Morgunblaðið - 11.09.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Að mati ákveðinna þingmanna Fram-
sóknarflokksins má búast við að
frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár
taki breytingum í meðförum þings-
ins, ekki síst hækkun neðra þreps
virðisaukaskatts, sem margir þing-
menn Framsóknar telja að muni
koma illa við marga þeirra sem
minnst mega sín.
Sigrún Magnúsdóttir, formaður
þingflokks Framsóknarflokksins,
sagði hér í Morgunblaðinu í gær að
það hefði náðst samkomulag um að
hleypa þessu svona áfram og að
framsóknarmenn ætluðu að fylgjast
með hvernig þessu yrði tekið og
hvernig umræðan þróaðist.
Samkvæmt samtölum blaðamanns
við nokkra þingmenn Framsóknar-
flokksins í gær er ljóst að stór hluti
þingflokksins reiknar með að fjár-
lagafrumvarpið muni taka breyting-
um í meðförum þingsins, ekki síst
reikna þingmenn með því að tekist
verið á um hækkun matarskattsins
svonefnda, úr 7% í 12%, sem þeir
telja að geti komið illa við marga og
tilgreina sérstaklega lágt launaða
einstaklinga, öryrkja og ellilífeyris-
þegar. Þeir telja þó vissulega að
hækkun barnabóta um 13% muni
nýtast stórum hópi launþega, til þess
að jafna út þá kaupmáttarskerðingu
sem þeir annars hefðu orðið fyrir,
vegna hækkunar á matvöru.
Misræmi í tölum
Ákveðins misræmis gætti í tölum í
hinu prentaða eintaki að fjárlaga-
frumvarpi næsta árs samanborið við
tölur í glærukynningu á frumvarpinu
sem Bjarni Benediktsson fjármálará-
aðherra sýndi á fundi með fjölmiðla-
fólki í fyrradag.
Þannig kom fram í hinu prentaða
eintaki að efra þrep virðisaukaskatts-
ins myndi lækka úr 25,5% í 24,5% um
næstu áramót og um þarnæstu ára-
mót úr 24,5% í 24% og lægra virð-
isaukaskattsþrepið hækki um næstu
áramót úr 7% í 11%. En í glærukynn-
ingunni og leiðréttri útgáfu frum-
varpsins á vef Alþingis kemur fram
að almenna skatthlutfallið í virðis-
aukaskatti lækki úr 25,5% í 24% 1.
janúar nk. og lægra skatthlutfallið í
virðisaukaskatti hækki úr 7% í 12%
hinn 1. janúar 2015.
Fjármálaráðuneytið skýrði mis-
ræmið í gær á þann veg að tölur í
frumvarpinu sjálfu væru úreltar því
forsendur hefðu breyst frá því talna-
vinnu við frumvarpið lauk í sumar.
Reikna með að frumvarpið
taki breytingum á þingi
Margir framsóknarþingmenn á móti hækkun matarskatts
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
Íslands, gerði tækifæri Íslands að umræðuefni í
stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Sagði hann
öflin sem nú takast á í einstöku sjónarspili á hálendi
landsins hafa skapað land gjöfult með gnægð auð-
linda. „Landið sér okkur fyrir nægri umhverfis-
vænni orku og úr fegurð og aðdráttarafli náttúr-
unnar og auðlindum sjávar verða til gríðarlega
mikil verðmæti. Mannauður okkar og hugvit bætir
sífellt við þau verðmæti, enda vinnur nú stærri hluti
þjóðarinnar að rannsóknum en annars staðar í Evr-
ópu,“ sagði Sigmundur í upphafi stefnuræðu sinnar.
Ábyrg efnhahagsstjórn
Sigmundur sagði það ánægjuefni að sjá hversu
almenn þátttaka væri í leiðréttingarleið ríkisstjórn-
arinnar. „Það er fagnaðarefni og athygli vert að sjá
hver almenn þátttaka er í aðgerðunum, en lang-
flestir þeirra sem voru með verðtryggð lán á heim-
ilum sínum sóttu um. Svo almenn þátttaka hlýtur að
vera þingmönnum stjórnarandstöðunnar umhugs-
unarefni, þegar haft er í huga hversu hatrammlega
þeir börðust gegn þessum víðtækustu aðgerðum til
hjálpar heimilum eftir efnahagshrunið.“
Sigmundur kom einnig inn á hagvaxtarspá Seðla-
banka Íslands sem spáir rúmlega 3 prósenta hag-
vexti á þessu ári og tæplega 4 prósenta árið 2015.
„Með sameiginlegu átaki ríkisstjórnarinnar og aðila
vinnumarkaðarins hefur tekist að auka kaupmátt
og koma verðbólgu niður fyrir markmið Seðlabank-
ans og hefur verðbólgan nú haldist undir verðbólgu-
markmiði bankans í sjö mánuði samfellt,“ sagði Sig-
mundur og bætti við að stöðugleiki og vöxtur sem
styðst við ábyrga stjórn efnahagsmála væri enda
inntak ríkisfjármálaáætlunar næstu ára. „Lækkun
skatta, endurskoðun á uppbyggingu skattkerfisins,
afnám fjármagnshafta og aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar til að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðis-
lána setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið fyrir árið
2015.
Skuldahlutfall ríkissjóðs af landsframleiðslu hef-
ur einnig farið stöðugt lækkandi og verður 74% í lok
árs 2015.“ Þá sagði Sigmundur atvinnuþátttöku
hafa aukist stöðugt og atvinnuleysi nú með allra
minnsta móti í Evrópu.
Ríkisstjórn ríka fólksins
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar,
minnti þingmenn á að andspænis náttúruöflunum
stæðum við öll jöfn og þannig væri það í lífinu einn-
ig. Þannig andmælti hann m.a. auknum kostnaði al-
mennings í heilbrigðiskerfinu og færslu skattbyrða
milli stétta.
„Allt svigrúm í ríkisrekstri er sem fyrr nýtt í
þágu þeirra sem best standa. Ríkisstjórn ríka fólks-
ins barðist á hæl og hnakka síðasta vetur við að
létta sanngjörnum veiðigjöldum af stórútgerðinni
sem þó skilar metafkomu. Skattbyrði hefur skipu-
lega verið flutt af allra tekjuhæstu einstaklingunum
yfir á meðaltekjufólk og lágtekjufólk,“ sagði Árni í
ræðu sinni. Hann sagði Samfylkinguna styðja af-
nám vörugjalda en telur þó enga ástæðu til að
leggja álögur á lífsnauðsynjar til að fjármagna þá
tilfærslu.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráð-
herra, sagði í ræðu sinni að enginn einn aðili bæri
ábyrgð á stöðugleika og að vinnuveitendur gætu
ekki einhliða kalla eftir ábyrgð launþegahreyfing-
anna á sama tíma og laun stjórnenda hækka. „Að
sama skapi er það ríkisvaldsins að tryggja að jafn-
vægi ríki milli þess sem gerist á almenna vinnu-
markaðnum og á hinum opinbera. Um þessi grunn-
atriði verður að vera samstaða þótt tekist sé hart á
um kaup og kjör,“ sagði Bjarni og endaði ræðu sína
á að minna á að með hallalausum fjárlögum og að-
haldi í rekstri, skattalækkunum og öðrum aðgerð-
um hefði þessi ríkisstjórn markað leiðina í rétta átt,
þjóðinni til heilla.
Morgunblaðið/Kristinn
Stjórnmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlustar á Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, flytja ræðu sínu á Alþingi í gærkvöldi en sjónvarpað var beint frá fundi Alþingis.
Stöðugleiki og hagvöxtur
Atvinnuleysi með því allra minnsta í Evrópu Endurfjármögnun lána vottur
um aukið traust á stjórn efnahagsmála Samfylkingin styður afnám vörugjalda
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG,
gagnrýndi fjárlagafrumvarp rík-
isstjórnarinnar í gærkvöldi. Hún
sagði fyrirhugaðar breytingar á
virðisaukaskattsþrepum sem fela
ættu í sér einföldun með fækkun
skattþrepa vera í raun og veru eng-
ar. Verið væri að fækka skatt-
þrepum úr tveimur í tvö.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pí-
rata, sagði fyrsta forgangsmál Pí-
rata á þinginu vera tillögu um að á
Ísland verði skapað vistkerfi eins og
best verður á kosið fyrir hagnýtingu
internetsins ásamt réttindavernd
netnotenda. Guðmundi Steingríms-
syni, formanni Bjartrar framtíðar,
voru þjóðlegar áherslur forsætisráð-
herra í huga og varaði við var-
hugaverðum þjóðrembingi um leið
og hann lýsti mikilvægi þess að leysa
mál í samstarfi við aðrar þjóðir.
Þjóðrembingur,
netið og skattar
Alþingi Katrín Jakobsdóttir í ræðustól.
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði“
„Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um
að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér
framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var
opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið
velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir
en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við.
Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat