Morgunblaðið - 11.09.2014, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
✝ Magnús JóelJóhannsson
fæddist á Gufuskál-
um á Snæfellsnesi
28.11. 1922. Hann
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 25.
ágúst 2014.
Foreldrar Magn-
úsar voru Sigríður
Ólöf Andrésdóttir
frá Fremribrekku,
Dalasýslu, f. 1880, d. 1969, og
Jóhann Magnússon, fæddur í
Hrísdal, Hnappadalssýslu 1894,
d. 1938. Börn þeirra hjóna voru:
Andrés Jón, f. 1920, d. 1920 (lést
úr barnaveiki), Helga, f. 1921,
dánardagur ókunnur, Magnús
Jóel, f. 1922, d. 2014, Ásgeir Jón,
f. 1925, d. 2005, og Ingibjörg
Sigrún, f. 1928, d. 2006. Áður
var Sigríður gift Jóni Guð-
mundssyni, f. 1881, d. 1918.
Börn þeirra voru: Anna Herdís,
f. 1910, d. 1996, Páll Vídalín, f.
1912, d. 2004, Valgerður, f.
1913, d. 1994, Kornelía, f. 1915,
d. 1919. Haraldur, f. 1916, d.
1916 (lést úr barnaveiki), Guð-
mundur, f. 1917, d. 1997.
arfjarðar og bjó um ævina ýmist
þar eða í Reykjavík. Magnús
stundaði sjómennsku þar til
hann lauk námi í vélsmíði og
rennismíði frá Iðnskólanum í
Hafnarfirði 1948. Hann vann við
vélsmíði, m.a. í Landssmiðjunni
og Héðni þar til hann keypti vél-
smiðjuna Hrímni árið 1962
ásamt bróður sínum Jóni Ás-
geiri. Magnús rak vélsmiðju þar
til hann gerðist húsvörður í
Melaskóla 1980 og starfaði hann
þar til ársins 1992.
Magnús ólst lengst af upp í
torfbæ, þar sem kveðskapur,
rímnagerð og bundið mál var
viðhaft dags daglega. Það lagði
grunninn að einlægum áhuga
hans og eljusemi við að safna ís-
lenskum kvæðalögum og bjarga
þeim frá glötun. Afrakstur
þessa má finna á upptökum sem
Kvæðamannafélagið Iðunn
geymir í fórum sínum, en þar
var hann gerður að heið-
ursfélaga 1999. Eftir Magnús
liggur fjöldi ljóða og kvæða sem
sýna vel þá miklu þekkingu og
vald er hann hafði á íslenskri
tungu og bragfræði. Kvæðasafn
hans er varðveitt á Þjóð-
skjalasafni Íslands. Í mörg ár
batt hann inn bækur af mikilli
snilld og eftir hann liggur fjöldi
fagurlega innbundinna bóka.
Minningarathöfn Magnúsar
fór fram í kyrrþey, að hans eig-
in ósk, 5. september 2014.
Árið 1954 kvænt-
ist Magnús Rós Pét-
ursdóttur, f. 1925.
Dætur þeirra eru:
1) Margrét 1955,
gift Valgeiri Páls-
syni, f. 1953. Þau
eiga tvær dætur.
Eldri dóttirin er
Heiðdís, f. 1982,
gift Erling Tóm-
assyni, f. 1978,
þeirra börn eru
Valgeir Heiðar, f. 2009, og Hlíf,
f. 2011. Yngri dóttirin er Inga
Rós, f. 1984, gift Brynjari Smára
Bjarnasyni, f. 1984. 2) Sigríður,
f. 1958, gift Jóni Sigurðssyni, f.
1953. Börn þeirra eru Að-
alheiður Kristín, f. 1986, gift
Brynjari Magnússyni, f. 1986 og
Magnús Jóel, f. 1989. 3) Guð-
laug, f. 1962, gift Gunnari Gísla
Guðnasyni, f. 1960. Þau eiga
tvær dætur. Eldri dóttirin er
María Dís, f. 1989, hennar dóttir
er Emilía Ýr Guðmundsdóttir, f.
2010. Yngri dóttirin er Rós, f.
1999.
Magnús bjó lengst af í æsku á
Barðastöðum í Staðarsveit.
Hann flutti ungur til Hafn-
Ég er þakklát fyrir að hann
pabbi minn fékk loks lausn undan
andstyggilegum heilabilunarsjúk-
dómi. Ég vil ég minnast hans sem
þess manns sem hann í rauninni
var. Langvarandi veikindi hans
skekkja án efa minningu margra
þeirra er honum kynntust seinni
árin og gefa af honum ranga
mynd.
Pabbi átti fjölbreytt áhugamál.
Ber þar helst að nefna ljóðagerð
og kveðskap. Frá blautu barns-
beini ólst hann upp við að amma
hans, Helga, hafði dagleg sam-
skipti við þau systkini í bundnu
máli. Eftir pabba liggur fjöldi
vísna og kvæða sem bera vitn-
eskju um afburðatök hans á ís-
lenskri bragfræði. Hann var líka
oft fenginn til að kenna bæði brag-
fræði og kveðskap, ýmsum hópum
og einstaklingum.
Pabbi var náttúrubarn, naut
þess að ferðast um landið, veiða
silung í lækjum og vötnum, horfa
á fjölbreytni náttúrunnar, dýralíf-
isins, gróðurs og blóma. Hann
hafði dálæti á dýrum, bar til
þeirra elsku hvort sem það var
ánamaðkurinn í jörðinni, fuglar á
heiðum, húsdýr eða gæludýr á
heimilum. Hann var laginn við að
laða þau að sér. Pabbi var líka ein-
staklega barnelskur maður. Þeg-
ar hann var t.d. að vinna í garð-
inum sínum fylgdi honum ávallt
barnahópurinn úr nágrenninu.
Barnabörnin hans áttu yndislega
tíma með afa sínum þar sem hann
lék við þau á þeirra forsendum.
Ljóðin hans bera þessu öllu glöggt
vitni.
Hann pabbi hellti sér ávallt út í
áhugamálin af miklum krafti. Um
tíma týndi hann sér í taflmennsku,
svo í silungsveiði. Þá leigði hann
tvö vötn til tuttugu ára á hinu
horni landsins – fór mörg sumur
með fjölskylduna austur á land
þar sem við lágum í tjaldi uppi á
heiði vikum saman og veiddum.
Hann lærði söng og var í kórum á
yngri árum. Á ferðalögunum um
landið söng hann ávallt í bílnum
og þannig lærðum við dætur hans
mörg skemmtileg lög og texta.
Hann var smiður góður og hagur í
höndum. Í mörg ár batt hann inn
bækur sem óður væri og nutu
margir góðs af því. Vinnusemin
var hans vörumerki. Hann var
greiðvikinn, víðlesinn, fróður,
framsýnn og uppfinningasamur,
en ekki síst hafði hann mikla
kímnigáfu. Það var aldrei leiðin-
legt nálægt honum pabba, þvílíkt
hugmyndaflug og húmor sem
hann hafði og þrátt fyrir veikindin
hélst honum á húmornum og góð-
mennskunni fram til hins síðasta.
Það varð gæfa okkar systra að
alast upp við ást og umhyggju
beggja foreldra.
Pabbi hafði sterkar stjórnmála-
skoðanir, var mikill sósíalisti og
barðist fyrir þjóðfélagslegum
jöfnuði og jafnrétti öllum til
handa. Hann hafði sterkar skoð-
anir á trúmálum og lýsti yfir trú-
leysi sínu hispurslaust. Hann ein-
kenndi karlmennska síns tíma,
sem var helst fólgin í því að standa
vörð um samfélagslegt siðferði,
réttlæti, framfærsluskyldur gagn-
vart fjölskyldunni og þjóðrækni.
Hann elskaði landið sitt og þjóð.
Hann var stoltur af íslenskri
menningararfleifð, dáði Íslend-
ingasögurnar sem hann las allar
með reglulegu millibili árum sam-
an. Ég minnist hans með ást,
gleði, stolti og þakklæti.
Sigríður Magnúsdóttir.
Elsku hjartans pabbi minn!
Nú hefur þú fengið hvíld frá
veikindum þínum. Í um 14 ár
barðist þú við Alzheimer-sjúk-
dóminn sem dró svo mikið úr lífs-
gæðum þínum og okkar allra.
Þú varst frábær og afkastamik-
ill hagyrðingur og eftir þig liggur
mikið magn af ljóðum sem við eig-
um eftir að njóta áfram.
Ég sit hér og lít yfir farinn veg.
Fyrst og fremst er hugur minn
fullur af þakklæti fyrir þau for-
réttindi að hafa fengið að vera
dóttir þín. Þú kenndir mér svo
margt, þér var svo margt til lista
lagt. Þú varst fyrst og fremst
mannvinur, mannréttindamaður,
náttúruunnandi, dýra- og blóma-
vinur og umfram allt barnavinur.
Þessir eiginleikar í fari þínu hafa
mótað mig sem manneskju og
ekki síst styrkt mig í mínu ævi-
starfi sem kennari.
Minningar mínar frá æskuár-
um eru yndislegar. Þú og mamma
bjugguð okkur fallegt og gott
heimili en fyrst og síðast voruð þið
alltaf til staðar fyrir okkur. Ég á
margar góðar minningar frá sjón-
varpslausum fimmtudagskvöldum
þegar þú last upp fyrir okkur nýj-
ustu ljóðin þín og kenndir okkur
þannig að meta ljóð eins og amma
þín, Helga, hafði kennt þér að
meta þegar þú varst ungur. Takk
fyrir þetta, elsku pabbi, þetta hef-
ur oftar en þig grunar nýst mér í
leik og starfi.
Ekki er hægt að minnast þín án
þess að minnast óteljandi ferða-
laga á Snæfellsnesið til að líta
æskustöðvar þínar sem voru þér
svo kærar. Þangað sóttir þú hug-
arró þína og efnivið í yndislega
ljóðabálka. Þú talaðir oft um
æskuár þín á Barðastöðum. Marg-
ar sögur hef ég heyrt þig segja frá
þessum tíma og það er alveg á
hreinu að þér leið á fáum stöðum
betur en á Snæfellsnesinu. Ferða-
lög okkar á sumrin enduðu oft úti
á Nesi, þar var tjaldað, gengið um,
farið í berjamó og allt fallega Snæ-
fellsnesið skoðað vel og vandlega.
Ég fór í sumar með fjölskyld-
una mína á Nesið, sýndi börnun-
um mínum og barnabarni hvar þú
ólst upp og hvaða staði þú talaðir
mest um. Við áttum yndislega
stund þar og munum við halda
minningu þinni um þennan
draumastað á lofti um ókomin ár.
Pabbi minn, ég sakna þín en hef
reyndar gert það í mörg ár, vegna
þess að sá pabbi sem fór núna frá
mér er ekki sá sami og fór fyrir
nokkrum árum og ég hef syrgt svo
ákaflega. Takk fyrir allt, minning
þín mun lifa áfram með okkur og
við höldum áfram að segja af þér
sögur, lesa ljóðin þín, hlæja og
skemmta okkur.
Ég læt hér að lokum fylgja ljóð
eftir þig, eitt af svo mörgum sem
eru mér svo kær.
Ég raða í hleðsluna heilmörgum
nothæfum steinum,
og hagræði öllum svo fái þeir
lengur staðið.
Framkvæmd þessi var aðeins ætluð mér
einum,
enginn veit betur en ég hve
vandlegáer hlaðið.
Og þannig hef ég um ævinnar örðugu
stundir
ávallt verið að reyna við hleðslunáað
glíma,
og lagfæra það, sem fannst mér að allt
væri undir
að aflaga færi hvergi – á meðan var
skíma.
En nú er farið að hrynja úr hleðslunni
minni,
hvernig, sem reyni ég þrotlaust að
styrkja og bæta.
Grunur í huga minn læðist og líkt er sem
finni
ég lögmál sem mér er fullkomin ofraun
að mæta
. (Magnús J. Jóhannsson)
Yngsta yndið þitt,
Guðlaug.
Fyrstu minningar mínar um
Magnús tengdaföður minn eru
þegar hann fyrir um 42 árum sat á
kvöldin á friðarstóli í stofunni að
loknum ströngum vinnudegi og
um helgar er hann ræktaði garð-
inn og hlúði að fjölda fagurra
blóma. En hann ræktaði einnig
garðinn sinn í óeiginlegri merk-
ingu. Fjölskyldam átti hug hans
allan. Frá fyrstu stundu tók hann
mér, stráklingnum sem var að
gera hosur sínar grænar fyrir
elstu dótturinni, opnum örmum.
Barnabörnum sínum var hann
sem besti leikfélagi og væntum-
þykjan leyndi sér ekki.
Ungur að árum þurfti hann að
sjá fyrir sér. Hann stundaði sjó-
mennsku um skeið, bæði á bátum
og togurum og gerði að auki út
eigin trillu. Hann lærði rennismíði
og rak eigin vélsmiðju er ég
tengdist honum fjölskyldubönd-
um. Magnús var mikill hagleiks-
maður. Hugvitssemi hans og
verklagni var einstök. Ég minnist
þess er ég eitt sinn þóttist aðstoða
hann við að flytja smiðju sína. Út-
sjónarsemi hans við að flytja níð-
þungar og fyrirferðarmiklar vélar
var slík að ég horfði fullur aðdáun-
ar á hann vinna fremur en að
reyna að hjálpa til. Þessara hæfi-
leika Magnúsar fengu dætur hans
að njóta í ríkum mæli eftir að þær
ásamt mökum stofnuðu eigin
heimili. Ávallt var hann boðinn og
búinn að hjálpa til við hvaðeina
sem gera þurfti. Þá var gott að
hafa hann sér til fulltingis.
Magnúsi féll aldrei verk úr
hendi. Hann hafði mörg áhugamál
og var sískapandi. Með móður-
mjólkinni öðlaðist hann þann ein-
staka hæfileika að setja saman
vísur. Hann var fljúgandi hag-
mæltur. Ferskeytlur eftir hann er
ekki hægt að telja frekar en
Vatnsdalshólana. Þó er fjarri að
hann hafi einungis ort ferskeytlur.
Eftir hann liggur fjöldi ljóðabálka.
Oft kvað hann dýrt og í ljóðunum
gætir í senn rómantíkur og heitra
tilfinninga. Svört fyndni og dálítil
kerskni áttu einnig greiða leið inn
í mörg ljóða hans. Hann naut þess
að flytja ljóð af síðastgreindu
gerðinni og segja um leið gaman-
sögur sem tengdust kveðskapn-
um. Þá gat tengdapabbi verið í
essinu sínu og leiftrandi frásagn-
argleði hans naut sín. Í mörg ár
starfaði hann í kvæðamannafélag-
inu Iðunni. Hann sökkti sér í
rímnakveðskap og hafði mikið
yndi af. Þau voru ófá rímnalögin
og stemmurnar sem hann kvað. Í
þeim efnum hafa vafalaust fáir
staðið honum á sporði. Eftir miðj-
an aldur lærði Magnús bókband.
Þar gaf hann og sköpunargleðinni
lausan tauminn og útbjó t.d. bók-
ina „Geðbót“ sem var lítill kassi
utan um koníakspela og fjögur
staup. Þessa „bók“ hafði hann
gaman af að gefa og fékk hún góð-
ar viðtökur.
Magnús hafði mikinn áhuga á
þjóðmálum. Snemma varð hann
róttækur í stjórnmálaskoðunum
og hélt fast við sínar skoðanir.
Okkar stjórnmálaskoðanir fóru
kannski ekki saman. Við bárum
virðingu fyrir skoðunum hvor
annars og gættum þess að láta
þær ekki hafa áhrif á okkar vin-
áttu og góðu tengsl.
Hin síðustu ár voru Magnúsi
erfið er heilsa hans fór að bila og
minnisglöp gerðu vart við sig í rík-
um mæli. Hann hefur nú fengið
langþráða hvíld.
Kæran tengdaföður og mikinn
sómamann kveð ég með virðingu
og þakklæti.
Valgeir Pálsson.
Nú hefur hann Magnús tengda-
pabbi loksins fengið langþráða
hvíld. Í huga manns þyrlast upp
minningar. Það lék allt í höndun-
um á honum, hvort heldur það
þurfti að byggja undir efri hlutann
á stofuskápnum, smíða stækkun-
arplötur í borðstofuborðið eða
hvað annað sem þurfti að breyta
eða laga. Það voru ófá skiptin sem
við fjölskyldan gistum hjá tengda-
foreldrunum, fyrst í Skaftahlíð-
inni, meðan við bjuggum uppi á
Skaga, síðan þegar við fluttum í
bæinn og vorum að leita að íbúð og
ekki voru færri gistiferðirnar
austur á Eyrabakka meðan þau
bjuggu þar.
Alltaf var tengdapabbi á kafi í
bókbandinu og ekki margt sem
gat truflað hann nema helst matur
og kaffi, en ef maður kom í gætt-
ina á herberginu og spurði hvort
ekkert ætti að spila á þessum bæ,
þá var hann ekki lengi að leggja
frá sér það sem hann var að fást
við og koma inn í stofu eða eldhús
og við spiluðum heilu kvöldin þeg-
ar við gistum hjá þeim, það voru
notalegar stundir. Annað sem
fékk hann frá bókbandinu var ef
barnabörnin vantaði leikfélaga, þá
var hann boðinn og búinn að ger-
ast hestur eða hvað annað sem
þeim datt í hug. Af eftirfarandi
kvæði eftir hann má glöggt sjá
hversu vænt honum þótti um þau.
Börn dætra minna
Þau eru eins og kerti sem kveikt er á í
skugga,
komin til að bæta úr myrkrinu og
hugga.
Afi, gamli karlinn, á alla þessa krakka
og ætti fyrir geislana sína björtu að
þakka.
(Magnús J. Jóhannsson)
Að lokum, Magnús, takk fyrir
allt og allt.
Gunnar Gísli.
Nú kveð ég þig, afi minn, í
hinsta sinn. En nú ertu fallinn frá
eftir áralanga baráttu við alzheim-
er-sjúkdóminn. Margar minning-
ar hafa streymt fram í hugann
undanfarna daga. Ljóð og kvæði
enduróma í minningunni. Það er
mér svo minnisstætt þegar ég sat í
fanginu á þér í Skaftahlíðinni og
hlustaði á þig fara með ljóð og
binda inn bækur. Það er mér einn-
ig minnisstætt þegar ég var sex
ára og fór með þér í bílskúrinn að
skoða ánamaðkana sem þú varst
að rækta fyrir veiði næsta sumars.
Það kemur samt sterkast upp í
hugann tíminn sem þú áttir á Eyr-
arbakka, þegar þú sýndir mér
hvernig þú bast inn bækur, þegar
þú fékkst litla rennibekkinn og
þegar þú tókst framan af fingr-
inum með stóru söginni. Einnig
þegar mömmu og ömmu stóð ekki
á sama, því þær fundu fyrir vits-
munalegum breytingum hjá þér
og þær vildu alls ekki að þú keyrð-
ir með okkur krakkana í bílnum.
Þá fengum við þig samt til að
skutla okkur upp á Selfoss í sund
og jafnvel að sækja okkur aftur.
Þú kenndir okkur snemma mann-
ganginn í skák og á einhvern
undraverðan hátt unnum við þig
alltaf.
Afi minn, þú gast alltaf leikið
við okkur eins og jafnaldri. Það
var enginn sem hefði getað leyst
hlutverk þitt eins og þú gerðir.
Það var enginn sem hefði geta leg-
ið í gólfinu og leikið hest eins og
þú. Það var enginn sem hefði get-
að farið með krakkaskarann út í
búð og sungið yfir alla verslunina
„Hver vill kaupa krakka, tvo í ein-
um pakka?“.
Það hefur aldrei verið neinn til
eins og þú. Afi minn, þú komst
helgi eftir helgi mánuðum, jafnvel
árum, saman og hjálpaðir foreldr-
um mínum að byggja húsið sitt á
Eyrarbakka. Ég sem barn naut
þess að hafa mikil samskipti við
þig á þessum tíma. Ég á alla tíð
eftir að þakka þér, hve ljóðin þín
hafa veit mér margar gleðistund-
ir. Þau eru til staðar þegar ég þarf
á þeim að halda og þá sérstaklega
þegar ég hugsa til þín. Ég mun
minnast þín eins og þú varst áður
en sjúkdómurinn hertók þig. Ég
ætla að muna eftir þér syngjandi,
kveðandi og fræðandi. Ég ætla að
muna eftir þér eins og þú varst
þegar við fórum saman í ferðalög-
in upp á Snæfellsnes. Þegar þú
gast ekki hamið ástríðuna og hafð-
ir ekki nægan tíma til að segja
okkur sögur og rifja upp með okk-
ur æsku þína. Ég ætla að muna
eftir þér í blágráu peysunni með
alpahúfuna og með yfirvarar-
skeggið fullt af tóbaki. Ég á eftir
að sakna þín alla mína daga.
Ég læt fylgja með tvær stökur
úr ljóðinu Staðarsveit, sveitin mín.
Hvergi leit ég fegri’ á foldu
friði vígðan unaðsreit.
Þakklátur í þinni moldu
þæði ég hvíldir Staðarsveit.
Til þín laðist ljós og friður,
ljúfa, æskubyggð,
sælla barna söngvakliður,
sífeld gleði, eilífð tryggð.
(Magnús Jóel Jóhannsson.)
Barnabarnið þitt,
Aðalheiður Kristín
Jónsdóttir.
Elsku afi. Okkur langar að
minnast þín með nokkrum orðum.
Nú myndir þú reyndar hlæja upp-
hátt, að við skyldum tala til þín
eftir andlátið. Líf eftir dauðann
Magnús J.
Jóhannsson
Það var í þá
gömlu góðu daga að
við Snorri, ungir að
árum, urðum sam-
ferða fjölda annarra
ungmenna í að læra sund. Fljót-
lega veitti ég athygli fjörmiklum
pilti, fyndnum og glöðum í til-
svörum, sem í hvívetna bauð af
sér góðan þokka. Árin liðu og
fyrr en varði var hann kominn á
fulla ferð í félagsmálaþátttöku.
Hann varð formaður ungmenna-
félags, sambandsstjóri, hafði
nokkur afskipti af stjórnmálum
og verkalýðsstarfi, og ætíð var
vettvangur starfsins að færast
inn á ný svið. Fólki er í fersku
minni langvarandi kennslustarf
hans og atorka varðandi þróun
fræðslumála ásamt frábæru
starfi hans sem rithöfundar. Í
hlutverki Rótarýhreyfingarinnar
naut hann sín með ágætum. Það
var hátíðarstund þegar nærfellt
tuttugu manna hópur félaga af
Borgarnessvæðinu lagði leið sína
austur í Rangárþing í þeim til-
gangi að fylgja eftir kjöri Snorra
sem umdæmisstjóra með viðeig-
andi þátttöku.
Það lætur að líkum að Snorri
yrði eftirsóttur liðsmaður menn-
ingarhreyfinga margs konar, og
hlutverkum sem hann tók að sér
skilaði hann með reisn. Það var
Snorri
Þorsteinsson
✝ Snorri Þor-steinsson fædd-
ist 31. júlí 1930.
Hann lést 9. júlí
2014. Útför hans
fór fram 18. júlí
2014.
því í stíl við fé-
lagslegan þegnskap
hans þegar leitað
var eftir því á vett-
vangi Sögufélags
Borgarfjarðar hvort
nefna mætti nafn
hans með það fyrir
augum að hann tæki
sæti í stjórn félags-
ins. Svaraði hann
því þegar játandi að
slíkt væri heimilt.
Það kom svo nokkuð fljótlega að
því að hann yrði formaður, en í
því fólst brátt gífurleg vinna við
bókhald, umsjón og skráningu
íbúatals, þátttöku í ritstjórn
Borgfirðingabókar og grundvall-
arbaráttu fyrir lokafrágangi
Borgfirskra æviskráa auk al-
mennrar framkvæmdastjórnar.
Þetta allt þakkar félagið nú af al-
hug að leiðarlokum.
Snorri var áheyrilegur maður í
ræðustól og kunni þar vel til
verka, enda kennari í ræðu-
mennsku. Ósjaldan kom hann
fram sem upplesari eða umsjón-
armaður efnis og fór það vel úr
hendi. Þegar fjalla skal um jafn
fjölhæfan mann og Snorra Þor-
steinsson vakna óteljandi spurn-
ingar um það hvers helst beri að
geta. Það er raunar ástæðulaust
að reyna að komast yfir allt í
stuttri grein og næsta víst að
mörgu til viðbótar hefði hann vilj-
að koma til leiðar ef honum hefði
enst heilsa og líf.
Aðstandendum votta ég samúð
og árna Snorra fararheilla yfir
landamærin miklu.
Bjarni Valtýr Guðjónsson.