Morgunblaðið - 11.09.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.09.2014, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt af þvísem Úkra-ínudeilan hefur leitt í ljós er það að í það minnsta til skamms tíma litið mun Vladimír Pútín Rúss- landsforseti koma undan vetri sem sigurvegari. Vin- sældir hans heima fyrir eru í hæstu hæðum, en nýleg könn- un sýndi að rúm 85% að- spurðra styddu forsetann. Verður því að teljast líklegt að Pútín geti hæglega verið áfram á forsetastóli sínum fram til 2024, þegar stjórn- arskráin neyðir hann til þess að „stíga til hliðar“ í eitt kjör- tímabil, líkt og gerðist árið 2008 en kjörtímabil forsetans var lengt í sex ár svo að Pútín gæti verið lengur á forseta- stóli í einu. Eini veikleiki Pútíns virðist vera efnahagurinn, þar sem atvinnuleysi hefur aukist, og allt bendir til þess að tímabil stöðnunar sé á næsta leiti og rúblan hefur fallið í verði frá áramótum um nærri því 10%. Að einhverju leyti er hægt að skrifa það á refsiaðgerðir Vesturlanda, sem þó hafa ekki verið stórar í sniðum, sé horft til alvarleika þeirra at- burða sem gerst hafa. Rúss- neskir kjósendur gætu því orðið fljótir að leita annað reynist sigurgleðin nú ekki skila sér í bættum kjörum. Því hefur verið rætt um meðal vestrænu ríkjanna að herða þurfi tökin og hefur meðal annars verið lagt til að útiloka rúss- neska banka frá SWIFT-kerfinu, líkt og gert hafi verið við Íran en sú ráðstöfun yrði Rússlandi óþægileg. En Rússland er í allt ann- arri stöðu gagnvart umheim- inum en Íran, einkum vegna þess að Rússar hafa komið sér mjög þægilega fyrir gagn- vart helstu ríkjum Evrópu sem eru nánast háð rúss- nesku jarðgasi sem orku- gjafa. Hugsanlegar gagn- aðgerðir Rússa hafa því nokkurn fælingarmátt og er engin eining í vestri um rétt viðbrögð við ágengni Pútíns, enda gætu sum ríkjanna þar endað á því að skaða sjálf sig meira en Rússa með of hörð- um refsiaðgerðum. Nú, þegar hillir undir nokk- urs konar samkomulag í Úkraínudeilunni, verða Vest- urveldin hins vegar að gera sér ljóst að þau eiga enn eftir, að öllu óbreyttu, að fást við húsbóndann í Kreml næsta áratuginn. Ómögulegt er að ætla að Pútín eigi eftir að skila Krímskaga, eða að hann muni gefa þumlung eftir hvar sem hann telur hagsmunum sínum og Rússlands vera ógn- að. Það gæti því liðið langur tími áður en samskipti Rúss- lands og vesturs ná sér á ný og Vesturlönd þurfa að haga málum sínum þannig að trú- legt sé að þau haldi í við Pútín í störukeppninni. Vesturveldin þurfa að hugsa til lengri tíma í samskipt- unum við Rússa} Langvarandi störu- keppni framundan Eftir rúmlegafjögurra ára setu vinstri- stjórnar sem sveifst einskis við „skattbreytingar“ og fylgdi þeim eft- ir með því að forsprakkar hreyktu sér af því að hafa náð að breyta skattkerfinu í átt að sæluríki þeirra sem lengst standa til vinstri, hver skyldu þá brýnustu verkefnin í skattamálum vera? Breyt- ingar vinstristjórnarinnar á skattkerfinu fólu ýmist í sér umtalsverðar skattahækkanir eða innleiðingu nýrra skatta þannig að brýnasta verkefnið í skattatiltektinni eftir vinstristjórnina er að lækka og fella niður skatta. Þessi vinna er skammt á veg komin þó að ákveðin skref hafi verið stigin og þær breyt- ingar á skatt- þrepum virðis- aukaskattsins sem kynntar hafa ver- ið gera ekkert til að losa um skatta- klóna sem vinstri- flokkarnir hertu á síðasta kjörtímabili. Boðað hefur verið að næstu skref í skattamálum verði breytingar á tekjusköttum. Vinstristjórnin fór illa með tekjuskattinn eins og aðra skatta, hækkaði og bjó til ný og hærri þrep á einstaklinga og hækkaði á fyrirtæki. Brýnt er að vinda ofan af öllum þessum hækkunum, en von- andi verður útfærslan hugsuð á annan hátt en sú sem nú hefur verið kynnt í virð- isaukaskattinum. Meg- ináherslan þarf að vera á lækkun en ekki tilfæringar. Landsmenn eiga ekki að þurfa að búa árum saman við vinstriskattana} Verkefnið er að lækka skattana Í slenska þjóðin á RÚV og yfirmönnum stofnunarinnar á að vera – og er von- andi – bæði ljúft og skylt að hlusta á raddir þjóðarinnar. Greinilegt er að þjóðinni stendur ekki á sama um þessa eign sína heldur vill veg hennar sem mestan og lætur því í sér heyra ef henni mis- líkar. Undanfarið hefur fólki mislíkað ým- islegt sem snýr að dagskrárbreytingum, með- al annars því að hætta bænastundum í útvarpi. Við fyrstu sýn mætti ætla að dag- skrárbreyting eins og sú að leggja niður bæn- ir væri fremur smávægileg, en stundum kem- ur í ljós að það sem virðist vera aukaatriði hefur mikið vægi. Nú er það reyndar svo að íslenskt þjóðfélag hefur tekið það miklum breytingum að erfitt er að álasa yfirmönnum RÚV fyrir að hafa hugsað: Hver hefur svosem þörf fyrir bænir í útvarpi? Í ljós kom að þessi hugsun var ekki í takt við þjóðar- vilja og yfirmenn RÚV sáu að sér að hluta og þjóðin get- ur nú hlustað á sína morgunbæn. Hafi það svo einhvern tíma hvarflað að yfirmönnum útvarps að taka sunnu- dagsmessuna af dagskrá þar sem hún væri tímaskekkja í fjölþjóðasamfélagi þá eru þeir örugglega hættir við þá fyrirætlan. Ein af þeim dagskrárbreytingum sem hafa vakið hörð viðbrögð og framkallað sorg í hjarta þeirra sem kunna að meta gamlar og góðar hefðir er breyting á dagskrár- liðnum Síðasta lag fyrir fréttir. Síðasta lagið fyrir fréttir er mörgum kært og hefur svo verið í áratugi. Þarna var komin falleg hefð sem ekki var nein ástæða til að rjúfa. En fátt er öruggt í þessum heimi og hin illu markaðslögmál hlífa engu, jafnvel ekki hámenningarlegum og þjóðlegum dagskrárlið sem hefur verið í föst- um skorðum jafnlengi og elstu menn muna. Síðasta lag fyrir fréttir hefur verið fært fram- ar í dagskrána og í stað þess hljóma fremur ægileg auglýsingastef á undan hádeg- isfréttum. Þau glamurstef eru á engan hátt í takt við metnaðarfullar áherslur Rásar eitt. Dyggur hlustandi Rásar eitt, sem nú kveikir á útvarpi til að hlusta á sinn ástsæla dag- skrárlið, getur ekki annað en ætlað sem svo að hann hafi fyrir misskilning stillt á Rás tvö, en er svo minntur óþægilega á að yfirvaldið á RÚV er búið að róta í dagskránni hans og eyðileggja hana. Sami hlustandi er líklegur til að hugsa ekki beint hlýlega til þeirra fyrirtækja sem auglýsa með töluverðum látum á þeim tíma þegar Síðasta lag fyrir fréttir ómaði áður svo ljúflega. Það kann jafnvel að hvarfla að honum að best sé að eiga sem minnst viðskipti við fyrirtæki sem hafa eyðilagt fyrir honum það sem áð- ur var notaleg stund við útvarpið. Ljóst er að þarna hafa átt sér stað vond skipti og ekki er ýkja mikill menningarbragur yfir þeim. Jafnvel bestu yfirmenn taka stundum vondar ákvarðanir, en fram- úrskarandi yfirmenn sjá að sér og breyta þeim ákvörð- unum sínum snarlega. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill RÚV veldur sorg í hjarta STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Fjölskyldusetur í Reykja-nesbæ hóf starfsemi sínanýverið. Það er sam-félagslegt verkefni sem á sér ekki fyrirmynd í íslensku sam- félagi en markmið þess er að skapa umhverfi þar sem fjölskyldur geta sótt sér fræðslu og jákvæða þekk- ingu, allt frá fæðingu barns og fram á unglingsár. Fjölskyldusetur er rekið af Reykjanesbæ og mun leitast við að efla samstarf við félagasamtök og stofnanir í bæjarfélaginu til að miðla þekkingu. Með Fjölskyldusetrinu er lögð áhersla á að samþætta betur mismunandi verkefni og skapa heildarsýn í málefnum fjölskyldna. Almenn og sértæk námskeið fyrir foreldra „Með þessu gefst tækifæri á að vera með á einum stað almenn sem og sértæk námskeið til að styrkja fjölskyldur og stuðla að bættri líðan þeirra. Þannig náum við frekar að skapa ákveðna heildarsýn í mál- efnum fjölskyldna,“ segir Anna Hulda Einarsdóttir, forstöðumaður Fjölskylduseturs, aðspurð hverju starfsemin eigi að skila. Starfsemi setursins er fjórþætt. Í fyrsta lagi er það almenn foreldra- fræðsla og má þar nefna fræðslu til foreldra ungra barna en þar er fjallað um þroska barnsins, þau úr- ræði sem Reykjanesbær býður upp á o.fl. Í öðru lagi er boðið upp á sér- tæk námskeið og má þar nefnda námskeið fyrir foreldra sem eiga börn með ADHD, kvíðanámskeið fyrir börn og foreldra þeirra og annað í þeim dúr. Í þriðja og fjórða lagi eru það forvarnir og rann- sóknir. Í setrinu verður einnig boðið upp á aðstöðu og stuðning við há- skólanema sem huga að rann- sóknum á sviði fjölskyldu- og fræðslumála. Mismunandi þarfir foreldra Anna Hulda segir að með setr- inu séu væntingar um að betur megi koma til móts við mismunandi þarfir foreldra og barna í samfélag- inu og jafnframt sé mikilvægt að vera vakandi yfir þörf samfélagsins í málefnum fjölskyldna og halda áfram því góða starfi sem fram fer í Reykjanesbæ. Í setrinu verður starfsmaður sem hefur yfirsýn yfir þau fjöl- mörgu úrræði og leiðir sem eru í boði fyrir fjölskyldur í sveitarfé- laginu. Þar verður ekki starfandi ráðgjafi sem veitir t.d. fjölskyldu- meðferðir. Heldur geti leiðbeint hvert best sé að leita. Hlýlegt gamalt hús Fjölskyldusetur Reykjanes- bæjar er til húsa á Skólavegi 1, í húsnæði gamla barnaskólans í Keflavík sem var byggt árið 1911. Það er elsta steinsteypta húsið í Keflavík. Húsið á sér yfir ald- arlanga sögu á sviði fræðslu og menntunar. Umhverfið er hlýlegt og þar eiga allir að geta látið sér líða vel á meðan sótt er í tiltekna vitn- eskju. Verslunin IKEA er sérstakur styrktaraðili verkefnisins en fyr- irtækið hefur það í stefnu sinni að styrkja verkefni sem hafa forvarnargildi að leiðarljósi og gera menningu og mennt- un barna hátt undir höfði. Formleg opnun setursins var á Ljósanótt. Hægt er að fylgjast með starfsemi Fjöl- skyldusetursins á samnefndri síðu á facebook.com Heildarsýn í málefn- um fjölskyldna Ljósmynd/OZZO Photography Fjölskyldusetur Brúðubíllinn mætti við hátíðlega opnun setursins á Ljósanótt þar sem starfsemin var kynnt fyrir íbúum bæjarins. „Markmiðið er að skapa sam- fellu í málefnum fjölskyldna og beina sjónum að þeim leiðum sem eru í boði. Fyrst og fremst viljum við þjónusta nærsam- félag okkar betur. Við viljum einnig koma því til skila að hér er húsnæði sem allir geta notað og miðlað af þekkingu sinni,“ segir Sigurður Þorsteinsson, yf- irsálfræðingur hjá Reykjanesbæ og einn af stofnendum Fjöl- skyldusetursins. Hann bendir á að fjölmörg samtök og stofnanir vinni að góðum verkefnum í sveitarfé- laginu en séu ef til vill hver út af fyrir sig. Setrið sé staður sem haldi utan um þessi málefni og komi þeim á framfæri til fjölskyldna og skapi sameiginlegan vett- vang fyrir stofnanir og félagasamtök til að fá innsýn í starf- semina hver hjá öðrum. Sameiginleg- ur vettvangur ÞJÓNUSTA NÆRSAM- FÉLAGIÐ BETUR Sigurður Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.