. Elsku mamma, það er stórt gat sem þú skildir eftir sem eng- inn getur fyllt upp í. Þú varst besta amma í heimi og barna- börnunum þótti alltaf gott að koma til þín. Þú hafðir unun af því að lesa fyrir þau sögur og syngja með þeim en best þótti þér að hlusta á þau tala um lífið og tilveruna. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur öll og veittir okkur tilsögn þegar við áttum erfitt. Ef það væri eitthvað sem við öll myndum vilja segja einu sinni enn við þig væri það að við elsk- um þig. Við biðjum Guð og alla hans engla að varðveita þig og passa þar til við hittumst á ný. Þinn eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn. Sorg kemur að óvörum, en það gerir huggun líka. Huggun er trú, von og kærleikur. Það vorum við, það voru aðrir og það var Guð. Það var trú, von og kærleikur sem snéri sorginni og opinberaði okkur sýn á hina hlið- ina, því sorgin á sér eins og allt annað bæði bjarta og dimma hlið. Elsku systir, síðustu mánuðir hafa reynst fjölskyldunni erfiðir. Nú sitjum við þrjár systurnar eftir og látum hugann reika um allar góðu stundirnar við eldhús- borðið. Alltaf var hægt að leita til þín eftir aðstoð og skipti ekki máli hvað var, þú varst alltaf boðin og búin, ævinlega varst þú fyrst á staðinn. Það var frábær- lega gaman að skemmta sér með þér, dæmalaus gleði og hávaði sem fylgdi okkur á slíkum stundum, sem líða okkur seint úr minni. Þakklátar erum við fyrir dýrmætu stundina sem við áttum allar saman í lok maí, en þá hittumst við í fjölskyldugrilli og við allar með litríku gleðihúf- urnar sem þú prjónaðir handa okkur. Það var mikil gleðistund sem geymist um ókomna tíð. Systkinabörn þín minnast þín með hlýhug og geyma minningu um Mæju frænku, rauða ópalinn, allar frábæru ferðirnar í sveitina og þegar þau voru í pössun hjá þér. Elsku Mæja systir, við þökk- um þér samfylgdina, megi Guð geyma þig og gefa Þorgeiri og börnum ykkar styrk í sorginni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Þínar systur, Soffía, Guðný, Sigurlaug og fjölskyldur. Hún María okkar er dáin, mig setti hljóða, við sem ætluðum að hittast fljótt aftur. Við hittumst í Símey fyrir tveimur árum á stuðningsfulltrúabraut. Það var ótrúlegt hvað þessi hópur small saman og hversu mikinn stuðn- ing við veittum hver annarri í verkefnum og prófi á þessum tíma. Þegar við vorum útskrif- aðar hittumst við á kaffihúsi einu sinni í mánuði. Þennan dag tók María frá og ekkert gat truflað þennan tíma. Það var misjafnt hversu margar komu. Síðasti hittingur okkar var í maí en þá hafði verið hlé og beðið eftir að María væri það hress að hún kæmist og í byrjun maí hitt- umst við, mikið var hlegið og all- ar svo hressar, svo það var ákveðið að hittast aftur í júní. En eins og við sögðum réð María ferðinni og beðið var eftir að hún yrði hress en ekki gafst okkur tími til að hittast. María var kölluð burt frá okkur og ætl- að annað og meira að gera. Elsku María okkar, við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum saman og munum við minnast þessara stunda er við hittumst. Kæri eignmaður, börn, tengda- börn og barnabörn. Við vottum okkar dýpstu samúð við fráfall elskulegrar konu. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Skólasystur úr Símey 2012, Ágústína Söebech. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) María Stefánsdóttir hóf störf við Lundarskóla í apríl 2002 og vann þar æ síðan. María sinnti ýmsum störfum í skólanum, hún vann í Skólavistun, sem skólaliði, í eldhúsi en lengst af var hún stuðningsfulltrúi. Hún sinnti starfi sínu af alúð og sýndi börn- unum ávallt umhyggju. Hún hafði mikinn áhuga á að styðja við lestur barnanna sem hún sinnti sérstaklega. María var dugleg að taka að sér forföll í skólavistun þegar starfsmenn voru veikir og lengja þannig vinnudag sinn. Fyrir það eru stjórnendur ævinlega þakklátir og komu því til móts við hana þegar hún fylgdi yngri syni sín- um á skákmót vítt og breitt um heiminn. Við fráfall Maríu er höggvið skarð í starfsmannahóp Lundarskóla. Við sendum fjöl- skyldu Maríu samúðarkveðjur á erfiðum tímum. Fyrir hönd starfsfólks Lund- arskóla, Helga R. Gunnlaugsdóttir. María Stefánsdóttir ✝ HeimirEinarsson fæddist á Djúpa- vogi 20. október 1955. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut 24. maí 2014. Hann var giftur Ólöfu Gerði Helgadóttir, f. 12.6. 1955. Þau eignuðust einn son, Ólaf Inga, f. 18.11. 1976, dóttir hans er Íris Helena, f. 5.9. 2006. Fóstursonur Heimis og sonur Ólafar er Rún- ar Þór Gunnarsson, f. 19.1. 1972. Foreldrar Heimis eru þau Sigurrós Ingileif Ákadóttir, f. 21.8. 1932, og Einar Haraldur Gíslason, f. 22.6. 1932. Systk- ini Heimis eru Rögnvaldur Gísli, f. 21.7. 1950, Guð- mundur Ingi, f. 23.7. 1962, og Áslaug Sig- rún, f. 26.1. 1967. Útför Heimis fór fram í kyrr- þey. Elsku afi minn, ég sakna þín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi faðir þér ég sendi. Bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Þín Íris Helena. Heimir Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.