Morgunblaðið - 11.09.2014, Page 1

Morgunblaðið - 11.09.2014, Page 1
 „Það er alltaf vont þegar töf verður á endur- greiðslum og þeim frestað, en við erum ekki enn farin að sjá hversu mikil áhrif þetta mun hafa á verkefni hjá okk- ur,“ segir Helga María Reykdal, framkvæmdastjóri hjá True North. Endurgreiðsla vegna kvikmyndaverkefna nær þrefaldast á árinu og fyrir vikið hefur fjármálaráðherra nýtt sér heimild til að fresta endur- greiðslum til framleiðenda vegna kvikmyndaverkefna. »12 Ben Stiller Næstum þreföld endurgreiðsla „Það virðist nú ekki vera nein breyting, áfram- haldandi sama gosvirkni nema það er vaxandi rennsli út í Jökulsá á Fjöllum,“ segir eldfjalla- fræðingurinn Haraldur Sigurðsson sem fór að eldstöðvunum í gær. Hann segir að áin færist austar eftir því sem hún flæmist undan hrauninu. „Það er töluvert sjónarspil þegar hraunið rennur út í ána, þá verður gufa og smáspreng- ingar en ekkert alvarlegt. Að öðru leyti er virkn- in sú sama á þessu svæði,“ segir Haraldur. Hann segir engin merki vera um að gosið sé að deyja út og hyggst hann dvelja við gosstöðvarnar enn um sinn. Mikið gas streymir upp úr gígunum í Holu- hrauni og teljast aðstæður nokkuð hættulegar. Friðrik Daníelsson, efnaverkfræðingur Vinnu- eftirlitsins, segir þá sem fara hvað næst gígunum hreinlega þurfa að vera með reykköfunarbúnað, ætli þeir að vera við öllu búnir. Ráðlagt að loka gluggum Bláa móðu hefur borið yfir Austurland frá gosstöðvunum. Hár styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist á Reyðarfirði í gær og var börnum og fólki sem viðkvæmt er fyrir ráðlagt að halda sig innandyra og loka gluggum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var ákveðið að skipa samráðshóp um viðbrögð við náttúruvá. Er honum ætlað að yfirfara kostnað og fjárþörf vegna yfirstandandi náttúruhamfara. Hópnum er jafnframt falið að fjalla um álitamál sem upp kunna að koma, sem og aðgerðir sem mögulega þarf að grípa til eftir því sem hamförunum vind- ur fram. Vísindamenn hafa sett fram nokkrar til- gátur um mögulega framvindu umbrotanna í Bárðarbungu en enn ríkir þó mikil óvissa um það sem koma skal. Áin flæmist undan hrauninu Morgunblaðið/RAX Mikil óvissa ríkir um framvindu náttúruhamfaranna  Gosvirknin stöðug og mikið gas streymir úr gígunum  Jökulsá færist austar MHættulegar gastegundir í Holuhrauni »14-15 Holuhraun Haraldur Sigurðsson virðir fyrir sér logandi hraunið falla í Jökulsá á Fjöllum. Hann segir töluvert sjónarspil verða þegar hraunið rennur út í ána. F I M M T U D A G U R 1 1. S E P T E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  212. tölublað  102. árgangur  ENDURVÖKTU HUGMYND FRÁ ÁRINU 1770 ÁHUGI ERLENDRA FJÁRFESTA VARPAR LJÓSI Á ÍSLENSKU KONUNA VIÐSKIPTAMOGGINN LJÓSMYNDIR 10GÆÐASALT 16 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í gær að samanlögð áhrif skattalækkana á árunum 2014 og 2015, ásamt hækkun bóta og lækkun húsnæðisskulda skil- uðu einstaklingum 40 milljörðum króna í hærri ráðstöfunartekjur en árið 2013. „Þessir fjörutíu milljarðar samsvara um 5 prósenta aukningu á ráðstöfunartekjum miðað við eins og þær voru þegar vinstristjórnin fór frá,“ sagði Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að framtíð Íslands byggði til- veru sína á því að menn berðust sam- an fyrir því að nýta auðlindirnar, tækifærin, þekkinguna og mannauð- inn á skynsamlegan hátt, til að skapa það samfélag velferðar, jöfnuðar, at- vinnu og réttlætis sem allir vildu til- heyra. Dólgafrjálshyggja var Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vg, ofarlega í huga en hún lýsti stefnu Sjálfstæð- isflokksins með þeim hætti um leið og hún gagnrýndi skattstefnu stjórn- valda, sem hún kallaði sérhagsmuna- stefnu. Jón Þór Ólafsson, pírati, minnti á mikilvægi netsins, heilbrigða um- gjörð þess enda væri það uppspretta nýsköpunar og hagvaxtar. 40 milljörðum meira í ráðstöfunartekjur  Hækkun ráðstöfunartekna nemur 5 prósentum frá árinu 2013  Internetið verði uppspretta nýsköp- unar og hagvaxtar  Auðlindir nýttar á skynsamlegan hátt til að skapa samfélag velferðar MStöðugleiki »4 Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Bjarni Benediktsson við umræðurnar í gærkvöldi.  Stjórnvöld á Vesturlöndum nota tölvuárásir í meiri mæli til að ná markmiðum sínum, þ.á m til eftirlits með eig- in borgurum. Í nokkrum Evr- ópulöndum hefur lögregla fengið heimild til að koma spilliforritum fyrir í tölvum grunaðra glæpa- manna. Þetta kom fram í fyrirlestri finnska netöryggissérfræðingsins Mikko Hypponen í gær. »12 Spilliforrit í tölvur grunaðra manna  Fyrirhuguð arðgreiðsla eign- arhaldsfélagsins Stoða, áður FL Group, til er- lendra hluthafa að fjárhæð 805 milljónir króna var stöðvuð af Seðlabanka Ís- lands sl. vor. Taldi Seðla- bankinn að slík arðgreiðsla, þar sem krónum yrði skipt í erlendan gjald- eyri, væri óheimil samkvæmt lögum um gjaldeyrismál. »Viðskipti SÍ stöðvaði 800 milljóna arðgreiðslu Taldi arðgreiðslu Stoða ólögmæta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.