Morgunblaðið - 11.09.2014, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
✝ Jónas fæddist íBeingarði í
Rípurhreppi í
Skagafirði 26.11.
1922. Hann lést á
Landakotsspítala
23. ágúst 2014.
Foreldrar Jón-
asar voru Páll
Björnsson, f. á
Þverá í Akrahreppi
í Skagafirði 2.8.
1881, d. 16.3. 1965,
bóndi í Beingarði, og kona hans,
Guðný Jónasdóttir, f. í Ási í Ríp-
urhreppi 8.10. 1897, d. 8.10.
1997, húsfreyja. Systkini Jón-
asar: Bogi Pálsson, f. 27.9. 1924,
lengst af bóndi í Beingarði í
Skagafirði og þar búsettur og
Helga María Pálsdóttir, f. 22.5.
1935, húsfreyja í Keflavík en
maður hennar er Jón Vilhelm
Einarsson húsasmíðameistari.
Jónas kvæntist 20.9. 1947 Ing-
unni Önnu Hermannsdóttur, f.
20.8. 1921, d. 4.1. 2010, hús-
freyju. Þau slitu samvistum
1982. Hún var dóttir Hermanns
Hjartarsonar, f. 21.3. 1887, d.
12.9. 1950, sóknarprests, og
Kristínar Sigurðardóttur, f.
16.6. 1889, d. 10.11. 1973, hús-
freyju. Börn Jónasar og Ing-
unnar Önnu eru Björn Jónasson,
f. 20.5. 1946, rafvirki, búsettur í
Hafnarfirði; Hermann Páll Jón-
asson, f. 18.11. 1951, búsettur í
Matthíasar Jónassonar 1952-54,
var blaðamaður við dagblaðið
Tímann 1955-1956, skólaráð-
gjafi við Barna- og unglinga-
skóla Kópavogs 1956-60, for-
stöðumaður Sálfræðideildar
skóla í Reykjavík 1960-71 og
hafði þá yfirumsjón með sál-
fræðiþjónustu grunnskólanna í
Reykjavík. Jónas var í raun
brautryðjandi í sálfræðiþjón-
ustu við grunnskóla hér á landi,
fyrst í Kópavogi og síðar í
Reykjavík. Hann var skólastjóri
Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ
1971-82, lektor við KHÍ 1982-83
og rektor KHÍ 1983-91 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir
og fór á eftirlaun. Jónas sat í
fjölda nefnda og ráða, einkum
um uppeldisfræði og kennslu-
mál sem og um önnur málefni er
tengdust hans embættisstörfum.
Hann sat m.a. í stjórn Félags ís-
lenskra sálfræðinga 1957-63 og
var formaður 1966-68, í Æsku-
lýðsráði Kópavogs 1958-60,
stjórn Barnaverndarfélags Ís-
lands 1965-72 og var formaður
endurskoðunarnefndar grunn-
skólalaga 1979-81.
Árið 1992 var Jónas sæmdur
riddarakrossi Hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir störf að uppeld-
is- og fræðslumálum og árið
2001 hlaut hann heiðursdokt-
orsnafnbót við Kennaraháskóla
Íslands.
Útför Jónasar fór fram frá
Kópavogskirkju 4. september
2014, í kyrrþey að ósk hins
látna.
Reykjavík; Finn-
bogi Jónasson, f.
20.1. 1953, d. 6.1.
2011, var búsettur í
Reykjavík; Gunnar
Börkur Jónasson, f.
17.10. 1955, kenn-
ari við Háteigs-
skóla, búsettur í
Reykjavík, en kona
hans er Ingibjörg
Dóra Hansen inn-
anhússarkitekt, og
Kristín Jónasdóttir, f. 7.2. 1958,
félagsfræðingur og skrif-
stofustjóri við nemendaskrá Há-
skóla Íslands, búsett í Reykja-
vík.
Jónas lauk námi við Sam-
vinnuskólann árið 1942, stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1947 og MA-prófi frá
Edinborgarháskóla, með sál-
arfræði og mannkynssögu sem
aðalgreinar, árið 1952. Árið
1966 tók hann MA-gráðu í upp-
eldissálfræði eftir að hafa verið
Fulbright-styrkþegi við Teach-
ers College í Columbia-
háskólanum í New York. Jónas
var skrifstofumaður hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
á Akureyri 1942-44 og 1945-47,
var stundakennari við Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og
fleiri skóla 1947-49, stundaði
rannsóknir á greindarþroska ís-
lenskra skólabarna á vegum dr.
Jónas Pálsson mundi tímana
tvenna og þrenna. Alinn upp í
torfbaðstofu að þeirrar tíðar
hætti og gekk í farskóla sveitar-
innar en lauk starfsævinni sem
rektor Kennaraháskóla Íslands.
Jónas var Samvinnuskóla-
genginn undir handarjaðri Jónas-
ar frá Hriflu sem sumir segja að
sé höfundur íslenska flokkakerf-
isins. Samvinnuhugsjón í víðum
skilningi var leiðarljós Jónasar
Pálssonar og áhugi á endurskipu-
lagningu íslenska flokkakerfisins
fylgdi honum alla tíð.
Jónas var tilfinninganæmur og
kenndi til í stormum sinnar tíðar.
Það var grunnt á sársauka að
baki gamansemi sem hann bjó
einnig ríkulega yfir. Fagurkerinn
blundaði í brjósti hans, enda hafði
honum flogið í hug að gerast fata-
hönnuður fremur en kaupfélags-
stjóri eða þingmaður.
Skóla- og uppeldismál urðu
starfsvettvangur Jónasar að
loknu námi í sálarfræði. Framlag
hans á því sviði verður ekki rakið
hér. Hann var umbótasinni og
mannvinur og gat verið harður í
horn að taka ef honum fannst
vegið að grunngildum mennsk-
unnar. En hann var víðsýnn og
leitandi. Sagði einhvern tímann í
rökræðum: „Ja, ég held ég sé
ennþá sammála því sem ég hélt
fram í byrjun.“
Níræður öldungur situr við
tölvu sína og þýðir skosk heim-
spekirit, hefur þrjú undir og vinn-
ur skipulega hvern dag. Þegar lúi
sækir á síðdegis er kjörið að líta í
heimsblöðin, þýsk, frönsk og
ítölsk, enda þokkalega læs á þess-
ar tungur. Til að átta sig sem best
á inntaki leiðarans í ítalska
blaðinu lætur Jónas þann af-
kastamikla Google snara textan-
um á ensku, rennir yfir hann og
les svo leiðarann á ítölsku. Svo lít-
ur hann yfir íslensku blöðin og
finnst sú pólitík sem þar að finna
oft heldur lítilla sanda.
Jónas var samstarfmaður
minn um árabil og vinur til ævi-
loka. Margt er því að þakka.
Þakka fyrir samstarfið í Æfinga-
skólanum sáluga, og alla hvatn-
ingu og leiðsögn sem hann veitti
ungum starfsmönnum, þakka fyr-
ir samfylgd á fjölmarga fundi og
ráðstefnur þar sem Jónas naut
sín í gervi heimsmannsins sem
víða hefur ratað. En framar öðru
þakkir fyrir að eiga trúnað hans
og mega skyggnast inn í hugar-
heim sem var síkvikur og við-
kvæmur.
Að löngu dagsverki loknu er
þreyttum manni hvíldin kærkom-
in. Jónas vissi að hverju dró og
kveið því ekki. Ætli hann hafi
ekki getað tekið undir ósk sveit-
unga síns Stephans G. um að
„rétta heimi að síðustu sáttar-
hendi um sólarlag“.
Við Margrét þökkum Jónasi
umhyggju og vináttu og vottum
fjölskyldu hans okkar dýpstu
samúð.
Ólafur H. Jóhannsson.
Vinur og samstarfsmaður til
margra ára er fallinn frá. Jónas
Pálsson réð mig til starfa við
Kennaraháskóla Íslands fyrir
margt löngu. Hann var þá rektor
skólans. Jónas var afar áhuga-
samur um menntamál og hafði
smitandi áhrif á marga sam-
starfsmenn – þar á meðal mig.
Jónas var hugmyndaríkur og
frjór og gerði sér far um að fylgj-
ast vel með umræðu og skrifum
um skóla- og menntamál. Hann
var farsæll rektor og giftudrjúg-
ur við að efla Kennaraháskólann
sem vísindastofnun. Þrátt fyrir
aldursmun tókst með okkur vin-
skapur sem hélst alla tíð.
Auk áhuga á skóla- og mennta-
málum hafði Jónas mikinn áhuga
á íslenskri menningu þar sem
heimasveit hans Skagafjörður
var jafnan í forgrunni. Ég fór í
tvær ferðir með Jónasi og nokkr-
um starfsfélögum á heimaslóðir
hans með nokkurra ára millibili.
Það voru einkar skemmtilegar
ferðir. Jónas lék á als oddi og
sagði okkur sögur af mönnum og
málefnum. Frásögnunum fylgdi
jafnan ættartala viðkomandi ein-
staklinga. Hann var af þeirri kyn-
slóð sem fannst fimmmenningar
mikið skyldir.
Þegar Jónas varð sjötugur
varð að ráði hjá starfsfólki Kenn-
araháskólans að nota það tilefni
til að setja á laggirnar tímarit um
uppeldis- og menntamál. Við gerð
þessa fyrsta heftis kom í minn
hlut að taka viðtal við Jónas. Í
minningunni var það skemmti-
legt verk en erfitt. Við sem þekkt-
um Jónas munum að hann vildi
hafa hlutina í lagi og rétt fram
setta. Við munum líka að Jónas
skipti oft um skoðun. Viðtalið var
því ekki hrist fram úr erminni.
Við ræddum nokkrum sinnum
saman og ég breytti og bætti. Síð-
an gat Jónasi fundist það ómögu-
legt sem hann hafði sagt og vildi
hugsa betur um málið. Svona
gekk þetta í nokkurn tíma og að
lokum sagði ég að viðtalinu yrði
ekki breytt meira. Bað hann mig
þá um skjalið, sem hann síðan
sendi mér nokkru síðar til baka
fullunnið. Ég hef oft síðan velt því
fyrir mér hvort ég hafi í raun tek-
ið viðtalið eða hvort Jónas hafi
tekið það við sig sjálfur. Hvað
sem því líður tel ég að enn í dag
eigi viðtalið erindi. Yfirskrift þess
er „Menntamál eru alltaf stjórn-
mál“.
Það var mér ómetanleg
reynsla að vinna með Jónasi á
þessum árum og eru samræður,
gönguferðir og ferðalög á fundi
og ráðstefnur nokkuð sem ég
hefði ekki viljað missa af. Síðustu
árin kom Jónas stundum í heim-
sókn í Stakkahlíðina en oftast
hittum við gömlu félagarnir á
málþingum og ráðstefnum sem
hann sótti markvisst. Þá var jafn-
an rætt um pólitík og menntamál.
Jónas tekur ekki lengur þátt í
slíkum umræðum en aðrir gamlir
félagar munu halda þeim á lofti.
Blessuð sé minning Jónasar Páls-
sonar.
Börkur Hansen.
Góður vinur og samstarfsmað-
ur til margra ára, Jónas Pálsson,
er nú genginn til feðra sinna.
Leiðir okkar lágu saman 1974 er
ég var ráðinn kennari við Æfinga-
og tilraunaskóla Kennaraháskóla
Íslands, nýskriðinn úr háskóla og
reynslulaus. Þar með hófst þessi
merkilega og krefjandi ganga
sem ég hef löngum kallað háskóla
Jónasar Pálssonar.
Hann efndi til umræðna um
skóla- og uppeldismál, setti fram
kenningar og hvatti starfsmenn
til dáða. Stundum áttum við erfitt
með að skilja hvert hann var að
fara en svo merkilegt sem það nú
er þá hefur ýmislegt af því lifnað
og þróast með tímanum og
gagnast vel í starfi. Hann leit allt-
af á skólann sem stofnun í mótun.
Verst var honum við kyrrstöðu.
Ef hennar varð vart skaut hann
inn hugmynd eða efndi til um-
ræðu sem fékk hjörtun til að slá
hraðar og jafnvel þreyta suma.
En þessi háttur olli því að við öðl-
uðumst reynslu sem við gátum
svo miðlað öðrum. Nemandinn og
velferð hans var ætíð í fyrirrúmi
og starfsmenn áttu að vinna
mennskunni gagn. Það að koma
barni til manns var höfuðhlutverk
Jónasar.
Margt var það sem Jónas kom
á legg sem nú er sjálfsagður hluti
af skólastarfi. Nægir þar að nefna
skipulagða vinnu til að tryggja
velferð barna og stuðning við þá
sem hans þurftu við. Nú er þetta
kallað nemendaverndarráð í skól-
um. Þá hvatti hann til ýmissa nýj-
unga í kennsluháttum sem nýtt-
ust síðar í menntakerfinu. Hann
studdi við bakið á fagmennsku
kennara sinna og fékk jafnvel
þekkta erlenda skólamenn til að
halda námskeið fyrir þá.
Jónas var mér ekki einungis
lærifaðir heldur var með honum
og okkur hjónum traust vinátta.
Hann heimsótti okkur er við
bjuggum í Englandi og dvaldi um
hríð. Þar kynntist hann vinum
okkar sem urðu vinir hans æ síð-
an. Við komum á fundi með hon-
um og prófessorum við háskól-
ann.
Það var merkilegt að hlusta á
umræður þeirra. Jónas rökræddi
kenningar heimspekinga og upp-
eldisfrömuða, hafði skoðun á
kenningum og tengdi þær
menntakerfum. Hann gaf fræði-
mönnunum ekkert eftir. Við
fréttum síðar að þeim hefði þótt
mikið til fundarins koma.
Ég heimsótti Jónas á sjúkra-
hús þremur dögum fyrir andlátið.
Líkaminn var veikur og úr sér
genginn en hugurinn samur við
sig. Við ræddum málin eins og
forðum. Hann gerði mér grein
fyrir stöðu sinni og taldi komið að
leiðarlokum. Hann kvaddi mig
síðan með hlýju handartaki og
þakkaði mér fyrir samstarfið.
Það var dýrmætt að eiga Jónas
Pálsson að vini og ráðgjafa. Við
hjón þökkum honum góða vináttu
og hlýhug og sendum börnum
hans og afkomendum þeirra sam-
úðarkveðjur.
Guðmundur B.
Kristmundsson og
Sigríður Bjarnadóttir.
Ég kynntist Jónasi Pálssyni
fyrst árið 1963, en þá kenndi hann
okkur sem vorum á síðasta ári í
kennaranámi við Kennaraskóla
Íslands kennslufræði. Þá strax
kom í ljós hæfni hans til að setja
spurningarmerki við margt sem
manni fannst nánast vera sjálf-
sagðir hlutir.
Næst vissi ég af Jónasi 1971
þegar hann tók við starfi skóla-
stjóra Æfinga- og tilraunaskóla
Kennaraskóla Íslands. Það var
heldur óvenjulegt að sálfræðing-
ur tæki við skólastjórn í barna-
og unglingaskóla. Og Jónas varð
enginn venjulegur skólastjóri.
Hann bryddaði upp á fjölmörg-
um nýmælum og hreyfði svo
sannarlega við kennurum skól-
ans. Fréttir af nýjungum og
stundum „undarlegum starfs-
háttum“ bárust til kennara og
skólastjórnenda við aðra skóla.
Jónas ýtti við fólki, spurði „und-
arlegra“ spurninga sem sannar-
lega fengu marga til að brjóta oft
ára- eða áratuga gamlar hefðir.
Við sem störfuðum við skóla-
rannsóknardeild menntamála-
ráðuneytisins á árunum 1975-
1983 fylgdumst með starfinu við
Æfinga- og tilraunaskólann og
störfum Jónasar við Kennarahá-
skóla Íslands (en gamli Kennara-
skólinn hafði verið færður form-
lega á háskólastig með lögum frá
Alþingi 1971). Þegar við fréttum
að Jónas hefði boðið sig fram í
embætti rektors Kennaraháskól-
ans vorið 1983 glöddumst við
mörg og töldum að með honum
myndu blása ferskir vindar.
Hann var kosinn rektor og starf-
aði sem slíkur í átta ár eða til
1991. Ég kom til starfa við Kenn-
araháskólann sama ár og Jónas
tók við rektorsembætti og starf-
aði náið með honum allan þann
tíma sem hann var rektor og í
raun miklu lengur því að Jónas
hætti ekki að starfa þó að emb-
ættisferli væri lokið og hann
kominn á eftirlaun. Langt fram á
níræðisaldur mætti hann á skrif-
stofu sína í Kennaraháskólanum
nánast á hverjum degi.
Það má segja að Jónas hafi
sem rektor Kennaraháskólans
mótað skólann sem rannsókn-
arháskóla. Að vísu hafði strax í
rektorstíð Brodda Jóhannesson-
ar verið komið á fót framhalds-
námi í uppeldis- og kennslufræð-
um við skólann, en Jónas efldi
framhaldsnámið af mikilli elju
og í hans rektorstíð var Kenn-
araháskólanum veitt lagaheim-
ild til að bjóða upp á framhalds-
nám til meistaragráðu. Jónas
hafði mikinn metnað fyrir hönd
Kennaraháskólans og vakti yfir
honum svo að segja dag og nótt.
Að vinna náið með Jónasi við
skólann gat verið snúið, því að
enn var hann til alls líklegur og
enn einkenndi hann þessi til-
hneiging til að taka ekki hlutina
sem gefna og að hika ekki við að
ráðast á garðinn þar sem hann
var hæstur. Ýmsir upplifðu
stjórnunarstíl hans sem „fljót-
andi“ – en hann hafði mikla þörf
fyrir að halda öllu opnu, loka sig
ekki af, því að hann vildi alltaf
lengra. Af honum lærði ég,
meira en af öðrum mönnum, að
horfa alltaf langt fram á veginn –
helst nokkur ár eða jafnvel ára-
tugi.
Jónas Pálsson lifði langa ævi
og vissulega tvenna tíma. Hann
var lifandi hugur fram í andlátið.
Ég minnist hans með sérstakri
hlýju og virðingu.
Ólafur Proppé, fv. prófessor
og rektor Kennaraháskóla
Íslands.
Jónas Pálsson var óþreytandi
menningarlegur umbótasinni í
víðum skilningi. Sem ungur mað-
ur dreymdi hann um að öðlast
virðingu sem kaupfélagsstjóri
eða þingmaður, jafnvel ráðherra.
Þegar hann svo sigldi til háskóla-
náms við Edinborgarháskóla
lagði hann ekki einungis stund á
sálfræði og sögu heldur einnig
hagfræði og heimspeki. Ef hann
hefði valið sér námsgreinar síðar
á ævinni hefðu þær e.t.v. orðið
stjórnmálafræði og félagsfræði.
Honum voru hugleikin viðfangs-
efni sem snertu samfélagið allt
og velferð þess, ekki síst mennta-
mál, sem hann hélt ætíð fram að
væru stjórnmál. Umbótastarf
Jónasar í menntamálum var eng-
in tilviljun heldur átti það sér
djúpar rætur í honum sjálfum.
Þó sagðist hann eins hefði getað
snúið sér að bókhaldi!
Jónas hafði mikil og jákvæð
áhrif á starf mitt á fleiri en einum
vettvangi og fyrir það er ég hon-
um ævinlega þakklátur. Hann var
forstöðumaður Sálfræðideildar
skóla í Reykjavík áður en ég kom
þar til starfa og því óhjákvæmi-
legt að ég leitaði ráða hjá honum
persónulega og læsi skrif hans;
velvild hans gerði það og að verk-
um að hann varð fyrirmynd mín í
starfi. Sem rektor Kennarahá-
skóla Íslands beitti hann sér sér-
staklega fyrir því að framhalds-
nám í sérkennslufræði væri í boði
við skólann og áttum við mikil og
góð samskipti um það.
Hæfileikar og áhugamál Jón-
asar voru víðfeðm. Hann var
einkar mannlegur og það var auð-
velt að láta sér þykja vænt um
hann þegar maður kynntist við-
kvæmni hans jafnt sem styrk.
Hann heillaðist af vel fluttu er-
indi, afbragðsgóðri fræðigrein
eða glæsilegri framkomu. Hann
var gjöfull á hrós og hvatningu en
frábað sér slíkt opinberlega þótt
hann kynni vel að meta það með
sjálfum sér. Hann fylgdi því siða-
lögmáli samtíðar sinnar að hóg-
værð væri dyggð og að þeir síð-
ustu yrðu að lokum fyrstir. Jónas
vildi oft gera félagsleg og mennt-
unarleg álitamál að umræðuefni
og útlistaði þá gjarnan nýstárleg-
ar hugmyndir sínar en dró þær
iðulega jafnharðan til baka og
sagði þær einskis virði!
Það lýsir vel fræðilegum metn-
aði, kjarki og starfsþreki Jónasar
að undir nírætt tók hann að þýða
fræðileg skrif Johns Macmurray,
gamla heimspekikennans síns frá
Edinborg. Hann vann þetta tor-
sótta verk á fartölvuna sína og
leit á það sem daglega heilarækt
og afþreyingu. Þegar upp var
staðið hafði hann lokið tveimur
bókum og var langt kominn með
þá þriðju. Fyrir elju Jónasar á
síðustu æviárum eigum við því nú
drög að íslenskri þýðingu á verk-
um merkilegs heimspekings sem
var nánast óþekktur hér á landi
áður.
Um leið og ég færi aðstand-
endum samúðarkveðjur vil ég tjá
innilegt þakklæti mitt fyrir leið-
sögn og vináttu Jónasar Pálsson-
ar.
Gretar L. Marinósson.
Hugsjónamaður, öðlingur og
góður vinur, Jónas Pálsson, hefur
kvatt okkur enda var aldurinn
orðinn hár og heilsan farin að
gefa sig. Við kynntumst fyrir
löngu þegar ég starfaði á
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur á
sumrin og Jónas vann þar við að
skipuleggja og síðan reka Sál-
fræðideild skóla í borginni. Að því
vann hann heils hugar eins og að
öðrum hugðarefnum sínum.
Þegar Jónas varð rektor
Kennaraháskólans réði hann mig
sem konrektor, við störfuðum því
mjög náið saman næstu árin. Sú
samvinna var góð. Hið daglega
amstur féll honum miðlungi vel
og var því stundum – að óþörfu –
óánægður með sitt framlag. Sjón-
deildarhringur hans var víður,
áhugi á skóla- og uppeldismálum
mikill, hugmyndir fæddust og
komu margar til framkvæmda.
Jónas verður ævinlega talinn
meðal forystumanna landsins á
síðustu öld í uppeldis- og mennta-
málum.
Nú að leiðarlokum kveð ég
Jónas með þakklæti í huga og
sendi aðstandendum hans ein-
lægar samúðarkveðjur.
Þuríður J. Kristjánsdóttir.
Mikill frumkvöðull er fallinn
frá. Jónas Pálsson var einn af níu
stofnfélögum Félags íslenskra
sálfræðinga þegar það var stofn-
að hinn 15. mars 1954. Hann var
strax í forystu fyrir þróun sál-
fræðiþjónustu við börn og skóla
og beitti sér alla tíð á þeim vett-
vangi, sem sálfræðingur, kennari
og rektor. Hann var vel menntað-
ur í uppeldissálfræði, bæði frá
Jónas Pálsson
Í dag kveð ég vin-
konu mína, Magneu
Sigurðardóttir,
Maddý eins og hún
var kölluð. Það er
margt sem kemur upp í hugann
en þó fyrst góðu stundirnar sem
við áttum saman og þakklæti fyr-
ir allt sem þú gerðir fyrir okkur,
Magnea
Sigurðardóttir
✝ Magnea Sig-urðardóttir
fæddist 15. ágúst
1953. Hún lést 14.
ágúst 2014. Magn-
ea var jarðsungin
21. ágúst 2014.
þegar þú tókst dótt-
ur mína að þér þeg-
ar ég veiktist, þú
vildir alltaf hjálpa.
Mér varð hugsað til
þín þegar ég var að
tína rifsber hér fyrir
utan hjá mér, við
gerðum þetta svo
oft saman. Það er
sárt að kveðja góða
vinkonu en við vit-
um að þér líður vel á
þeim stað sem þú ert á núna.
Guð geymir þig, elsku Maddý
mín.
Ólöf Steinarsdóttir.