Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 10
Þeir eru sannarlega í öllum regnbog- ans litum þessir litlu hænuungar sem voru til sölu á markaði í bænum Am- ritsar á Indlandi í gær. Eflaust fanga litlu greyin auga einhvers kaupanda en ekki er vitað hversu góða vörn lit- urinn á þeim veitir. Undur Indlands AFP Litfagrir ungar 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is SÞetta á fyrst og fremst aðvera skemmtilegt. Þetta eruengin vísindi, heldur jákvæðleið til að fagna íslensku nú- tímakonunni,“ segir Berglind Björnsdóttir ljósmyndari um ljós- myndabókina Modern Icelandic Woman, sem hún sendi nýlega frá sér, en hún inniheldur ljósmyndir af 41 íslenskri konu. „Mig langaði til að sýna hvernig íslenska konan er í dag. Það hefði vissulega verið frábært ef einhver hefði gert svona bók fyrir fimmtíu árum og við hefðum getað borið þær saman, séð hvernig hin ís- lenska kona hefur breyst. Það væri líka gaman að sjá svona bók með myndum af íslenskum konum eftir fimmtíu ár. Mér endist sennilega ekki aldur til að gera slíka bók, ein- hver annar verður að sjá um það.“ Þekkir sumar, aðrar ekki Berglind valdi breiðan hóp af ólíkum konum á ólíkum aldri til að sitja fyrir á myndunum í bókinni. „Þetta er ekkert þversnið af íslensk- um konum, heldur sýnir fyrst og fremst mitt val. Ég valdi konur sem mér finnst áhugaverðar, sumar þekki ég, aðrar ekki, sumar búa á Íslandi aðrar í útlöndum. Sú yngsta var átján ára og sú elsta áttatíu og átta ára. Þær máttu sjálfar ráða hvar ég tók af þeim myndirnar, flestar voru heima hjá sér en margar vildu fara út í náttúruna, eða vera á einhverjum stað sem er þeim kær. Þær voru allar svo jákvæðar og til í þetta og fyrir vikið var þetta mjög gaman. Það var frábært að fá að kynnast þessum ólíku konum, allt frá fyrrverandi for- seta okkar, Vigdísi Finnbogadóttur, til yngstu stelpunnar Elínar Snædís- ar Harðardóttur sem er með fjöl- Hver er hún þessi íslenska kona? Hver er hún? Hvaðan kemur hún? Hverjir eru draumar hennar og langanir? Berglind Björnsdóttir hafði ekki velt þeim spurningum um íslensku konuna neitt sérstaklega fyrir sér, fyrr en hún dag einn fann hjá sér þörf til að fanga hana á filmu. Hún myndaði 41 íslenska konu á aldrinum 18-88 ára. Gleðigjafi Alexandra er orkubolti sem Berglind hefur þekkt frá æsku. Leikkona Berglind tók myndirnar af Anítu Briem í íbúð hennar í Hollywood sem var fullkomin í myndatökuna. Spákona Sigríður Sigfúsdóttir. Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er (www.fablab.is.), en kl. 17-19 ætlar Soffía Magnúsdóttir að kynna smiðjuna í Gerðubergi. Smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Að lokinni kynningu eru þátttakendur vel- komnir í Fab Lab smiðjuna í Fellagörð- um til að kynna sér aðstöðuna. Tvær smiðjur í Fab Lab verða síðar í sept- ember, skráning á staðnum eða með tölvupósti: menntun.nuna@reykjavik.is og einnig í síma 664-7706. Endilega... ...kynnist staf- rænni smiðju Morgunblaðið/RAX Gaman að skapa Sköpun með staf- rænni tækni. Frá kynningu á Fab Lab. Nóatún Gildir 12. - 14. sep verð nú áður mælie. verð Lambafile m/fiturönd. ..................................... 3.998 4.798 3.998 kr. kg Lambalæri af nýslátruðu .................................. 1.598 1.698 1.598 kr. kg Móa kjúklingur 1/1 ferskur............................... 798 898 798 kr. kg Ísfugl kalkúnabringa fersk. ............................... 2.998 3.498 2.998 kr. kg Myllu Eyrarbrauð m/ísl byggi ............................ 269 339 269 kr. pk. Dala fetaost. í kryddolíu 150 g ......................... 255 278 255 kr. stk. Kjarval Gildir 11.- 14. sep verð nú áður mælie. verð SS piparkryddað folaldafile .............................. 2.498 2.998 2.498 kr. kg Búrfells hangiálegg taðrey. 143 g...................... 498 539 498 kr. pk. Holta kjúklingabitar magnpak........................... 698 798 698 kr. kg Emmess rjómaís vanilla eða súkk. 1l................. 598 698 598 kr. pk. Coke ferðafél. 12x33cl .................................... 998 1.176 998 kr. pk. Krónan Gildir 11.- 14. sep verð nú áður mælie. verð Lambalæri af nýslátruðu .................................. 1.399 1.598 1.399 kr. kg Lambahryggur af nýslátruðu ............................. 1.999 2.198 1.999 kr. kg Krónu kjúklingur ferskur 1/1 ............................ 749 859 749 kr. kg Móa kjúklingavængir ferskir.............................. 299 398 299 kr. kg Bautabúrs blandað hakk.................................. 1.198 1.359 1.198 kr. kg Kókómjólk 6x1/4 l .......................................... 389 489 389 kr. pk. Helgartilboðin Morgunblaðið/Árni Sæberg Ármúla 24 • S: 585 2800 Úrval útiljósa í palla & veggi Opið laugardag kl. 11:00 – 16:00. www.rafkaup.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.