Morgunblaðið - 11.09.2014, Side 21

Morgunblaðið - 11.09.2014, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Í golfi á Seltjarnarnesi Golf er vinsæl íþrótt og iðkendur á öllum aldri. Golfvellir landsins eru enda almennt uppteknir frá morgni til kvölds og margir æfa sveifluna á meðan veður leyfir. Ómar „Það hefur ekki enn komið inn á okkar borð“. Þannig svaraði mér fulltrúi Reykjavík- ur bókmenntaborgar UNESCO þegar ég innti eftir því hvernig fólk þar á bæ hefði eða hygðist minnast þess að 400 eru liðin ár frá fæðingu Hallgríms Péturssonar. Er þó runninn upp níundi mánuður afmælisársins og um að ræða eitthvert lífseigasta skáld sem þjóðin hefur alið. Í Reykjavík stendur að auki stærsti minnisvarði sem nokkru íslensku skáldi hefur verið reistur, Hallgrímskirkja á Skóla- vörðuholti. Þar er alla daga stríður straumur ferðamanna frá morgni til kvölds og kirkjan mun vera sú bygg- ing á landinu sem oftast er ljós- mynduð, smellt er af á um 10 sek- úndna fresti samkvæmt lauslegri talningu ljósmyndara Mbl. (18. ágúst). Sálmar og sálusorgun Reykjavík bók- menntaborg telur ef til vill að þær bókmenntir sem Hallgrímur Pét- ursson skapaði komi sér ekki við af því hann fékkst við að yrkja sálma. Sálmakveðskapur var þó fyrirferðarmikil bókmenntagrein um daga Hallgríms, bæði hérlendis og erlendis, og heyrir sem slíkur undir almenna bókmenntafræði. Og alveg fram undir okkar daga gegndu sálm- ar Hallgríms einstöku hlutverki í lífi þjóðarinnar, ekki aðeins sem ást- arljóð til almættisins, heldur sem huggun í hvers kyns mótgangi, lækn- ing við andlegum og (afleiddum) lík- amlegum meinum, sem fjölgreint lið sérfræðinga skiptir nú á milli sín að fást við. Hallgrímur Pétursson, sem vissulega var „glaður á góðri stund“, varð fremsti sérfræðingur þjóð- arinnar í sorginni og þjáningunni í meira en þrjár aldir. Hallgrímur þjóðareign Það er misskilningur að þjóðkirkjan eigi ein að halda uppi merki Hallgríms Péturssonar. Skáldskapur Hallgríms var og er þjóðareign. Uppvaxandi kynslóðir í landinu eiga sjálfsagðan rétt til þess að fræðast um skáldið og skilja hvernig stendur á því að kirkjan sem við það er kennd er jafn stór og mögnuð og raun ber vitni. Núverandi stjórnendur veraldlegra mennta- og menningarstofnana geta ekki fríað sig af sínum hluta fræðsluskyldunnar. Og þar sem Hallgrímur fæddist og starf- aði eftir að prentöld gekk í garð á Ís- landi eru möguleikarnir á því að kynn- ast honum og verkum hans góðir. Enn hefur ekkert skáldverk verið oftar prentað og gefið út hér á landi en Pass- íusálmarnir, útgáfurnar slaga í hundr- að! Hallgrímsvegurinn Þótt Reykjavík bókmenntaborg geri enn ekkert með afmæli Hallgríms hef- ur hans þó verið minnst á nokkrum stöðum á landinu með athyglisverðum hætti. Flutningur Megasar á eigin lög- um við Passíusálmana í Grafarvogs- kirkju var t.d. viðburður sem margir nutu á föstunni. Færri tóku þátt í at- burði sem ef til vill sætir ekki minni tíðindum þegar fram líða stundir. Það var að ganga „Hallgrímsveginn“, um 22 km leið frá litlu torfkirkjunni í Gröf á Höfðaströnd, þar sem Hallgrímur er talinn fæddur, til Hóla í Hjaltadal þar sem hann dvaldi fram á unglingsár og hlaut sína fyrstu skólamenntun. Gangan var upphaf Hólahátíðar 15.- 17. ágúst. Að frumkvæði vígslubisk- ups, Solveigar Láru Guðmundsdóttur og sr. Gylfa Jónssonar, var vegurinn lagður og merktur sérhönnuðum stik- um með tákni íslenskra pílagríma. Leiðin er fegurri en orð fá lýst með út- sýni til Drangeyjar, Þórðarhöfða, Tindastóls, yfir Hegranesið til Mæli- fells og um víðáttumikil héruð Skaga- fjarðar áður en farið er yfir Kolbeins- dalsá og beygt inn í fjöllum luktan Hjaltadalinn. Við sem hófum göng- una fylltum hina postullegu tölu 12, þar á meðal var telpa á aldur við Hall- grím, þegar ætla má að hann hafi far- ið þessa leið. Á áningarstöðum var barnæska hans íhuguð og þau skil- yrði sem hann ólst upp við, mótuðu hann og komu á þroskabraut. Það eru sannarlega margar leiðir til Hallgríms, sú fjölfarnasta nú um stundir liggur upp Skólavörðustíginn, fetuð af ferðamönnum alls staðar að úr heiminum, flestum ókunnugt um hvers konar meistari tungunnar, skáldskaparins og kennimennsk- unnar hann var. Það ætti að heyra undir Reykjavík bókmenntaborg UNESCO að kynna skáldið fyrir gestum sínum. Íslendingar almennt eiga áfram greiða leið að honum í gegnum ljóðin hans, ýmist lesin eða sungin. Nú hafa þeir að auki eignast gönguleið um stórfenglegt landslag til þess að íhuga undirstöður ævi hans. Góða ferð, göngumenn. Eftir Steinunni Jóhannesdóttur » Það ætti að heyra undir Reykjavík bók- menntaborg UNESCO að kynna skáldið Hall- grím Pétursson fyrir gestum sínum. Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. Hallgrímsvegurinn Allan fyrsta áratug þessarar aldar voru uppi áform í skipulags- málum, sem hefðu get- að haft alvarlegar af- leiðingar fyrir menningarsögu borg- arinnar. Árið 2000- 2001 barðist ég gegn áformum R-listans um bílastæðakjallara, þar sem nú er landnáms- safnið við Aðalstræti, með elstu þekktu mannvistarleifum á Íslandi. Árið 2003 barðist ég gegn áformuðu niðurrifi Austurbæjarbíós og frá árinu 2004 gegn áformum um nið- urrif meginhluta elstu húsanna og gamallar götumyndar við Laugaveg. Árið 2008 stóð ég fyrir því, að end- urtekin tillaga mín um kaup á lóðinni Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a, yrði að veruleika, sem fól í sér skipu- lagslegt forræði borgaryfirvalda yfir þessari stóru og þýðingarmiklu lóð fyrir borgarsöguna. Ég stóð einnig fyrir því, að lóðin á horni Lækj- argötu og Austurstrætis væri keypt, til að hægt væri að endurreisa þar götumynd í anda 19. aldar, eins og gert var á Laugaveg- inum. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að ekki var verið að kaupa „fúaspýtur“ við Lauga- veg eða „brunarústir“ á horni Lækjargötu og Austurstrætis, heldur að tryggja skipulags- legt forræði í þágu borgarverndar. Björgun menning- arverðmæta Þegar Torfu- samtökin hindruðu fyrirhugaða eyðileggingu Bernhöftstorfunnar árið 1974, var um ómetanlega björg- un menningarverðmæta að ræða, þó að Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri og hans líkar kynnu að segja að þarna glötuðust milljarða lóða- og fasteignagjöld fyrir lítið! Sú borg- arvernd, sem ég hef staðið fyrir verður ekki heldur metin til fjár, fremur en yfirvofandi axarsköft borgarstjórans í skipulagsmálum og ekki síst flugvallarmálinu. Það hefði örugglega valdið miklu menning- arlegu og fjárhagslegu tjóni, ef fjöldi húsgrunna á Laugavegi hefði staðið auður við upphaf hrunsins. Meint 380 milljóna króna tap vegna vernd- unar menningarverðmæta í stað stórframkvæmda við Laugaveg 4-6 er sem dropi í hafið miðað við afleið- ingar þess fyrir ferðaþjónustu, aðrar atvinnugreinar og borgarsöguna, ef áform Dags og vinstri manna hefðu gengið eftir. Öllum ætti að vera þetta dagljóst, nema þeim sem búa í glerhúsi. Hið háa verð, sem var greitt fyrir Laugavegslóðina, var vegna þess „að of seint var í rassinn gripið“, svo að notað sé kunnuglegt orðalag forsvarsmanna R-listans um sjálfa sig. Áfall fyrir borgarvernd Nú hefur borgarstjóri selt fast- eignir og lóðaréttindi á Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a fyrir allt of lágt verð og fært kaupanda að gjöf byggingarréttinn á mörg hundruð fermetra svæði, og þar með stefnt hinni dýrkeyptu borgarvernd í hættu. Ég hélt, að eftir alla barátt- una fyrir verndun menning- arverðmæta á Laugavegi og í Kvos- inni gæti slíkt varla gerst, þó að áform núverandi og síðasta borg- arstjórnarmeirihluta á Landsíma- reit og við hafnar- og slippasvæðið hafi hringt viðvörunarbjöllum. Á Landsímareit og við Aðalstræti, Ingólfstorg og kirkjugarð Reykvík- inga um aldir, hafa verið uppi áform, sem eru óverjandi fyrir menningar- söguna, Alþingi Íslendinga og allt umferðarskipulag miðborgarinnar. Kalla má þetta öngþveitisskipulag, eins og segja má um Vatnsmýrina og samgöngur í borginni yfirleitt. Í um- fjöllun um Laugavegsmálið hefur lít- il áhersla verið lögð á þá staðreynd, að Dagur B. Eggertsson vildi há- vaxna hótelbyggingu í nýjum stíl á Laugavegi 4-6 og hann studdi öll þau niðurrifsáform, sem ég barðist gegn, frá því að hann tók sæti í borg- arstjórn árið 2002. Sömuleiðis var hann andstæðingur minn í Listahá- skólamálinu í borgarstjóratíð minni, sumarið 2008, þar sem arftaki minn á borgarstjórastóli, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gekk hart fram gegn eigin málefnasamningi um verndun Laugavegarins. Bæði vinna þau nú saman að brotthvarfi Reykjavíkurflugvallar, þar sem and- stæðingar flugvallarins sitja báðum megin við borðið í flugvallarnefnd- inni, þ.e. í borginni og innanrík- isráðuneytinu. Hefndarráðstöfun? Mér finnst salan á Laugavegi 4-6 á undirverði og með tapi á skipulags- forræði bera vott um flumbrugang og jafnvel hefndarhug af hálfu borg- arstjórans. Hann gerir vísvitandi lít- ið úr þeirri þýðingarmiklu borg- arvernd, sem ég stóð að mestu einn fyrir allt frá árinu 2000. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að honum finnist ég hafa svikið sig á sínum tíma. En það er misskilningur. Eftir að hið undarlega „heilbrigðisvott- orð“ um mig var lagt fram í borg- arráði við endurkomu mína úr veik- indaleyfi árið 2007 og sent á fréttastofur, fannst mér ég ekki eiga heima í meirihluta Dags og „Tjarn- arkvartettsins“, þar sem Margrét Sverrisdóttir var á hliðarlínunni, bíðandi eftir brotthvarfi mínu. Auk þess vorum við Dagur B. Eggerts- son andstæðingar í flestum skipu- lagsmálum og sérstaklega flugvall- armálinu. Þó Dagur sé þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og ekki talinn rætinn í umtali um aðra, þá gróf hann undan mér sem borg- arstjóra á margan hátt, sem ekki verður nánar rætt í þessari grein, en ég held að leikar séu jafnaðir milli okkar fyrir hans hönd, og vel það. Eftir Ólaf F. Magnússon »Mér finnst salan á Laugavegi 4-6 á undirverði og með tapi á skipulagsforræði bera vott um flumbrugang og jafnvel hefndarhug af hálfu borgarstjórans. Ólafur F. Magnússon Höfudnur er læknir og fv. borg- arstjóri. Dagljós skipulagsslys

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.