Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 44

Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 44
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 178. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Luis Suárez er hættur 2. Workforce A liðið fyrst í mark 3. Tók kynferðislegar myndir af líkum 4. Suárez í níu leikja bann »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómplata sem hefur að geyma tónlistina í væntanlegum söngleik Ívars Páls Jónssonar, Revolution In- side the Elbow of Ragnar Agnarsson the Furniture Painter, sem sýndur verður í New York-borg í sumar, hlýt- ur afar jákvæða dóma í tímaritinu Rust og á vefnum Sound of Confu- sion. Tónlistina samdi Ívar Páll og segir í Rust að hún sé meistaraverk og ótrúlegt afrek. Í The Sound of Confusion segir m.a. að tónlistin sé unnin af miklu sjálfsöryggi. Morgunblaðið/Golli Olnbogabyltingin hlýtur lofdóma  Dagur B. Egg- ertsson borg- arstjóri opnar í dag kl. 16 sýn- inguna The Art of Being Icelandic í Ráðhúsi Reykja- víkur. Á henni er sjónum beint að íslenskum bókmenntum í þýðingum og umgjörð hennar íslensk hönnun. Dagur opnar sýningu  Trommuleikarinn Jón Geir Jó- hannsson leyfir vinum sínum á Facebook að fylgjast með hvernig undirbún- ingur Skálmaldar- manna fyrir Reykjavík- urmaraþon Íslands- banka gengur. Nýjustu myndina sem hann birtir af sér nefnir hann „Eftir- hlaupabugun“ og vekur uppátækið mikla kátínu sem og hvatningarorð. Þreyttur trommari hvattur áfram Á laugardag og sunnudag Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað vestan- og suðvestanlands og sums staðar súldarloft, eink- um við ströndina, annars skýjað með köflum. Hiti 10-18 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og súld eða dálítil rigning af og til um landið vestanvert, en lengst af þurrt og bjart veður norðaustantil. Hiti yfirleitt 10-18 stig. VEÐUR Alsír, Bandaríkin, Belgía og Þýskaland tryggðu sér síð- ustu fjögur sætin í 16-liða úrslitum heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu í gær þegar riðlakeppninni lauk með fjórum leikjum. Alsír náði að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í fyrsta skipti á kostnað Rússa eftir uppgjör liðanna í gærkvöldi. Ekkert verður leikið á HM í dag en 16-liða úrslit hefjast á morgun. »1 Besti árangur Alsírbúa á HM Ljóst er að Luiz Suárez leikur ekki með landsliði Úrúgvæ á morgun þeg- ar það mætir landsliði Kólumbíu í 16- liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Río de Janeiro. Hann var dæmdur í níu leikja bann með landsliði Úrúgvæ og úti- lokaður frá öllum opinber- um knattspyrnuleik næstu fjóra mánuði af Alþjóða knattspyrnu- sambandinu FIFA. Suárez leik- ur því ekki með Liverpool eða öðru félagsliði fyrr en í lok október. »1 Suárez verður frá keppni til októberloka „Það er ekkert gaman að hafa ekki tækifæri til þess að verja titilinn frá því í fyrra. En maður var með þetta á bak við eyrað að þetta gæti gerst,“ sagði Guðmundur Ágúst Krist- jánsson, Íslandsmeistari síðasta árs í holukeppni karla í golfi, en Guð- mundur Ágúst fékk ekki keppnisrétt í mótinu í ár. Íslandsmótið hefst nú fyrir hádegi á Hvaleyrinni. »4 Íslandsmeistarinn fékk ekki keppnisleyfi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Púkamótið í knattspyrnu fer fram á Ísafirði í dag og á morgun og er nú haldið í 10. sinn. „Helsti tilgangurinn er að byggja upp og styrkja æskuna á svæðinu,“ segir Ísfirðingurinn Jó- hann Torfason, helsti hvatamaður viðburðarins og skipuleggjandi. Félagarnir Jóhann Torfason, Guð- mundur Ólafsson og Haraldur Leifs- son komu saman fyrir um áratug og ræddu um að endurvekja gamlar minningar á fótboltavellinum. „Ís- firðingar eru alltaf kallaðir púkar og við ákváðum að halda púkamót,“ segir Jóhann um mótið. Hann segir að hugsunin hafi fyrst og fremst ver- ið að fá saman brottflutta Ísfirðinga en mótið sé engu að síður fyrir alla eldri en 30 ára sem hafa gaman af því að spila knattspyrnu. „Við byrj- uðum á því að kalla á gullaldarlið Ís- firðinga, sem vann sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið 1962, og gerðum leikmennina að heiðursfélögum,“ rifjar Jóhann upp. „Þetta fór rólega af stað en hefur undið upp á sig og nú taka um 70 spilarar þátt í mótinu.“ Styrkja góð málefni Aðstandendur Púkamótsins hafa byggt upp sjóð til þess að styrkja framgang knattspyrnunnar á svæðinu. Ásamt Knatt- spyrnusambandi Íslands gáfu þeir gervigrasvöll við grunnskólann á Ísafirði og þeir hafa styrkt þjálfara og dómara til að afla sér auk- innar menntunar. „Mótið styrkir þennan sjóð og fyrir vikið getum við styrkt góð málefni,“ seg- ir Jóhann. Hann bætir við að það hafi komið til tals að skrifa sögu knatt- spyrnunnar fyrir vestan og verði hugmyndin að veruleika sé gott að eiga fjármagn í handraðanum. Vinátta Þótt gjarnan sé hart barist á vell- inum og enginn sé annars bróðir í leik eru allir vinir utan vallar og sú vinátta, sem á sér engin landamæri, endist oft ævilangt. „Fótboltamenn njóta þess að eiga góðar stundir saman og sá er helsti tilgangur mótsins; að sýna sig og sjá aðra,“ segir Jóhann. „Þessi vinátta er okkur öllum mikilvæg og við vilj- um viðhalda henni og styrkja, byggja upp þennan anda, búa til þetta stóra hjarta sem ég þekki svo vel úr KR, mínu góða félagi í Reykjavík, og mun aldrei gleyma.“ Púkar styrkja yngri púka  Púkamótið í knattspyrnu á Ísafirði í 10. sinn Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Púkar Björn Helgason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, til vinstri með nokkrum öðrum púkum að vestan. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) heldur stjórnarfund á Ísa- firði í dag. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að gjarnan hafi verið haldinn einn stjórnarfundur úti á landi árlega og stjórnar- menn noti tækifærið og ræði við forystumenn knattspyrnumála á svæð- inu sem og bæjaryfirvöld. „Vestfirðingar eru stór- huga og meðal annars virðist vera ákveðinn vilji til að byggja knatt- hús, sem einnig má nota undir ýmsar samkomur,“ segir Geir. Gömlu hetjurnar Björn Helga- son, Pétur Sigurðsson, púkapabbi Vestra, og Jens Kristmannsson, púkapabbi Harðar, auk Skaga- mannanna Jóns Gunnlaugssonar og Gunnars Sigurðssonar, verða heiðursgestir á leik BÍ/Bolungar- víkur við ÍA á Ísafirði á morgun. Vilja byggja knatthús VESTFIRÐINGAR STÓRHUGA Jóhann Torfason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.