Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
Fréttastofa RÚV hefur eftir nafn-lausum „lögspekingum“ að af-
staða innanríkisráðherra til þess hver
hafi farið með rannsókn svokallaðs
lekamáls sé einföld-
un og jafnvel að hún
byggist á grundvall-
armisskilningi. Í
þessu sambandi hef-
ur fréttastofan eftir
ríkissaksóknara að
lögreglustjórinn á
höfuðborgarsvæðinu
hafi farið með fram-
kvæmd rannsókn-
arinnar á málinu.
Einnig er reynt aðgera svar inn-
anríkisráðherra tor-
tryggilegt með því að
vitna í texta þess um að lögreglustjór-
inn hafi ekki ráðið rannsókninni, en
svo vill til að lýsingar ráðherra eru í
samræmi við þær sem er að finna í
bréfi umboðsmanns Alþingis til ráð-
herra hinn 26. ágúst sl.
Þar er haft eftir lögreglustjór-anum að hann hafi hugað að
hæfi sínu til að koma að rannsókn
málsins og að „[h]ann hefði rætt þetta
við ríkissaksóknara og það hefði orð-
ið niðurstaðan að ríkissaksóknari
hefði alltaf formlega ábyrgð og
stjórn á lögreglurannsókninni en
embætti lögreglustjórans legði til
lögreglumenn til að vinna að rann-
sókninni.
Ríkissaksóknari hefði sagst hafafyrirkomulag rannsóknarinnar
í þessu formi í ljósi stöðu L[ög-
reglustjóra] sem væri skipaður emb-
ættismaður af ráðherra með tíma-
bundna skipun en ekki stöðu eins og
dómarar eða ríkissaksóknari sjálfur.
L[ögreglustjóri] tók fram að síðan
hefði rannsóknin farið í gang og
hann hefði ekkert verið að fylgjast
með henni frá degi til dags.“
Gat þetta verið eitthvað skýrara?
Sigríður
Friðjónsdóttir
RÚV og nafnlausu
„lögspekingarnir“
STAKSTEINAR
Stefán
Eiríksson
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
Veður víða um heim 10.9., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 15 léttskýjað
Nuuk 4 skýjað
Þórshöfn 13 þoka
Ósló 17 léttskýjað
Kaupmannahöfn 16 skýjað
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 17 léttskýjað
Lúxemborg 15 skýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 21 léttskýjað
London 18 skýjað
París 20 heiðskírt
Amsterdam 16 skýjað
Hamborg 18 léttskýjað
Berlín 17 skýjað
Vín 20 skýjað
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 31 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 8 skýjað
Montreal 21 skýjað
New York 21 heiðskírt
Chicago 23 alskýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:40 20:10
ÍSAFJÖRÐUR 6:41 20:19
SIGLUFJÖRÐUR 6:24 20:02
DJÚPIVOGUR 6:08 19:40
„Við teljum að þetta muni koma illa
niður á neytendum og þá sérstaklega
láglaunahópum auk þess sem við telj-
um þetta skerða samkeppnisstöðu
innlendrar búvöruframleiðslu,“ segir
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, en samtökin
leggjast alfarið gegn fyrirhugaðri
hækkun virðisaukaskatts á mat úr
7% í 12%. Sindri segir fjárlaga-
frumvarpið ganga þvert gegn fyrri
yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um
eflingu innlendrar matvælafram-
leiðslu þar sem í því sé gert ráð fyrir
ýmiss konar niðurskurði til íslensks
landbúnaðar, t.a.m. til framleiðni-
sjóðs. Þá segir Sindri niðurskurð til
Landbúnaðarháskóla Íslands vera
sérlega undarlegan enda hafi
menntamálaráðherra lofað auknum
fjármunum þegar umræðan um sam-
einingu skólans við Háskóla Íslands
hafi staðið sem hæst. „Þegar hann
áttaði sig á því að það væri ekki póli-
tískur meirihluti fyrir sameiningunni
sneri hann við blaðinu,“ segir Sindri
og bætir við að ekki sé hægt að skilja
niðurskurðinn öðruvísi en svo að
refsivöndur ráðherrans sé kominn á
loft. „Það er undarlegt að skólinn fái
ekki byr í seglin. Háskóli á sviði
landbúnaðar hlýtur að vera mik-
ilvægur ef efla á matvælafram-
leiðslu.“
Leggjast gegn hækkun virðisaukaskatts
Bændasamtökin segja fjárlagafrum-
varpið ganga gegn fyrri yfirlýsingum
Undarlegt Sindri Sigurgeirsson
furðar sig á niðurskurði til LBHÍ.
Slæm staðsetning sorptunna víða
um borgina veldur miklu óhagræði,
skapar lélegt starfsumhverfi og í
sumum tilvikum
slysahættu fyrir
starfsmenn sorp-
hirðunnar og
sums staðar er
aðgengið beinlín-
is óviðunandi
samkvæmt úttekt
sem Þröstur Ing-
ólfur Víðisson
gerði fyrir um-
hverfis- og skipu-
lagssvið Reykja-
víkurgborgar.
Umhverfis- og skipulagsráð
fundaði um málið í gær og í kjölfarið
hvetur ráðið íbúa Reykjavíkur til
samvinnu við borgina um að bæta
aðgengi starfsfólks sem sinnir tæm-
ingu úrgangsíláta við heimili í borg-
inni. Fram kemur að margir þættir
geti torveldað aðgang að úrgangs-
ílátum. Þá einkum tröppur, erfitt
undirlag, hindranir, lofthæð og stað-
setning. Önnur atriði séu breyt-
ingum háð en hafi engu að síður
áhrif. Til að mynda snjór, hálka,
birta og lausir hundar.
Aðgengi að
sorptunnum
oft slæmt
Íbúar hvattir til að
bæta aðgengi
Rusl Tunnumál í
ólestri í borginni.